Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Olafur Jónsson læknir— Fæddur 4. september 1924 Dáinn 17. ágúst 1987 Mér Jjykir hlýða að kveðja vin minn, Olaf Jónsson lækni. Saman gengum við eins konar landkynn- ingargöngur með góðum vinum, þijú sumur í röð, fyrsti 1979 um Lónsöræfí norður í Fljótsdal, næsta sumar um Austur-Strandir. Síðasta ferðin var lengst, um ísafjörð, Homvík, Furufjörð, gengnir Jökul- fírðir, Höfði, Grunnavík, um Snæfjallaströnd, endað á Bæjum, sjö daga ferð með bakpoka, vistir, tjöld, allt að 20 kg á mann í upp- hafi. Slíkar langgöngur eru stund- um erfíðar, krefjast samhjálpar og samtaka ef vel á að takast. Skap- höfn hvers og eins kemur berlega í ljós. Ólafur var óvílinn, úrræða- góiður, og ekki sfst kappsamur ferðafélagi, örvandi og spaugsam- ur. Úrtölur og svartsýni varð ég aldrei var við á þeim ferðum. Marga vini átti Ólafur meðal flugmanna. Hann hafði far mikinn áhuga á flugi og flugmálum yfír- leitt, hann lærði flug og viðhélt þeim réttindum og átti hlut í einka- flugvél. Hann fyldist mjög vel með rannsóknum á heilsufari flugmanna og allri þróun og breytingum þar á og sótti ýmis þing og ráðstefnur lækna sem fjölluðu um heilsufar flugmanna og ýmsar tilheyrandi rannsóknir. Hann var trúnaðar- læknir Félags íslenskra atvinnu- flugmanna. Það starf var unnið af hugsjón, því umbun hans var í engu samræmi við tíma hans ómældan, sem hann lagði fram þegar á þurfti að halda til aðstoðar einstökum flugmönnum eða við stéttarfélagið. Hann var bakhjarl flugmanna og gætti þess að ekki væri farið lækn- isfræðilega offari gagnvart þessari stétt, þar sem missir starfsskírtein- is þýðir starfslok. Við hittumst óvænt og urðum síðast samferða frá Orlando í byrjun marz sl. ásamt eiginkonu hans, Drífu Garðarsdóttur. Þar urðu fagnaðarfundir. Þau voru gestir mínir í stjómklefa meðan við flug- um yfír austurströnd Banda- ríkjanna, heiðskírt kvöldið. Lífsgleði og sátt við tilveruna ljómaði af þeim að aflokinni velheppnaðri hvíldar- ferð í Flórída. Síðst varði mig að svo stutt væri hjá Ólafí í „hið dimma fet“, svo sutt í þá ferð, sem okkur öllum er skapað að fara. Eg kveð góðan ferðafélaga og vin. Eiginkonu Ólafs, Drífu Garð- arsdóttur, bömum þeirra, svo og öllum ástvinum, votta ég dýpstu samúð. Ámundi H. Ólafsson Kveðja frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna Ólafur Jónsson læknir frá Skálavík lést á Landspítalanum mánudaginn 17. ágúst sl. Dauða hans bar að með skjótum hætti, þar sem hann mun ekki hafa kennt meins síns fyrr en stundu áður en hann var allur. Erfitt er að sætta sig við þegar atorkumenn á besta aldri em svo skyndilega burtu kallaðir, en ekki tjáir að deila við dómarann, heldur taka því sem að höndum ber. Ólafur var mikill áhugamaður um flug og allt sem að því laut. Hann aflaði sér flugmannsréttinda til atvinnuflugs og átti ásamt nokkmm félögum sínum hlut í flug- vél, sem hann notaði í frístundum sér^til mikillar ánægju. Árið 1974 varð Félag íslenskra atvinnuflugmanna þeirrar gæfu aðnjótandi að fá Ólaf til starfa sem trúnaðarlækni. Á vegum FÍA sótti hann margar ráðstefnur erlendis þar sem fjallað var um heilbrigði og heilsugæslu flugmanna. Til marks um það traust og virðingu sem Ólafur naut meðal starfs- bræðra sinna var hann bæði fenginn til fyrirlestrahalds og ráðstefnu- stjómar. minning Ólafur var óþreytandi við að beina flugmönnum inn á réttar