Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.11.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1986 29 930% verðmunur á raforku til járnblendisins o g fiskvinnslu RAFORKUVERÐ til iðnaðar og fiskvinnslu er nú að meðaltali 2,77 krónur á kílówattstund sam- kvæmt upplýsingum iðanaðar- ráðuneytisins. Verð til fiskiskipa í höfn er yfir 4 krónur, en verð til Alversins 52 aurar og 27 aur- ar til Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Þessar upplýs- ingar komu fram í erindi Hjartar Hermannssonar um orkumál sjávarútvegsins á Fiskiþingi og varpaði hann fram þeirri spurn- ingu hvort eðlilegt væri, að verðmunur á raforku til fisk- vinnslu og Járnblendiverksmiðj- unnar væri 930%. Hjörtur rakti meðal annars verð- myndun á raforku: „í rhegin atrið- um er raforkukerfið byggt þannig upp, að Landsvirkjun er orkufram- leiðandi, sem selur raforkuveitunum ýmist beint eða í gegnum Raf- magnsveitur ríkisns. Þessar dreifi- veitur selja síðan notendum rafmagnið. í sumum höfnum er þriðji liðurinn áður en raforkan er seld notandanum, það er útgerð- inni. Einnig selur Landsvirkjun stóriðjuverunum beint og gerir við þau sérsamninga," sagði Hjörtur. Eftir að hafa rakið raforkuverð til fiskvinnslu, iðanaðar og stóriðju, sem greiðir 52 og 27 aura fyrir kílówattstundina, sagði hann, að almenningsveitumar keyptu raf- magnið af Landsvirkjun á 1,25 krónur kílówattstundina. Því væri enginn smávegis munur á kjörum orkukaupenda. Eflaust væru rétt- mætar skýringar á því, að eðlilegt væri að einhver mismunur ætti að vera á milli aðila. Þekkt væru sum rök fyrir því úr daglegri umræðu um að taka yrði mið af heimsmark- aðsverði á raforku við sölu til iðjuveranna og þau nýttu orkuna betur en aðrir. Engin sérstök ástæða væri til að véfengja slík rök sérstaklega, en nefna mætti að sæti Alverið við sama borð og al- menningsveitumar, myndi verð til þess vera um 26% lægra vegna betri nýtingar. A móti kæmi samt sem áður sú spurning, hvort eðlilegt væri að þessi verðmunur á raforku væri eins mikill og raun bæri vitni. Til dæmis væri hvorki meira né minna en um 930% munur á því verði sem Jámblendiverksmiðjan í Grundartanga greiddi og því verði, sem sjávarútvegsfyrirtækin greiddu að meðaltali. Hjörtur sagði, að fram hefði kom- ið að raforka til húshitunar hækkaði verð á roforku til iðnaðar og fisk- vinnslu. Á sama tíma væri raforkan seld frá Landsvirkjun á 30% hærra verði en_ það kostaði að framleiða hana. „Árið 1982 voru afnumdar verðlagshömlur á Landsvirkjun og síðan hefur stjóm fyrirtækisins ákveðið verð til almenningsveitna með tilliti til arðgjafar að fenginni umsögn Þjóðhagsstofnunar. Þetta upplýsir Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, í skýrslu, sem hann flutti á aðalfundi Landsvirkjunar á þessu ári. Þetta hefur nú leitt með- al annars til betri afkomu fyrirtæk- isins og skilaði það í hreinan hagnað um 253 milljónum króna árið 1985,“ sagði Hjörtur Hermannsson. PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN Höfn í Hornafirði Djúpivogur Aðfaranótt fimmtudags 20. nóvember kl. 03.0.0 verður símanúmerum á Höfn í Hornafirði og Djúpavogi breytt úr fjögurra stafa númerum í fimm stafa númer. í stað fyrsta tölustafs sem nú er 8 kemur 81 á Höfn og 88 á Djúpavogi, t.d. númer sem nú er 8101 á Höfn verður 81101 og 8801 á Djúpavogi verður 88801. Umdæmisstjóri Pósts og síma, Egilsstöðum. Athyglin beinist að Gæði Fegurð Góð þjónusta Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: * Utseld verkefni skila 38% af heildartekjum Verslunin C2EG® Borgartúni 20 RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins er nú með ríflega 20 rann- sóknarverkefni á sínum snærum og með aukningu á útseldum verkefnum hefur tekjuhlutfall stofnunarinnar af heildarútgjöldum vaxið úr rúmlega 20% í 38% á síðasta ári. Grímur Valdimarsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, sagði á Fiskiþingi, að hann teldi að á næstu árum yrði veruleg aukning á útseldum rannsóknarverk- efnum. Það krefðist breytts rekstrarfyrirkomulags enda hefði stofnunin ráðið til sín viðskiptafræðing, meðal annars til að halda utan um fjárhagshlið þessara samningsbundu rannsókna. I erindi sínu gat Grímur meðal annars nokkurra verkefna og nefndi tilraunir til að nota ensím til vinnslu á fiski, einkum roðflettingar og