Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 80
BLACK&DECKER 80 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 SNÚRULAUSI HANDÞEYTARINN er framtídartækid í nútímaeldhúsið Tilvalin jólagjöf verð með hleðslutæki og veggfestingu: Kr. 1820 Raftækja- og heimilisdeild HEKLAHF Laugavegi 170-172 Siml 695550 r ♦ ♦ I ORBYLGJUOFNUM FRA SAMSUIMG RE-650D MÆTIR A STAÐINN MEÐ SÆLGÆTI í POKAHORNINU RE-650K Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) - Sími 622025 Kveðjuorð RagnarH. Einarsson Fæddur 13. júlí 1959 Dáinn 1. desember 1986 Líf og dauði. Hvað tákna þessi orð og hversu stutt er bilið þar á milli. Langt er síðan við höfum orð- ið fyrir annarri eins sorg og heltek- ur okkur hjónin nú við fráfall elskulegs tengdasonar okkar, Ragnars Heiðars Einarssonar, að- eins 27 ára að aldri. Aldrei hefur vetrarmyrkrið verið svona svart, en vonin um að aftur vori og birti til gefur okkur kraft til að horfa fram á veginn. Við kynntumst Ragnari fyrst þegar hann kom til að vitja Erlu dóttur okkar, sem þá var 16 ára að aldri og bjó enn í foreldrahúsum. Ragnar var fljótur að átta sig á því að Erlu vildi hann eignast sem eig- inkonu og stofna með henni heimili. Snemma gaf hann sig á tal við til- vonandi tengdamóður sína og spurði hvað henni fyndist um slíkan ráðahag. Við höfum alltaf metið þá tillitssemi sem hann sýndi okkur með þessu, og er að við best vitum afar sjaldgæft, að foreldrar séu hafðir með í ráðum eða fái atkvæða- rétt í svona málum. Svo fór að brúðkaup þeirra var haldið þann 9. september 1978. Saman stofnuðu Ragnar og Erla síðan heimili í Reykjavík, og unnu strax hörðum höndum, til að geta eignast sitt eigið húsnæði. Þá var nótt lögð við dag hjá Ragnari, sem var góður trésmiður og eftirsóttur vegna vandvirkni. Tíminn leið og hin langþráða stund rann upp þegar þau gátu flutt í húsið sitt í Garðabæ. Ragnar og Erla eignuðust tvær yndislegar dætur, Rut, fædda 7. júní 1978 og Rakel, sem fæddist 1. febrúar 1985, og hafa þær systur misst mikið við fráfall elskulegs föður. Saman átti fjölskyldan öll skíðaáhugann og stunduðu þau þá íþrótt þegar færi gafst. Eins og áður sagði var Ragn- ar góður smiður og vandvirkur, og verður verka hans minnst meðan við lifum, þar sem hann átti stóran þátt í byggingu húss okkar. Þar kom hjálpsemi hans best í ljós, og voru þau mörg handtökin sem hann átti með tengdaföður sínum, og eru hér af hjarta þökkuð. Ragnar vár fæddur á Siglufirði og átti sá staður hug hans allan. Aldrei gat hann lofað fjörðinn sinn nóg. Sjórinn heillaði hann einnig og draumur hans var að fá réttindi til að stýra bát og öðlaðist hann þau tveimur dögum eftir burtköll- unina. Við trúum því að það hjálpi hon- um til að stýra fleyi sínu heilu í höfn til þess algóða föður, sem beið hans handan hafsins. Við viljum að lokum biðja Guð að blessa og styrkja foreldra hans og systur og aðra ástvini í hinni djúpu sorg. Elsku Erla mín, Rut og Rakel, þið hafið misst mikið, en eingöngu af því að þið áttuð mikið. Guð lækn- ar sárin um síðir. Megi hann vaka yfír hveiju fótspori ykkar og blessa ykkur minningamar. Hvíl í friði. Elsa og Maggi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.