Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
fcI k í
fréttum
Með vöðvabúnt
o g heila í hlutfalli
Ungur maður með hlutverk.
Maður er nefndur
ild Schwarzenegger.
Hann vakti fyrst á sér
athygli þegar hann var
kjörinn Herra alheimur
fýrir vöðvaþykkt sfna, en
síðan þá hefur mikið
vatn runnið til sjávar.
Schwarzenegger hefur
leikið í ótal kvikmyndum,
sem hafa verið hver ann-
arri vinsælli, kvænst inn
í Kenendy-fjölskylduna
og hefur auðgast mjög á
ijárfestingum í Vestur-
heimi, en hann er sviss-
neskur að ætt.
Þegar Schwarzen-
egger hóf feril sinn var
litið á hann sem enn eitt
heimskt vöðvabúntið. En
eftir að hafa fylgst með
honum f nokkur ár hafa
kvikmyndavezírar
Hollywood skipt um
skoðun, því Schwarzen-
egger virðist vera af
Mfdasi kominn ef marka
má velgengni hans.
Flestar myndir Schwarz-
eneggers hafa að vísu
verið fordæmdar af kvik-
myndagagnrýnendum,
en aðsóknin er í öfúgu
hlutfalli.
„Ég kann best við
hraðar spennumyndir.
Mér leiðist þegar tíma
er eytt í endalausar við-
ræður, þegar leikaramir
setjast niður og fara að
leggja út af heimspeki-
legum málefnum. Það
sakar hins vegar aldrei
að hafa gamansemina
ekki langt undan. Þannig
á að fara að við að gera
vinsælar myndir".
Mynd Schwarzeneg-
gers, Commando naut
mikilla vinsælda og
líklegt er að gerð verði
framhaldsmynd hennar,
þó svo að ekki hafi verið
á um það kveðið í samn-
ingi. Svo var heldur ekki
um hina reginvinsælu
mynd Terminator, en
önnur mynd er þegar í
vinnslu um það efni. Þá
gerði Schwarzenegger
samning um að leika í
fimm kvikmyndum um
Conan villimann.
Segja má að Schwarz-
enegger hafi fyrst slegið
í gegn með myndinni um
Conan, en hann er sið-
laus villimaður, sem
játar engum hollustu
nema sjálfum sér.
Hvemig kann hann vió
slíkt stjómlaust heið-
ingjasamfélag sem lýst
er í Conan-myndinni'!
„Ég skildi persónuna
alveg. Hann mætir mik-
illi andstöðu og mótlæti,
en hann gefst aldrei upp
og hefur gífurlegt vilja-
þrek. Annars var það
John [Milius leikstjóri],
sem gaf Conan þá dýpt
se raunin varð á. Að vfsu
vildi hann stundum
draga úr taumleysi villi-
mannsins að ósk forráða-
manna kvikmyndafyrir-
tækisins, en ég benti
honum á að þetta væri
mynd um villimann, en
ekki ævintýri á dag-
heimili."
Schwarzenegger efast
aldrei um eigin velgengni
og telur allt vera sér í
hag. „Sumir héldu að
hreimurinn yrði mér fjöt-
ur um fót, Hah! Ef
eitthvað var þá hjálpaði
hann mér. í Conan-
myndunum hjálpaði
hann. Ég átti að leika
barbara í öðmm heimi.
Auðvitað hlaut ég að
vera með hreim. f Term-
inator var sama upp á
teningunum. Ég átti að
leika vélmenni og stund-
um var ég jafnvel beðinn
um að hægja á mér. —
Svo má minna á Gretu
Garbo; ekki spillti hreim-
urinn fyrir henni. — Eða
Marlon Brando, hann
hefur drafað frá því
vöggu. Framburðurinn
er ekkert mál. Ég tala
réttari ensku en Sylvést-
er Stallone!"
„Ég hef mjög gaman
af því að leika og þess
meir sem ég læri meira.
Uppáhaldsleikarinn
minn er Clint Eastwood
og það er vegna þess
hvemig hann er pottur-
inn og pannan í öllu sem
hann tekyur sér fyrir
hendur. Hann fær hug-
mynd, hann skrifar hana
niður, selur einhveiju
kvikmyndaveri hug-
myndina, útvegar dreif-
anda, útvegar fé,
leikstýrir myndinni og
leikur aðalhlutverki —
hann fylgir myndinni eft-
ir frá vöggu til grafar,
ef svo má að orði kom-
ast. Það er atvinnu-
mennska."
Tískusýning hjá Flónni
Í[tískuversluninni Flónni em nú
aldnar tískusýningar reglulega á
fimmtudagskvöldum og hefur
þangað verið boðið ýmsu fólki,
starfshópum, félagasamtökum
o.s.frv.
Að sögn Gerðar í Flónni hefur
þessi kynning mælst vel fyrir og
sérstaklega á fatnaði, sem saum-
aður er af Flónni hér á landi.
Meðfylgjandi myndir vom teknar
í húsakynnum verslunarinnar í
síðustu viku.
Hér er stúlkan á uppleið, e.t.v. klædd meira i samræmi við islenska
veðráttu, því hún er komin í regnkápu, sem eins og flest á sýning-
nnni var saumað hérlendis á saumastofu Flóarinnar.
TIMOTHY HUTTON OG FRÚ:
Afkomandi á
næsta leiti
vo sem grandvömm lesendum þessara síðna er kunnugt giftust
leíkaramir Timothy Hutton og Debra Winger fyrir rúmu hálfu ári.
Það var þó fyrst um daginn sem hjónakomin héldu upp á
hjónavígsluna með pompi og pragt, en þá héldu þau hattapartý fyr-
ir helstu samkvæmisljón Los Angeles-borgar.
Sjálf vom þau ekki með hatta af verri endanum og notuðu tæki-
færið til þess að segja frá væntanlegri hingaðkomu erfingja síns.
Hér er hún hins vegar í
flaueiisdragt, sem saum-
uð er hér. Þetta eru gróf
vetrarf öt og eru á bæði
kynin.
Stúlkan sem gengur nið-
ur þrepin er i buxna-
dragt smakvæmt nýju
línunni frá hinu franska
tískufyrirtæki Different-
ial.