Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Engiim einuin er treyst- andi til að kaupa rfldsbanka eftir Halldór Blöndal Á undanförnum árum hefur sú skoðun notið vaxandi fylgis að nauðsynlegt sé að efla starfsemi einkabanka hér á landi. í samræmi við það var Útvegsbankanum breytt í hlutafélag og hlutabréfin sett á almennan markað. í söluskilmálum var sá vamagli sleginn, — og það er grundvallaratriði, — að áður en kaup færu fram yrði að leita sam- þykkis ráðherra ef einn aðili, móður- og dótturfélag, óskaði að kaupa hlutabréf fyrir 50 milljónir króna eða meira. Þessi fyrirvari er auðvitað ekki settur inn að ástæðulausu. Á bak við hann býr sú hugsun að það sé í senn óheilbrigt, óæskilegt og sið- laust að einn aðili, — hver sem hann er — fái ríkisbanka afhentan til eignar og umráða þó að fullt verð komi fyrir. Það er misskilning- ur ef einhver heldur að siðfræðilegt mat skipti máli í þessu sambandi — t.d. hvort hugsjónir og sönn félags- hyggja ráði stefnu SÍS á Svalbarðs- eyri og í Útvegsbankanum eða ekki. Ifyrirvarinn snýr auðvitað að einok- unaraðilanum og bitnar á honum, af því að fyrirvaranum er ætlað að vemda hagsmuni viðskiptamanna ríkisbankans eftir að hann er orðinn einkabanki. Ffyrirvarinn er enn fremur og ekki síður nauðsynlegur og stefnu- markandi varðandi Búnaðarbank- ann og Landsbankann. Ekki trúi ég því að í huga nokkurs geti það þótt heppilegt ef viðskiptamenn þessara ríkisbanka mega búast við því kannske hvaða dag sem er að eiga hagsmuni sína undir einhveij- um einum aðila sem ofan í kaupið er þeirra helzti keppinautur á sviði atvinnu- eða á viðskiptasviðinu. Við getum látið hugann reika til Vest- mannaeyja nú í þessu sambandi og þeirra svem yfirlýsinga sem sam- bandsmenn hafa gefíð um það að þeir ásælist þann hluta sjávarút- vegsins, sem enn er ekki í þeirra höndum. DV hefur eftir Steingrími Hermannssyni að innan samvinnu- hreyfingarinnar væm menn „sem vildu Utvegsbankann til þess að komast meira inn í sjávarútveginn og þeir hinir sömu menn bentu á að þeir væm hvort sem er sterkir innan landbúnaðarins." Þetta sagð- ist Steingrímur hafa hlerað ofan í menn. Það er svo sérstakt athugunar- efni með hliðsjón af þeim tökum, sem samvinnuhreyfíngin hefur víða haft á bændum, hvemig þeir sam- vinnumenn hyggjast nota Útvegs- bankann „til þess að komast meir inn í sjávarútveginn“. Ég vil ekki ætla Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra neitt að óreyndu, en ég hlýt þó að láta í ljós ugg minn yfír þeim yfírlýsingum sern hann hefur gefíð eftir að tilboð SÍS í hlutabréf Utvegsbankans var opn- að og þó kannske fyrst og fremst eftir að fyrir lá að 33 aðilar undir forystu Landssambands ísl. útvegs- manna vildu kaupa þau hlutabréf sem óseld em í Útvegsbankanum. Strax þriðjudaginn 18. ágúst var viðtal við hann í Alþýðublaðinu en þar er eftir honum haft: „Ég reyni að líta á málið frá þremur markmið- um. í fyrsta lagi því að treysta fjárhag ríkisins sem bezt og fá fram sem hagstæðust og ömggust greiðslukjör á því hlutafé sem selt verður einkaaðilum eða félögum. I öðm lagi því markmiði að bæta skipulag bankanna sem bezt og í þriðja lagi að um málið sé sæmileg- ur friður því það eitt er ekki sízt mikilvægt.