Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
Stéttarsambandið
og lögfræðingarnir
eftirSvein
Guðmundsson
Fimmtudaginn 20. ágúst birti
Morgunblaðið frétt þess efnis að
niðurstaða tveggja lögfræðinga sem
Stéttarsamband bænda fékk til álits-
gerðar væri sú, að búvörulögin væru
ekki brot á réttarákvæðum stjómar-
skrárinnar.
Hér er ekki um neinn dóm að
ræða og allt hugsandi sveitafólk
hefði gert sér grein fyrir því, að
umsögn þessara tveggja löglærðu
manna, þeirra Jóns L. Amalds og
Þorgeirs Orlygssonar hlyti að verða
bændum í óhag vegna þess að Stétt-
arsamband bænda virtist vera
neikvætt í garð þeirra. Engin tilraun
mun hafa verið gerð til þess að hafa
samband við tillögu-fólk til þess að
leita sér frekari upplýsinga.
Greinargerð lögfræðinganna er
hvorki meira né minna en 16 vélrit-
aðar síður og að sjálfsögðu eru þar
túlkuð sjónarmið stjómar Stéttar-
sambandsins. Hins vegar verður að
segja það eins og er að bændur
hafa aldrei samþykkt eitt eða neitt
eða veitt fulltrúum sínum það vald
að samþykkja bindandi samninga
við ríkisvaldið.
Siðvenjan er í öllum lýðfrjálsum
félögum að félagsmenn greiða at-
kvæði um gerða samninga, sam-
þykkja þá eða fella. Þessi réttur
virðist ekki vera hjá bændum.
í svona mikilli álitsgerð er ekki
hægt að taka nema örfá atriði fyrir.
1. Á blaðsíðu 10 segir: „Hefur
verið á það bent að breyttir þjóð-
félagshættir hafi kallað á aukin
afskipti og forsjá ríkisins á ýmsum
sviðum og að sú forsjá hafi aftur
leitt til þess, að nauðsyn hefur borið
til þess að skerða eignarrétt manna
og það oft með tilfinnanlegum
hætti". Tilv. lýkur.
Auðvitað er svar mitt við þessari
fullyrðingu að ríkisforsjá leiði ekki
af sér nauðsyn til eignarskerðingar,
en gefur hins vegar tækifæri til
hennar.
2. Á sömu bls. í VI kafla segir:
„Bent hefur verið á að umráð ein-
staklinga yfir eignaréttindum þeirra
geti alls ekki verið ótakmarkaður,
heldur eigi þau aðeins að ná að þeim
mörkum sem hljóti að koma í hlut
löggjafans að setja þessi mörk." Tilv.
lýkur.
Bændastéttin á ekki jafn harða
forustu og til dæmis verslunarstéttin
og þess vegna er aðgerðum hliðstæð-
um þeim sem beitt er gegn bændum
ekki beitt við óheftri þenslu í grein-
um sem ekki framleiða. Bændur sitja
því ekki við sama borð og aðrar stétt-
ir og takmarkanir sem er beitt við
þá eru ekki almennar. Bótalaus
eignaupptaka verður að vera almenn
til þess að hún sé réttlætanleg.
3. „Víða hefur verið byggt á því
í lögum, að meðal þeirra atriða sem
grundvallarþýðingu hafa, er draga
á mörkin milli eignarnáms og ann-
arra eignaskerðinga án bóta, sé það
sjónarmið, hve umfangsmikil og
þungbær eignaskerðingin sé. Því er
þó jafnframt játað, að þetta atriði
sé háð mati hveiju sinni. Meðal ann-
arra matskenndra atriða, sem talin
eru skipta máli við framangreinda
aðgreiningu, eru erfítt efnahags-
ástand í landinu og styijaldarhætta,
en báðar þessar ástæður hafa verið
taldar réttlæta víðtækari eigna-
skerðingar án þess að bætur séu
iátnar koma fyrir, en heimilar yrðu
taldar við venjulegar aðstæður".
Tilv. lýkur.
Ekki sjást merki þess að um svo
erfitt efnahagsástand sé að ræða
að koma þurfi til víðtækra eigna-
skerðinga án bóta og þó svo væri
þá yrðu slíkar byrðar að berast af
öllum jafnt, en ekki bara af þeim
sem fyndu sig í því sakir sundrung-
ar og skorts á málsvömum. Enn-
fremur er á bls. 11.
4. „Veigamikil rök hafa verið tal-
in standa til þess að við skýringu á
eignamámsákvæði stjómarskrár-
innar verði að líta til allra þjóðfélags-
hátta og skoðana, sem ríkjandi eru,
sérstaklega að því leyti, sem þær
mótast í hefðbundinni afstöðu íög-
gjafans. Hefur sú afstaða mótast
hjá dómstólum að þeim beri að fara
varlega í að grípa fram fyrir hendur
löggjafans á þeim sviðum, þar sem
löggjafinn hefur sig mjög í frammi,
svo sem á sviði efnahagsmála, sérs-
taklega þegar um er að ræða
ráðstafanir til lausnar miklum þjóð-
arvanda." Tilv. 1.
Hefð er ekki ástæða til viðhalds
hefðarinnar sjálfrar hennar vegna.
Þó dómstólar grípi sjaldan fram fyr-
ir hendur löggjafans á sviðum sem
hann hefur sig mjög í frammi á,
ætti mikil athafnasemi í sjálfu sér
ekki að hræða þá sem gæta réttar
frá íhlutum. í 7. kafla á bls. 13.