brautir varðandi heilsugæslu og heilbrigt lífemi og forðaði mörgum flugmönnum frá ótímabæmm rétt- indamissi af heilsufarsástæðum, með þekkingu sinni og hollráðum. Ekki var nein lognmolla í kring- um Ólaf. Var hann hamhleypa til allra verka og aldrei geymt til morg- uns það sem hægt var að gera í dag. Þegar hinsta kallið kom var því svarað fljótt með sömu reisn og karlmennsku og lífshlaup hans ein- kenndist af. Að leiðarlokum þakkar Félag íslenskra atvinnuflugmanna Ólafí Jónssyni fyrir frábær störf hans í þágu félagsins, drenglyndi og um- hyggju fyrir félagsmönnum. Eiginkonu Ólafs, Drífu Garðars- dóttur, bömum, tengdasonum, bamabömum sem og öllum vanda- mönnum, sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur með von um að minningin um góðan dreng megi verða huggun harmi gegn. Flýt þér vinur í fegra heim kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. J.H. Björn Guðmundsson, Frosti Bjamason. \ Allar árstíðir renna sitt skeið og svo er einnig um þetta sumar. Mannsævin lýtur sama lögmáli sem dagar og árstíðir. Fyrstu kynnum mínum af Ólafí Jónssyni gleymi ég seint, það er eins það hafí gerst í gær. Rúm 40 ár eru liðin, það er október 1946. Tveir menn sátu í litlu herbergi í heimavist Menntaskólans á Akur- eyri og ræddu hvaða leið hentaði best til árangurs í námi mínu. Ann- ar þessara manna var faðir minn sem að tilvísan skólameistara fékk fund í þessu heimavistarherbergi með 6. bekkjar stærðfræðinema sem ætlað var að hamra fræðum í skussann. 6. bekkjar neminn var Ólafur Jónsson. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að vináttutengsl mín við þessa tvo menn ættu eftir að hafa djúp áhrif á mig og að leiðsögn þeirra í gegn- um líf mitt myndi fylgja mér fram á þennan dag. Faðir minn fórst í flugslysi sjö mánuðum eftir þennan eftirminnilega fund. Ég skildi ekki þá hversu mikla umhyggju faðir minn bar fyrir mér. Ég nýtti þetta tækifæri ekki sem skyldi. En leið- sögn og vináttu Ólafs hef ég notið alla tíð. Fór minna fyrir kennslu þennan vetur, meira í umræður um landsins gagn og nauðsynjar. Þegar ég rilja upp kynni mín af Ólafí Jónssyni finn ég hversu heil- steyptur og góður maður hann var. Vinátta okkar hefur haldist óslit- in fram á þennan dag. Hann kom til dyranna eins og hann var klædd- ur. Margoft ræddi ég við hann um ýmis vandamál sem ég átti við að glíma. Ætíð fór ég sáttari af hans fundi því að ég vissi að hann réði mér heilt. Ég er honum þakklátur fyrir umhyggju hans fyrir mér. Ég hef oft hugleitt í hveiju vin- átta okkar Ólafs fólst. Oftast var það ég sem leitaði ásjár hjá Ólafí með hin ýmsu vandamál. Af kynn- um mínum við Ólaf veit ég að í huga hans var vinskapur, gagn- kvæmt traust og einlægni. Ég gleymi ekki samhygð þeirri sem Ölafur gaf hvort sem um meðbyr var að ræða eða ekki. Ólafur ætlað- ist ekki til annarra launa en gagnkvæmrar vináttu. Þess vegna var hann og mun ætíð vera í huga mér vinur sem aldrei brást. Þegar Ólafur og Drífa misstu son sinn í slysi fyrir fáum árum man ég hversu mikla löngun ég hafði til að gera eitthvað til að létta þeim sorgina. Ég fór til Ólafs og fann hinn þungbæra harm sem hann bar. Af fundi Ólafs þennan dag fór ég sem þiggjandi ekki sem gefandi eins og ætla mætti. Þannig var Ólafur. Fundurinn í litla herberginu í MA fyrir rúmum 40 árum var und- anfari meira en undirbúnings að námi mínu. Fastmælum var bundið að Ólafur