Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 50

Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR KR. JÓNSSON, Vatnsholti 4, Reykjavfk, lést að morgni 18. nóvember í Borgarspítalanum. Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Vigdfs Guðmundsdóttir, Jón Ingi Guðmundsson, Guðrún Elfsabet Guðmundsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Útför eiginmanns mins, ÁGÚSTAR ÞORVALDSSONAR á Brúnastöðum, verður gerð frá Hraungerðiskirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 14.00. Ingveldur Ástgeirsdóttir. Eiginmaöur minn, t EGILL BENEDIKTSSON Volaseli, Bæjarhreppi, lést 18. nóvember. Guðfinna Sigurmundsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, EINARS EIÐSSONAR, Seljabraut 46, sem lést 14. þessa mánaöar, fer fram í Bústaðakirkju laugardag- inn 22. nóvember kl. 11.00. Jarösett verður í Skarðskirkjugarði. Þeim sem vijdu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag íslands. Laufey Kristinsdóttlr, Sigrfður Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir, Ellen Marfa Einarsdóttir, Hildur Thorlacius. t Útför móður okkar, EMMU JÓNSDÓTTUR, Aðalgötu 3, Ólafsfirði, sem lést 12. þessa mánaðar, fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 22. nóvember kl. 13.30. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á dvalarheimiliö Hornbrekku eða aðrar líknarstofnanir. Fanney Jónsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. t Eiginmaöur minn PÁLL JÓHANN SIGURÐSSON frá Búlandi, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Jóhanna Kristjánsdóttir. t Faöir okkar, HELGITRYGGVASON, Þingvallastraeti 4, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu 14. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlega láti Sel njóta þess. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helga Helgadóttir, Tryggvi Helgason, Marfa Helgadóttir. Lokað í dag, frá kl. 12.00 á hádegi, vegna útfarar ÖRNÓLFS NIKULÁSSONAR, sölustjóra. H. Benediktsson hf., Suðurlandsbraut 4. Minning: HelgiB. Björnsson yfirdeildarstjóri Það hefur því miður dregist óhæfílega lengi að fest væru á blað fáein minningar- og kveðjuorð í til- efni af fráfalli Helga Björgvins Bjömssonar, fyrrum yfírdeildar- stjóra bögglapóststofunnar í Reykjavík, en hann lést á síðast- liðnu sumri hátt á níræðisaldri. Helgi Björgvin Bjömsson fæddist á Akranesi 23. maí 1898, sonur Bjöms Bjömssonar söðlasmiðs (Akranesi) og Jónínu Jónsdóttur. Árið 1924 kvæntist hann Sigrúnu (f. 12. júlí 1888) Eiríksdóttur Eiríkssonar frá Efri-Tungu, Örlygs- höfn í Vestur-Barðastrandarsýslu. Hún lést 16. mars 1956. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Hönnu, sem gift er Ásmundi J. Ásmundssyni hér í borg. Helgi Björgvin verður minnis- stæður öllum þeim, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum og starfa með honum. Sama er að segja um hina mörgu viðskiptavini póstþjónustunnar, sem áttu við hann skipti á löngum starfsferli. Helgi Björgvin kom ungur í póst- þjónustuna, sextán ára, og gat sér fljótt orð fyrir dugnað og atorku í starfí. Það ber ekki síst vott um álit það og traust sem forráðamenn póstþjónustunnar með Sigurð Briem póstmálastjóra og Sigurð Baldvinsson póstmeistara í farar- broddi höfðu á honum að þeir skyldu árið 1934 fela honum for- stöðu nýrrar deildar, tollpóststof- unnar, sem ákveðið hafði verið að stofna til þess að auðvelda tollaf- greiðslu aðfluttra póstsendinga. Tollpóststofunni var fengið húsnæði í Hafnarhúsinu, þar sem hún var til húsa allt til 1984, að starfsemi hennar fluttist í Póstmiðstöðina níju. Það kom f hlut Helga að móta starfíð í hinni nýju deild þar sem störfuðu hlið við hiið starfsmenn tollgæslu og póstþjónustu. Ekki reynir síst við slíkar aðstæður á lip- urð manna og samstarfsvilja. Hve vel tókst til um mótun starfseminn- ar í byijun sannast best á því, að enn í dag er hún í grundvallaratrið- um óbreytt. Eins og menn muna fóru um þær mundir í hönd tímar innflutnings- hafta, fyrst vegna kreppu, síðan vegna heimsstyijaldar. Hvoru tveggju, innflutningshöftin og sam- gönguerfiðleikar gerðu það að verkum að afgreiðsla öll hlaut að verða þunglamalegri og stirðari. Reyndi þá ekki síst á hæfíleika þeirra sem í stafni stóðu til þess að útskýra fyrir óþolinmóðum við- skiptavinum hinar að því er sumum fannst ómanneskjulegu reglur og höft. Sama gilti um seljendur vam- ings til íslands, en um tollpóststof- una fara allir bögglar til landsins, smáir og