Morgunblaðið - 13.12.1986, Side 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986
Guðspjall dagsins:
Matt. 11.: Orðsending
Jóhannesar
GUÐSÞJÓNUSTUR í
Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudaginn 14. desember
1986. 3. sunnudagur í aðventu.
DÓMKIRKJAN: Laugardag 13.
des.: Barnasamkoma í kirkjunni
kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnu-
dag: Messa kl. 11. Dómkórinn
syngur. Organleikari Marteinn
H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guð-
mundsson. Messa kl. 14.00fellur
niður. Sr. Þórir Stephensen.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
samkoma í Foldaskóla í Grafar-
vogshverfi laugardaginn 13. des.
kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í
safnaöarheimili Árbæjarsóknar
sunnudag kl. 10.30 árdegis.
Guðsþjónusta í safnaðarheimil-
inu kl. 14.00. Organleíkari Jón
Mýrdal. Kökubasar kirkjukórs
Árbæjarsóknar á sama stað kl.
15.00 til ágóða fyrir orgelsjóð
kirkjunnar. Sr. Guðmundar Þor-
steinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Þriðjudag 16. des. kl. 20.00. Jóla-
fundur safnaðarfélags Áspresta-
kalls í safnaðarheimili Áskirkju.
Jólaföndur, kaffi o.fl. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Barnaguðsþjónusta í Breiðholts-
skóla kl. 11. Guðsþjónusta í
Breiðholtsskóla kl. 14.00. Organ-
isti Daníel Jónasson. Sr. Gísli
Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Guðrún Ebba
Ólafsdóttir og Elín Anna Antons-
dóttir. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Guðni Þ. Guðmunds-
son. Æskulýðsfélagsfundur
þriðjudagskvöld. Sr. Ólafur
Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
LANDAKOTSSPÍTALI: Guðs-
þjónusta kl. 11. Organleikari
Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þór-
ir Stephensen.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Sr. Magnús
Guðjónsson prédikar. Félag fyrr-
verandi sóknarpresta.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Laug-
ardag: Barnasamkoma kl. 11.
Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organleikari
Guðný Margrét Magnúsdóttir.
Sr. Hreinn Hjartarson.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðspjallið
í myndum. Barnasálmar og smá-
barnasöngvar. Afmælisbörn
boðin sérstaklega velkomin.
Framhaldssaga. Við píanóið Pav-
el Smid. Sr. Gunnar Björnsson.
Aðventusamkoma kl. 17.00.
Þórður Búason verkfræðingur
flytur ræðu. Þórarinn Eldjárn
skáld les frumsamda sögu. Dóra
Reyndal sópransöngkona syngur
einsöng. Blásarakvintett
Reykjavíkur leikur. Þá verður al-
mennur söngur og Pavel Smid
stjórnar Fríkirkjukórnum og leik-
ur á orgelið. Sr. Gunnar Björns-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11.00. Messa með
altarisgöngu kl. 14.00. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór
S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam-
koma og messa kl. 11.00. Sr.
Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahús-
prestur prédikar. Mótettukór
Hallgrímskirkju syngur. Sr. Karl
Sigurbjörnsson. Tónleikar blás-
arasveitar Tónlistarskólans kl.
17.00. Mánudag 15. des.: Jóla-
tónleikar Tónlistarskóla Rangæ-
inga kl. 13.30. Þriðjudag 16. des.:
Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúkum. Mið-
vikudag 17. des.: Náttsöngur kl.
21.00. Kór Langholtskirkju flytur
aðventulög.
LANDSPÍTALINN: Messa kl.
10.00. Sr. Jón Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr.
Arngrímur Jónsson. Messa kl.
14.00. Sr. Tómas Sveinsson.
Aðventusöngvar við kertaljós kl.
21.00. Andrés Björnsson fyrrv.
útvarpsstjóri talar. Kórstjórn og
orgelleikur Dr. Orthulf Prunner.
Almennur söngur. SoRnarnefnd-
in.
KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 11 árdegis. 7 ára gömul
börn úr Kársnesskóla syngja,
stjórnandi Þórunn Björnsdóttir.
Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups: Sunnudag:
Óskastund barnanna kl. 11.00.
Söngur-söngur-myndir. Börn úr
stundinni sýna Lúsíuleik undir
stjórn Þórhalls Heimissonar og
Jóns Stefánssonar. Guðsþjón-
usta kl. 14.00. Prestursr. Sigurð-
ur Haukur Guðjónsson.
Organleikari Jón Stefánsson.
Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Messa kl.
14. Barnakór Laugarnesskóla
syngur. Mánudag 15. des.: Jóla-
fundur æskulýðsfélagsins kl.
18.00. Þriðjudag: Bænaguðs-
þjónusta kl. 18.00. Fyrirbænir,
altarisganga. Orgelleikur frá kl.
17.50. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardag: Sam-
verustund aldraðra kl. 15—17.