5. „Þá verður og að árétta, að
fyrirkomulagið girðir ekki fyrir nýt-
ingarmöguleika einstakra jarða til
annarrar framleiðslu en þeirrar sem
lýtur að framleiðslutakmörkunum."
Tilv. lýkur.
Að fyrirkomulagið girði ekki fyrir
aðra nýtingarmöguleika jarða en þá
sem háðir eru framleiðslutakmörk-
unum er lítils virði þegar miklar
fjárfestingar í sérhæfðum tækjum
Sveinn Guðmundsson
og byggingum á jörðunum eru ónýtt-
ar og ræktun nýtist ekki, auk þess
sem aðrir nýtingarmöguleikar eru
fáir og nánast enginn getur lifað af
þeim einum. Rýmun verðmætis jarð-
anna er viðurkennt í álitsgerðinni.
Á sömu bls. segir:
6. „Þar sem framleiðslan var
meiri en stærð markaðarins leyfði,
þá eru líkur til, hvert sem fyrirkomu-
lag afurðasölunnar hefði orðið, að
einhveijar jarðir hefðu orðið undir
og þar með glatað verðgildi sínu að
einhveiju marki." Tilv. lýkur. Að
benda á að hvert sem fyrirkomulag
afurðasölu hefði orðið þá hefðu jarð-
ir tapað verðmæti sakir samdráttar
markaðar. Áréttar einungis van-
hæfni ríkisvaldsins í aukinni forsjá.
Með afskiptum sínum virðist ríkis-
valdið vera búið að gera sig ábyrgt.
í VIII kafla segir á bls. 15:
7. „Eigi mun um það deilt, að það
fyrirkomulag framleiðslustjómunar,
sem komið var á með núgildandi
laga- og reglugerðarákvæðum hefur
haft misjafnar afleiðingar í för með
sér fyrir einstaka framleiðendur. Svo
sem áður er fram komið eru þó fyr-
ir hendi í reglugerðum heimildir til
að leiðrétta hlut þeirra framleiðenda,
sem verst hafa orðið úti vegna þeirr-
ar viðmiðunar sem lögð var til
grundvallar. Þegar þetta er haft í
huga verður að telja að reglumar
sem slíkar séu almennar, þ.e. taki
til allra eigna sem vissa samstöðu
hafa. Verður því ekki séð, að við
setningu reglnanna hafi fyrirfram
verið ákveðið, að þær ættu eingung-
is að ná til ákveðinna eigenda eða
þröngs hóps þeirra. Verður því ekki
talið, að setning reglnanna hafi falið
í sér misbeitingu valds eða mismun
gagnvart öðmm eigendum". Tilv.
lýkur.
Bent hefur verið á að framleiðslu-
stjómun eftir núgildandi lögum og
reglum hafi misjafnar afleiðingar
fyrir einstaka framleiðendur en í
reglugerðum séu ákvæði til leiðrétt-
ingar og reglumar megi því skoða
sem almennar. — Óframkvæmanlegt
er að ná jöfnuði með þeim og þær
em því óraunhæfar í því tilliti. Þær
em því í reynd ekki almennar og
réttlæta því ekki eignaupptöku án
bóta og hefur rikisvaldið þegar í ein-
staka tilfelli viðurkennt þetta með
kaup á jörð. Reglumar em því ekki
til jöfnunar hvorki meðal bænda né
til jöfnunar milli bænda og annarra
stétta.
Síðasta tilvitnun sem hér verður
rædd er á bls. 15.
8. „Því kynni að vera haldið fram,
að það fyrirkomulag um verðbætur
sem löggjafmn tryggði bændum allt
til ársins 1979 sé eign“. Tilv. lýkur.
Nú vita allir sem eitthvað vita um
landbúnaðarmál að þessi aðgerð var
ekkert annað en ostbiti frá land-
búnaðarráðherra til bænda og
hugsaður til þess að afla atkvæða.
Að mínum dómi hafa lögfræðing-
amir ekkert hrakið af því sem við
Halldóra héldum fram og kom þess-
um málum á umræðugmndvöll. Ef
lögfræðingar segja rétt til um að
dómarar dæmi sjaldan löggjafanum
í óhag þá hygg ég að á það verði
að reyna og ber Stéttarsambandi
bænda siðferðisskylda að halda mál-
inu áfram.
Höfundur býr að Miðh úsumí
Reykhólasveit og varásamt HaJI-
dóru Játvarðsdóttur í Miðjanesi
fiutningsmaður að tillögu þess
efnis, að Stéttarsamband bænda
kannaði stöðu bænda varðandi
búvörulögin og réttarákvæði
stjómarskrárinnar.
AHar pottaplöntur
Nú seljum viö allar pottaplöntur
með 20-50% afslætti.
Dæmi:
Burknar
Burknar
Jukkur45sm
Jukkur55sm
Jukkur65sm
Allir Pálmar
270,-
490^ 245,-
59Qr 295,-
790T 395,-
090r 495,-
30% aísláttur
Paö er enginn svikinn á útsölu
^XfUioghagstæðu
veröi.
Keramik
pottahlífar
i öefrii útsölunnar bpðum við
Aiur waimai -------------- hvítar keramik pottahlitar
Sf
mf Blómum
iZTroVÍdavcroW