Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 Bíldudalur: Frumsýning’ á nýj- um söngleik eftir tvo Bílddælinga Bíldudal. Togarinn okkar Sölvi Bjamason hefur aflað mjög vel í ár. I síðustu viku landaði hann 100 tonnum eftir þijá daga. Heildarafli hans er því frá apríl til dagsins í dag, rúm 3 þús. tonn. Attatíu til eitthundrað manns vinna að staðaldri í Hrað- frystihúsinu. Stór dagur er hjá leikfélaginu Baldri nk. laugardag. Þá frumsýnir félagið eldfjörugan gaman söngleik, „Fjársjóður Franklins greifa". Höf- undar eru tveir bílddælingar þeir Hafliði Magnússon sem samið hefur handritið og Ómar Óskarsson sem samdi mússíkina. Leikstjóri er Odd- ur Björnsson. Mússík annast Gísli Bjarnason og Viðar Ástvaldsson. Sýningar eru fyrirhugaðar hjá fé- laginu á Sunnanverðum Vestfjörð- um. Þetta þykir okkur merkilegt framlag í 300 manna sjávarplássi. Hannes ATVINNUÁSTAND á Bíldudal er gott. Mikil vinna hefur verið allt þetta ár. Skelvertíð er ný lokið og eru þeir bátar nú að búa sig á rækjuveiðar sem munu hefj- ast einhverja næstu daga. Fyrirlestur um starfsþreytu GEÐHJÁLP heldur fyrirlestur fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð. Ingólfur Sveinsson geðlæknir flytur erindi um starfsþreytu. Fyrir- spumir, umræður og kaffi verða eftir fyrirlesturinn. Allir em vel- komnir. Aðgangur er ókeypis. Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi: Aðalfundur haldinn föstudag og laugardag AÐALFUNDUR Samtaka sveit- arfélaga í Vesturlandskjördæmi verður lialdinn í Hótel Borgar- nesi á föstudag og laugardag. Fuiidurinn hefst kl. 13.00. Aðal- mál fundarins er staða lands- byggðarinnar í nútíð og framtíð og mun Steingrímur Hermanns- Leiðrétting EITT ORÐ misritaðist í grein Óðins Pálssonar í blaðinu sl. þriðjudag. Viðkomandi setning á að vera: "... sá sem er frá himni er yfir öllum. /---------------- son, forsætisráðherra, flytja ræðu um það efni. Sigurður Guðmundsson verkefn- isstjóri gerir grein fyrir skýrslu byggðanefndar þingflokkanna, Ge- org Hermannsson stjórnarformaður samtakanna flytur skýrslu stjómar, Guðjón Ingvi Stefánsson flytur skýrslu framkvæmdastjóra, Ragnar Hjörleifsson flytur skýrslu iðnráð- gjafa og Magnús Oddsson flytur skýrslu fræðsluráðs. Ólafur Einarsson, sjávarútvegs- fræðingur, gerir grein fyrir störfum nýsköpunamefndar SSV í sjávarút- vegi. Rétt til setu hafa 55 fulltrúar frá 38 sveitarfélögum Vesturlands. N Royal Heildsölubirgðir: AGNAR LUDVIGSSON HF., Nýlendugötu 21, Sími 12134. Leikrit eftir Karen Blixen í Norræna húsinu NEMENDUR í dönsku við Háskóla íslands og fleiri flytja leikritið „Sandhedcns Hævn“ eftir Karen Blixen í Norræna húsinu fimmtudag- inn 20. nóvember kl. 20.30 og laugardaginn 22. nóvember kl. 17.00, segir í frétt frá Norræna húsinu. Leikstjóri er Lisa von Schma- lensee sendikennari og þeir sem koma fram í sýningunni eru Rikharð Hördal, Jóna Ingólfsdóttir, Jacob Steensig, Arna María Gunnarsdóttir, Bjami Guðmundsson, Vala Kristj- ánsson og Bryndís Gunnarsdóttir. „Sandhedens Hævn" var fyrst gefið út 1926, en var ekki leikið á sviði fyrr en árið 1960 í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og á síðastliðnu ári var það flutt aftur og nú sem ópera. í Norræna húsinu er leikritið flutt f hefðbundnu formi eða eins og Karen Blixen lýsti því sjálf: „utan laga og réttar". Símanúmerum breytt á Höfn SÍÐASTLIÐNA nótt kl. 03.00 var simanúmerum á Höfn í Horna- fírði og Djúpavogi breytt úr fjögurra stafa númerum i fimm stafa númer, segir í frétt frá Póst- og símamálastofnuninni. í stað fyrsta tölustafs sem nú er 8 kemur 81 á Höfn og 88 á Djúpa- vogi, t.d. númer sem nú er 8101 á Höfn verður 81101 og 8801 á Djúpavogi verður 88801. Fyrirlest- ur Sjórétt- arfélagsins HÁDEGISFUNDUR verður hald- inn í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum, föstudaginn 21. nóvember, kl. 12.00. Það er Hið íslenska sjó- réttarfélag sem heldur fundinn. Þar mun Valgarð Briem hrl. ræða um lögfræðileg vandamál, sem tengjast skyldu til að íjarlægja skipsflök úr höfrium. Fjallað verður um efnið í ljósi nýlegra og alkunnra atburða í Reykjavíkurhöfn. Fúndurinn er öllum opinn og eru félagsmenn og aðrir áhugamenn um sjórétt, sjótryggingar og sigl- ingamálefni hvattir til að mæta. ommóöur á veröi Góður afsláttur af öllum húsgögnum í versluninni. ALLT AÐ 45% VERÐLÆKKUN VEGNA BREYTINGA Við færum okkur bráðlega um set í nýtt og endurbætt húsnæði og bjóðum þess vegna húsgögn á einstæðu tilboðsverði í nokkra daga. Til að létta okkur flutningana, opnum við húsgagnaútsölu í dag í núverandi húsakynnum verslunarinnar. Útsalan stendur aðeins í nokkra daga eða á meðan birgðir er dast. Eftir breytingarnar hefjum við framleiðslu á þessum sömu vörutegundum á ný, en þá verða þær aftur á fullu verði. Á útsölunni býður Viðja sömu góðu greiðslu- kjörin: 20% útborgun og mánaðarlegar afborgan- ir til allt að 12 mánaða. Það líður brátt að hátíðum og þá vilja margir hressa upp á húsbúnaðinn með einhver ju nýju. Notið tækifærið og látið heimilið ekki fara í jólaköttinn, - fáið falleg húsgögn á mikið niðursettu verði. Trésmiðjan viðja Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 þar sem góðu kaupin gerast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.