Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 ?11Rn-71*?7n S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS 4II3U ÉIJ/U logm joh þoroarson hdl Til sölu m.a.: Glæsilegt endaraðhús við Barðaströnd. Um 180 fm nettó á þremur pöllum. Góöur bílsk., um 30 fm. Stór ræktuö eignarlóö. Útsýni. Teikn. á skrifst. Góðar eignir — lausar strax við Hvassaleiti. 4ra herb. rúmg. íb. á 4. hæð. Sórhiti. Sérþvottah. Rúmg. kjherb. Bílsk. 21,7 fm nettó. Skuldlaus. Við Engjasel. 3ja herb. glæsil. íb. á 2. hæö, 85,6 fm nettó. Mjög góð innr. Ágæt sameign. Fullg. bílhýsi. Útsýni yfir borgina og nágrenni. Úrvalsíbúð — bflskúr — útsýni 2ja herb. óvenju stór íb. á 2. hæö viö Blikahóla, 80,6 fm. Stór og góður bflsk. Skuldlaus. Frábært útsýni. Ein bestu kaup á markaðnum í dag Stórt og glæsii. raöhús í byggingu rétt viö Gullinbrú í Grafarvogi. 4 rúmg. svefnherb. Tvöfaldur bilsk. Sólsvalir um 24 fm. Allur frágangur utanhúss fylgir. Húni sf. er byggjandi. Aðeins 1 hús eftir. Fjársterkir kaupendur óska eftir einbýlishúsi eða raðhúsi í Fossvogi eöa nágrenni, í Vesturborginni eöa á Seltjarnarnesi. Skipti á úrvalsséríb. koma til greina. Einbýlishúsi helst í Vesturborginni. Má þarfnast endurbóta. Skipti mögul. á sérhæð. Sérhæð með bflskúr óskast á Nesinu eöa í borginni. Skipti mögul. á stórri eign á úrvalsstað m. útsýni. 5-6 herb. íb. óskast í lyftuhúsi v. Espigeröi. Skipti mögul. á glæsil. sérhæð í Hlíðunum. 3ja-5 herb. íb. óskast i borginni og nágr. Margskonar eignaskipti mögul. SIMAR Opið í dag, laugardag, kl. 11.00-16.00. AIMENNA FASTEIGKASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Dreifar af dagsláttu í Hótel Örk, Hveragerði Sýning í tilefni af 70 ára afmæli Kristjáns frá Djúpalæk í Hótel Örk, Hveragerði, í kvöld, laugardag, kl. 22.15. HQTEL Leikfélag Akureyrar HVERAGERÐT Barónsstíg 18. s. 23566. Úrval af leðurkápum, leðurjökkum og leður- pilsum frá v-þýska fyrirtækinu SÍnvu?j Einnig mikið úrval af ullarjökkum og ullarkápum. fetariM máíl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Svo sem að líkum lætur, hafa dönsk áhrif á íslenskt mál farið minnkandi. En smekkurinn, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Víða eimir enn eftir af dönskum áhrifum, svona af vana og hugsunarleysi. Ég ætla að nefna fáein dæmi. Ennþá má heyra fólk tala um að vaska upp og uppvask, þar sem enginn vandi er að íslenska þetta tal. Sögnin að þvo og nafn- orðið þvottur eru ekki amaleg í þessum samböndum. Ég legg því til að við þvoum upp og geymum ekki uppþvottinn, en fellum niður allt vask-tal um þessa athöfn. Ég er hins vegar ekki svo harður af mér að vilja útrýma orðinu vaski (vaskur), enda þótt stundum a.m.k. megi setja þvottaskál eða eitthvað þvíumlíkt í staðinn. Ég setti auðvitað orðmyndina vaskur í sviga, samkvæmt eyfirskum uppruna mínum. Mér er tamt að hafa veiku beyginguna, vaski, um vaska o.s.frv. Eitt- hvað fer í vaskann og er í vaskanum. Þá þykir mér einboðið að nota sögnina að flysja (í stað skralla eða skræla) um kartöflur og fleiri ávexti. Það sem utan af ávöxtunum kemur, heitir þá flus, en ekki ónefninu skræl eða skrall. Ég sé litla ástæðu til að stag- ast á sögninni að redda í staðinn fyrir að bjarga. Hin síðari er fullboðleg, svo og björgun í stað redding. Skal ég þó viðurkenna að redding getur haft á sér sérstakan blæ. Þá þekki ég orð- ið reddari í stað björgunar- maður, hjálparmaður eða hins hátíðlega orðs bjargvættur. Frægt er þegar nemandi var að útskýra Þrymskviðu á prófi og sagði að Loki hefði verið bjarg- vættur ásanna, en setti reddari í sviga svona til þess að vera viss um að íslenskukennarinn og prófdómarinn skildu sig. Þá langar mig til að ýta að mönnum fornöfnunum slíkur og þvílíkur sem oft þoka ómaklega fyrir orðum eins og svona og svoleiðis. Reyndar er aðeins hið síðara til marks um dönsk áhrif. Mér þykir sem sagt ólíkt réttara að segja: hann er slíkur maður, heldur en hann er svoleiðis mað- ur, og betra þykir mér að tala um þvílíka menn en svona menn. Má ég svo að lyktum í þessum kafla þáttarins