Myndasýning úr starfinu og Að-
albjörg og Arni Jónsson koma í
heimsókn. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson. Sunnudag: Barnasam-
koma kl. 11. Sunnudagaskóla-
börn sýna helgileik. Lúðrasveit
barna leikur undir stjórn Sigurðar
Inga Snorrasonar. Munið kirkju-
bílinn. Sr. Frank M. Halldórsson.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr.
Frank M. Halldórsson. Miðviku-
dag: Fyrirbænamessa kl. 18.20.
Sr. Frank M. Halldórsson.
SEUASÓKN: Barnaguðsþjón-
usta í Seljaskólanum kl. 10.30.
Barnaguðsþjónusta í Öldusels-
skóla kl. 10.30. Guðsþjónusta
verður í Ölduselsskólanum kl.
14.00. Þriðjudaagur 9. des.:
Fundur æskulýðsfélagsins Sela
kl. 20.00 í Tindaseli 3. Sóknar-
prestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Eirný
og Solveig Lára tala við börnin
og stjórna söng. Guðsþjónusta
kl. 14.00. Organisti Sighvatur
Jónasson. Prestur sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi
á eftir. Opið hús fyrir unglingana
mánudagskvöld kl. 20.30. Jóla-
fundur. Sóknarprestur.
KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR-
INS: Aðventuhátíð kl. 20.30.
Selkórinn syngur aðventu- og
jólalög undir stjórn Friðriks Stef-
ánssonar. Jónas Dagbjartsson
og Jónas Þórir Jónasson leika á
fiðlu og orgel. Haraldur Ólafsson,
alþingismaður flytur ræöu. Svan-
hildur Þórsteinsdóttir les að-
ventusögu fyrir yngri kynslóðina.
Ljósin verða tendruð og kirkju-
gestir syngja jólasálminn Heims
um ból. Heiðmar Jónsson leikur
forleik og eftirleik á orgel. Sr.
Þórsteinn Ragnarsson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla-
delfía: Sunnudagskóli kl. 11.
Safnaðarguðsþjónusta kl. 14.
Ræðumaður Guðmundur Mark-
ússon. Almenn guðsþjónusta kl.
20. Ræðumaður Sam Daniel
Glad.
DÓMKIRKJA Krists Konungs,
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa
kl. 14. Rúmhelga daga er lág-
messa kl 18 nema laugardag þá
kl. 14.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há-
messa kl. 11.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg:
Kristniboðssamkoma kl. 20.30.
Benedikt Arnkelsson sýnir mynd-
ir og segir frá för sinni til Eþíópíu
og Kenýa. Hugleiðing: Hrönn
Sigurðardóttir.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Lágafellskirkja. Barnasamkoma
kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Birgir
Ásgeirsson.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11 með þátttöku nemenda
Fiataskóla. Skólakór Garðabæjar
syngur, stjórnandi Guðfinna
Dóra Ólafsdóttir. Barnasam-
koma í Kirkjuhvoli kl, 11. Stjórn-
andi Halldóra Ásgeirsdftir.
BESSASTAÐAKIRKJA. Aðventu-
kvöld kl. 20.30. Nemendur tón-
listarskólans og Álftaneskórinn
flytja fjölbreytta dagskrá.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Almenn guðs-
þjónusta kl 14. Sr. Sigurður Helgi
Guðmundsson.
H AFN ARFJ ARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Óla-
vaka við kertaljós kl. 20.30.
Ræðumaður Guðrún Helgadóttir
alþingismaður. Flytjendur tón-
listar Guðný Árnadóttir altsöng-
kona, Gunnar Guðbjörnsson
tenórsöngvari, Björn Davíð
Kristjánsson flautuleikari og kór
Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn
Helga Bragasonar organista. Sr.
Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Áð-
ventusamkoma barnanna kl. 11.
Hópur barna sýnir helgileik undir
stjórn Hrafhildar Blomsterberg.
Vænst er þátttöku foreldra. Sr.
Einar Eyjólfsson.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga
er iágmessa kl. 18.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Barnastarf kl. 11. Jólafundur
systrafélagsins verður kl. 20 í
safnaðarheimilinu. Sr. Þorvaldur
Karl Helgason.
YTRI-N J ARÐVÍKU RKIRKJ A:
Barnastarf kl. 11. Messa kl. 14:
Kirkjukórinn og barnakór syngja
aðventu- og jólalög undir stjórn
Gróu Hreinsdóttur organista. Sr.
Þorvaldur Karl Helgason.
KEFLAVKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skóia-
bílinn. Aðventutónleikar kórs
Keflavíkurkirkju verður í kirkjunni
kl. 17. Einsöngvarar: María Guð-
mundsdóttir, Steinn Erlingsson
og Sverrir Guðmundsson, Gróa
Hreinsdóttir og Ragnheiður
Skúladóttir. Samsöngur kóranna
og almennur söngur í lokin. Tón-
listarskólinn heldur tónleika í
kirkjunni mánudagskvöldið kl.