af- hreistrunar, til að himnudraga lifur fyrir niðursuðu og skilja innyfli hörpudisks frá fiskvöðvanum. Þá nefndi hann verkefni, sem nefnist extrúdunarsuða á fiski, en hún felst í því að framleiða blásnar fiskflögur eða skrúfur með því að blanda fiskmarningi við mjöl. Þá fælist söfnun og vinnsla á rækjuhrognum í einu verkefni, sem miðaðist við niðursuðu á hrognunum. Hann gat ennfremur verkefnis, sem fælist í frekari úrvinnslu lýsis, og nefndi þátt stofnunarinnar í framleiðslu omega-lýsis og loks nefndi hann verkefni við framleiðslu fiskifóðurs. Grímur sagði, að það væri vissu- lega vel, að aukning hefði orðið á útseldum verkefnum og tekjur stofnunarinnar af þeim sökum vax- ið. Hins vegar hefði stofunin ekki fengið að njóta þessarar tekjuaukn- ingar að fullu vegna þess að fjár- veitingavaldið hefði haft tilhneig- ingu til að lækka framlag ríkisins með vaxandi eigin tekjum stofnun- arinnar. Þessari þróun mála hlyti að verða mótmælt. Full þörf væri á auknu fjármagni til rannsóknar- starfseminnar, því nóg af góðum verkefnum biði úrlausnar. Loks sagði Grímur: „Ég sé ýmis teikn á lofti um breytingar, sem geta haft mikil áhrif á þróun sjávar- útvegs og fiskvinnslu hér á landi. Vegna nýlegra uppgötvana um hollustu fiskmetis og óhollustu harðrar feiti mun neyzlumynstur á fiski breytast. Þess sér þegar stað að hefðbundnar djúpsteiktar afurðir eru á undanhaldi fyrir vörum, sem innihalda meiri fisk og minni fitu og brauðmylsnu. Þetta mun gera auknar kröfur um ferskleika fisks- ins, sem verður neytt í ríkara mæli vegna eigin ágætis. Þetta gæti leitt til þess að þýðing fisks, sem fyrstur er um borð í veiðiskipum, fari vax- andi á þessum mörkuðum vegna meiri ferskleika. Stórtækar framfarir munu eiga sér stað í sjálfvirkni og vinnslu- tækni. Tölvustýrð- vinnslu og gæðamatstæki eru þegar farin að sjá dagsins ljós. Sjálfvirkur beina- greinir er orðinn staðreynd og sömuleiðsis ferskleikaflokkunarvél, unnið er að búnaði, sem sker burt beinagarð í flökum og svo fram- vegis. Þannig munum við á næsta áratug sjá nánast sjálfvirkar vinnslustöðvar, sem flokka og vinna fiskinn á hvaða hátt, sem við vilj- um. Slíkur tækjabúnaður verður hins vegar dýr og getur tæplega borgað sig nema í mjög stórvirkum einingum. Þessi tækju gætu einnig leitt til þess að jafnauðvelt yrði að framleiða ýmsar sérunnar físk- afurðir um borð í verksmiðjuskipum eins og í landi. Áhrif sérfræðinga á sviði mat- vælaframleiðslu og matvælavið- skipta munu almennt aukast. þetta mun gera meiri kröfur um ýmis konar upplýsingar um fyiskafurðir okkar, innihald næringarefna, gerlagróður, mengunar- og auka- efni. Gæðaeftirlit fyrirtækja og opinberra aðila verður einnig meira undir smásjá viðskiptavina okkar í framtíðinni.“ Jólaplötur póst-plötu-klúbbsins - SFRTIT ROO - ________________1911 g 61 16 59________________ Allt að 40—60% verðlækkun! Geríst félagar og geríð góð kaup! Erum með vinsælustu listamenn allt frá seinni heims- styrjöld. Topplög allra tíma Jóla-sértilboð! Heimsmeistarar jóla-söngvanna syngja vinsælustu jólalög allra tíma: Bing Grosby, Andy Williams, Engelbert Humperdink, Tony Bennett, Placido Domingo, The New Yoric Philharmonic Orchestra with The Mormon Tabemacle Choir, Harry Belafonte, Doris Day, Ertha Kitt, Perry Como, Barbra Streisand, John Denver, Willie Nelson, Mario Lanza, Johnny Mat- his, ABBA, Band Aid, Roy Wood with Wizzard, Slade, Elton John, Mike Oldfield. Gary Glitter, Paul McCartney, Shakin Stevens. John & Yoko/The Ptastic Ono Band, The Beach Boys, Queen, Mud, Elvis Presley, Jlm Reeves, Louis Armstrong, Cheozghe Zamfir Öll syngja hefðbundin heimsþekkt jólalög, svo og einnig country-jólalög Glen Campbell, Johnny Cash, Alabama, Willie Nelson. Louise Mandrell, George Jones, Anne Murray, Dolly Parton, Slim Whitman, The Judds, Chet Atkins, Eari Thomas Conley, Marty Robbins og margir fleiri Hríngið eftir pöntunarlista og gerist félag- Nafn: _______________ ar. Sími: (91)611659, símsvari utan skrif- stofutíma allan sólarhringinn, eða skrifið: Heimili: -—----------- Póstnr.: __________ Staður: ___ Vinsamlegast sendið mér vöru- og pöntunarlista i pósti strax, mér að skuldbindingarlausu: Nafnnr.: _____________ Póst-plötu-klúbburinn , Skólabraut 1, box 290, 171 Seltjarnarnesi. (91)611659
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.