Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 74

Morgunblaðið - 13.12.1986, Síða 74
 74 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Bók þessi er gefin út í tilefni nítugasta afmælisdags höfundar, Jóhanns Jónssonar. Hann var fæddur á Snæfellsnesi 12. sept. 1896 og lést í Þýskalandi í sept. 1932. Á Jóhanni Jónssyni höfðu vinir hans og félagar meiri vonir festar til skáldskaparafreka en flestum mönnum er í þann tíma óxu upp, segir vinur hans Halldór Laxness en hann ritar um höfundinn í þessari bók. Halldór segir einnig að frægasta Ijóð Jóhanns „Söknuð“ megi telja einn fegursta gim- stein í íslenskum Ijóðakveðskap síðustu áratuga. /F tjjr Bókaúígófa /HENNING4RSJÓÐS Ja B noinini 111 SKÁLHOLTSSTÍG f • REVKJAVlK • SlMI 621822 Agnar og ísland eftír Pétur Jónasson Til Morgunblaðsins. Þann 7. desember sl. birtist í Morgunblaðinu grein þar sem Agn- ar Þórðarson setur fram kenningar um nafngiftir íslands. Ég skrifa þessa grein sem svar við þessum kenningum en rökin sem Agnar færir fyrir þeim eru alveg út í hött. Snemma á tólftu öldinni var far- ið að safna saman frásögnum af landnámi og landnámsmönnum. Ari fróði Þorgilsson og Kolskeggur fróði Ásbjamarson eru þeir sem heist er vitað um að hafi unnið að því verki en margir aðrir fróðir menn hafa unnið við það. Öld seinna safnaði Styrmir Kárason saman þessu efni í mikla bók um landnám og frá hans bók eru komnar þær landnámsbækur sem til eru. Frá- sögnin af Hrafna-Flóka hefur því verið 250—300 ára gömul þegar hún var fest á skinn. Þá urðu menn að kunna að rekja ættir sínar í 5. lið og því má telja að landnáms- bækur hafi sterkt heimildagildi. Næst bendir Agnar á að frásögn- in sé ekki í íslendingabók Ara fróða en sú bók fjallar aðeins um atburði í sögu íslands frá landnámi Ingólfs fram um daga Ara fróða og er því eðlilegt að frásögnin sé ekki í henni. Þá nefnir hann frásögnina um að Flóki hafí eki hirt um að heyja fyrir búfénað sinn og misst hann allan þegar vetur gekk í garð. Hann segir að Flóki hafí verið á litlu skipi og hafí því ekki getað haft mikið búfé og þar að auki hafi það verið ólíkt norrænum mönnum að hugsa ekki um búfénað sinn. Víkingaskip þessa tíma voru einstaklega góð. Víkingar gerðu árásir á sjávarþorp, og námu á brott allt fémætt, slátr- að kvikfé og fanga. Að auki voru auðvitað víkingamir sjálfír á skip- unum. Af því sést hvað víkingaskip- in gátu í raun borið mikið. Flóki kom hingað gagngert til að byggja landið svo að auðvitað hefur hann haft búfénað með sér. Hann hefur haldið að hann gæti haft fé á beit allt árið eins og hann hefur eflaust gert í Noregi. Agnar vill einnig meina að hér hafí verið svo gott loftslag á landnámstímabilinu að búfénaður hafí getað gengið sjálf- ala ailt árið. Rétt er a.ð um 1100 versnaði loftslagið á íslandi og var mjög lágt í margar aldir en stuttu eftir aldamótin 1900 batnaði það mjög og er nú betra en þegar Flóki kom hingað. Getur búfénaður geng- ið sjálfala allt árið núna, Agnar? Athugaðu að þá var nautpeningur miklu algengari en nú. Ög þetta með að ísland hafi verið skógi vax- ið milli §alls og fjöru. Þessi skógur var aldrei neitt nema lítið kjarr. Helstu viðartegundir voru birki og reyniviður. Enda er oft nefnt íís- lendingasögum að höfðingjar fari til Noregs að ná sér í við til húsa- smíða. Hann segir að ekki sjái af fjöllun- um kringum Vatns§örð niður í nokkum flörð sem fyllst gæti af ís. Norður af Vatnsfírði er fjallið Gláma sem rís hæst u.