Morgunblaðið - 20.11.1986, Page 37
37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986
Bíldudalur:
Frumsýning’ á nýj-
um söngleik eftir
tvo Bílddælinga
Bíldudal.
Togarinn okkar Sölvi Bjamason
hefur aflað mjög vel í ár. I síðustu
viku landaði hann 100 tonnum eftir
þijá daga. Heildarafli hans er því
frá apríl til dagsins í dag, rúm 3
þús. tonn. Attatíu til eitthundrað
manns vinna að staðaldri í Hrað-
frystihúsinu.
Stór dagur er hjá leikfélaginu
Baldri nk. laugardag. Þá frumsýnir
félagið eldfjörugan gaman söngleik,
„Fjársjóður Franklins greifa". Höf-
undar eru tveir bílddælingar þeir
Hafliði Magnússon sem samið hefur
handritið og Ómar Óskarsson sem
samdi mússíkina. Leikstjóri er Odd-
ur Björnsson. Mússík annast Gísli
Bjarnason og Viðar Ástvaldsson.
Sýningar eru fyrirhugaðar hjá fé-
laginu á Sunnanverðum Vestfjörð-
um. Þetta þykir okkur merkilegt
framlag í 300 manna sjávarplássi.
Hannes
ATVINNUÁSTAND á Bíldudal
er gott. Mikil vinna hefur verið
allt þetta ár. Skelvertíð er ný
lokið og eru þeir bátar nú að búa
sig á rækjuveiðar sem munu hefj-
ast einhverja næstu daga.
Fyrirlestur
um starfsþreytu
GEÐHJÁLP heldur fyrirlestur
fimmtudaginn 20. nóvember kl.
20.30 á geðdeild Landspítalans,
í kennslustofu á 3. hæð.
Ingólfur Sveinsson geðlæknir
flytur erindi um starfsþreytu. Fyrir-
spumir, umræður og kaffi verða
eftir fyrirlesturinn. Allir em vel-
komnir. Aðgangur er ókeypis.
Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi:
Aðalfundur haldinn
föstudag og laugardag
AÐALFUNDUR Samtaka sveit-
arfélaga í Vesturlandskjördæmi
verður lialdinn í Hótel Borgar-
nesi á föstudag og laugardag.
Fuiidurinn hefst kl. 13.00. Aðal-
mál fundarins er staða lands-
byggðarinnar í nútíð og framtíð
og mun Steingrímur Hermanns-
Leiðrétting
EITT ORÐ misritaðist í grein Óðins
Pálssonar í blaðinu sl. þriðjudag.
Viðkomandi setning á að vera: "...
sá sem er frá himni er yfir öllum.
/----------------
son, forsætisráðherra, flytja
ræðu um það efni.
Sigurður Guðmundsson verkefn-
isstjóri gerir grein fyrir skýrslu
byggðanefndar þingflokkanna, Ge-
org Hermannsson stjórnarformaður
samtakanna flytur skýrslu stjómar,
Guðjón Ingvi Stefánsson flytur
skýrslu framkvæmdastjóra, Ragnar
Hjörleifsson flytur skýrslu iðnráð-
gjafa og Magnús Oddsson flytur
skýrslu fræðsluráðs.
Ólafur Einarsson, sjávarútvegs-
fræðingur, gerir grein fyrir störfum
nýsköpunamefndar SSV í sjávarút-
vegi. Rétt til setu hafa 55 fulltrúar
frá 38 sveitarfélögum Vesturlands.
N
Royal
Heildsölubirgðir:
AGNAR LUDVIGSSON HF.,
Nýlendugötu 21,
Sími 12134.
Leikrit eftir Karen
Blixen í Norræna húsinu
NEMENDUR í dönsku við Háskóla íslands og fleiri flytja leikritið
„Sandhedcns Hævn“ eftir Karen Blixen í Norræna húsinu fimmtudag-
inn 20. nóvember kl. 20.30 og laugardaginn 22. nóvember kl. 17.00,
segir í frétt frá Norræna húsinu.
Leikstjóri er Lisa von Schma-
lensee sendikennari og þeir sem
koma fram í sýningunni eru Rikharð
Hördal, Jóna Ingólfsdóttir, Jacob
Steensig, Arna María Gunnarsdóttir,
Bjami Guðmundsson, Vala Kristj-
ánsson og Bryndís Gunnarsdóttir.
„Sandhedens Hævn" var fyrst
gefið út 1926, en var ekki leikið á
sviði fyrr en árið 1960 í Konunglega
leikhúsinu í Kaupmannahöfn og á
síðastliðnu ári var það flutt aftur
og nú sem ópera. í Norræna húsinu
er leikritið flutt f hefðbundnu formi
eða eins og Karen Blixen lýsti því
sjálf: „utan laga og réttar".
Símanúmerum
breytt á Höfn
SÍÐASTLIÐNA nótt kl. 03.00 var
simanúmerum á Höfn í Horna-
fírði og Djúpavogi breytt úr
fjögurra stafa númerum i fimm
stafa númer, segir í frétt frá
Póst- og símamálastofnuninni.
í stað fyrsta tölustafs sem nú er
8 kemur 81 á Höfn og 88 á Djúpa-
vogi, t.d. númer sem nú er 8101 á
Höfn verður 81101 og 8801 á
Djúpavogi verður 88801.
Fyrirlest-
ur Sjórétt-
arfélagsins
HÁDEGISFUNDUR verður hald-
inn í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum,
föstudaginn 21. nóvember, kl.
12.00. Það er Hið íslenska sjó-
réttarfélag sem heldur fundinn.
Þar mun Valgarð Briem hrl.
ræða um lögfræðileg vandamál,
sem tengjast skyldu til að íjarlægja
skipsflök úr höfrium. Fjallað verður
um efnið í ljósi nýlegra og alkunnra
atburða í Reykjavíkurhöfn.
Fúndurinn er öllum opinn og eru
félagsmenn og aðrir áhugamenn
um sjórétt, sjótryggingar og sigl-
ingamálefni hvattir til að mæta.
ommóöur á veröi
Góður afsláttur af öllum húsgögnum í versluninni.
ALLT AÐ 45% VERÐLÆKKUN
VEGNA BREYTINGA
Við færum okkur bráðlega um set í nýtt og
endurbætt húsnæði og bjóðum þess vegna húsgögn
á einstæðu tilboðsverði í nokkra daga.
Til að létta okkur flutningana, opnum við
húsgagnaútsölu í dag í núverandi húsakynnum
verslunarinnar. Útsalan stendur aðeins í nokkra
daga eða á meðan birgðir er dast.
Eftir breytingarnar hefjum við framleiðslu á
þessum sömu vörutegundum á ný, en þá verða
þær aftur á fullu verði.
Á útsölunni býður Viðja sömu góðu greiðslu-
kjörin: 20% útborgun og mánaðarlegar afborgan-
ir til allt að 12 mánaða.
Það líður brátt að hátíðum og þá vilja margir
hressa upp á húsbúnaðinn með einhver ju nýju.
Notið tækifærið og látið heimilið ekki fara í
jólaköttinn, - fáið falleg húsgögn á mikið
niðursettu verði.
Trésmiðjan
viðja
Smiðjuvegi 2 Kópavogi
sími 44444
þar sem
góðu kaupin
gerast.