Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 24

Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 i BMW í sjöunda himni Nissan á nýjum slóðum: Snarfarar ___________Bílar____________ Þórhallur Jósepsson Hvers konar bíll er nú þessi eigin- lega? Sportbíll? Hann fer langt með það, ef 113 hestafla sextán ventla vélin er valin. Pjölskyldubfll? Varla — eða hvað? Jú, reyndar er hægt, með örfáum handtökum, að breyta honum í fjölskylduvagn, það má nefnilega taka afturhlutann af og skipta um! Þ.e.a.s. afturgluggann og skottlokið, síðan er hægt að setja í staðinn hús í fullri hæð — og sjá! Skutbfll! Nú — allt eins má líka hafa hann galopinn, ef veður leyfír, taka afturlokið af og T-toppinn líka og láta síðan vindinn leika um hár- ið og langa trefilinn. Rally-reynslan notuð Nissan-bflar hafa lengi verið framarlega í rally-keppnum um víða veröld og hefur margt lærst af þeim ævintýrum. Eitt það nytsamlegasta fyrir venjulega bílaframleiðslu er um flöðrunina. Vafalaust hafa margir veitt því athygli, hve bflar dagsins í dag hegða sér betur á misjöfnum vegum en fyrirrennarar þeirra frá síðasta áratug. Það er ekki hvað síst að þakka þeirri reynslu sem fengist hefur í keppn- um. Nú nýta þeir hjá Nissan sína reynslu í þessum Pulsar NX-bflum og gerir það sitt að verkum til að þeir búa yfir allnokkrum sportbíla- eiginleikum. Tvær gerðir Pulsar NX XE eða Pulsar NX SE. Litli eða Stóri! Að vísu er eng- inn stærðarmunur á vögnunum, en öðru máli gegnir um vélamar. XE hefur litla og saklausa 70 hestafla vél og er ósköp venjulegur sportleg- ur bfll, snar í snúningum en svo sem engin raketta. Þó er rafstýrð bein innspýting og ofanáliggjandi knast- ás og eyðslan mun vera í minna lagi. Gíramir em fimm og drifið að framan. Stýrið er með hjálpar- afli og hjólið stillanlegt á hæðina. SE er aftur á móti ekki allur þar sem hann er séður. Það gerir 16 ventla vélin með sín 113 hestöfl, sem gerir hann að hinum mesta vegavargi. Þar er kominn bfll fyrir þá sem vilja finna fjörtökin umsvifa- laust. Markmiðið með hönnun slíks bfls er að snarakstur sé auðveldur og hættulaus (að þvi er varðar bflinn sjálfan), við allar venjulegar að- stæður. Með þessum bílum er Nissan að stíga skref inn í tískuheim þeirra sem ekki hafa efni á að veita sér hina dýrari og meiri sportbfla, en þar hefur Nissan lengi verið í farar- broddi með Z-bflunum, nú síðast 300 ZX. Pulsar NX hefur, að því er virðist, alla burði til að berjast um hylli unglinga á öllum aldri, þeirra sem vilja nýtískulegan og sportlegan snarfara, ólíkan öllum öðrum bflum. Pulsar NX er fáanlegur hér á landi, sérpantaður, en ekki er verð- ið ennþá ljóst. Að Bayerische Motoren Werke eru staðarhaldarar í sjöunda himni um þessar mundir. Nýi bíllinn þeirra, 7-línan svonefnda, virðist ætla að gera lukku meðal gagnrýn- enda sem og kaupenda. Þó er ekki svo augljóst að um einhverja bylt- ingu sé að ræða, breytingamar eru fínlegar hið ytra, en þeim mun gagngerri hið innra. Sex strokka vélin er ný og með endurbættum tölvubúnaði til stýringar, öryggis- málin eru djúphugsuð niður í kjölinn og tryggja BMW áframhaldandi sess í forystusveitinni á þeim vett- vangi. Loftkleyfni er endurbætt og þess vandlega gætt að líta til allra homa, t.d. að gleyma ekki áhrifum hliðarvinds. Þá er í boði lengri gerð öflugri bílsins, 735L, hann hefur u.þ.b. 11 sm meira pláss á milli fram- og aftursæta. V 12 BMW 7-línan er glæsivagn fyrir þá sem ekki eru á flæðiskeri stadd- ir fjárhagslega og keppir um markað við dýrari Bensana og Jagúarinn. Vélaraflið er við hæfí, minni vélin í 730i er 175 hestöfl, sú stærri í 735i og 735ÍL er heil 220 hestöfl. Stærri maskínan lætur sig ekki muna um að vippa bflnum upp í hundraðið á 7,9 sekúndum og hámarkshraðinn er 233 km/klst! Þetta þykir þó ekki nægja og til að seðja orkuhungur kröfuharðra kaupendanna er ný vél í burðarliðn- um: VI2! Hún mun verða nálægt 5 lítrum að rúmtaki og skila 272 hestöflum. Ekki var farin einfald- asta og ódýrasta leiðin við hönnun þeirrar vélar. Bannað var að sam- eina tvær sexur, þetta átti að vera algjörlega ný vél frá grunni og sú mun verða raunin á. Alblöndur eru efniviðurinn og nýjasta hátækni nýtt til hins ýtrasta við hönnun og smíði. 750i mun bíllinn heita með V12-vélinni og er hans að vænta á markað síðla árs 1987. E.t.v. verða einhveijir bflar af 7-gerðinni fluttir til íslands, hver veit, en ekki treysti ég mér til að giska á verð að sinni, sérstaklega er erfitt að hugsa nægilega hátt upp til að ná í tölur yfir 750i.! En — hvað sem hann nú kostar, örugg- lega mun eigandinn vera í sjöunda himni, akandi slíku konunglegu fari! Útlitshönnun hins nýja BMW 730/735Í fylgir nýjustu tísku meðal evrópskra bílaframleiðenda: Línur mýkjast, framendinn stingur sér meira niður og skottið er hækkað. Öll vindföng eru útilokuð og til að undirstrika það, að enginn aukvisi er á ferð, eru dekkin lágveggj- uð og breið. Því SS-búðirnar eru sniðnar að þörfum þeirra sem gera miklar kröfur. Jólin eru á næsta leiti og í SS- búðunum er þér nú boðið glæsilegt úrval af girnilegum kjötvörum með öllu tilheyrandi, úrvals ávexti, óviðjafnanlegt sælgæti og allt sem þú hugsanlega þarft I jólabaksturinn. J*eir sem forðast þjónustu ættu ekki að versla í SSbúðunum fyrir þessi jól. gott alls • •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.