Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 52

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Vörubílstjórar telja kjarasamningana bijóta gegn sljórnarskránni BÍLSTJÓRAR á Vörubifreiða- stöðinni Þrótti telja að ákvæði í nýgerðum kjarasamningi Al- þýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins varðandi Grindavík- urvegurinn stórhættuleg- urvegna hálku Grindavík. JEPPI valt á hliðina á Grindavík- urveginum í gær í miklu roki og hálku og skemmdist mikið. Engin meiðsl urðu á ökumanni og far- þega. Grindavíkurvegurinn er oft stór- hættulegur á vetuma vegna hálku þar sem ekki má bera á hann salt. Við aðstæður eins og í gær þegar saman fer mikið rok og asahláka er hann nánast óökufær. Kr. Ben. Slasaðist í strætisvagni FULLORÐINN karlmaður slas- aðist í óhappi sem varð á mótum Hverfisgötu og Snorrabrautar um hádegið í gær. Slysið varð með þeim hætti að strætisvagni var ekið upp Hverfís- götu. Að sögn sjónarvotta var vagninn á töluverðri ferð þegar að gatnamótunum kom. Þá breyttust umferðarljósin og vagnstjórinn snögghemlaði. Maðurinn sem slas- aðist féll mjög harkalega í gólfið og var fluttur á slysadeild. Meiðsli hans munu ekki vera mikil, en hann kvartaði undan sársauka í höfði og baki. Framsókn á Vestfjörðum: Veður tefur talningu í P A1 ••• • profkjori FRESTA varð talningu i próf- kjöri Framsóknarflokksins á Vestfjörðum.sem fram átti að fara í gær, þar sem ekki var hægt að fljúga á milli Patreks- fjarðar og ísafjarðar. Búið er að safna kjörgögnum saman á þessum tveimur stöðum og stóð til í gær að fljúga með kjörgögn frá Patreksfirði til ísafjarðar og telja þar í Framsóknarhúsinu. Að sögn Sigurgeirs Magnússonar kjör- stjóra verður það gert um leið og veður leyfir. vörubílstjóra, brjóti gegn 69. grein stjórnarskránnar um at- vinnufrelsi og hafa því skorað á stjórn og trúnaðarmannaráð Landsambands vörubifreiða- stjóra að fella kjarasamningana. Það ákvæði sem um ræðir er viðbót við 6. grein kjarasamnings félagsins og er á þessa leið: „Land- sambandið skuldbindur aðildarfélög og félagsmenn sína til þess að stunda ekki atvinnurekstur, hvorki verktakastarfsemi samkvæmt reikningi né taka þátt í útboðum um verkframkvæmdir." Þá telja vörubflsjórar hjá Þrótti að viðbót við 5. grein kjarasamning- anna feli í sér skerðingu á rétti félagsmanna til leiguaksturs. Þessi grein er þannig: „Þá er verktakafyr- irtækjum innan Verktakasambands Islands og Félags vinnuvélaeigenda fijálst, að nota eigin bifreiðar og flutningatæki til alls nauðsynlegs flutnings í tengslum við verkfram- kvæmdir, sem þau hafa tekið að sér, með samningi við verkkaupa eða aðalverktaka." Þetta telja bflstjórar stangast á við lög um leigubifreiðar frá 1970, þar sem vörubflstjórum er tryggður einka- réttur á Ieiguakstri vörubifreiða, því með þessari viðbót við kjarasamn- ingana sé verktökum frjálst að leigja hver öðrum bfla. „I kjarasamningum á að semja um kaup fyrir menn og bíla en ekki að bijóta lög og með því að samþykkja þennan samning værum við að afsala okkur öllum þeim rétti sem við höfum sem atvinnubílstjór- ar,“ sagði Bragi Siguijónsson formaður vörubflstjórafélagsins Þróttar, í samtali við Morgunblaðið. Kort til styrktar Hallgr ímskirkj u KVENFÉLAG