Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Bridsfélag Reykjavíkur: Nýtt fyrirkomulag á keppni vetrarins __________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Stjóm Bridsfélags Reykjavíkur hefur í huga að efna til nýbreytni í starfí félagsins næsta vetur. Nán- ari skýring á fyrirhuguðu keppnis- fýrirkomulagi er sett fram hér á eftir, en meginatriðin felast í því að spila að mestu leyti til skiptis tvímenning og sveitakeppni, mynda 48 para félagsheild sem skuldbind- ur sig til að spila á hverju spila- kvöldi, auka mjög verðlaun og alla þjónustu við félagsmenn. Rétt er að leggja áherslu á að reglur um varamenn verða mjög frjálslegar og 3—4 spilarar geta myndað hvert par, þannig að þótt aðeins verði tvö pör í hverri sveit gætu verið í henni 8 spilarar. Allir spilarar fá út- skrift af spilunum Þannig geta menn yfírfarið spilin eftirá og lært af mistökum sínum eða dáðst að snilli sinni. Útskriftin er ómetanleg til að bæta sagnir, vöm og úrspil, auk gildis í saman- burði við kunningjana. Mót verða fjölbreytt Fyrst eru 2 upphitunarkvöld. Síðan hefst 20 kvölda BR-mót, sem er tvö mót. Tvímenningskeppni verður u.þ.b. annan hvern miðviku- dag, en sveitakeppni hina miðviku- dagana. Þannig verða tvö mót í gangi í einu, með sömu pömm. Síðast er svo aðaltvímennings- m keppni félagsins, sem verður 6 * kvöld. Tvímenningskeppnin í BR-mót- ' inu verður þrískipt, undankeppni, milliriðlar og úrslit. Sveitakeppnin í BR-mótinu verður tvískipt, undan- keppni og úrslit. Þannig verður keppnin aldrei langdregin, menn em sífellt í baráttu. Eftir undankeppni verður raðað í riðla eftir árangri. Þeir sem best- um árangri náðu fara saman í riðil, og svo koll af kolli. Spilarar af svip- uðum styrkleika keppa þannig saman og keppnin verður því spenn- andi jafnt fyrir byijendur sem stórmeistara. Verðlaun ogbronsstig verða svo veitt í öllum riðlum. Þar sem flestir af bestu bridsspil- umm landsins spila hjá BR þá gefst öllum tækifæri á að kljást við þá í undankeppni og aðaltvímenningn- um. Þannig þarf ekki að fara í gegnum neina undankeppni til að fá verðuga andstæðinga. Ekki þarf að vera félagi í BR til að skrá sig til keppni, en félags- menn hafa forgang í BR-mótið til 21. ágúst. 2, 3 eða 4 einstaklingar geta myndað eitt par. Reglur um vara- menn verða mjög fíjálslegar og varamannaþjónusta verður á veg- um félagsins. I BR-mótinu em sömu pör í tvímenningskeppninni og sveita- "" keppninni. Par þarf ekki að hafa sveitafélaga til að skrá sig til keppni, stjómin mun hafa milli- göngu um myndun sveita ef óskað er. Athugið að tvö pör mynda eina sveit, ekki er hægt að mynda sveit með 3 pömm. Aftur á móti geta 2, 3 eða 4 einstaklingar myndað eitt par. ___ Butler-útreikningur verður í úr- slitunum í sveitakeppninni í öllum riðlum. Verðlaun verða síðan veitt besta pari í hveijum riðli. Mánaðarlega verða veitt verð- laun fyrir spil mánaðarins. Spilarar hafa aðgang að helstu erlendu bridstímaritunum BR mun kaupa öll helstu erlendu bridstímaritin og hafa spilarar að- gang að þeim. Gjöld fara eftir fjölda þátttak- enda. Þar sem búist er við mikilli þátttöku þá verða