Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 22

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Landssamband sjálfstæðiskvenna: Fleiri ættu að # leggja okkur lið En gjaman vildum við geta sagt í dag að fullt launajafnrétti væri staðreynd í þjóðfélaginu. Og gjam- an vildum við geta bent á tölur því til staðfestingar að þátttaka kvenna væri sú sama og karla í stjóm- málum. Vissulega hafa stór skref verið stigin í báðum tilvikum. Lög um launajafnrétti hafa verið sett og vilji virðist vera fyrir því í þjóð- félaginu í dag að stuðla að launa- jafnrétti í reynd. En það vantar herslumuninn. Og íslenskar konur mega ekki láta sitt eftir liggja til að þurrka þann herslumun út. Fleiri konur taka þátt í stjómmálum nú en til dæmis í upphafí kvennaára- tugar. En það vantar enn mikið upp á svo að viðunandi sé og þar er munurinn meiri en herslumunur. Sjálfstæðiskonur vilja leggja sitt af mörkum til mótunar framtíðar- innar. Við viljum stuðla að því að móta öryggi þegnanna í þjóðfélagi framtíðarinnar. Við teljum okkur með vinnuframlagi í dag vera að stuðla að betri og tryggari framtíð þeirra sem á eftir fylgja. Við stönd- um á hveijum degi frammi fyrir þeirri spumingu, hvers konar framtíðarþjóðfélag við viljum að bömin okkar búi í. Munu stúlkur framtíðarinnar sækja í áhrifastöður eins og piltar. Munu stúlkur fram- tíðarinnar fá sömu laun fyrir sömu vinnu og piltar. Munu börnin í dag standa jafnfætis í stjómmálabar- áttu framtíðarinnar. Menntun sú sem við bjóðum bömunum í dag eftirÞórunni Gests- dóttur Landssamband sjálfstæðis- kvenna átti þijátíu ára afmæli fyrr á þessu ári. Á þijátíu ára ferli sam- bandsins hefur eitt meginmarkmiði ávallt verið að auka þátt kvenna í stjórnmálum. Það er liður í jafnrétt- isbaráttu síðari tíma að hafa afskipti af öllum þáttum samfélags- ins sem við búum í. Sjálfstæðiskon- ur eins og aðrar íslenskar konur hafa lagt sitt af mörkum í jafnrétt- isbaráttunni. Við teljum í dag að geysilega margt hafí áunnist en samt ekki nóg. Til dæmis er þátt- taka kvenna eða framgangur í stjómmálum ekki nægilegur miðað við aðra þætti sem áunnist hafa í jafnréttisátt. Annar þáttur þar sem konur standa hallari fæti en karlar er launaþátturinn. Að mínu mati fara þessir tveir þættir saman. Þegar fleiri konur hafa haslað sér völl í stjómmálum og fleiri kon- ur hafa axlað ábyrgð í þjóðfélaginu, verður launajafnrétti í reynd í þessu þjóðfélagi. Sjálfstæðiskonur, sem starfað hafa í Sjálfstæðisflokknum, ýmist í blönduðum félögum eða sérstökum kvennadeidum, hafa unnið gífurlega mikið starf í sínum flokki og utan hans að undanföm- um árum. Þær hafa átt sinn þátt í því að móta það samfélag sem við þekkjum í dag. Þær hafa átt sinn Þórunn Gestsdóttir „Fleiri konur taka þátt í stjórnmálum nú en til dæmis í upphafi kvennaáratugar. En það vantar enn mikið upp á svo að viðunandi sé og þar er munurinn meiri en herslumunur.