Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Finnsk farandsýning- á Kjarvalsstöðum: Þessi sýning hefur hvergi sómt sér betur - sagðiPekka Nevalainen FARANDSÝNINGIN „Finnsk nú- tímalist" var opnuð á Kjarvalsstöð- um sl. laugardag. Sýningin hefur farið um öll Norðurlönd. Á henni gefur að líta þau rúmiega áttatíu verk sem Samband finnskra mynd- listarmanna (Könstn&rgillet) telur gefa bestan þverskurð af þvi nýj- asta og markverðasta í finnskri nútimalist. Einn þeirra tólf lista- manna sem leggja verk til sýning- arinnar, Pekka Nevalainen, var viðstaddur opnunina, og af hálfu sambandsins kom Riita Salmi, sýn- ingarstjóri, hingað til Iands. Blaðamaður hitti þau að máli dag- inn fyrir opnunina. í samtali hans við Nevalainen kom fram að hann telur að sýningin hafi hvergi sómt sér betur en á Kjarvalsstöðum. „Síðasti viðkomustaður sýningar- innar á ferð hennar um Norðurlönd var listamiðstöð Álaborgar sem Alvar Aalto teiknaði. Þrátt fyrir skemmti- legan arkitektúr hans var þröngt um um verkin og þau nutu sín ekki. Hér er gott pláss og andrúmsloft," sagði Nevalainen sem var upptekin við að „mynda" eitt verka sinna og dreifði í því skyni sandi yfir stórt svæði á gólfrnu fyrir framan vestursal Kjar- valsstaða. „Verk mín eru svokölluð „installations“, því þarf ég að fara með sýningunni á alla viðkomustaði hennar og koma þeim sjálfur fyrir. Hér sýni ég gömul verk, í dag vinn ég fyrirferðarmeiri verk, úr þyngri og harðari efnum. Það sem ég sýni hér var unnið á tímabili er ég bjó úti í sveit. Þessi dvöl hafði sterk áhrif á mig og því sótti ég efniviðin í náttúr- una og efni hennar." Nevalainen gekk með viðmælanda um sýningarsalinn en lýsti því yfír að í raun hefði hann ekki mikið álit á samsýningum af þessu tagi. „Þegar öllu er á botninn hvolft hafa þær lítið gildi. Hér er allt slétt og fellt, öll verkin hafa farið í gegnum nefnd og eru valin með því augnamiði að venju- legur borgaralegur sýningargestur geti fellt sig við þau,“ sagði hann og bandaði til raðar af flennistórum olíu- málverkum eftir eina listakvennanna. „í finnskri list eru miklar hræringar í dag og ungir, óhefðbundnir lista- menn sem skapa mun áleitnari og að mínu mati merkilegri list, eiga ekki fulltrúa hér. En það er nú annað mál, og auðvitað hlýtur val á svona samsýningu alltaf að vera umdeilt." Salmi greip inní og sagðist geta tekið undir með Nevalainen í því að val verka á yfirlitsýningu væri alltaf umdeilanlegt. Á hinn bógin hefði sýn- ingin gildi fyrir þá sem vildu fá einhveija innsýn í finnska nútímalist. „Við kusum að nefna sýninguna: Við- horf - tólf einstaklinga, og teljum að hún standi undir nafni," sagði hún.' „Það er erfítt að sjá skýrar línur f verkum þessara listamanna, sem eru innbyrðis mjög ólíkir. Hér gefur að líta málverk, grafík, skúlptúra og umhverfísverk. Höfundamir eiga í raun ekki annað sameiginlegt en að vera fæddir á sjötta áratugnum, hver þeirra lýsir því sem gerist innra með honum, og þótt þeir sækji allir efni- viðinn í fínnska hefð er sjónarhom hvers þeirra einstakt. Þannig von- umst við til þess að áhorfandinn geti betur gert sér grein fyrir því sem gerir fínnska nútímalist sérstaka, og tengi um leið þessi sýnishom þeim hræringum sem em í gangi í listinni á alþjóðavettvangi“ Morgunblaðið/Einar Falur Riitta Salmi (t.v.) og Pekka Nevalainen við oliumálverk Leena Luostarin- en. Þeir listmálarar sem eiga málverk á sýningunni „Finnsk nútímalist - Viðhorf 12 einstaklinga" eru allir konur. REDOXON Mundir þú eftir JH C-vítamíninu í mongnn', HAMBORGARHRYGGUR aðeins kr. 490 með beini. Frábært verð. Opið laugardaga kl. 07.00 - 16.00. JHrJr1 Laugalaek 2,- sími 686511. Afgreiðslustaðir Hraöbankans eru á eftirtöldum stöðum: • Borgarspltalanum • Landsbankanum Breiðholti • Landsbankanum Akureyri • Landspítalanum • Búnaðarbankanum, aðalbanka • Búnaðarbankánum við Hlemm • Búnaðarbankanum Garðabæ • Sparisjóði Vélstjóra Samvinnubankanum Háaleitisbraut • Útvegsbankanum Hafnarfirði • Sparisjóöi Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg • Sparisjóði Keflavíkur • Landsbankanum, aðalbanka. Ekkert eyðublað í tékkheftinu og öll helgin framundan „Blessaöur vertu, - kveiktu á perunni. Faröu í næsta Hraöbanka og taktu reiðufé út af tékkareikningnum þínum, þú getur tekiö út allt aö 10 þúsund krónum. Ekkert mál. NOTADU SKYNSEMINA - NOTADU HRADBANKANN! Leiðbeiningabæklingar liggja frammi hjá öllum aðildarbönkunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.