Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 30

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 BAROKK SÓFASETT Sófi og2 stólar, stgr. verðkr. 68.000.- Einlitt pluss-áklæði, margir litir. Ný sending af rokokkó-húsgögnum. Borðstofuborð og stólar, stakir ro- kokkó-stólar. Símabekkir, smáborð allt í rokokkó-stíl. Hagstætt verð. SENDUM GEGN POSTKROFU VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 685375 — 82275 Niðurstöður þjóðmálakönnunar félagsvísindadeildar: Nær helmingur Islendinga er ánægður með skattana Meirihlutinn vill auka félagslega þjónustu NÆR helmingnr íslenskra skattgreiðenda, eða 38%, telur skatta sína vera hæfilega háa, en rúmlega helmingur, eða 57%, telur skatta sína vera of háa. 2% skattgreiðenda telja skatta sína vera of lága. Þetta er meðal annars niðurstaða þjóðmálakönnunar félagsvísinda- deildar Háskóla íslands frá i nóvember sem birt er í jólablaði Vinnunnar, tímariti Alþýðusambands íslands. Með niðurstöðum íslensku könn- unarinnar eru birtar niðurstöður úr hliðstæðum skoðanakönnunum á Norðurlöndunum. Þar kemur fram að 73% skattgreiðenda Danmerkur, 90% skattgreiðenda Finnlands, 72% skattgreiðenda Noregs og 86% skattgreiðenda Svíþjóðar telja skatta sína vera of háa. Einnig eru í Vinnunni birtar nið- urstöður úr könnun á viðhorfum nokkurra þátta opinberrar þjón- ustu. 46% aðspurðra eru ánægð með heilbrigðisþjónustuna á íslandi en 46% telja að hana eigi að efla. 73% telja að samgöngu- og vega- mál þurfi að efla en 24% eru ánægð með þau. 60% telja að efla þurfí dagvistunarmál bama en 21% telja þau í lagi. 80% telja þjónstu við aldraða ófullnægjandi en 16% eru ánægð með hana. 38% eru ánægð með skólakerfíð en 45% telja að það þurfí að efla; og 35% eru ánægð með almannatryggingakerfíð en 42% telja að þurfí að efla það. Samhliða þessu eru birtar niíjur- stöður könnunar frá í maí, þar sem fram kemur að 49,4% aðspurðra eru því algerlega ósammála og 19,8% því frekar ósammála að sjúklingar greiði sjálfír meira af kostnaði við heilbrigðisþjónustu ef almennar skattalækkanir kæmu á móti. 9,3% lýsa sig sammála þess- ari tillögu og 14,4% frekar sammála. Þá eru 39,7% aðspurðra ósammála því að foreldrar taki bein- an þátt í skólakostnaði með greiðslu skólagjalda, gegn almennum skattalækkunum, og 16,3% eru frekar ósammála. 16.3 eru þessu sammála og 20,3% frekar sammála. í grein sem Stefán Ólafsson lekt- or skrifar í Vinnuna um velferð, þar sem meðal annars er byggt á niðurstöðum þessara þjóðmála- kannana, segir að íslendingar hafí ekki þurft að þola jafn mikla skatt- heimtu og frændur þeirra sem nú þegar vetja stærri hluta þjóðar- tekna sinna til velferðarmála. „Að ofangreindu er ekki að sjá að Islendingar séu andvígir því að hið opinbera sjái um velferðarþjón- ustu, þó almenningur sé almennt mótfallinn því að ríkið sé með bein- an atvinnurekstur að öðru leyti. Það kemur einnig á daginn, að þegar fólk er spurt hvort það vilji að einka- rekstur leysi hið opinbera af hólmi í rekstri heilbrigðisþjónustu og skóla er aðeins lítill minnihluti sem styður það, eða 12 og 16% kjós- enda.“ segir síðan orðrétt í grein Stefáns. í'-ji ■f: Ljóðabók eftir Gunnar Gunnlaugsson VAKA-Helgafell hefur gefið úr Ijóðabókina Flýgur yfir Bjarg eftir Gunnar Gunnlaugsson og er það fyrsta ljóðabók hans en Gunnar Guðlaugsson er yfir- læknir á skurðlækningadeild Borgarspítalans. í fréttatilkynningu frá Vöku- Helgafelli segir m.a.: „Hvert ljóða Gunnars er í raun sjálfstætt bók- menntaverk. Þau eru meitluð, myndræn og tilfínningarík. Hann yrkir jöfnum höndum í hefðbundn- um stfl og órímað og ferst hvort tveggja jafn vel úr huga og hendi. Auk frumortra ljóða eru í bók- inni allmargar listilega gerðar þýðingar á ljóðum erlendra skálda. Þar ræðst Gunnar ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur spreytir sig meðal annars á hinu stórfenglega og margfræga kvæði eftir Edgar Allan Poe, „Hrafnin- um“. Þar fetar hann í fótspor meistaranna, séra Matthíasar, Ein- ars Benediktssonar og Þorsteins frá Hamri. Kann mörgum ljóðavinum að þykja fróðlegt að virða fyrir sér hvemig sama jámið er lúð á ýmsa vegu eftir því hver stendur við steðj- ann.“ Gunnar Gunnlaugsson Bókin er sett og prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar. Kápu- mynd er eftir Jón Reykdal. Endurmat fasteigna og hlunninda: Hlunnindamat laxveiðiáa hækkaði um 6-700 prósent FASTEIGNAMAT á Seyðisfirði hækkaði að meðaltali um rúm 60% við endurmat á fasteignum þar í ár og dæmi eru um að fasteignir hafi hækkað um nokkur hundruð prósent við endurmat. Einnig var í ár hafist handa við að endurmeta lax- og silungsveiðihlunnindi og hækkaði mat á suraura þeirra um allt að 600 til 700%. Samkvæmt reglugerð hefði mati fasteigna frá 1976 átt að vera að ljúka nú en aðeins hefur tekist að meta um helming þessara fast- eigna. Þannig hafa landbúnaðar- mannvirki lítið verið endurmetin og er talið að um miklar breytingar verði að ræða við endurmat þeirra. Á fundi sem Fasteignamat ríkis- ins hélt til að kynna nýja fasteigna- skrá sagði Guttormur Sigurbjöms- son forstjóri Fasteignamatsins að hér væri ekki einungis um að ræða það að ríki og sveitarfélög missi af tekjum sem þeim ber. Það sem stingi í augun væri það misrétti sem þama er á ferðinni gagnvart þegn- unum. „Við íslendingar virðumst hafa tamið okkur þann hátt að halda langar og margar ræður um óréttlátt skattakerfí en láta þar við sitja og umfram allt að forðast alla raunhæfa tilburði til lagfæringa," sagði Guttormur. Talsverður munur er milli ein- stakra umdæma. í Reykjanesum- dæmi er þannig lokið endurmati á um 80% allra fasteigna og í nokkr- um stærri kaupstöðum og sveitarfé- lögum er því svotil lokið. Hinsvegar eiga þær fasteignir sem metnar vom á árinu 1977 að koma til end- urmats á næsta ári samkvæmt gildandi reglum. (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.