minnast enn á hið þýsk-danska jú (kallað í stíl- fræði aula-jú) sem oft má sjá og heyra um þessar mundir í íslensku máli. Þetta er hortittur, merkingarsnauð eyðufylling, og til lýta. Ef menn vilja endilega setja eitthvað í staðinn, er oftast hægt að notast við raunar eða reyndar. Fyrir kemur að menn bíta höfuðið af skömminni og hafa bara og jafnvel enn fleira þarflaust með aula-júinu: Hann er jú bara einmitt ágætur! Heyr- um hvað Halldór Laxness hafði um þennan málgalla að segja í Eimreiðinni 1974, þar sem hann ræddi um þrjá danska hortitti í íslensku: „Fyrst skal telja orðið “jú“, notað samkvæmt dönsku sem atviksorð inní miðjum setníng- um, í þeirri trú að það ljái ræðunni aukna áherslu; dæmi, maturinn er jú ágætur. Er hugs- anlegt að sá matur sé góður sem þessa einkunn fær? Ég hygg flestir mundu gera ráð fyrir að slíkur matur væri hálfgert óæti. Danir segjast hafa feingið orðið “jo“ úr lágþýsku og gefa á því flóknar útskýríngar eftir saman- burðarmálfræði. Stundum bæta íslendíngar orðinu “bara“ við: í blaði 1. febrúar stóð t.d. þessi fróðleikur: „orðið íjölskylda þýð- ir jú bara fjöldi skyldna." Ályktunarorð: Burt með aula-júið úr íslensku. ★ Kannski við lítum aðeins í guðsorðabók, þegar nær dregur jólum, og þykir þá rétt að leita til þess preláta sem hvað snjall- orðastur hefur þótt á íslenska tungu. Að vísu þótti meistari Jón 367. þáttur Þorkelsson Vídalín stundum nokkuð gífuryrtur, eða að minnsta kosti tæpitungulaus. Látum okkur þá sjá brot úr pre- dikun á þriðja sunnudegi eftir þrettánda: „Svo banvæn sem nú líkþráin er, þá er þó syndin hálfu verri. Bæði sálu og líkama hefur henn- ar spilling inntekið. Enginn ilmur líkamans, engin tilhneig- ing sálarinnar er sú, að eigi stríði í gegn guði. Augun hlaupa eftir sinni fýsn og drambsömu líferni. Munnurinn býr yfir högg- orma eitri. Hendumar útrétta menn til að slá og deyða. Fæt- urnir eru skjótir til að hlaupa hinn breiða veg sem til glötunar- innar liggur. Eyrun daufheyrast við drottins orði, en klæja eftir nýjum lærdómum, eftir róg og bakmælgi, eftir náungans óhróðri og nálega öliu því er menn vilja þar illt í bera. Nasim- ar hitna af fólsku, þegar vér sjáum þann er vér þykjumst eiga nokkrar heiftir að gjalda ... Skynsemin er aflöguð, svo þegar holdið ræður fyrir hana, þá er hún óvinátta í gegn guði. Viljinn er hálfu verri, því hann keppir í mót andanum, og af hjartanu framkoma illar hugs- anir, agg, reiði, þræta, morð, manndráp, hóranir og annað því um líkt. Svo er þessi vesala tjald- búð ekki annað en eitt hospítal dauðsjúkra lima sem af andskot- anum og syndinni eitraðir eru.“ Þarna var ekki verið að skafa utan af hlutunum. ★ Hvernig væri þá að milda þetta ofurlítið og enda þáttinn á þessu gullfallega erindi Einars Benediktssonar (Landið helga í Hvömmum 1930): Þótt allir knerrir berist fram á bárum til brots við eina og sömu klettaströnd, ein minning fylgir mér frá yngstu árum, - þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd. Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum við Ijós sem blakti gegnum vetrarhúmið. Og svo var strokið lokki af léttri hönd sem litla kertið slökkti og signdi rúmið. Víkurútgáfan og Sögusafn heimilanna: Samræður um kenningu Búddha og Borgarljóð - meðal jólabókanna „Samræður um kenningu Búddha" eftir Francis Story í þýðingu Skúla Magnússonar og „Borgarljóð" eftir Gunnar Dal eru meðal þeirra bóka sem Víkurútgáfan sendir frá sér. Auk þess kemur bókin „Manns- sonurinn" eftir Kahlil Gibran út í þýðingu Gunnars Dal. Sögusafn heimilanna sendir frá sér bækumar „Nellikkustúlkan" eftir A.J. Cronin, „Son eyðimerkurinnar" eftir E. Marlitt og „í örlagafjötrum" eftir Charles Garvice. Bladburöarfólk óskast! ÚTHVERFI Ártúnshöfði (iðnaðarhúsnæði) Heiðargerði 2-124. GARÐABÆR Langafit Ásgarðuro.fl. AUSTURBÆR Ingólfsstræti PovcixtnXiIníiii> INNKAUPASTJÓRAR! RASTAL-KRISTALL, STÖLZLE-KRISTALL, KARÖFLUR OG VÍNGLÖS, BLÓMAVASAR OG UÓSKER. AKTA, heildverslun, Sundaborg 1, sími: 685005.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.