Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 26

Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 ÞORLÁKSMESSU HÁDEGI Á HÓTEL BORG Vegna gífurlegra vinsælda hvetjum við alla þá, sem áhuga hafa til að eyða hádeginu í SKÖTUVEISLU á Borginni, til að panta borð tímanlega. Úrvals skata og saltfiskur DóttjWdc^ F.irrimtaTogfsiðastalbókiníílhinumlgevsiyinsæla œhd ÍLsBsSfe (pM^MsoSb« m) liSimD bokaflokki tvlgstfmedlilgegnum bækúrnarilnnflytiend; urmra!J)nnur|kvnslóð| S-íw Saldakl íkánwf urinn MfFLYTJANDANS d© ösífe mfi inntlVtiandans Howard Fast Ur bókaf/okknum um innflytjendurna Barbarall!avetteler aðalpersónanfí i wsr. u i i Mtesau) •t'- hluti og gefst aldrei upp. - Hrífandi bók. I __BÓKHLAÐAN TlMABÆR Háskólinn IX: Húsnæðisað staða lyfjafræði kennslu erfið eftirÞórð Kristinsson Auk læknisfræði heyra nú einnig undir læknadeild lyfja- fræði til kandidatsprófs og tvær námsbrautir, önnur í hjúkrunar- fræði, sem tók til starfa haustið 1973, og hin í sjúkraþjálfun, sem hóf starfsemi 1976; en í þeim báðum er unnt að ljúka BS- prófi. Tannlæknisfræði sem áður tilheyrði læknadeild, var gerð að sérstakri deild árið 1972, svo sem um var rætt í síðasta pistli. Árið 1948 var tekin upp kennsla í lyfjafræði við háskól- ann, er Lyfjafræðingaskóli íslands var fluttur þangað, en til hans hafði verið stofnað með lög- um árið 1940 og starfsemi hafist 1941. Kennsla í lyfjafræði hafði áður, eða allar götur frá því að fyrsta lyfjaverslunin tók til starfa á íslandi að Nesi við Seltjöm seint á 18. öld, farið fram í lyfja- búðum á vegum lyfsalanna og hélst sú skipan með tilurð lyfja- fræðingaskólans og allt til 1948 er kennsla skólans var flutt í háskólann. En árið 1957 var lyfjafræðingaskólinn lagður nið- ur sem sérstakur skóli og kennslan formlega færð undir læknadeild og 1979 varð lyfja- fræðin sérstök námsbraut innan læknadeildar sem kallast lyfja- fræði lyfsala. Við þá umskipan urðu töluverðar breytingar á námstilhögun, hið fræðilega nám var aukið til muna og verk- námstími í lyfjaverslunum stytt- ur. Námið hefur síðan breyst samfara örri þróun fræðigreinar- innar. Fyrstu 25 árin eftir að námið færðist undir háskólann var ein- ungis kennt til fyrrihlutaprófs í lyfjafræði, ex.pharm.-prófs, þriggja ára nám er veitir aðstoð- arlyfjafræðingsréttindi, en síðari hlutann, þ.e. til að öðlast kandid- atspróf og réttindi sem fullgildur lyfjafræðingur, þurfti að sækja til erlendra skóla í tvö ár til við- bótar. Árið 1982 var svo tekin upp kennsla til kandidatsprófs við háskólann sem tekur fimm ár og eru fyrstu nemendumir á fímmta ári þess náms nú í vetur. Auk hins fræðilega náms er 12 mánaða verklegt nám í lyfjaversl- un. Húsnæði lyfjafræði lyfsala er skammarlega bágborið; I kjallara norðurenda aðalbyggingar há- skólans fer fram verkleg kennsla, en einnig hefur námsbrautin vinnuaðstöðu í þremur rannsókn- arstofum á efri hæð íþróttahúss skólans þar sem stundaðar eru rannsóknir og verkleg kennsla. Aðsetur kennara eru á dreif um byggingar háskólans og varla hægt að tala um neitt fast aðset- ur námsbrautarinnar, nema e.t.v. skrifstofur kennara í íþróttahúsi og á Bjarkargötu 6. Lóð hefur hins vegar verið úthlutað á svæði háskólans, suðaustur að Nor- ræna húsinu, nálægt þeim stað þar sem eitt sinn stóð Tívolí; er þar fyrirhuguð bygging sem ætl- að er að hýsa lyfjafræðina og framleiðsludeild Reykjavíkurapó- „Engin fjárveiting er komin til kennsluhlut- ans, hvorki af af- rakstri Happdrættis háskólans, né heldur af framlagi fjárveit- ingarvaldsins, þannig að bið getur orðið á byggingunni; en nokk- urt fé hefur safnast í sjóð af hagnaði Reykjavíkurapóteks.“ teks. Engin fjárveiting er komin til kennsluhlutans, hvorki af af- rakstri Happdrættis háskólans, né heldur af framlagi íjárveiting- arvaldsins, þannig að bið getur orðið á byggingunni; en nokkurt fé hefur safnast í sjóð af hagn- aði Reykjavíkurapóteks. Um þriðjungur kennslunnar í lyfjafræði er á vegum raunvís- indadeildar og læknisfræði læknadeildar. Kennsla náms- brautarinnar sjálfrar fer fram í ýmsum byggingum háskólans og vegna eðlis námsins eru töluverð tengsl við lyfjaverslanir, en nán- ust við Reykjavíkurapótek sem kaila má háskólaapótek með því að háskólinn keypti það árið 1980 og var veitt leyfí til reksturs Iyfja- búðar með ráðuneytisbréfí 1982. Apótekið er rekið sem sjálfstæð stofnun til kennslu og rannsókna í lyfjafræði lyfsala, auk þess sem hlutverkið er einnig að stunda framleiðslu og stuðla að fram- förum í lyfjagerð og lyfjafræði; hagnaði af rekstri á m.a. að ráð- stafa til að bæta kennsluaðstöðu í lyfjafræði og hefur hagnaður nokkurra undanfarinna ára verið settur í sérstakan byggingasjóð svo sem getur að framan. Nú í vetur eru 76 nemendur skráðir til náms í lyfjafræði, þar af eru 20 á fyrsta ári. Fastir kennarar eru 4 og stundakennar- ar sextán. Árið 1980 voru 38 lyfsalar starfandi á íslandi, 40 lyfjafræðingar og 55 aðstoðar- lyfjafræðingar, en auk starfa í lyfjaverslunum og á sjúkrahúsum starfa lyfjafræðingar einnig við lyfjaframleiðslu og heildsölu a. nánum tengslum við náms- brautina er rannsóknastofa í lyfjafræði lyfsala þar sem kenn- arar starfa auk tveggja sérfræð- inga. Sum verkefnin eru unnin í samvinnu við aðra aðilja, t.d. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, Hafrannsóknastofnun og erlenda háskóla; viðfangsefnin eru m.a. rannsóknir á þörungum, samtenging 4-aryl krómansam- banda, frásog lyfja gegnum húð, áhrif yfírborðsvirkra efna á leysni lyfja og áhrif lídókaínaaf- brigða á samdráttarkraft og raffyrirbæri í hjarta. Hluti af starfsemi rannsóknastofunnar eru þjónusturannsóknir, einkum fyrir innlendan lyfjaiðnað. Höfundur er prófstjárl við Há- skóla íslands. jWaggtniWfaiftift. Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.