Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Hlíf Svavarsdóttir: Ástríður og kuldi í tveimur ballettum Morgunblaðið/RAX Hlíf Svavarsdóttir. Hún er sér- stakur gestur íslenska dans- flokksins og í kvöld verða fluttir tveir ballettar eftir hana. hingað á síðasta ári. Samkeppnin er mikil í Hollandi og afar hörð, þannig að ég fæ fyrst og fremst tækifæri til að þreifa fyrir mér með litlum dansflokkum," sagði Hlíf. „Það er mjög gaman að fylgj- ast með öllu listalífí í Amsterdam, því þetta er eins konar suðupott- ur hinna ýmsu listgreina. Því miður er það nú samt eins þar og hér að það er sífellt verið að skera af fjárlögum til lista- og menningarlífs. Það á að láta menninguna í friði því hún er grundvöllur þess að þjóðfélag geti staðið undir nafni." Er Hlíf var spurð um álit sitt á íslenska dansflokknum, sagði hún að sér þætti hann góður, en hann fengi ekki að njóta sín sem skyldi. Sýningar á vegum Þjóð- leikhússins ættu að vera miklu fleiri en þær væru og einnig ætti að skipuleggja fleiri ferðir út á land og í skóla. „Ef farið væri í skólana, væri hægt að ná til unga fólksins. Einnig finnst mér að sjónvarpið ætti að gera meira af því að sýna ballettmynd- ir. Það væri til dæmis hægt að íjalla um uppbyggingu dansa og hvers vegna ballettdansarar ganga í gegnum sífellar endur- tekningar. Þetta skilur margt fólk ekki, enda kannski ekki að undra. En allt hefur þetta sinn tilgang. I gegnum endurtekning- amar nærðu betri einbeitingu, sem þú verður að hafa til að ná því frelsi sem dansinn krefst," sagði Hlíf íbyggin á svip og bætti því við að skortur á karldönsurum væri eitt helsta vandamál flokks- ins að sínu mati. Allir ballettamir á þessari sýn- ingu Þjóðleikhússins era nútíma- ballettar. „Klassísk þjálfun er samt mjkilvæg undirstaða í öllum dansi. Ég held að klassískur ball- ett sé nauðsynlegur til að ná því sem ég kalla frelsi í hreyfingum. Það væri æskilegt að íslenski dansflokkurinn sýndi einn klassískan ballett á ári. Annars verður sá sem nýtur listarinnar að koma á móts við listina. Það þýðir ekkert að sitja í hæginda- stól og bíða eftir að fá allt upp í hendumar. Lástin er þess eðlis að hún er fyrst og fremst sam- spil þess sem skapar og þeirra sem njóta," sagði Hlíf Svavars- dóttir að lokum. -Btom. Úr „Ögurstund“ eftir Nönnu Ólafsdóttur. Morgunblaðið/RAX sem flóð hefur náð hámarki sínu og áður en fjarar út. Nanna sagðist oft hafa verið nær því að gefast upp en halda áfram, meðan á samningu ball- ettsins stóð og baráttan hefði verið mikil. „En tónlistin var svo gjöfult og ögrandi viðfangsefni að leiðin varð að lokum greið," sagði Nanna Ólafsdóttir dans- höfundur að endingu. -Btom. Nanna Ólafsdóttir dans- höfundur. „Ögurstund“ nefnist ballett hennar sem íslenski dansflokk- urinn sýnir í Þjóðleik- húsinu í kvöld. Atriði úr ballett Hlífar Svavarsdóttur, „Á morgun“. Morgunbiaðið/RAX Þrír ballettar eftir íslenska danshöfunda íslenski dansflokkurinn sýn- ir þijá balletta eftir Hlíf Svavarsdóttur og Nönnu Ólafs- dóttur í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Fyrsta verkefni íslenska dans- flokksins í Þjóðleikhusinu á þessu starfsári hefst í kvöld, en þá verð- ur fluttur ballett Nönnu Ólafs- dóttur, „Ögurstund", og tveir ballettar eftir Hlíf Svavarsdóttir, sem heita „Duend“, eða „Ástríð- ur“ og „Amalgam". Síðastnefndi ballettinn er gerður við tónlist Lárusar Grímssonar. „Mig langaði til að fá mótvægi í sýninguna með þessum ballett," sagði Hlíf, sem