“ þátt í því að Sjálfstæðisflokkurinn hefiir alltaf verið í fararbroddi f jafnréttismálum. Utbreiðslustarf a vegum Landssambands sjálf stæðiskvenna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Landssambandi sjálfstæðiskvenna: Aðildarfélög að Landssambandi sjálfstæðiskvenna era 17 víðs veg- ar um landið. Innan vébanda LS eru þijú þúsund konur. I vetur er ætlunin að halda uppi öflugu útbreiðslustarfí í umsjón Margrét- ar S. Einarsdóttur og Helgu Ólafsdóttur. Við hvetjum konur af öllu landinu til þess að láta heyra frá sér símleiðis eða bréf- lega tii LS, Valhöll, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík, sími 82779. Aðildarfélög LS og formenn: Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna, Reykjavík, form.:' María E. Ingva- dóttir; Báran, Félag sjálfstæðis- kvenna, Akranesi, form.: Guðný Jónsdóttir; Sjálfstæðiskvennafé- lag Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, form.: Kristjana Leifsdóttir; Sjálf- stæðiskvennafélag Snæfells- og Hnappadalssýslu, form.: Kristín Björnsdóttir; Sjálfstæðiskvenna- félag Dalasýslu, form,: Kristjana Ágústsdóttir; Sjálfstæðiskvenna- félag Vestur-ísafjarðarsýslu, form.: Alla Gunniaugsdóttir; Sjálfstæðiskvennafélag Isafjarð- ar, form.: Kolbrún Halldórsdóttir; Sjálfstæðiskvennafélagið Þuríður sundafyllir, Bolungarvík, form.: Sigrún Þórisdóttir; Sjálfstæðis- kvennafélag Strandasýslu, form.: Anna Jónsdóttir, Sjálfstæðis- kvennafélag Sauðárkróks, form.: Aðalheiður Arnórsdóttir; Sjálf- stæðiskvennafélag Sigluíjarðar, form.: Anna Hertervig; Sjálfstæð- iskvennafélagið Vöm, Ákureyri, form.: Margrét Yngvadóttir; Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló, Vestmannaeyjum, form.: Hanna Bima Jóhannsdóttir; Sjálfstæðis- kvennafélag Ámessýslu, form.: Alda Andrésdóttir; Edda, félag sjálfstæðiskvenna í Kópavogi, form.: Sigríður Pétursdóttir; Sjálf- stæðiskvennafélagið Vorboðinn, Hafíiarfirði, form.: Ásta Michaels- dóttir; Sókn, sjálfstæðiskvennafé- lag í Keflavík, form.: María Bergmann. er undirbúningurinn. í skólunum og á heimilunum þarf hvatningin fyrst og fremst að vera. Stjóm- málin era ekki undanskilin. Við í Landssambandi sjálfstæðis- kvenna viljum leggja okkar af mörkum til að bæta þjóðfélagið. Við teljum okkur ná því í pólitísku starfí. Við viljum stuðla að bættum efnahag landsmanna, réttlátara skattakerfí, betri aðhlynningu aldr- aðra, betri menntun bama okkar og ýmsu öðra. Þess vegna eram við í Sjálfstæðisflokknum. Það ættu fleiri að leggja okkur lið. Höfundur er formaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna. RITFANGADEILDIN BREYTIR UM SVIP OG VERDUR ALLSHERJAR JÓLAMA RKAÐUR _ Jólakortin eru komin á sinn stað og jólaskrautic þekurborð og hillur. Kertamarkaðurinn hefurfestsig í sessi. Kertin eru íhundraðatali, af öllum gerðum og stærðum. VANTIÞIG HUGMYND AÐ GÓÐRIGJÖF ÞÁ FÆRÐU HANA HÉR Við nefnum sem dæmi: Vasatölvur, penna og pennasett, skjalatöskur, undirlegg úr leðri og statífá skrifbörðið, hnattlíkön, margs konar þrautir og spil, Ijósálfa og töfl. GALLERÍ EYMUNDSSON er alveg sérstök deild. Þar finnurþú glæsilegt úrval gallerímynda í vönduðum álrömmum í stærðunum 60x80 og 50x60. Takmarkað upplag af hverri einstakri mynd. Einnig eigum við geysilegt úrval mynda í smellirömmum á ótrúíegu verði. Auðvitað geturþú líka valið staka mynd og við römmum hana síðan inn fyrir þig á staðnum. Sjálfur jólapappírinn, merkispjöldin og slaufurnar frá okkur standast að sjálfsögðu allan samanburð nú sem endranær. Ekki mega blessaðir jólapakkarnir vera sviplausir. EYMUNDSSON KOMINN MEÐ JÓLASVIPINN Austurstræti 18 NÝR TIME MANAGER! Við höfum öll ný gögn í hið frábæra Tlme Manager sett. Ómissandi eign fyrir allt athafnafólk. Time Manager er til í leðri og er hreint tilvalinn fyrirþá sem vilja taka sig saman um veglega jólagjöf. OG KÓRÓNAN Á ALLT SAMAN:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.