stórir, verslunarvara jafnt sem jólagjafir til einstaklinga. Helgi Björgvin veitti tollpóststof- unni forstöðu til ársins 1956. Þá lét forstöðumaður bögglapóststofunn- ar, Einar Hróbjartsson, af störfum vegna aldurs. Sæti Einars var að allra dómi vandfyllt og mun mönn- um því hafa létt nokkuð er Helgi Björgvin lagði inn umsókn um starfíð. Þama var ekki um stöðu- hækkun, launahækkun né frama í sjálfu sér að ræða fyrir Helga, held- ur lýsir þetta máske manninum sjálfum, vilja hans til að takast á við ný verkefni, fínna kröftum sínum frekara viðnám og líka því, að þama taldi hann vera þörf fyrir sig, enda hafði hann áður unnið á bögglapóststofunni undir stjóm Einars. Svo mikið er víst að Magnús Jochumsson, póstmeistari, mun ekki hafa þurft mikinn umhugsun- arfrest til að leggja til hvem umsækjanda skyldi skipa og vom þeir þó all margir og vel hæfir. Bögglapóststofan var um þessar mundir til húsa í kjallara pósthúss- ins í Pósthússtræti 5. Húsnæðið var fyrir löngu orðið ófullnægjandi, en nú rættist úr. Árið 1957 fékk bög- glapóststofan húsnæði á götuhæð Hafnarhvols við Tryggvagötu. Kom það nú í hlut Helga að skipuleggja flutning og hið nýja húsnæði. Þama starfaði hann uns hann lét af störf- um, árið 1968, sjötugur að aldri. Eins og nafn bögglapóststofunn- ar gefur til kynna, fer þar fram afgreiðsla á bögglum, afhending og viðtaka. Áður en póstútibú komust á fót í Reykjavík urðu því allir Reyk- víkingar, sem senda þurftu böggla eða fengu böggla senda utan af iandi, að snúa sér til bögglapóst- stofunnar. Og um bögglapóststof- una fóm líka allir bögglar til útlanda hvort heldur þeir áttu að fara með flugvél eða skipi og einn- ig í ríkum mæli bögglar milli staða innanlands, sem vegna samgöngu- kerfísins urðu að fara um Reykjavík. Þama vom því mikil umsvif, eins og nærri má geta. Sem fyrr var Helgi Björgvin þama réttur maður á réttum stað. Hann ávann sér traust og vinsældir ekki aðeins viðskiptavina, heldur póstflutnings- aðila og samstarfsmanna um land allt. Ekki síst þegar samgönguerfíð- leikar vom þurfti mikla lipurð og Ornólfur Nikulás- son — Minningarorð Fæddur 16. aprfl 1929 Dáinn 13. nóvember 1986 Hann Döddi frændi er dáinn. Hann var yngsti sonur þeirra hjóna Nikulásar Kr. Jónssonar skip- stjóra og Gróu Pétursdóttur sem bæði vom kunn, hann sem happa- og fengsæll skipstjóri og hún sem landskunn baráttukona í hverskon- ar félagsmálum og þá sérstaklega fyrir Slysavamafélag íslands og fyrir störf í borgarstjóm Reykjavík- ur. Á Öldugötunni ólst hann upp ásamt systkinum sínum Pétri, Jóni og Þóra að ógleymdri móðursystur sinni, Laugu frænku, sem alla tíð bjó á heimilinu og var honum sem önnur móðir. Döddi var við nám í Verzlunar- skóla Islands í tvo vetur og eftir það lá leið hans til Englands í Pit- t Útför móöur, stjúpmóður, tengdamóöur og ömmu okkar, GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR frá Ólafsfiröi, Reykjavíkurvegi 10, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 21. nóvember kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti krabbameins- félagiö njóta þess. Ragna Helgadóttir Ástráður Sigurðsson, Margrét Helgadóttir, Hjörtur Ingólfsson, Sigurbjörn Helgason, Ingibjörg Jónsdóttir, stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag, vegna jarðarfarar ÖRNÓLFS NIKULÁSSONAR fimmtudaginn 20. nóvember, frá kl. 12.00. PON Pétur O. Nikulásson sf. mans-verslunarskólann í London. Að loknu námi réð hann sig til starfa hjá H. Benediktsson & Co., og starfaði þar til æviloka. Döddi var þannig af guði gerður að allir sem fengu tækifæri til að kynnast honum, fundu hans hlýja heiðarlega innræti. Þar sem foreldr- ar mínir hófu sinn búskap hjá afa Nikk og ömmu Gróu á Öldugötu 24, þá varð ég þeirrar ánægju að- njótandi að kynnast Dödda frænda. Seinna myndaðist með okkur traust og góð vinátta, sem entist ævilangt. Döddi var mikið snyrtimenni og hafði unun af lestri góðra bóka, og einnig áttu ferðalög innanlands sem utan hug hans. Nýlega hafði systur- sonur hans, Þórhallur, sem búsettur er í Bandaríkjunum, boðið honum að koma og heimsækja sig næsta sumar og ráðgerði hann að fara og hlakkaði mikið til. Síðustu árin bjó hann á Holts- götu 19 ásamt Laugu móðursystur sinni og var ailtaf jafn notalegt að heimsækja þau og fastur punktur í tilvemnni fyrir fjölskylduna. Elsku Lauga, Tóta og Pétur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Agga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.