leigði herbergi á heimili foreldra minna að ári liðnu er Ólaf- ur færi til háskólanáms í Reykjavík. Þrátt fyrir þær breytingar á högum móður minnar sem var orðin ekkja, hélst það samkomulag. Var það upphaf vináttu Ólafs og flölskyldu minnar á Vesturgötu 19. Verður Ólafí aldrei fullþakkað fyrir alla þá umhyggju og góðsemi er hann sýndi móður minni alla tíð og hversu vel hann reyndist henni er hún lá bana- leguna. Þar skorti ekki hjálparvilja og hjartahlýju. Ólafur var einn af okkur. Ég sendi Drífu og bömum þeirra hugheilar kveðjur frá okkur í „Vest- urgötu-flölskyldunni" og minnumst þess að eftir lifír minning mæt um góðan, bjartan og hjálpsaman mann. Hreinn Þ. Garðarsson Margir dagar af þessu sumri hafa fært okkur fleiri sólskins- stundir en mörg undanfarin sumur. Sólardagar með logni og 16—20 stiga hita. Gróður jarðar hefur náð meiri vexti en oft áður, umhverfíð hefur allt náð þeirri fullkomnun sem best getur orðið. Það er gaman á góðviðriskveldi að afloknum dags- verkum að líta hér í kringum sig. Ævinlega lítur maður hér um slóð- ir á tign okkar héraðs Snæfellsjök- ul. Sé hann hreinn og heiður að kveldi boðar það gott veður næsta dag. Það getur líka verið ógleyman- leg stund á kyrri og lognblíðri sumarkvöldstund að sjá renna í hlað bfl með góðum gestum. í dagbók minni stendur 2. ágúst sl.: „Gott og hlýtt veður, hiti 16-17 stig. Ynd- islegir gestir komu í kvöld og gistu, seint gengið til náða.“ Þessir góðu gestir voru hjónin Ólafur Jónsson læknir og kona hans, Drífa Garð- arsdóttir. Nokkur ár hafa liðið síðan þau komu hér, var því margt að spjalla og riíjaðar upp góðar minn- ingar frá liðinni tíð við Djúp. — Einmitt þennan dag komu þau vest- an frá Skálavík, þeim stað sem Ólafí var kærari en flestir aðrir. Þar sem æsku og unglingsárum var slitið á miklu menningarheimili afa hans, Ólafs Ólafssonar, bónda í Skálavík. Ólafur hafði orð á hversu vel Skálavík væri setin af þeim hjónum sem þar búa nú. Nóttin leið og næsti dagur kom, 3. ágúst, mánudagur. Ólafur passaði að koma á réttum tíma á fætur, endur- hvfldur eftir langa keyrslu fyrri dags. í honum blundaði sveita- og bóndaeðlið. Hann fylgdist með mjólkun kúnna og hvemig mjólkin væri meðhöndluð. Allt hreif huga hans. Síðan fórum við að Minni- Borg, þar sem refabú er stundað. Hann vildi fræðast um hvemig sú atvinnugrein gengi fyrir sig. Allt var iðandi af lífí í refabúinu því þá stóð yfír morgunmáltíð. Hann vildi festa þessa komu sína á refabúið á fílmu — kvikmyndaði allt sem hann sá þar. Síðan snæddu þessir góðu gestir okkar hádegisverð. Að máltíð lokinni hefur hann orð á, að á kom- andi hausti ætli hann að koma aftur, „þá verða þeir með mér Run- ólfur og Friðrik". Þessa tryggu vini mína hlakkaði ég til að fá í heim- sókn, svo sterkum böndum er vinátta okkar bundin. Allar fyrir- ætlanir geta brugðist og svo fór nú í þetta sinn. Runójfur Þórarinsson, vinur og félagi Ólafs, hringir til mín árla dags þann 18. ág. sl. og tilkynnir okkur að Ólafur hafí and- ast að kveldi dags þann 17 ágúst. Sú frétt snart mig djúpt, þessu átti ég ekki von á. En allt er hverfult í okkar heimi, við emm í heiminn borin til þess að lifa og deyja, því kalli sleppur enginn frá. — Minning um þennan mæta mann er kannski ljúfust, er ég hef riljað upp síðustu samverustundir okkar. Einmitt þær sem bundnar eru komu hans hingað á mitt heimili. Samfylgd hans frá æskuárum