Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 64

Morgunblaðið - 13.12.1986, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 REFSKA eftir Q&istíánf). (junnarssoiu Sönn íslendingabók - Ný Bandamannasaga Refska er saga úr samtíðinni sem dulbúin er í gervi fornsögu og lýsir fornald- arfólki í íslensku vandamálaþjóðfélagi. I Refsku er m.a. fjallað um: • Landshornagoða og smágoða. . • Eflingu byggðar í óbyggðum. • Þjóðráð, bjargráð og snjallræði sem Óbyggðasjóður kostar. • Uppreisn mósokkanna gegn karlrembusvínum. • Kvennafund í Almannagjá. • Goðorðsvöld Guðríðar Óspaksdóttur. • Útburðbarna. • Vistun gamalmenna í Kjarreyjarklaustri. • Þjóðflokkinn Krýsa sem eru huldumenn í landinu. • Kusa, foringja verkþræla, og Sólstöðusaminginn. • Skipti á skíru silfri fyrir flotsilfur. • Inngöngu allsherjargoðans í félag Bílduberga. • Gorm konung gerska og guðinn Lenimax. • Hróald helga í Hvítramannalandi og Nýja sáttmála. • Drekabæli í Strympunesi. • Almenna múrgoðafélagið og Höll múrgoða. Margt fleira ber á góma í þessari sönnu lygisögu sem sögð er af íþrótt stílist- ans og uppfull af gráglettinni fyndni. Bók sem talað verður um og allir þurfa að lesa. Refska er sagan um refskuna í íslenskri samtíð. Góðan daginn! Tvöfalt albúm frá Smárakvartettinum eftir 30 ára hlé Smárakvartettinn í Reykjavík er nú kominn á stúfana á ný eftir rúmlega þijátíu ára þögn. Út er komin hljómplata, tvöföld, sem inni- heldur alls 35 lög kórsins, bæði gömul og ný, þau elstu frá 1951, en sjö lög voru tekin upp síðastlið- inn vetur til þess að fylla plötumar og gefa aðdáendum kórsins kost á því að bera saman tónlistina eftir 30 ára dvala. Smárakvartettinn í Reykjavík skipa þeir Sigmundur R. Helgason 1. tenór, Halldór Sigur- geirsson 2. tenór, Guðmundur Olafsson 1. bassi og Jón Haraldsson 2. bassi. Á árunum áður var Karl Billich þeirra helsti undirleikari og útsetjari, en Ólafur Gaukur sá um útsetningu nýju laganna. Það kennir margra grasa í laga- vali svo sem von er _þar sem um 35 verk er að ræða. Islensk söng- lög, Bellmannslög, stúdentalög, dans- og dægurlög, sígild lög og Smárakvartettinn i Reykjavík fyrir 30 árum, ásamt Carl Billich sem er lengst t.v. á myndinni. Morgunblaðid/Kárí. Fjölmennt var á Kirkjutorgi þegar kveikt var á jólatrénu. Kirkjukór Sauðárkróks söng við athöfnina. Sauðárkrókur: Kveikt á jólatrénu Saudárkróki. F'JÖLDI fólks safnaðist saman á Kirkjutorgi sl. laugardag þegar kveikt var þar á stóru jólatré, sem er gjöf frá Kongsberg í Noregi, vinabæ Sauðárkróks. Þorbjöm Ámason, forseti bæjar- stjómar flutti kveðjur og ámaðar- óskir gefenda og síðan tendraði Rebekka Óttarsdóttir ljósin á trénu. Kirkjukór Sauðárkróks söng undir stjóm Rögnvaldar Valbergssonar og blásarasveit Tónlistarskólans lék, stjómandi var Sveinn Sigur- bjömsson. Eins og vera bar komu jólasvein- ar þrammandi niður Kirkjuklauf með poka á baki og staf í hendi og var þeim vel fagnað. Athöfninni á Kirkjutorgi stjómaði Matthías Viktorsson félagsmálastjóri. Kári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.