Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 7

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 7 Bók um Kristinn Guð brandsson í Bj örgun ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina Kristinn í Björg- un — eldhuginn í sandinum, eftir Arna Johnsen. í fréttatilkynningu frá AB segir: „Ámi Johnsen ræðir hér við Krist- inn Guðbrandsson í Björgun um líf hans og stórbrotinn starfsferil. Auk þess ræðir hann um Kristin við þrjá af vinum hans, þá Helga Eyjólfs- son, Jóhannes Nordal og Einar Halldórsson. Þrír mikilsverðir eigin- leikar virðast einkenna Kristinn Guðbrandsson umfram aðra menn: Hann þekkir ekki uppgjöf, þolir ekki lognmollu eða kyrrstöðu og hann er fæddur tæknisnillingur. Kristinn í Björgun er löngu þjóð- kunnur maður og þá einkum fyrir femt: björgun strandaðra skipa, þátttöku í vel heppnuðum tilraunum í fiskirækt, dælingu byggingarefnis úr sjó, og leitina að gullskipinu. Þeir Björgunarmenn gáfust aldrei upp við strönduð skip og komu rúm- lega 80 á flot; eftir 30 ára tilrauna- stríð er fiskirækt Kristins og félaga hans loks farin að skila arði; sand- dælingin gekk strax vel, en gull- skipið er ófundið enn. Skyldu þeir finna það? Bók full af fyöri og spennu, eins og líf þessa eldhuga, Kristins Guð- brandssonar, hefur verið. Sandur- inn hefur verið starfsvettvangur hans, en hann hefur aldrei byggt á sandi." Kristinn í Björgun er 212 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Áma Valdemarssonar og bundin í Bókbandsstofunni Örkin. Kristinn Guðbrandsson Borgarafundur um eyðni í dag LANDLÆKNIR og borgar- læknir efna til borgarafundar um eyðni í dag 13. desember. Fundurinn verður á Hótel Borg og hefst kl. 15.00. Ólafur Ólafsson landlæknir set- ur fundinn, Kristján Erlendsson ónæmisfræðingiir og Sigurður Guðmundsson smitsjúkdóma- læknir Qalla um eyðni frá sjónar- miði lækna, Bjöm Bjömsson prófessor ræðir um eyðni og sið- ferðilega ábyrgð og Eiríkur Tómasson lögfræðingur um lög- fræðileg álitamál í sambandi við eyðni. Að loknum stuttum fram- söguerindum verða fyrirspumir og umræður. Fundarstjóri verður Skúli G. Johnsen borgarlæknir. „Fundarboðendur vænta þess að almenningur komi á fundinn svo að vettvangur verði fyrir skoð- anaskipti um sjúkdóminn, sem margir telja að geti orðið eitt erf- iðasta heilbrigðisvandamál sem vestrænar þjóðir hafa þurft að fást við“, segir í frétt frá fundin- um. Bók um tónlist og tónlistarmenn Árni Kristjánsson ALMENNA bókafélagið hefur gefið út bókina Hvað ertu tón- list?, samtíningur um tónlist og tónlistarmenn eftir Áma Krist- jánsson. „Hvað ertu tónlist? er ekki aðeins snilldarlega rituð bók, heldur er hún einnig þannig fram sett að jafnt tónelskir sem ekki tónelskir hljóta að hafa unun af að lesa hana. Ámi Kristjánsson píanóleikari hefur af sinni alkunnu hógværð kosið að kalla efnið samtíning og afsakast slíkt heiti af því einu að ritgerðimar eru til orðnar á ýmsum tímum og af mismunandi tilefnum. En efnið er eitt — tónlistin — og þeim þáttum hennar sem hér eru teknir fyrir eru vissulega gerð rækileg skil. Fjallað er um þessa tónlistarmenn og verk eftir þá: Bach, Haydn, Scarl- atti, Chopin, Wagner, Schubert, Smetana, Berlioz, Grieg, Sibelius, Sallinen, Nordheim. Einnig er rit- gerð um tónlist almennt og um íslenska tónlist." Hvað er tónlist? er rúmar 200 bls. að stærð, prentuð í Prentbergi og bundin inn í Félagsbókbandinu. Kveikt á Osló- arjólatrénu KVEIKT verður á jólatrénu á Austurvelli á sunnudag 14. des- ember. Tréð er að venju gjöf Oslóborgarbúa til Reykvíkinga, en Oslóborg hefur nú í rúm 30 ár sýnt borgarbúum vinarhug með þessum hætti. Athöfnin hefst kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, en ljósin á trénu verða tendruð kl. 16.00. Sendiherra Noregs á íslandi, Niels L. Dahl, mun afhenda tréð, en Davíð Oddsson, borgarstjóri, veitir trénu viðtöku fyrir hönd borgarbúa. Athöfninni lýkur með því að Dóm- kórinn syngur jólasálma. Að því loknu hefst bamaskemmtun á Aust- urvelli. I Kí'ipa ki. 8.900. fyrkjabuxur kr ?,980. Blussujakki ki P.690 Leöurjakki kr. 17.850. 11 , Peysa kr. ? 690. Buxur kr. 2.490. \% Trefill kr. 490. K —Sgpjí ' KARNABÆR ^UG^EG[66zMMAMoÖ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.