Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 13.12.1986, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 77 kanna hvert aðrar þjóðir eru komnar í móðurmálskennslu. 3. Horfíð verði af óheillabraut stundakennslunnar og stefnt að því að 90% allrar kennslu í Kenn- araháskólanum (og öðrum háskólum landsins) verði í hönd- um fastra kennara með a.m.k. 45% rannsóknarskyldu fyrir 1990. Þetta er sérlega brýnt í íslensku vegna þess hve þörfin á innlendum rannsóknum er mikil. Kennaraháskólinn brást þannig við lögeggjan Sverris Hermannssonar í fyrra að íslenskukennsla var endurskoð- uð og aukin eftir föngum, einkum á sviði málnotkunar og mun nú torfundinn sá skóli sem betra eftirlit hefur með málfari og framsetningu ritgerða en KHÍ. Til að sinna allri þessari kennslu þarf minnst þrjá lektora í dagvinnu í viðbót við þá sem fyrir eru. 4. Liðkað verði um fyrir íslensku- kennurum á öllum skólastigum til að sinna rannsóknum og semja kennsluefni með því að veita þeim kennsluafslátt eða sérstaka rannsóknastyrki. Sjálf- sagt er að Kennaraháskólinn gegni hér lykilhlutverki, t.d. skipuleggi, samræmi og veiti fræðilega aðstoð. Pjárlög eru nú til meðferðar á Alþingi. Menntamálaráðherra vill efla máluppeldi þjóðarinnar, flestir Alþingismenn eru sama sinnis. Eft- ir hveiju er beðið? Þorsteini Páls- syni? Ef menn hugleiða hve ódýrt vinnuaflið er á íslandi miðað við kostnað af ýmsum „verklegum framkvæmdum" ætti jafnvel sá bjöminn að vinnast auðveldlega. Eitt er víst, ekki stendur á vilja Kennaraháskólans að axla það hlut- verk sem menntamálaráðherra hefur falið honum í uppeldi þjóðar- innar. En til þess er hann með öllu vanbúinn eins og er. Ég hef alloft vitnað í setningar- ávarp menntamálaráðherra frá fyrsta desember í fyrra. En yfír- skrift þess í Morgunblaðinu hljóð- aði: „Hér er um tilverurétt íslenskrar þjóðar að tefla“ Ég spyn Hvað mun sá réttur mega kosta? Verk sem vísað er tíl: Kristján Kristjánsson. „Hugvekja um orð- list, kennslufræði og fagroennsku I (efnið og orðin) — II (Uppgötvunarnám — mót- tökunám)**. Lesbók Mbl., 6. og 20. septemb- er 1986. Indriði Gíslason, Randa Mulford (og) Ásgeir S. Björnsson. HUpp vek þú málið mitt“. Athöfn ogorð. Afmælisrit helg- að Matthíasi Jónassyni, ritstj. Siguijón Björnsson, bls. 107—114. Reykjavík, Mál og menning, 1983. Indriði Gíslason, Sigurður Konráðsson (og) Benedikt Jónasson. Framburður og myndun fleirtölu hjá 200 íslenskum börnum við fjög- urra og sex ára aldur. Reykjavík, Kennara- háskóli íslands, 1986. (Rit KHÍ, A-flokkun Rannsóknarritgerðir og skýrslur 1) Indriði Gíslason. Málvisi 1. Reykjavík, Námsgagnastofnun 1983. Indriði Gíslason. Málvísi 2. Reykjavík, Námsgagnastofnun 1985. Indriði Gíslason. Málvísi 3. Reykjavík, Námsgagnastofnun 1986. Sverrir Hermannsson. „Hér er um tilveru- rétt íslenskrar þjóðar að tefla“. Morgun- blaðið 3. des. 1985. Höfundur er fastráðinn stunda- kennari ííslensku við Kennarahá- skólann. Sýningu að ljúka SÝNINGU Ólafs Sveins Gíslason- ar „ísland“ í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b lýkur um helgina. Ólafur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983. Síðan 1983 hefur hann stundað nám við Hochschule fiir bildende Kiinste f Hamborg. Á sýningunni eru teikningar og skúlptúrar, sem Ólafur hefur unnið á árunum 1985-1986. Á sýningunni er seld nýútkomin bók eftir Ölaf, sem samanstendur af blýantsteikningum frá árunum 1984-1985. Opnunartími sýningarinnar nú um helgina er 1:1. 14.00-22.00. Aðventukvöld í Sauðárkrókskirkju Sauðárkróki. AÐVENTUKVÖLD verður í Sauðárkrókskirkju sunnudaginn 14. desember og hefst það kl. 20.30. Ræðumaður verður Sigurbjöm Einarsson, biskup. Unglingar lesa ritningarorð og taka verulegan þátt í tónlistarflutningi. Rannveig Jóna Jónasdðttir leikur forleik á orgel kirkjunnar og Jóhann Bjamason leikur eftirleik. Kirkjukór Sauðár- króks syngur undir stjóm Rögn- valdar Valbergssonar, organista. Kennarar Tónlistarskólans á Sauð- árkróki flytja kantötu eftir J.S. Bach. Einnig leikur strengjasveit Tónlistarskólans jólalög. Formaður sóknamefndar, Jón Karlsson, flytur ávarp og sóknarpesturinn sr. Hjálmar Jónsson leiðir bæn. Þennan sama dag kl. 14.00 verð- ur jólafundur með öldmðum Sauðkrækingum í Safnaðarheimil- inu. Þar talar Sigurbjöm Einarsson, biskup, auk þess verður söngur og upplestur. KÁRI. Jólagjöfm hans! Adidas gjafasettin fást i helstu snyrtivöruverslunum Kemuruppum lacoste þinn góða smekk! -fierm- GARÐURINN AÐALSTFÆTI9 S:12234 Asgrímur Jónsson Ásgrímur O Jónsson Ásgrímur Jónsson er einn fremsti meistari íslenskrar myndlistar. Myndir hans tala skýrt til skoðandans, eru máttugar í hrein- leik sínum, en dulúðin, sem býr undir yfirborðinu, ljær þeim heillandi dýpt. Ásgrímur var einkar ötull í listsköpun sinni. Meginyrkisefni hans er ramm- íslenskt: fegurð landsins og kynngi þjóð- sagna. í bókinni eru fjölmargar litprentanir af málverkum listamannsins auk teikninga eftir hann og ýmissa ljósmynda. Höfundar ritaðs máls eru tveir, þau Hrafnhildur Schram og Hjörleifur Sigurðsson. Á nær- færinn hátt draga þau upp sína myndina hvort af listamanninum. Þetta er sjötta verkið í bókaflokknum um íslenska myndlist. LISTASAFN ASÍ lögbetg Bókaforlag Þingholtsstræti 3 ARGUS/SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.