Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 61
Rithöfundasamband
Islands:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
61
Ekki hægt að
horfa upp á
Þjóðleik-
húsið hrynja
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun stjórnar Rit-
höfundasambands íslands:
„Vandamál Þjóðleikhússins eru
alvarlegri en svo að stjómvöld geti
setið aðgerðarlaus og horft á þessa
miðstöð íslenskra og erlendra leik-
bókmennta og leiklistar hrynja að
utan og innan. Viðgerðir eru löngu
brýnar og nú er í óefni komið og
framlög hafa verið skert þannig að
reksturinn er sömuleiðis kominn
langt af leið.
Rithöfundasamband íslands heit-
ir á stjómvöld að sinna þessu strax
og ennfremur á listamenn og list-
unnendur að fylgjast með þessu
máli og taka því ekki með þögn-
inni.“
Morgunbiaðið/Ólafur B.
Tvíburamir Þröstur og Svanur
sýna jólafötin.
Skagaströnd:
Tískusýning
í Kaupfélaginu
Skagaströnd.
NÚ NÝVERIÐ var haldin nýstár-
leg tískusýning hér á Skaga-
strönd á vegum Kaupfélags
Húnvetninga. Voru það nemend-
ur úr skólafélaginu Rán i
Höfðaskóla sem sýndu fatnað
undir stjórn eins af kennurum
sínum, Magnúsar Jónssonar.
Sýningin fór fram í verslun
Kaupfélagsins en sýningarsvæðið
var á plötu sem lögð var ofan á
frystiborð verslunarinnar.
Sýndur var ýmis konar fatnaður
sem til sölu er í versluninni, allt frá
samkvæmisklæðnaði og yfír I úlpur
og íþróttafatnað.
Sýningarfólkið sem var á aldrin-
um 6-15 ára stóð sig með mikilli
prýði og kom fyrir eins og það hefði
aldrei gert annað en að sýna föt.
Þóknun þá sem nemendumir fengu
fyrir að sýna, létu þau renna í ferða-
sjóð sinn en þau eru nú að safna
fyrir ferðalagi sem farið verður í
vor eins og venjulega.
Fjölmenni var á sýningunni og
sýningarfólkinu óspart klappað lof
í lófa.
ÓB.
X-Xöfðar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
ítölsk rúmteppi frá (
Sérverslun meö listræna húsmuni
Borgartúni 29 Sími 20640
íaJskur
mfiDMÖR
sérstæö, efnismikil, fislétt - draumateppi —.
Mikið úrval af teppum á hjónarúm og barnarúm.
Þú gengur að gæðunum vísum.