keppnisgjöld í lágmarki. Þátttökufjöldi í BR-mótið verður takmörkuð við heppilegan fjölda para, svo að til að vera ömggur um að vera með þá er vissara að skrá sig sem fýrst. Hægt er að skrá sig hjá stjómar- mönnum, en þeir em: Haukur Ingason, heimasími 671442, vinnu- sími 53044, Sævar Þorbjömsson, heimasími 75420, vinnusími 689064, Jakob R. Möller, heimasími 27148, vinnusími 52365, Hallgrím- ur Hallgrímsson, heimasími 79535, vinnusími 84311, Björgvin Þor- steinsson, heimasími 43606, vinnu- sími 82622. Stefnt er að því að fara í hópferð á Tylösand bridsvikuna í Svíþjóð í ágúst 1988. Bridsvika þessi er orð- in mjög vinsæl, því hún er sambland af brids, sumarhúsastemmningu og strandlífí. Aætluð dagskrá vetrarins: Upphitun, 2 kvöld: 2. sept.: Tvímenningur, frjáls þátttaka. 9. sept. Tvímenningur, fijáls þátttaka. BR-mót, 20 kvöld, tvimennings- og sveitakeppni: 16. stpt: Tvimenningur, undankeppni, 1. kvöld af þremur. 23. sept: Sveitakeppni, undankeppni, 1. kvöld af fjórum. 30. sept: Tvímenningur, undankeppni, 2. kvöld afþremur. 7. okt: Sveitakeppni, undankeppni, 2. kvöld af §órum. 14. okt: TVímenmngur, undankeppni, 3. kvöld afþremur. 21. okt: Sveitakeppni, undankeppni, 3. kvöld af fjórum. 28. okt: Tvimenningur, miliiriðlar, 1. kvöld af þremur. 4. nóv: Sveitakeppni, undankeppni, 4. kvöld af fjórum. 11. nóv. Tvímenningur, milliriðlar, 2. kvöld af þremur. 18. nóv. Sveitakeppni, úrslit. 1. kvöld af sjö. 25. des: Tvímcnningur, milliriðlar, 3. kvöld af þremur. 2. des: Sveitakeppni, úrslit, 2. kvöld af sjö. 9. des: Sveitakeppni, úrslit, 3. kvöld af sjö. 16. des: Sveitakeppni, úrslit, 4. kvöld af sjö. Reykjavlkurmót í sveitakeppui verður að öllum llkindum I janúar og því hefsl BR-mótið ekki aftur fyrr en í lok janúar. 27. jan: Tvímenningur, úrslit, 1. kvöld af þremur. 3. febr Sveitakeppni, úrslit, 5. kvöld afsjö. 10. febr Tvímenningur, úrslit, 2. kvöld afþremur. 17. febr Sveitakeppni, úrelit, 6. kvöld af sjö. 24. febr Tvimenningur, úrelit, 3. kvöld afþremur. 2. mars: Sveitakeppni, úrslit, 7. kvöld afsjö. Aðaltvímenningskeppni, 6 kvöld: 9. mare: Aðaltvímenningskeppni, barometer. 16. mare: Aðaltvímenningskeppni, barometer. 23. mars: Aðaltvlmenningskeppni, barometer. 6. apríl: Aðaltvimenningskeppni, barometer. 13. apríl: Aðaltvímenningskeppni, barometer. 20. apríl: Aðaltvímenningskeppni, barometer. Opna Hótel Vala- skjálf-mótið Opna mótið í Valaskjálf, Egils- stöðum, hið þriðja í röðinni, dró í ár að sér 34 pör og var um helming- ur þátttakenda af höfuðborgar- svæðinu. Mótshaldarar nú voru Hótel'Valaskjalf og Bridssamband Austurlands í samvinnu við BÍ. Formið var að venju „Baromet- er“, 3 spil í setu, alls 99 spii. Keppnisstjórar voru Hermann Lár- usson og Bjöm Jónsson. Keyrslan á mótinu var ansi stíf, tíminn sneið því það þröngan stakk. Keppnis- reynsla og úthald vó þungt þegar upp var staðið í mótslok. Heimamenn voru augljóslega staðráðnir í að gefa sig hvergi, þótt mótið væri skipað fleiri sterk- um pörum en undangengin ár. Hallgrímur Hallgrímsson og Jóhann Þorsteinsson náðu forystunni og Guðmundur Pálsson og Pálmi Krist- mannsson skorðuðu einnig