20.30. Sóknarprestur.
GRINDAVKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14.
Sr. Örn Bárður Jónsson.
HVALSNESKIRKJA: Messa kl.
14. Skátar taka þátt í messunni.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson.
ÞORLÁKSKIRKJA: Aðventukvöld
kl. 20.30. Ræðumaður sr. Heimir
Steinsson. Kórsöngur, helgileik-
ur o.fl. Sr. Tómas Guðmundsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas
Guðmundsson.
AKRANESKIRKJA: I dag, laugar-
dag, kirkjuskóli kl. 13.30 í safnað-
arheimilinu Vinaminni.
Barnasamkoma sunnudag kl. 10
í kirkjunni pg messa kl. 14. Org-
anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr.
Björn Jónsson.
BORGARPESTAKALL: Messa í
Borgarneskirkju kl. 11. Sóknar-
prestur.
Húsráð Domus Medica og framkvæmdastjóri, frá vinstri: Arinbjörn Kolbeinsson, Magnús Ólafsson,
Friðrik Karlsson framkvæmdastjóri, Matthías Kjeld og Eggert Steinþórsson, en auk þeirra á Guðmund-
ur Eliasson sæti í húsráðinu. Morgunbiaíið/Júiius
Domus Medica tuttugu ára
TUTTUGU ár eru liðin frá því
ÁS-TENGI
Allar gerðir.
Tengið aldrei stál í stál.
gflMrtæiuigwir tD&irsæ©®orD & (B®
VESTURGOTU 16 - SIMAR 14680 - 21480
Jólavörur
Fjölbreytt úrval af jólakortum
og jólapappír. Hjá okkur fást
ódýrar og góðar jólagjafir.
Tónlist
Fjölbreytt úrval af innlendum og er-
lendum hljómplötum og snældum.
Gospel tónlist af öllum geróum fyrlr
eldri sem yngri. Tónllst vlö jákvæöa
og uppörvandl texta.
Bækur
Islenskar og erlendar bækur í úrvali.
Biblíur og handbækur, einnig viljum
viö vekja athygll á ódýrum og góö-
um barnabókum. Hjá okkur fást
bækur við flestra hæfl.
Dagatöl 1987
Falleg dagatöl með ritningar-
greinum. Sköpunin, veggdaga-
tal m/ritningargrein fyrir alla
daga ársins. Börn og Vinir póst-
kortadagatöl með barnamynd-
um.
Gjafavara
Margs konar nælur og hálsmen
meö trúarlegunr. táknum (krossar,
fiskar o.fl.). Veggskildir, plaköt,
myndir í barnaherbergi, kerti og
ilmkerti, krossar, mannakorn og
margt fleira.
Veríö velkomin,
hjá okkur eru næg bílastæöi.
Opiö á almennum verslunartíma.
J—/esió af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
starfsemi hófst í læknahúsinu
Domus Medica við Egilsgötu. Um
80 læknar eru nú með læknastof-
ur f húsinu, þar af sérfræðingar
í 25 greinum læknisfræðinnar.
Auk þess er rekin þar röntgen-
stofa, rannsoknarstofur og
einnig starfa þar nokkrir tann-
læknar.
í húsráði Domus Medica eru nú
Eggert Steinþórsson formaður, Ar-
inbjöm Kolbeinsson, Magnús
Ólafsson, Matthías Kjeld og Guð-
mundur Elíasson. Framkvæmda-
stjóri er Friðrik Karlsson og hefur
hann gegnt því starfi frá upphafi.
Á fundi með blaðamönnum í til-
efni afmælisins rakti Eggert Stein-
þórsson sögu hússins, en um 30 ár
eru liðin frá því hugmyndir um
byggingu þess komu fram. Aðal-
hvatamaður var Bjami heitinn
Bjamason læknir, og stofnuð var
fimm manna nefnd sem sá um und-
irbúning byggingarframkvæmda. í
nefndinni áttu sæti auk Bjama
Bergsveinn Ólafsson, Eggert Stein-
þórsson, Jón Sigurðsson og Oddur
Ólafsson. Domus Medica er sjálfs-
eignarstofnun að hluta til og lögðu
18-20 læknar fé til byggingarinnar
í upphafi. Byijað var á byggingu
hússins 1963 en Domus Medica var
vígt með hátíðlegri athöfn þann 3.
desember 1966.
„Starfsemi lækna í Domus
Medica hefur sparað ríkissjóði
stórfé. Þar hafa engin framlög kom-
ið til og þar hafa læknar sjálfir
ráðið ríkjum," sagði Friðrik Karls-
son framkvæmdastjóri. Hann
sagðist sannfærður um að of mikil
þátttaka ríkisvaldsins eða borgar-
innar dragi úr aðhaldi í rekstri
læknastofa og var undrandi á þeirri
stefnu stjómvalda að reisa heilsu-
gæslustöð í nágrenni við Domus,
þar sem boðið væri upp á sömu
þjónustu.