HaUgrímskirkju hefur látið framleiða kort, en sala þeirra verður til styrktar kirkjunni. A kortunum eru ljósmyndir af kirkjunni, teknar af Jóni Ogmundi Þormóðssyni, og var önnur þeirra tekin við vígslu kirkjunnar 26. októ- ber 1986. Tónlistarskóli Grindavíkur: Jólatónleikar í Gnndavíkiirkirkju Grindavík. ÁRLEGIR jólatónleikar Tónlist- arskóla Grindavíkur verða haldnir í Grindavíkurkirkju á morgun, sunnudag, kl. 16.00. Efnisskráin er Qölbreytt að vanda, meðal annars verður einleik- ur á píanó, trompett og túbu. Blásarakvartett kemur fram. Enn- fremur munu allir forskólanemend- úr skólans flytja saman jólalög á blokkfiautur. LuOrasveit skólans leikur jólalög frá ýmsum löndum og að lokum mun nýr samkór tón- listarskólans syngja, en hann vakti mikla athygli á aðventukvöldi um síðustu helgi. Kennarar við skólann eru fimm og hefur nemendum Qölgað gífur- lega frá síðasta ári og fylla hundr- aðið í dag. Kr. Ben. Mikill vatnselgur myndaðist á Breiðholtsbraut undir Elliðaárbrúnum. Morgunbiaðíð/Júiíua. Reykjavík: Mikíll erill hjá lögreglunni í gær MIKLAR annir voru hjá lögreglunni í Reykjavílt í gær og urðu yfir 30 árekstrar í höfuðborginni. Slæm færð var á Hellisheiði og á Suðumesjum vegna hálku og voru lögreglumenn þar ökumönn- um til aðstoðar. Á nokkrum stöðum í borginni myndaðist mikill vatnselgur og var umferð sér- staklega beint frá Reykjanesbrautinni undir Elliðaárbrúnum, Kringlumýrarbraut í Fossvogi og frá mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Ekið var á ljósastaur á Suðurlandsvegi við Rauðavatn og var ökumaður fluttur í slysadeild. Hann hafðisjálfur gengið frá slysstað að lögreglu- stöðinni í Árbæ til að gera viðvart. Meiðsl voru ekki talin alvarleg. Bifreiðina varð að flytja í burtu með kranabfl. Þó nokkuð var um að ökumenn læstu lykla sína í bílum sínum og þurfti lögreglan t.d. að opna 11 bíla um miðjan dag í gær. Snót í Vestmannaeyjum felldi samningana: Oánægja með afnám starfsaldurshækkana „AÐALÓÁNÆGJAN virtist vera með það að starfsaldurshækkan- ir i fiskvinnslu skyldu detta út, sagði Vilborg Þorsteinsdóttir formaður Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum, en félagið felldi nýgerða aðalkjara- samninga Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasam- bands íslands á fundi á fimmtu- dagskvöldið. Félagið hefur myndað samninganefnd skipaða Laugavegur- inn opinn allri umferð í dag 270-300 bifreiðir rúm- ast á stæðum, sem opnuð verða í dag VERSLANIR verða opnar frá kl. 9.00 til 18.00 í dag, laugardag, og verður Laugavegurinn jafn- framt opinn allri umferð eins og venjulega. Búast má þó við mik- illi umferð í dag og verða bif- reiðastæði eflaust af skornum skammti. Baldvin Ottósson, varðstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að tvö stór bifreiðastæði yrðu tekin í notkun í dag vegna jólaumferðar- innar. Port Eimskips við Faxaskála verður opið fyrir bifreiðastöður og er keyrt inn á stæðið frá Kalkofns- vegi. Hinsvegar verða bifreiðastöð- ur leyfðar í Mjölnisholti þar sem áður var timburverslun Áma Jóns- sonar. Keyrt er inn á það stæði frá Brautarholti. Þessi stæði munu rúma í mesta lagi 270 til 300 bif- reiðir, að sögn Baldvins. Hann bætti því þó við að heppi- legast væri að fólk notaði