við Djúp er mér kær, Ólafur var þannig manngerð að hann kom fram eins og hans innri maður gaf til kynna. Hann var prúðmenni í bestu merkingu þess orðs, hann var fróðleiksfús og vildi hafa náið samband við sína vini og vildi greiða götu þeirra á sérstakan hátt. Skulu honum hér með færðar miklar þakkir fyrir hversu röskur og ólatur hann var að koma vinum sínum, sem til hans leituðu, til lækn- ishjálpar. Allt fannst honum jafnvel skylda sín að gjöra, því læknisstarf- ið er margþætt, manngæska og trygglyndi er kannski einn þáttur í þessari fræðigrein. Þessum þætti í starfí sínu hafði Ólafur mikla ánægju af, því í hjarta hans blund- aði sú blíða að fóm hans til náungans var hans innri þrá til þess að láta gott af sér leiða. Af slíkum manni er mikil eftirsjá. Ólafur var fæddur 4. september 1924 í Skálavík við ísafjarðardjúp. Móðir hans var Kristín Ólafsdóttir Ólafssonar, bónda í Skálavík. Faðir hans var Jón Benediktsson, læknir og tannlæknir, síðast í Reykjavík. Þau em bæði látin. Ólafur ólst upp hjá afa sínum og nafna í Skálavík. Þar hlaut Ólafur gott uppeldi, enda augasteinn afa síns. Ólafur var ágætur námsmaður, varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1947. Síðan hóf hann nám í læknis- fræði við Háskóla íslands. Að námi loknu þar dvaldi hann um nokkur ár í Bandaríkjunum og hlaut síðan viðurkenningu sem sérfræðingur í lyflækningum, sérstaklega í melt- ingarsjúkdómum. Þann 11. september 1954 kvænt- ist hann Drífii Garðarsdóttur frá Patreksfírði, mikilhæfri ágætis- konu, sem bjó þeim fagurt heimili og er einstök tryggðar- og gæða- kona í bestu merkingu þess orðs. Þau eignuðust ijögur böm, son sinn Ólaf misstu þau af slysförum í blóma lífsins. Eftir lifa dætumar Edda og Kristín Helga og sonurinn Garðar. Öll em bömin vel af guði gerð og traust fólk. Þegar ég nú kveð minn kæra v'in, er margt sem á hugann leitar, tryggðin og greiðasemin em kannski efst í huga. í lífsbók Ólafs er enga blaðsíðu auða að fínna. Þar hefur trygglyndi og drengskapur verið í heiðri hafður. Margir sakna nú þessa mæta manns. Mestur er þó söknuður eiginkonu og barna, en vestfirsk byggð hefur líka misst tiyggan vin. Innilegar samúðar- kveðjur frá mér og minni konu. Guð blessi minningu góðs vinar. Páll Pálsson, Borg. Mér hefur sjaldan bmgðið meira en þegar Aðalgeir Kristjánsson hringdi til mín laust eftir klukkan tíu mánudagskvöldið 17. ágúst síðastliðinn og skýrði mér frá því að vinur okkar, Ólafur Jónsson læknir, hefði verið fluttur fársjúkur á Landspítala og væri þá jafnvel látinn. Tæpri hálfri klukkustund síðar staðfesti hann að svo væri. Fyrr um daginn höfðum við verið við jarðarför frænku hans, Stein- unnar Bjamadóttur, í Fossvogs- kirkju, og var hann þá með glöðu yfírbragði, er við kvöddumst þar um klukkan fjögur. Það reyndist vera hinzta kveðjan. Að fímm stundum liðnum var hann látinn. Svo stórt var höggvið. Ólafur Jónsson var fæddur í Skálavík í Mjóafirði við ísafjarðar- djúp 4. september 1924. Foreldrar hans vom Kristín Ól- afsdóttir, Ólafssonar bónda í Skálavík, og Jón Benediktsson, þá héraðslæknir í Nauteyrarhéraði. Ólafur ólst upp í Skálavík hjá Ólafí afa sínum í miklu eftirlæti og átti þar glaða æsku. Fjölmenni var jafnan í heimili, enda búið eitt það stærsta þar í sveit og Ólafur bóndi mikill framkvæmdamaður. Gest- kvæmt var þar löngum, því að margir áttu þangað erindi. Þar var t.d. um nær