Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 17

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Phyllis A. Whitney Joy Fielding BLEKKINGAVEFUR_____________________ HIN KONAN Ung stúlka, dóttir frægs rithöfundar, er boðuð á fund föður síns sem hún hefur ekki séð síðan hún var barn. Hún afræður að fara og kynnist hálfsystrum sínum, sem höfðu ekki hugmynd um að hún væri til. En óvæntir atburðir gerast sem ráða örlögum hennar. Dularfull, rómantísk og spennandi frásögn. Magnea Matthíasdóttir þýddi. ,,Ég ætla að giftast manninum þínum.“ Jill leit agndofa á ungu konuna andspænis sér. Hún var minnst áratug yngri en hún sjálf, falleg — og eld- klár að auki. Þessi óþægilega staðhæfing bergmálar í huga Jill, — sjálf hafði hún eitt sinn verið ,,hin konan“ í lífi eiginmannsins! Þetta er saga um nútímakonuna, skrifuð af ríkum skilningi og innsæi og jafnframt svo spennandi að erfitt er að leggja hana frá sér. Anna Ólafsdóttir Björnsson þýddi. BRÆÐRABORGARSTÍG 16 • SÍMl 28555 IÐUNN SHEIIA KIIZINGER pnan i Kynreynsla kvenna7 KONAN Mary Stewart ÁST INNAN MYRKRA MÚRA Hin unga og ríka Christy Mansel er í skemmtiferð í miðausturlöndum og heimsækir gamla frænku sina sem sest hefur að í fornri höll, sem er að hruni komin. Söguhetjunni finnst eins og hún sé komin í ævintýraheim þúsund og einnar nætur. Enn fyrr en varir eru Christy og maðurinn sem hún ann fangar hinna myrku múra. Þetta er spennandi saga um ástir í dulúðugu um- hverfi Arabalanda. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. PHYLLIS A.WH1TNEY BLEKKINGA ! VEFUR Leo Buscaglia AÐ ELSKA HVORT ANNAÐ Þessi bók fjallar um ást, væntumþykju, lífsgleði, afbrýðisemi, missætti og fyrirgefningu. Hún fjallar mcð öðrum orðum um þá þætti i lífi okkar sem mestu máli skipta. Höfundurinn, sem er alkunnur fyrir að fjalla um mannleg samskipti á hlýjan og næman hátt, fjallar hér m. a. um listina að tala saman, að geta sagt hvort öðru skoðanir sínar og hvernig við finn- um til. Hann leitar svara við spurningunni hvers vegna mörg okkar fara hjá sér þegar að því kemur að tjá öðrum ást eða væntumþykju. Helga Agústsdóttir þýddi. Sheila Kitzinger KONAN, KYNREYNSLA KVENNA Flestar bækur um kynlíf kvenna fjalla um konur, en byggja ekki á reynslu kvennanna sjálfra. Höfundur bókarinnar KONAN, KYNREYNSLA KVENNA hefur vísvitandi upprætt þær hugmyndir um kynlíf og tilfinningar kvenna sem ekki konia heim við beina reynslu þeirra sjálfra. KONAN, KYNREYNSLA KVENNA er tvímælalaust athyglisverðasta verk sem út hefur komið um kynlíf kvenna og reynslu- heim þeirra. Álfheiður Kjartansdóttir, Guðsteinn Þengilsson læknir og Áskell Kárason sálfræðingur þýddu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.