Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
23
Heimilið — homsteinn
þjóðfélagsins
eftir Maríu
Yngvadóttur
Borgarstjómarkosningar og tvö
prófkjör settu vissulega svip sinn á
starfsemi Hvatar, félags sjálfstæð-
iskvenna í Reykjavík, síðastliðið
starfsár.
Staðið var að kynningum á kven-
frambjóðendum, á fundum og í
fréttabréfi félagsins. Næstu mánuði
mun Hvöt verða virkur þátttakandi
í undirbúningi komandi alþingis-
kosninga, t.d. verða haldnir fundir
og ráðstefnur um ýmis áhugaverð
málefni og þá í samráði við mál-
efnanefndir flokksins.
í febrúar næstkomandi verður
haldið upp á fimmtíu ára afmæli
félagsins og verður af því tilefni
margs að minnast úr sögu félags-
ins. Félagskonur í Hvöt hafa í
gegnum tíðina látið sig varða öll
þau málefni sem varða hag og heill
þjóðarinnar. Ég tel að allt það er
varðar fjölskylduna, hag hennar og
hamingju, sé grunnforsenda allra
okkar gerða og ákvarðana. Sú kyn-
slóð, sem nú er að ala upp böm,
átti því láni að fagna að alast upp
við þær aðstæður að mæðurnar
vom heimavinnandi, og þar með
þeim öryggispunkti sem var til stað-
ar á heimilinu. Þetta breyttist með
tímanum, með meiri menntun
kvenna og auknum áhuga á að
vinna utan heimils, enda þarf tvær
fyrirvinnur oft á tíðum til að sjá
fyrir fjölskyldu. Þessar breytingar
á okkar lífsháttum hafa valdið því
að böm alast meira eða minna upp
á dagvistarstofnunum og síðan tek-
ur skólinn við, en hans þáttur í
uppeldinu er alltaf að aukast. Ég
María Yngvadóttir
„Vel mætti hugsa sér
að það foreldri sem kýs
að gæta síns barns
sjálft fái í sínar hendur
þá upphæð sem borgin
eða viðkomandi sveitar-
félag mundi annars
greiða með barninu á
dagvistarstofnun. “
tel að kominn sé tími til að staldra
aðeins við. Heimilin verða alltaf sá
homsteinn sem þjóðfélagið byggir
á. Til þess að svo megi vera þarf
að huga að leiðum til að gera öðru
hvoru foreldranna kleift að vera
heima meðan bömin eru ung og
þurfa mest á foreldrunum að halda.
Vel mætti hugsa sér að það for-
eldri sem kýs að gæta síns bams
sjálft fái í sínar hendur þá upphæð
sem borgin eða viðkomandi sveitar-
félag mundi annars greiða með
baminu á dagvistarstofnun.
Launamisrétti viðgengst enn
þann dag í dag, þrátt fyrir lög og
reglur sem banna slíkt, og stað-
reyndin er einnig sú að konur em
fleiri en karlar í svokölluðum lág-
launastéttum. Foreldrar hafa því
yfírleitt ekkert val um það hvort
þeirra vill vera heima, launin hljóta
að ráða mestu þar um.
Ég held að hvorki sjálfstæði kon-
unnar né starfsframi verði á
nokkum hátt hnekkt þótt hún taki
þá ákvörðun að veija 10—15 ámm
til uppeldis bama sinna. Þar sem
möguleikar em fyrir hendi gæti það
eins vel verið faðirinn.
Ég geri mér líka grein fyrir því
að málið horfír öðm vísi við fyrir
einstæðu foreldri.
Metnaður er öllum nauðsynlegur,
og starfsframi er ofarlega á blaði
hjá mörgum og það er vissulega
af því góða. En frami foreldranna
getur varla verið þeim mikils virði
ef hann er á kostnað bamanna,
öryggiskenndar þeirra og ham-
ingju.
Éf rekja má rótleysi og vímuefna-
vandamál unglinga í dag til
sambandsleysis við foreldra er tími
til kominn fyrir foreldra að líta í
eigin bam. Þeir mættu íhuga hvort
heimilið er sá uppeldisstaður, sem
það ætti að vera, staður þar sem
bömin fá það öryggi og umhyggju
sem er þeim svo nauðsynlegt á
þeirra þroskaferli, staður þar sem
þau læra að bera umhyggju fyrir
öðram.
Höfundur er formaður Hvatar,
félags sjálfstæðiskvenna í
Reykjavík.
Vorum að taka upp vörur frá
M'ADE IN GERMANY
Hvertisgötu 64a, sími 25260.
í dag milli kl. 2 og 4 í verslun okkar að Hafnarstræti 3.
<1 /T\\/T
1 p V 'J I 1 I 1
á 1
o il J
Elna er saumavél sem kemur þér á óvart. Sérstaklega
meðfærileg og prýdd öllum þeim kostum, sem nauðsyn-
legir þykja, svo sem tvöfaldan lokusaum (overlock),
sjálvirka gerð hnappagata og margan annan fjölbreyti-
legan saum.
Elna, er heimsþekkt fyrir frábærar saumavélar.
Þú ættir að líta við og kynna þér kosti Elna.
Heimilistæki hf
HAfWiBSWÆ T4a-204%-SÆTyN(-8 - 8* 2V50G-