Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
192. tbl. 75. árg.
FOSTUDAGUR 28. AGUST 1987
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Reynt að steypa
sljórn Aquinos
Fylgismenn Marcosar gerðu árás á forsetahöllina
Manila, Reuter.
NÆR þrjú hundruð hermenn, sem
taldir eru fylgismenn Marcosar,
fyrrum forseta, reyndu í gær að
steypa ríkisstjórn Corazon Aquin-
os með því að ráðast á forseta-
höllina, Malacanang. Tilraunin
mistókst og Aquino forseti til-
kynnti í útvarpsávarpi að menn-
irnir yrðu yfirbugaðir.
Uppreisnarmennimir reyndu
einnig að hertaka útvarpsstöð og
sögðu fréttamenn að þeim hefði í
Sovétmenn og
Bretar ræðast við:
Samstarf gegn
fíkniefnum
á næsta leiti
London, Reuter.
BRETAR og Sovétmenn ræða nú
hvort hefja eigi samvinnu gegn
eiturlyfjasmygli og -neyslu, að
því er Tim Eggar, aðstoðarmað-
ur utanríkisráðherra Bretlands,
sagði í gær.
Haft er eftir stjómarerindrekum
að Sovétmenn hafi ekki áður gert
samkomulag af þessu tagi við vest-
rænt ríki.
Að sögn Eggars leiddi aukið
smygl frá Asíu um Sovétríkin til
þess að ráðamenn í Moskvu og
London hófu viðræður um lausn
eiturlyijavandans. Breskir embætt-
ismenn hafa þegar rætt. við yfirvöld
í Moskvu og nú em sovéskir sendi-
fulltrúar komnir til London til
viðræðna.
Væntanlegur samningur mun
kveða á um náið samstarf fíkniefna-
lögreglu hvorratveggju og að
upplýsingar verði veittar reglulega.
fyrstu tekist að umkringja báða
staðina. Mennimir hefðu veifað þjóð-
fána landsins og sömuleiðis rauðum
fána. Aköf vélbyssuskothríð heyrðist
og æstir hermenn sögðu fólki að
hypja sig burt ella yrði það skotið.
Samkvæmt síðustu fréttum vörðust
tveir hópar uppreisnarmanna enn í
stærstu herbúðum höfuðborgarinnar
undir forystu Gregorios Honasan,
ofursta sem talinn er nátengdur
Enrile, fyrmm varnarmálaráðherra
Aquinos.
Orðrómur komst á kreik þess efn-
is að Ramos, yfirmaður alls herafla
landsins, og Enrile hefðu staðið á
bak við byltingartilraunina.
_Hvað mig: snertir er þetta ekki
rétt. Ég styð forsetann og hún er
nú óhult,“ sagði Ramos. Sjálfur hefði
hann sent liðstyrk til að veija for-
setahöllina og hefðu uppreisnar-
menn aldrei komist inn á lóð
hallarinnar.
Talsmenn sjúkrahúsa skýrðu frá
því að 61 hefði særst í uppreisninni
og einn fallið en fréttamenn sögðust
hafa séð mörg lík. Virtist aðallega
um að ræða óbreytta borgara sem
lent hefðu í eldlínunni.
í fyrradag byijaði lögregla að
handtaka vinstrisinnaða verkalýðs-
leiðtoga en höfuðborgin lamaðist af
völdum verkfalla á miðvikudaginn.
Sjá síðu 26: „Lögregla hand-
tekur ...“
Reuter
Særðir Filippseyingar á sjúkrahúsgangi. Hermenn, sem taldir eru
fylgismenn Marcosar, fyrrum forseta, réðust á forsetahöllina í gær
í uppreisnartilraun gegn stjórn Aquinos forseta.
Viðbrögð við ræðu Reagans:
Sovétmenn telja
líkur á samninmim
Moskvu, Washingion, Brilssel, London, Reuter. ^
Embættismenn i Moskvu og
Washington virðast sammála um
að líkur hafi nú aukist verulega
á því að undirritaður verði samn-
ingur um upprætingu meðal-
drægra kjarnaflauga á þessu
ári. Yfirlýsingu Kohls, kanslara
Vestur-Þýskalands, þess efnis,
að stjórn hans muni eyðileggja
Pershing lA-flaugarnar 72 ef
risaveldin nái viðunandi sam-
komulagi um eyðingu meðal-
drægra flauga, var yfirleitt
fagnað þótt. fyrstu viðbrögð Sov-
étmanna væru fremur mótsagna-
kennd.