er sérstakur gestur Islenska dans- flokksins. Ballett Nönnu, „Ögurstund" var frumfluttur í Finnlandi í sum- ar og „Ástríður" Hlífar var saminn fyrir Introdans í Hollandi, þar sem hann var framfluttur. „Amalgam" er hins vegar nýr og verður því framfluttur í Þjóðleik- húsinu. íslenski dansflokkurinn verður með þijár sýningar á þessum ball- ettum, 25. og 27. nóvember, auk framsýningarinnar í kvöld. Flokk- urinn er nú nýkominn frá Kaupmannahöfn þar sem hann sýndi ballettinn „Stöðugir ferða- langar" eftir Hollendinginn Ed Wubber. Öm Guðmundsson fram- kvæmdastjóri íslenska dans- flokksins sagði að móttökumar í Kaupmannahöfn hefðu verið mjög góðar og gagnrýni fjölmiðla hefði verið jákvæð. „Við förum með þessa sýningu til Akureyrar í lok nóvember og síðan hefur verið rætt um að fara með hana til Árhúsa í Danmörku á listahátíð sem haldin verður þar næsta vor.“ Varðandi frekari sýningar dans- flokksins sagði Öm að 20. mars næstkomandi væri fyrirhugað að sýna ballettinn „Glugga" eftir Jochen Ulrich í uppfærslu Svein- bjargar Alexanders. -Btom. Hlíf Svavarsdóttir er höfundur tveggja balletta sem fluttir verða i Þjóðleikhúsinu í kvöld. Hún hefur verið búsett í Hol- landi síðastliðin 20 ár og er þetta í annað sinn sem ballett- verk eftir hana eru sett upp í Þjóðleikhúsinu. „Við Nanna Ólafsdóttir fóram saman til London árið 1965 í ballettnám. Ári síðar skildust leiðir okkar, er Nanna fór til Moskvu, en ég var áfram í Lon- don,“ sagði Hlíf Svavarsdóttir í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. „Ég samdi„Ástríður“ við tón- list eftir George Cramb og undir áhrifum ljóða Federicos Garcia Lorca, sem ég hef miklar mætur á. Þessi ballett fjallar um það sem list fjallar yfirleitt um, list og dauða. Hinn ballettinn, „Amal- gam“, samdi ég hins vegar við tónlist Lárasar Grímssonar. Sá ballett er eins konar mótsögn við ballett Nönnu og „Ástríðumar" mínar, því hann er kaldur og byggist upp á sífellum endur- tekningum." Hlíf starfar sem kennari við Scapino akademíuna í Amster- dam og einnig tekur hún að sér að semja dansa í lausavinnu. Hún dansaði með Þjóðarballettnum í Hollandi um tíu ára skeið og seg- ir að öll dansmenning þar í landi sé á háu stigi. „Þar era mjög góðir danshöfundar og einn þeirra, Ed Wubbe, kom til dæmis Ogurstund N önnu „Ögurstund", ballett Nönnu Ólafsdóttur sem íslenski dans- flokkurinn sýnir i Þjóðleik- húsinu í kvöld, er gerður við tónlist Oliviers Messiaen, „Kvartett um enda tímans“. „Ég hef áður samið ballett við tónlist Messiaens og þegar ég leit- aði að tónlist fyrir þennan ballett, vora áhrif hans enn svo sterk að ég leitaði aftur og aftur i verk hans,“ sagði Nanna Ólafsdóttir er rætt var við hana um sýningar íslenska dansflokksins. „Þegar ég hlustaði á „Kvartettinn um enda tímans," fann ég tónlist sem leysti úr læðingi myndræn og tilflnn- ingaleg hughrif sem mér fundust nægilega sterk til að vera grund- völlur að verkinu." Nanna sagði að Messiaen hefði samið þessa tónlist í fangabúðum árið 1941. „Það var ekki laust við að mér hafi fundist ég sjálf sitja í fangelsi, svo erflður var róðurinn við samningu ballettsins. Innra með mér hafði orðið stökkbreyt- ing, og ég átti erfítt með að fóta mig á þessum nýju leiðum sem mér opnuðust." Aðspurð um innihald balletts- ins, sagði Nanna að hann væri eins og abstrakt ljóð. „Þetta er endalaus hringrás tímans og nafn- ið Ögurstund felur í sér þann tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.