Morgunblaðið - 20.11.1986, Síða 31

Morgunblaðið - 20.11.1986, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 31 ERLENT Foreldrar Dallas- leikara myrtir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10— 12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að not- færa sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 22. nóvember verða til viðtals Páll Gísla- son, formaðurframkvæmdanefndar byggingastofnanna i þágu aldraðra og veitustofnanna Reykjavíkur og Guð- rún Zoéga i stjórn skólamálaráðs, fræðsluráðs og veitustofnanna. BENZ 190 E ÁRG. ’85 til sölu. Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur, central læsingar, sóllúga, litaö gler, útvarp og segul- band, vökvastýri. Blái demanturinn. Skipti möguleg. Bílakaup, sfman 886030—686010. Þú klæöir af þér kuldann með Kapp 100% polyester fötum næst þér og hinum landsþekktu Herkules sjófötum sem ytri hlífðarföt gegn vindi og regni. Klæðakerfið frá 66°Ngerir gæfumuninn. Ananaustum Sími 28855 Boulder, Montana, AP. FORELDRAR Patricks Duffy, sem leikur Bobby Ewing í framhaldsmyndaflokknum „Dallas", voru myrtir á þriðju- dagskvöldið. Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við málið. Lík þeirra Terence og Marie Duffy fundust í gærdag í veitinga- húsi, sem þau ráku í bænum Boulder í Montana í Bandaríkjun- um. Að sögn lögreglu bendir allt til þess að þau hafi verið myrt á þriðjudagskvöldið. Lögreglan var treg til að Veita nánari upplýsing- ar um málið en fréttir herma að þau hafi verið skotin með hagla- byssu. Tveir 19 ára gamlir menn voru handteknir í gær eftir mikinn elt- ingarleik við lögreglu og eru þeir grunaðir um ódæðið. Patrick Duffy er 37 ára gam- all og býr hann í Los Angeles ásamt konu sinni og tveimur börn- Patrick Duffy um. Að sögn Barbara Brogliatti, talsmanns Lorimar-kvikmyndafé- lagsins, voru einstakir kærleikar með Duffy og foreldrum hans. Kambódía: Pol Pot sagður vera fárveikur AP/Símamynd Morð íManila Lík David Puzon, fyrrverandi þingmanns og stuðn- fyrirsát er hann var á leið til vinnu sinnar og segja ingsmanns Enrile vamarmálaráðherra Filippseyja, í sjónarvottar að morðingjamir hafí verið karlmenn líkhúsi lögreglunnar í Manila í gær. Puzon var gerð klæddir kvenmannsfötum. Bangkok, AP. POL POT, leiðtogi Rauðu khme- ranna í Kambódíu, er fárveikur, að því er sagði í gær í blaðinu The Bangkok Post, sem gefið er út í Thailandi. Fullyrt var í blað- inu að Pol Pot hefði haldið til Peking tii að leita sér lækninga. Blaðið kvaðst hafa þessa frétt eftir háttsettum embættismönnum í Kambódíu. í fyrra bámst einnig fréttir af veikindum leiðtogans en þær fengust aldrei staðfestar. Heimildarmaður The Bangkok Post sagði í viðtali við blaðið að Pol Pot hefði áður leitað sér lækn- inga í Kína en í þetta skiptið væru veikindi hans mjög alvarleg. Kvaðst hann efast um að leiðtoginn ætti afturkvæmt frá Kína. Samkvæmt fyrri fréttum þjáist hann af sykur- sýki og malaríu. Pol Pot var leiðtogi stjómar Rauðu khmerannna í Kambódíu frá 1975 til 1978. Stjóm hans sýndi fádæma grimmd og er talið að hundruðir þúsunda Kambódíu- manna hafí verið myrtir í valdatíð hans. Víetnamar réðust inn í Kambódíu síðla árs 1978. Pol Pot flúði þá til fjalla og stýrði þaðan skæruhemaði gegn innrásarliðinu. Talsmenn Rauðu khmeranna hafa sagt að Pol Pot hafi látið af störfum sem hershöfðingi á síðasta ári en fréttaskýrendur leggja almennt ekki trúnað á það. Pol Pot sást síðast í desembermánuði árið 1979 þegar japanskir fréttamenn áttu við hann viðtal í höfuðstöðvum skæm- liða í Kambódíu. KLÆÐAKERFIÐ FRA 66 °N HEFUR SANNAÐ ÁCÆTI SITT Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.