grimmt. íslm. Símon Símonarson og Guð- mundur Páll Amarson voru strax á blaði. En sigurvegaramir ’86, Páll Valdimarsson og Magnús Ólafsson, áttu erfíðan róður, enda varla bún- ir að pakka utanaf „Aeolnum" í farteskinu. Á föstudagskvöld og fram á nóttu var spilað 51 spil. Nóttin er tími stórskotaliðsins og það sannað- ist vel í Valaskjálf. Eftir 17 umferðir var staðan þessi: 1. Ragnar Jónsson — Þórður Bjömsson, Kópavogi 175 2. Guðmundur Páll — Símon, Rvk. 169 3. Kristján — Valgarð Blöndal, Rvk. 139 4. Hallgrímur — Jóhann Þorsteinsson, Rvk./Rf. 130 5. Anton R. Gunnarsson — HjördísEyþórsd., Rvk. 130 6. Magnús Ólafsson — Páll V aldimarsson, Rvk. 111 Á hádegi hélt baráttan um fem peningaverðlaun, samtals eitt hundrað þúsund krónur, áfram. Sunnanáttin hélt velli og þegar einni umferð var ólokið var ljóst að 5 pör bitust um sætin fjögur, þótt aðeins Magnús og Páll og Guðmundur og Símon kepptu að toppsætinu. Úrslit urðu þessi: 1. Guðmundur Páll Amarson — Símon Símonarson, Rvk. 349 2. Magnús Ólafsson — Páll Valdimarsson, Rvk. 307 3. Kristján Blöndal — Valgarð Blöndal, Rvk. 226 4. Jacqui McGreal — Þorlákur Jónsson, Rvk. 235 5. Ragnar Jónsson — Þórður Bjömsson, Kópavogi 230 6. Anton R. Gunnarsson — Hjördís Eyþórsdóttir, Rvk. 147 7. -8. Sigurþór Sigurðsson — Pétur Sigurðsson, Egilss. 145 7.-8. Þröstur Sveinsson — Óskar Karlsson, Hafnarfirði 145 9. Guðmundur Pálsson — Pálmi Kristmannsson, Egilss. 129 Að flestra dómi tókst mótið hið besta, þrátt fyrir fyrmefnda tíma- pressu. I verðlaunahófinu gat Steinþór Ólafsson, hótelstjóri, þess, að stóráform væru á döfinni hvað mótið ’88 áhrærði. Ef marka má „sagnir" spilara í miðri gleði er þegar fullbókað í það mót!!! Sumarbrids ’87 Ágæt þátttaka var í Sumarbrids sl. þriðjudag. 50 pör mættu til leiks og var spilað í fjórum riðlum. Úr- slit urðu: A-riðill: Sigríður Ottósdóttir — Ingólfur Böðvarsson 203 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 180 Eyjólfur Magnússon — Steingrímiur Þórisson 173 Halla Ólafsdóttir — SæbjörgJónasdóttir 168 Lovísa Eyþórsdóttir — Ólína Kjartansdóttir 167 B-riðill: Jóhann Ólafsson — Ragnar Þorvaldsson 188 Sigrún Jónsdóttir — Ingólfur Lilliendahl 183 Esther Jakobsdóttir — Hjördís Eyþórsdóttir 179 Sigrún Steinsdóttir — Haukur Harðarson 176 Dúa Ólafsdóttir — Véný Viðarsdóttir 176 C-riðill: Friðjón Þórhallsson — Gestur Jónsson 198 Jacqui McGreal — Þorlákur Jónsson 195 Georg Sverrisson — Hermann Sigurðsson 186 Magnús Ólafsson — Páll V aldimarsson 174 Guðmundur Thorsteinsson — Rúnar Lámsson 161 D-riðill: Einar Jónsson — Ragnar Hermannsson 104 Gylfi Gíslason — Hjálmar S. Pálsson 93 Gunnar K. Guðmundsson — Ólafur Lámsson 91 Rögnvaldur Möller — Kristján Ólafsson 89 Og eftir 29 spilakvöld í Sum- arbrids eykur Jacqui enn við forskotið. Staða efstu spilara er orðin þessi: Jacqui McGreal 348, Þorlákur Jóns- son 292, Jón Stefánsson 290, Sveinn Sigurgeirsson 228, Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 286 og Láms Her- mannsson — Gunnar Þorkelsson 274. Alls hafa nú 290 spilarar hlotið stig í Sumarbrids og er því útlit fyrir að vel yfír 300 manns fái meistarastig. Áldrei