almenn- ingsvagnana á morgun, en þeir ganga á hálftíma fresti eins og venjan er um helgar. Búist er þó við að setja þurfi inn aukavagna á fjölfömustu leiðunum. Laugaveginum verður lokað næsta laugardag frá kl. 13.00, en þá verða verslanir opnar til kl. 22.00. fólki frá öllum stærstu fisk- vinnslufyrirtækjum í Eyjum og hefur nú óskað eftir sérviðræð- um við vinnuveitendur. I samningunum er gert ráð fyrir að hlutur bónus í heildarlaunum fískvinnslufólks minnki en fasta- kaupið hækki og á fundinum kom fram að félagsmönnum þótti taxta- hækkunin ekki vera nægjanleg til þess að það borgaði sig að draga úr bónushlutanum. Vilborg sagði að samkvæmt samningunum töpuð- ust 23 krónur með hæstu nýtingu í bónus sem kæmu til baka með hærra fastakaupi upp að 15 ára starfsaldri en eftir það bæri viðkom- andi ekkert úr býtum. „En það er ekki aðeins þetta heldur tók langan tíma og mikla baráttu að fá starfs- aldurshækkanimar inn í samning- ana og það er grundvallaratriði að missa þær ekki út aftur," sagði Vilborg. Vilborg bætti við að inn í þessi viðbrögð við kjarasamngingunum hefði sjálfsagt einnig spilað upp- söfnuð óánægja með atvinnumál fiskvinnslufólks í Vestmannaeyjum, vegna stóraukins útflutnings á ferskum físki í gámum. „Atvinnu- ástandið hefur verið þannig hér að ekki hefur verið hægt að auka tekj- umar með því að vinna meiri næturvinnu, því hún hefur einfald- lega ekki verið til staðar. Þær launahækkanir sem komið hafa handa þessum hópi hafa verið lág- ar, það er dýrt að búa hér eins og víðast úti á landi og það er verið að mótmæla þessu ástandi yfir höf- uð,“ sagði Vilborg Þorsteinsdóttir. „Vinnuveitendur hafa rætt þessa stöðu sem nú er komin upp eftir að Snót hefur fellt samningana og skilja vel að upp hafí komið óá- nægja hjá fólki með 15 ára starfs- aldur,“ sagði Amar Sigurmundsson framkvæmdastjóri Samfrosts sem er sameiginlegt fyrirtæki fisk- vinnslustöðvanna í Vestmannaeyj- um. Amar sagði að vinnuveitendur myndu að sjálfsögðu verða við ósk Snótar um viðræðufund en ekkert hefði verið ákveðið hvenær sá fund- ur yrði. Gamli miðbærinn: Uppákomur verða í miðbænum í dag LÚÐRABLASTUR, ljóðalestur og jólasveinasöngur mun hljóma í miðbænum í dag. Það eru samtökin Gamli miðbærínn sem skipu- leggja þessar uppákomur. Dagskrá samtakanna hefst kl. 10.00 þegar nemendur í Myndlista- og handíðaskóla íslands opna list- munasölu á verkum sínum í Hlaðvarpanum. Kl. 14.00 þeytir Lúðrakvintettinn Tónhirðamir horn sín á Hlemmtorgi og leikur nokkur „lög með léttri sveiflu", eins og segir í fréttatilkynningu samtak- anna. Þegar kvintettinn hefyr lokið leik sínum hefur Kjartan Árnason ljóðalestur úr bók sinni „Dagbók Lasarusar". Um kl. 15.00 heflast Unglinga- tónleikar á móts við Vegamótaútibú Landsbankans, þar sem Sverrir Stormsker og Herbert Guðmunds- son kynna nýútkomnar plötur sínar. Á sama tíma hefst bókmenntakynn- ing i Gauk á Stöng. Þar verður lesið úr verkum sjö rithöfunda. í Hlað- varpanum stígur Kvennabandið á svið um þetta leyti, ásamt söng- kvartettinum Ömmusystrum, og stundu síðar hefst bamaskemmtun. Þar verða jólasveinar meðal gesta, en þeir munu stinga upp kollinum hér og þar í bænum í dag. H" ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.