Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 92
4 // þcftci cr pyngd okko-r. H i/olS eru ns" fcg deilt m«& -tveimur ? " ást er___ ... að bíða eftir sambandi. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rlghts reserved °1984 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu Furðulegur presturinn. — Hann tók þetta allt svo alvarlega! HÖGNI HREKKVÍSI Jólin eru há- tíð barnanna Kæri Velvakandi Þriðjudaginn 18.nóv. skrifaði karlmaður að nafni Eggert E. Lax- dal í Velvakanda. Þar flutti hann áróður gegn jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða. Við viljum segja þér Eggert að jólin fjalla ekki bara um Krist, Guð og Betlehem, heldur er það hátíð hækkandi sólar einnig. Líka nefnir þú að atómsprengjan sé hræðilegt umhugsunarefni fyrir litla krakka svo ekki bætist við Grýla og Leppa- lúði. Krakkar á aldrinum 1-6 ára eru varla farin að gera sér grein fyrir eyði leggingarmætti atóm- sprengjunnar en krakkar á aldrin- um 7 og upp úr eru oftast hætt að trúa á Grýlu og Leppalúða. Og ef þú þykist vera svona mikill sérfræð- ingur í Grýlu og jólasveinunum þá ættir þú að vita að Grýla étur bara óþæga krakka (sem er mjög ólík- legt því hún er ekki til). Mundu að jólin eru hátíð bam- anna. Eigirðu góð jól Eggert. Þrjár hneykslaðar Sendið hon- um póstkort Fyrir nokkru lenti ungur piltur í ísrael í slysi sem olli því að hann lamaðist fyrir neðan háls. Eina ánægja hans í lífínu er að fá send póstkort frá fjarlægum löndum. Nafn og heimilisfang hans er: Shlomo Galizon, 19, Redcho Even Sappir, Nachlat Achim, Jerusalem 94551, Israel. Með von um að sem flestir sem lesa þetta sendi honum póstkort um leið og jólapósturinn er sendur af stað. Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 17 og 18, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Jólin eru hátíð barnanna Endurtakið útvarpsþætt- ina um Sólborgarmálið Á undanfömum sunnudögum hafa verið fluttir mjög góðir þættir í útvarpinu og á ég þar við þættina um Sólborgarmálið, sem voru þar á dagskrá sunnudagana 23. og 30. nóvember sl. Hér er um að ræða samsetta þætti, sem bæði eru lesn- ir og leiknir og stutt tónstef látin tengja atriðin saman. Ég kann vel að meta þetta flutningsform og ég veit að svo er um marga aðra, sem ég hef rætt við. Sérstaklega virtist mér vera vandað til gerðar þessara þátta, enda héldu þeir athygli hlust- enda óskiptri frá upphafí til enda. Bæði lestur og leikur var sérstak- lega góður, enda virtist vera valinn maður í hveiju rúmi. Má þar m.a. nefna Hjört Pálsson, þann áheyri- lega og góða lesara, leikarana Róbert Amfínnsson, Þorstein Gunnarsson, Arnar Jónsson, Pálma Gestsson, Sigurð Skúlason og fleiri. Klemenz Jónsson leikari hefur samið útvarpshandritið og stjómað upptöku þáttanna. Hann virðist víða hafa leitað fanga en að mestu leyti virtust þættimir byggðir á réttar- skjölum um þetta sögulega mál úr Þingeyjarsýslu, þar sem Einar Ben- ediktsson skáld var dómari. Þetta mun hafa verið fyrsta sakamálið sem hann rannsakaði. Þættir þessir voru að mínu mati mjög fagmann- lega unnir og er óvenjulegt að heyra svona góða samsetta dagskrá og hlusta ég þó mikið á útvarp. Eitt fannst mér samt klaufalegt hjá útvarpinu og hlýtur að ein- hverju leyti að flokkast undir mistök. Auglýst var í blöðum og útvarpi að fyrri þáttur Sólborgar- mála byijaði kl. 13.30 sunnudaginn 23. nóv. en það reyndist ekki rétt þegar til kom. Þátturinn byijaði kl. 13.15 og tapaði ég þar af leiðandi af upphafinu. Nú er ósk mín og jafnframt beiðni til útvarpsins, að þættimir verði endurteknir, og það sem fyrst. Fyrir því virðast mörg fordæmi, þar sem flest útvarpsleik- rit virðast nú endurtekin, skömmu eftir fyrsta flutning. Sigurður Jónsson Gátan um eldspýtuna í dálkum Velvakanda sunnudag- inn 23. nóvember sl., er fyrirspum frá VE um hvort einhver kunni vísuna um eldspýtumar, og er birt ein vísa til skýringar. Ég get frætt fyrirspyijanda um þetta. Það vill svo til, að gátan er eftir afabróður minn, Siguijón Bergvinsson. Hann fæddist 12. apríl 1848 að Halldórsstöðum í Bárðar- dal. Andaðist í Vesturheimi 19. apríl 1934. Vísumar eru þijár. Þó að ég sé mögur og mjó margra næ ég hylli. Út í skógi eitt sinn bjó aldin tijánna á milli Svo var ég í fjötur færð felld að höfði grima. Og því dauða sári særð er svall um langan tíma. Þín mig nístir harða hönd hreppi ég djúpið nauða. Lifna ég þá leysist önd þitt ljós er ég i dauða. Skarphéðinn Agnarsson GRUNAPAN VE(?<P,ALLSBRJÓT/" Víkverji skrifar Landlæknisembættið hefur ráðist í fræðsluherferð til að upplýsa ungt fólk um hætt- una af alnæmi eða eyðni og hvetja það til að nota verjur. Þetta er vissulega hið þarfasta framtak hjá Landlækni og tíma- bært því að eins og bent er á í bæklingi sem embætti hans hef- ur gefíð út með upplýsingum um hættuna af alnæmi og skyn- samlegasta forvamarstarfíð, þá er í sjálfu sér enginn óhultur fyrir þessum vágesti. Útgáfa þessa bæklings er því lofsverð í alla staði. Hins vegar verður ekki hjá því komist að benda á að mikilsverður þáttur í því að bæklingur af þessu tagi gegni hlutverki sínu, er fram- setning efnisins. Og þá fer ekki há því að myndræn framsetning sé í samræmi við efnið en því miður er myndræn framsetning í bæklingi þeim sem hér um ræðir vægast sagt sérkennileg. Forsíðumyndin er til að mynda með þeim hætti að helst minnir á skrípamjmd fyrir smáböm og líklegri til að vekja hláturtaugar unglinganna, sem er þó helsti markhópur þessa bæklings, heldur en að vekja þá til um- hugsunar um alvöru málsins. XXX Verkfræðingum gatnamála- stjóra í Reykjavík eru oft mislagðar hendur, eins og dæm- in sanna. Eitt nýjasta afrek þeirra er afar sérkennileg flétta á gatna- mótunum þar sem Eiðsgrandi, Hringbraut og Ananaust mæt- ast vestast í vesturbænum. Talsverður umferðarþungi er á þessu homi á ýmsum tímum dagsins, en akreinaskiptingin þegar beygt er til vinstri af Eiðsgrandanum inn á Ána- naust, að ökumenn em oft á tíðum alls ekki vissir um hvaða akrein skuli velja og Víkverji hefur því stundum orðið vitni að hinum undarlegustu uppá- komum á þessu homi. Það má mikið vera ef þessi gatnamót eiga ekki eftir að verða árekstragildra, þegar fram líða stundir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.