fyrr hafa jafn- margir fengið stig í Sumarbrids. Meðalþátttaka á kvöldi er um 51 par eða 102 pör vikulega, sem einn- ig er metþátttaka frá upphafi. Sumarbrids lýkur fimmtudaginn 10. september, og verða því spila- kvöldin orðin 34, eða meira en nokkurt félag spilar yfir vetrarmán- uðina. Hótelið í Stykkishólmi: Aukin aðsókn gesta í sumar Veðrið hefur ekki spillt fyrir aukningunni Stykkishólmi. FRÉTTARITARA Morgunblaðs- ins kom til hugar nú í ágúst að skreppa á Hótelið i Stykkishólmi og grennslast um afkomu þess í sumar. Þetta var einn fagran ágústmorgun og um nóttina hafði verið þétt skipað og orðið að leita að húsnæði út í bæ. Gest- ir voru að búa sig til ferðar og rýma fyrir næstu gestum sem ekki voru færri skráðir en sl. nótt. Fyrstur var tekinn tali Gunnar Sturluson sem er yfírþjónn á hótel- inu og kvaðst hann vera búinn að vinna fímm sumur á hótelinu. Hann sagði það engar ýkjur að á þessu tímabili hefði aðsókn verið að auk- ast og nú hefði jafnvel í apríl og maí verið sett met. Aðalþjónustan væri þó í júní, júlí og ágúst og nýting herbergja í júní hefði verið yfír 90% og júlí 94% og sér litist þannig á ágúst að þar væri einnig um sókn að ræða. Margt væri það sem drægi að og ekki síst þeir möguleikar að geta nú á hveijum degi fengið ágæta leiðsögn og ferð um eyjasund. Gunnar sagði að hótelið hefði til vara herbergi út um bæ og í sumar hefði þau ekki verið nægileg. Þá hefír verið reynt að útvega svefn- pokapláss, og hótelið hefði reynt að gera allt til þess að gestir fengju sem besta fyrirgreiðslu og uppsker- an væri sú að sömu gestimir kæmu aftur og aftur. Sem sagt hótelið er í vexti og er það mikil ánægja fyr- ir Hólminn og þá sem að ferðaþjón- ustu standa hér í bæ. Einnig sagði Gunnar að aldrei hefði eins margt fólk verið í tjöldum á tjaldstæði bæjarins eins og í sum- ar. Síðast en ekki síst vildi hann segja að veðrið hefði átt sinn þátt í aukinni aðsókn. Hann kvað gesti vera bæði prúða og þakkláta fyrir þjónustu og það væri það sem í sínum augum gæfi starfinu mest gildi og þess virði að taka þátt í því. Matreiðslumaður hótelsins, Sum- arliði Ásgeirsson, sagði að þeir væru tveir matreiðslumennirnir ásamt góðu liði í eldhúsi sem annað- ist alla matargerð. Hann sagði að í miðri viku væri fískurinn í uppá- haldi, en kjötið um helgar. Hann sagði að erlendir ferðamenn tækju lambakjötið fram yfir annað og bæru á það mikið lof. Einnig færð- ist í aukana meðal innlendra ferðamanna að biðja um lambakjöt og væru þetta góð tíðindi. Hann kvað ánægjulegt að starfa hér enda væri þetta fjórða sumarið sitt í Stykkishólmi og engin uppgjöf í huga. Starfsfólkið væri glaðlegt og samhent, sem væri mikils virði. Tvær ungar dömur voru í salnum að undirbúa móttökur, þær Elín Pálsdóttir og Guðbjörg Pálmadóttir, og voru þær á einu máli um að þótt starfíð væri bæði erfitt og krefjandi væri svo margt við það sem gerði það ánægjulegt og um leið léttara. — Árni Morgunblaðið/Ámi Helgason Starfsfólk Hótelsins í Stykkishólmi: Elín Pálsdóttir, Guðbjörg Pálma- dóttir, Sumariiði Ásgeirsson og Gunnar Sturluson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.