aldarfjórðungs skeið eina símaþjónusta hreppsins. Ólafur vandist snemma almenn- um sveitastörfum og lék honum allt í höndum, einkum þó öll vél- tækni. Um og eftir 1940 fengu allmarg- ir bændur þar í sveit sér vindraf- stöðvar, en þeim hætti nokkuð til að bila, og vom þá ekki aðrir lagn- ari að gera við þær en Ólafur, og þá hann aldrei greiðslu fyrir af sveitungum sínum. Það hef ég fyrir satt að Ólafur, afí hans, hafi ætlað honum að taka við búi af sér í Skálavík, enda var þá Geir, yngri dóttursonur hans, enn í æsku og því allt óráðnara um framtíð hans. En hugur Ólafs stóð til mennta. Hann hóf nám utan- skóla í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri í ársbyijun 1943. Man ég enn þegar hann gekk fyrir mig á Rauðará, þar sem ég bjó í heima- vist skólans, í fylgd Sigurðar skólameistara og skýrði mér frá þessari fyrirætlan sinni. Varð þar fagnaðarfundur. Hann lauk stúd- entsprófí úr stærðfræðideild skól- ans vorið 1947. Var hann þá nokkuð óráðinn hvort heldur hann færi í nám í verk- fræði eða læknisfræði, en læknis- fræði varð fyrir valinu og lauk hann prófí í þeirri grein frá Háskóla ís- lands með góðri 1. einkunn vorið 1955. Að prófí loknu starfaði hann sem aðstoðarlæknir um skeið — eða þar til hann hélt til Bandaríkjanna sumarið 1957 til náms í lyflæknis- fræði, einkum þó meltingarsjúk- dómum. Þar var hann við nám og störf um nær 3ja ára skeið. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í fyrmefndum greinum í ágústmán- uði árið 1960. Eftir heimkomuna var hann að- stoðarlæknir við lyflæknisdeild Landspítalans í tæp tvö ár, en hef- ur síðan rekið lækningastofu í Reykjavík, lengst af í Domus Medica. M.a. hefur hann verið trún- aðarlæknir Félags íslenzkra at- vinnuflugmanna og Álversins í Straumsvík um árabil. Hann var vinsæll og vel metinn læknir, fljótur að átta sig á hlutum og ötull við að koma sjúklingum sínum á sjúkrahús, ef hann taldi alvöru á ferðum. Ólafur var maður fríður sýnum og bjartur yfírlitum, góður meðal- maður á hæð, vel á sig kominn og einstakt snyrtimenni á allan hátt. Hann var glaður og óvílsamur og stundum glettinn í orði í góðra vina hópi. Góðlátleg stríðni var honum eðlislæg. Hann hafði eindregnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær í ljós af hispursleysi. Hann var góður félagsmálamaður og áhugasamur og virkur stuðn- ingsmaður Félags Djúpmanna í Reykjavík. Hann var gestrisinn höfðingi heim að sækja og sátum við frænd- ur og vinir hans marga góða matarveizlu á rausnarheimili þeirra hjóna. Þau voru mjög samhent um allan myndarskap. Fjárhagur hans var að vísu rúmur og gat hann því veitt sér marga hluti. Ágætt bóka- safn átti hann. Batt hann flestar eða allar bækur sínar sjálfur. Bók- band lærði hann hjá þeim kunna bókamanni, Helga Tryggvasyni, og var haft eftir honum að hann hefði aldrei haft jafnmikilvirkan og vel- virkan nemenda sem Ólaf. Málverk eftir ýmsa þekktustu málara okkar prýddu þar margan vegg, enda var Ólafur fagurkeri. Menningarblær lék þar um salar- kynni. Ýmis áhugamál hafði Ólafur, en flugið mun þó hafa heillað hann mest. Á fimmtugsaldri hóf hann að læra flug og lauk atvinnuflug- mannsprófi með blindflugsréttind- um. Hann átti hlut í flugvél og naut þess mjög að bregða sér í flug- ferð og njóta útsýnis yfír fagra byggð á björtum degi. Svo sem áður getur ólst Ólafur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.