Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 68

Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 68
68 MORGUNBLAÐE), LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Að hugsa öðruvísi eftir EJísabetu K. Jökulsdóttur Þá er komið að næsta þætti í hinum fræga farsa: Deiliskipulag Reykjavíkurborgar. Og æsist nú leikurinn. Það á að rífa á þriðja tug húsa í Kvosinni; sum fá að vísu að standa uppi á hillu á Árbæjarsafni. í staðinn á að koma fyrir penum húsum, umfram allt samræmdum og menningarlegum. Rétt eins og menningin sé loksins í sjónmáli. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins tók það fram í fyrstu umfjöllun, sem málið fékk í borgarráði, að styrinn um deiliskipulagið hefði staðið nógu lengi og tími til kominn að láta til skarar skríða. Ég legg hins vegar til að þessi einstæði farsi fái að njóta sín enn um stund. Gömlu húsin verði látin hverfa, eitt af öðru, svo lítið beri á, en síðan verði Alþingishúsið, Dómkirlqan og Morgunblaðshöllin rifin öll í einu. Leikurinn getur svo endað með því að slétt yrði yfír svæðið, og hafður þar kirkjugarður. Frá því deiliskipulagið leit dags- ins ljós hefur ekki linnt greinaskrif- um í blöðum. Það eru feitar greinar ritaðar af þekkingu um frægð eða ófrægð hinna fomu húsa og tilfinn- ingu fyrir menningu Reykjavíkur og fortíðarinnar. Það hafa hvort tveggja ritað lærðir og leikir. En það vekur athygli og lítur ankanna- lega út, að fólk sem er í stöðu hjá ríki og borg, eins og Þjóðminjavörð- ur og Borgarminjavörður, fái fær ekki hljómgrunn hjá yfirmönnum sínum og ekki sé tekið mark á skoð- unum þess. Menntun þess og staða er kannski bara upp á punt? Það er mikið búið að sanna að þessi hús skipta máli. Og í borginni em ótal dæmi þess að vel er hægt að gera upp illa farin hús. Jafnvel mörg hús sem hafa verið mun verr farin en húsin sem hér um ræðir. Þeir sem skrifa kannast eflaust við það að maður hugsar öðm vísi, hvort hann skrifar Elísabet K. Jökulsdóttir „Og í borginni eru ótal dæmi þess að vel er hægt að gera upp illa farin hús. Jafnvel mörg hús sem hafa verið mun verr farin en húsin sem hér um ræðir.“ með penna eða ritvél. Því er einnig þannig farið með hús. Það er hægt að hugsa á annan hátt í gömlum húsum. En þetta er einkennandi fyrir moldarkofahugsunarhátt (ísl.): Að geta með engu móti lofað fortíðinni að vera til. Líka. En þykjast hafa allt eins og er í útlöndum. Sem stangast hinsvegar á við það að heilu borgimar vom byggðar upp í sömu mynd í Evrópu eftir stríð. Ef deiliskipulagið nær fram að ganga er það svipað og ef handrit- in yrðu öll færð í tölvuletur og höfð þannig til sýnis, í Ámagarði. Því það er ekki bara þekkingin sem skiptir máli. Það er líka skynj- unin. Höfundur er við nám íKvenna- skólanum í Reykjavík. NÝII INCi Á ISIANDl GUCCI ÚR HJÁ GARÐARI ÓIAFSSYNI ÚRSMIÐ Nú fást Gucci armbandsúrin loksins á Islandi. Þú ættir að nota tækifærið og dekra við sjálfan þig eða gefa einhverjum sem þér þykir reglulega vænt um glæsilega jólagjöf. Gucci armbandsúrin fást eingöngu hjá Garðari Ólafssyni, úrsmið, Lækjartorgi. GUCCI Tími til kominn. Hvammstangi: Aðventuhátíð á sunnudag Hvammstanga. Hvammstangasöfnuður heldur aðventuhátíð í kirkjunni sunnudags- kvöldið 14. desember, og hefst hún klukkan 21. Jóla- og aðventulög verða flutt af kirkjukómum og bamakór syngur við undirleik lúðrasveitarkvart- ets. Þá verður upplestur, ritningarorð og bæn. Ræðumaður kvöldsins verður formaður sóknamefndar, Karl Sigurgeirsson. Aðventuhátíðin er orðin fastur liður orðinn fastur siður og vinsæl af þeim í jólaundirbúningi kirkjunnar hér og vonandi að nú sem fyrr komi margir til að eiga góða stund í kirkjunni sinni fyrir jólin. Sú nýbreytni verður hér um jólin að á jólanótt verður hátlðarmessa klukkan 12. Slík næturmessa er viða sem vilja ljúka aðfangadagskvöldi með því að fara í kirkju. Hefðbundinn aft- ansöngur verður sem fyrr klukkan 18 á aðfangadag. Prestur Hvammstanga- sóknar er séra Guðni Þór Ólafsson. Karl Heildsöludreifmg: Þ. Björgúlfsson, Akureyri, og H. Sigmundsson, Vestmannaeyjum. í þessari auglýsingu kynnum við nokkrar bragðgóðar lausnir sem geta komið þér til góða ef þú ert ekki búin að baka fyrirjól. JÓLASMÁKÖKUR Ómissandl hlutí af jólastemningunni eru Ragnars smákökurnar. að veija um 16 tegundír getur verið erútt, en það er auðvelt ef þær eru frá Ragnarsbakaríi. SÆLGÆTISBOTNAR Valið stendur um sjö tegundir af tilbúnum tertubotnum:. Amaretto, djöúa, döðlu, kahlua, kornúakes, súkkulaðlkókoks og svamp. §■ HRING- OG RÚLLUTERTUBRAUÐ Hring- og rúllutertubrauðin frá Ragnarsbakarii eru ómissandi hluti af góðu hlaðborði. Bragögóó lausn á iólabakstrinum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.