þ.b. 950 metra yfír sjávarmál. Ég hef að vísu ekki farið þangað upp, en mér virðist ekki myndu vera nein vand- kvæði á að sjá þar niður í ísafjarðar- djúp og fírðina þar og jafnvel inn í Jökulfírði (hvemig ætli þeir hafí fengið nafn sitt?). Ekki ætti minna að hafa verið um hafís þá en nú. Þó að erindisbréf páfa til Aðal- berts erkibiskups hafí verið skrifað kringum 840 og ísland þar nefnt þarf það ekki að þýða að nafngiftin sé það gömul, því í endurrituninni á tólftu öld hefur nafninu auðvitað verið breytt svo það yrði það sama og það sem var notað þá. Heimildin er þar ekkert óáreiðanleg, nafninu er bara breytt til hins rétta horfs. Þar að auki eru heimildir fyrir því að landið hafí verið skýrt Snæland af Naddoði víkingi og Garðarshólmi af Garðari Svavarssyni áður en Hrafna-Flóki skírði það ísland. Ástæðan fyrir því að ísland byggð- ist ekki fyrr en svo seint, og þá svo hratt, er að Hrafna-Flóki ber landinu ákaflega illa söguna en þegar síðan fréttist af góðum land- kostum eftir að fyrstu landnemamir komu hafa menn streymt til lands- Pétur Jónasson „Þó að erindisbréf páfa til Aðalberts erkibisk- ups hafi verið skrifað kringum 810 og Island þar nefnt þarf það ekki að þýða að nafngiftin sé það gömul.“ ins. Því er ekki ástæða til að ætla að fundur íslands hafí verið fyrr en menn ætla, enda byrjaði Víkingaöldin fræga ekki fyrr en 800 en fundur íslands og landnám þess er bara ein afleiðing hennar. ísland fannst á því tímabili Víkingaaldar- innar sem nefnt hefur verið fyrra landvinningatímabilið 850—910. Nú vil ég vitna í greinina: „Hvað áttu þeir þá að kalla þetta land sem reis í tign sinni úr hafí skógi klætt með blá fjöll, krýnt hvítum jökl- um?“ Hvað eðlilegra en ísland? Og nú gerir Agnar slæma villu. Hann talar um að orðstofninn „ís“, sem hann vill tengja við hina fomu guði, sé víða til í indó-evrópskum tungumálum og vitnar svo í finnsku! En eins og flestir vita þá er fínnska afar fjarskyyld indó- evrópskum tungumálum. Með von um að Agnar sjái að sér og snúi frá villu síns vegar. Höfundur stundar nám við Versl- unarskóla Ísínnds. Þátttakendur í Dreifum af dagsláttu. Dreifar af dagsláttu í Hótel Örk LEIKFÉLAG Akureyrar sýnir Dreifar af dagsláttu i Hótel Órk Hveragerði i kvöld laugardag kl. 22.15. Sýningin er sett saman i til- efni af 70 ára afmæli Kristjáns frá Djúpalæk fyrr á árinu, en Kristján var lengi búsettur i Hveragerði og vann sem kennari bæði í Hvera- gerði og Þorlákshöfn. Hér er um að ræða leiklesna og sungna dagskrá. Þátttakendur eru leikarar hjá LA og fleiri. Dagskráin hefur verið sýnd á Akureyri að und- anfömu og hefur hún fengið mjög góðar viðtökur áhorfenda og góða dóma í blöðum. Það er Sunna Borg leikkona sem leikstýrir dagskránni en Sunna tók hana einnig saman ásamt Kristjáni Kristjánssyni syni skáldsins. SÖGUÞRÆÐIR SÍMANS Þróunarsaga íslenskra símamála, gefín út í tílefni af 80 ára afmæli landssíma á íslandi. Bókin skiptist 115 kafla, en heiti þeirra eru: 1. Upphaf rítsíma og hugmyndir um rítsímalínu um ísland 1854—1882. 2. Talsími kemur til sögunnar á íslandi. 3. Símamálið í ræðu og riti 1891—1904. Aðdragandi sæsímalagningar til íslands. 4. Viðbrögð við ritsímasamningnum — loftskeytamóttaka hefst. Bænda- fundurinn 1905. 5. Símastaurar rísa — sæsími lagður 1906. 6. Sæsímasamband tekið í notkun — landssími opnaður — fyrstu starfsárín. 7. Bæjarsímakerfm og einkalínur í dreifbýli — einkarekstur og opinber rekstur. 8. Loftskeytasamband við ísland. 9. Þróun símakerfisins innanlands 1926—1940. 10. Talsamband við útlönd opnað. 11. Símamálin og hemámið. 12. Siminn frá stríðslokum og fram um 1960. 13. Frá handvirkni til sjálfvirkni i þéttbýli. Árin 1961—76. 14. Gervihnettir og örbylgjur — timabilió 1976—86. 15. Alþjóðlegt samstarf — nýir þræðir. HEIMIR ÞORLEIFSSJON Bókin er 255 bls. aö stærð, prýdd fjölda Ijós- mynda ásamt nafna- og myndaskrá. Verö bókarinnar er kr. 1.980,- og fæst hún í öllum bókaverslunum landsins. Dreifingu annast Almenna bókafélagið, Aust- urstræti 18, Reykjavík. Pöntunarsími 73055. ..... ■ ....—.... i ...i ■■■■ ... i .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.