Stjómarerindrekar hjá Atlants-
hafsbandalaginu (NATO) álíta að
stefnubreyting Vestur-Þjóðverja
ásamt tilslökun Bandaríkjamanna í
síðustu viku varðandi eftirlit með
framkvæmd væntanlegs samkomu-
lags hafi gert það að verkum að á
næstu vikum muni það koma í ljós
hvort af samningum verði á árinu.
AnkerBond
UNGIR jafnaðarmenn í Danmörku hafa
tekið upp á því að setja mynd af leiðtoga
sínum, Anker Jorgensen, á kosningaspjald,
sem er eftirlíking af auglýsingu fyrir Jam-
es Bond myndina „Logandi hræddir“. Voru
þeir svo helteknir af eigin hugmynd að
þeir báðu hvorki kóng né prest um leyfi
til að líma spjöldin upp. Aftur á móti eru
þeir, sem dreifa kvikmyndinni í Dan-
mörku, lítt hrifnir af uppátækinu og hóta
að stefna krötum. Poul Larsen, umbjóðandi
bandaríska kvikmyndaversins UIP í Dan-
mörku sagði í viðtali við Kaupmannahafn-
arblaðið BT að framleiðandi myndarinnar,
Albert Broccoli, láti sér ekki nægja smá-
peninga þegar um æru erkinjósnarans er
að ræða: „Hann mun krefjast himinhárra
skaðabóta.“ Augljóst er að James Bond
hættir sér ekki út í pólitik, þótt hann láti
sér ekki allt fyrir brjósti brenna. A kosn-
ingaspjald ungra jafnaðarmanna er letrað:
„Anker Jorgensen er forsætisráðherra
Danmerkur framtíðarinnar. “
Sovétmenn hafa gert upprætingu
Pershing-flauganna að skilyrði fyrir
samningum.
„Nú er komið að Sovétmönnum
að svara. Þeir báðu um þetta,“ sagði
evrópskur stjómarerindreki í gær.
Gennady Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagðist telja að fulltrúar risaveld-
anna á samningafundunum í Genf
gætu náð samkomulagi þar sem
búið væri að ryðja tveim veiga-
mestu hindrununum úr vegi. Er
Gerasimov minntist á þau tilmæli
Reagans að Sovétmenn veittu meiri
upplýsingar um vamarbúnað sinn
og herkostnað, í líkingu við það sem
vestrænar þjóðir gera, sagði Gera-
simov að forsetinn minnti á þreytu-
legan kennara sem talaði yfír
hausamótunum á áhugalausum
nemendum.
Viðbrögð sovéskra fjölmiðla við
ræðu Reagans forseta í fyrradag
vom misjöfn og gagnrýndu þeir
m.a. að forsetinn hefði ekki kveðið
nægilega skýrt að orði um afstöðu
Bandaríkjamanna til eyðingar Pers-
hing-flauganna. Einnig var sagt að
Bandaríkjamenn heimtuðu einhliða
tilslakanir af hálfu Sovétmanna.
Grænland:
Samningi rift vegna
hótana Greenpeace
Nuuk. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Nils Jerg-en Bruun.
GRÆNLENSKA heimastjórnin
hefur rift sanmingi um selskinna-
viðskipti við norska kaupmanninn
Christian Rieber í Björgvin.
Astæðan er hræðsla við að verða
fyrir barðinu á herferð sem um-
hverfisvemdarsamtökin Greenpe-
ace hafa boðað til á næsta ári til
höfuðs Rieber.
Greenpeace hyggst ráðast gegn
Rieber enda þótt hann fáist ekkert
við verslun með kópaskinn en sú
verslun er mikill þymir í augum
Greenpeace-manna.
Selveiðar Grænlendinga hafa þeg-
ar orðið fyrir þungum áföllum af
völdum áróðurs Greenpeace gegn
kópadrápi en sjálfír veiða Grænlend-
ingar aðeins fullorðna seli. Sam-
kvæmt skilmálum samningsins, sem
nýlega var gerður við Rieber og
skyldi gilda i fímm ár, átti hann að
kaupa árlega 30 til 40 þúsund sel-
skinn.
Dagblaðið Grenlandsposten segir
að samningurinn hafi verið afar hag-
stæður Grænlendingum og bætir því
við að óttinn við Greenpeace sé far-
inn að líkjast hræðslunni við alþjóð-
lega hryðjuverkastarfsemi.