Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 192. tbl. 75. árg. FOSTUDAGUR 28. AGUST 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Reynt að steypa sljórn Aquinos Fylgismenn Marcosar gerðu árás á forsetahöllina Manila, Reuter. NÆR þrjú hundruð hermenn, sem taldir eru fylgismenn Marcosar, fyrrum forseta, reyndu í gær að steypa ríkisstjórn Corazon Aquin- os með því að ráðast á forseta- höllina, Malacanang. Tilraunin mistókst og Aquino forseti til- kynnti í útvarpsávarpi að menn- irnir yrðu yfirbugaðir. Uppreisnarmennimir reyndu einnig að hertaka útvarpsstöð og sögðu fréttamenn að þeim hefði í Sovétmenn og Bretar ræðast við: Samstarf gegn fíkniefnum á næsta leiti London, Reuter. BRETAR og Sovétmenn ræða nú hvort hefja eigi samvinnu gegn eiturlyfjasmygli og -neyslu, að því er Tim Eggar, aðstoðarmað- ur utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær. Haft er eftir stjómarerindrekum að Sovétmenn hafi ekki áður gert samkomulag af þessu tagi við vest- rænt ríki. Að sögn Eggars leiddi aukið smygl frá Asíu um Sovétríkin til þess að ráðamenn í Moskvu og London hófu viðræður um lausn eiturlyijavandans. Breskir embætt- ismenn hafa þegar rætt. við yfirvöld í Moskvu og nú em sovéskir sendi- fulltrúar komnir til London til viðræðna. Væntanlegur samningur mun kveða á um náið samstarf fíkniefna- lögreglu hvorratveggju og að upplýsingar verði veittar reglulega. fyrstu tekist að umkringja báða staðina. Mennimir hefðu veifað þjóð- fána landsins og sömuleiðis rauðum fána. Aköf vélbyssuskothríð heyrðist og æstir hermenn sögðu fólki að hypja sig burt ella yrði það skotið. Samkvæmt síðustu fréttum vörðust tveir hópar uppreisnarmanna enn í stærstu herbúðum höfuðborgarinnar undir forystu Gregorios Honasan, ofursta sem talinn er nátengdur Enrile, fyrmm varnarmálaráðherra Aquinos. Orðrómur komst á kreik þess efn- is að Ramos, yfirmaður alls herafla landsins, og Enrile hefðu staðið á bak við byltingartilraunina. _Hvað mig: snertir er þetta ekki rétt. Ég styð forsetann og hún er nú óhult,“ sagði Ramos. Sjálfur hefði hann sent liðstyrk til að veija for- setahöllina og hefðu uppreisnar- menn aldrei komist inn á lóð hallarinnar. Talsmenn sjúkrahúsa skýrðu frá því að 61 hefði særst í uppreisninni og einn fallið en fréttamenn sögðust hafa séð mörg lík. Virtist aðallega um að ræða óbreytta borgara sem lent hefðu í eldlínunni. í fyrradag byijaði lögregla að handtaka vinstrisinnaða verkalýðs- leiðtoga en höfuðborgin lamaðist af völdum verkfalla á miðvikudaginn. Sjá síðu 26: „Lögregla hand- tekur ...“ Reuter Særðir Filippseyingar á sjúkrahúsgangi. Hermenn, sem taldir eru fylgismenn Marcosar, fyrrum forseta, réðust á forsetahöllina í gær í uppreisnartilraun gegn stjórn Aquinos forseta. Viðbrögð við ræðu Reagans: Sovétmenn telja líkur á samninmim Moskvu, Washingion, Brilssel, London, Reuter. ^ Embættismenn i Moskvu og Washington virðast sammála um að líkur hafi nú aukist verulega á því að undirritaður verði samn- ingur um upprætingu meðal- drægra kjarnaflauga á þessu ári. Yfirlýsingu Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, þess efnis, að stjórn hans muni eyðileggja Pershing lA-flaugarnar 72 ef risaveldin nái viðunandi sam- komulagi um eyðingu meðal- drægra flauga, var yfirleitt fagnað þótt. fyrstu viðbrögð Sov- étmanna væru fremur mótsagna- kennd. Stjómarerindrekar hjá Atlants- hafsbandalaginu (NATO) álíta að stefnubreyting Vestur-Þjóðverja ásamt tilslökun Bandaríkjamanna í síðustu viku varðandi eftirlit með framkvæmd væntanlegs samkomu- lags hafi gert það að verkum að á næstu vikum muni það koma í ljós hvort af samningum verði á árinu. AnkerBond UNGIR jafnaðarmenn í Danmörku hafa tekið upp á því að setja mynd af leiðtoga sínum, Anker Jorgensen, á kosningaspjald, sem er eftirlíking af auglýsingu fyrir Jam- es Bond myndina „Logandi hræddir“. Voru þeir svo helteknir af eigin hugmynd að þeir báðu hvorki kóng né prest um leyfi til að líma spjöldin upp. Aftur á móti eru þeir, sem dreifa kvikmyndinni í Dan- mörku, lítt hrifnir af uppátækinu og hóta að stefna krötum. Poul Larsen, umbjóðandi bandaríska kvikmyndaversins UIP í Dan- mörku sagði í viðtali við Kaupmannahafn- arblaðið BT að framleiðandi myndarinnar, Albert Broccoli, láti sér ekki nægja smá- peninga þegar um æru erkinjósnarans er að ræða: „Hann mun krefjast himinhárra skaðabóta.“ Augljóst er að James Bond hættir sér ekki út í pólitik, þótt hann láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna. A kosn- ingaspjald ungra jafnaðarmanna er letrað: „Anker Jorgensen er forsætisráðherra Danmerkur framtíðarinnar. “ Sovétmenn hafa gert upprætingu Pershing-flauganna að skilyrði fyrir samningum. „Nú er komið að Sovétmönnum að svara. Þeir báðu um þetta,“ sagði evrópskur stjómarerindreki í gær. Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagðist telja að fulltrúar risaveld- anna á samningafundunum í Genf gætu náð samkomulagi þar sem búið væri að ryðja tveim veiga- mestu hindrununum úr vegi. Er Gerasimov minntist á þau tilmæli Reagans að Sovétmenn veittu meiri upplýsingar um vamarbúnað sinn og herkostnað, í líkingu við það sem vestrænar þjóðir gera, sagði Gera- simov að forsetinn minnti á þreytu- legan kennara sem talaði yfír hausamótunum á áhugalausum nemendum. Viðbrögð sovéskra fjölmiðla við ræðu Reagans forseta í fyrradag vom misjöfn og gagnrýndu þeir m.a. að forsetinn hefði ekki kveðið nægilega skýrt að orði um afstöðu Bandaríkjamanna til eyðingar Pers- hing-flauganna. Einnig var sagt að Bandaríkjamenn heimtuðu einhliða tilslakanir af hálfu Sovétmanna. Grænland: Samningi rift vegna hótana Greenpeace Nuuk. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Nils Jerg-en Bruun. GRÆNLENSKA heimastjórnin hefur rift sanmingi um selskinna- viðskipti við norska kaupmanninn Christian Rieber í Björgvin. Astæðan er hræðsla við að verða fyrir barðinu á herferð sem um- hverfisvemdarsamtökin Greenpe- ace hafa boðað til á næsta ári til höfuðs Rieber. Greenpeace hyggst ráðast gegn Rieber enda þótt hann fáist ekkert við verslun með kópaskinn en sú verslun er mikill þymir í augum Greenpeace-manna. Selveiðar Grænlendinga hafa þeg- ar orðið fyrir þungum áföllum af völdum áróðurs Greenpeace gegn kópadrápi en sjálfír veiða Grænlend- ingar aðeins fullorðna seli. Sam- kvæmt skilmálum samningsins, sem nýlega var gerður við Rieber og skyldi gilda i fímm ár, átti hann að kaupa árlega 30 til 40 þúsund sel- skinn. Dagblaðið Grenlandsposten segir að samningurinn hafi verið afar hag- stæður Grænlendingum og bætir því við að óttinn við Greenpeace sé far- inn að líkjast hræðslunni við alþjóð- lega hryðjuverkastarfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.