“ Það vekur auðvitað undireins athygli að viðskiptaráðherrann sem æðsti yfírmaður ríkisbankanna skuli ekki víkja einu einasta orði að hagsmunum þeirra sem við Út- vegsbankann hafa skipt, sem hlýtur þó að vera ein af höfuðskyldum Blaöburðarfólk óskast! AUSTURBÆR VESTURBÆR Ingólfsstræti Skúlagata Skipholt Lindargata frá 39-63 Laugavegurfrá 32-80 Meðalholt Þingholtsstræti Sóleyjargata Ægissíða frá 44-98 Aragata Nesbali ÚTHVERFI Básendi bankamálaráðherrans á hvetjum tíma. Þetta stingur enn meira í augu og verður alvarlegra þegar jafnframt er eftir ráðherranum haft í þessu viðtali: „Ég mun ekki mis- gera neitt við sambandsmennina" því það er berlega ljóst að þessum orðum sögðum að hann telur 50 milljóna króna fyrirvarann ekki einu sinni virði þess pappírs sem hann var skrifaður á. Hann telur með öðrum orðum að ekkert sé við það athugavert þótt einn aðili, í þessu tilviki SÍS, gleypi þennan gamla ríkisbanka með húð og hári. í lokin segir svo ráðherrann: „Auðvitað er þó á öllum málum af þessu tagi stjórnmálaleg sjónarmið eða stjórnmálalegar hliðar. Ég lít alls ekki á þetta sem flokkspólitískt mál. Það getur vel verið að ein- hveijir geri það en flokksskírteini eiga ekki að ráða í slíkum málum." I svipuðum hálfkæringi hefur for- maður Alþýðuflokksins, Jón Bald- vin Hannibalsson, fjármálaráð- herra, talað um þessi mál. Það kveður sannarlega við nýjan tón hjá þeim alþýðuflokksmönnum sem á undanfömum misserum og árum hafa ekki verið eftirbátar annarra við að vara við þeirri hættu sem okkur kann að stafa af SÍS eins og það er uppbyggt og vil ég síst gera lítið úr því að nauðsynlegt sé að setja þegar í stað fastari skorður við því að auðhringir geti myndast Halldór Blöndal hér á landi sem gíni yfir hvers manns koppi og ógni eðlilegum við- skiptaháttum í landinu. Það er berlega ljóst nú eftir að Útvegs- bankamálið kom upp að sú hætta er yfirvofandi og nær en menn héldu. Eins og ég hef áður lagt áherzlu á er í mínum huga grundvallaratr- iði við sölu Útvegsbankans að enginn einn aðili fái þar bæði tögl og hagldir. Þetta er í rauninni nóg og meira þarf ekki til að útiloka SIS og dótturfyrirtæki þess. 50 milljóna króna fyrirvarinn átti að vera nægileg leiðbeining fyrir for- ráðamenn SIS til að þeir byðu ekki í hlutabréf Útvegsbankans eins og þeir hafa gert. í dagsinsöim eftir Halldór Jónsson Þegar menn aka um landið okkar, á síbatnandi vegum, þá bregst það ekki, að kindur standa í röðum með- fram vegunum og bíta blessað Vegagerðargrasið. Nú er víst blýinni- hald vegagrassins tíðum yfir hættu- mörkunum og hlýtur þá að vera til takmarkaðs bragðbætis í kótilettun- um og hangikjötinu, án þess að ég hafí handbærar tölur þar um ... Sagt hefur verið, að fjallalambið okkar og frændsystkini þess ónefnd kosti okkur um tvo milljarða króna á þessu ári. Á næsta ári verður það enn meira ef svo fer fram sem horf- ir. Landið okkar stynur undan ofbeit. Það er að blása upp og verða að eyðimörk. Á sautjánda júní heitir það að íslendingar eigi þetta land, ætt- jörðina, Fjallkonuna og allt það. Raunveruleikinn virðist hinsvegar vera sá, að það eru nokkrir bændur sem eiga þessa ættjörð og eru að eyða lífríki hennar upp. Við þurrabúð- armenn megum ekki tjalda á landinu, ekki tína ber í móanum, ekki veiða físk né fugl, ekki byggja sumarhús né stinga niður hríslum, án þess að greiða eigendum landsins fyrir. Þeir mega hinsvegar rányrkja gróðurríkið að vild sinni og standa fyrir upp- blæstri, alveg án tillits til okkar hinna. Og meira en það. Þeir láta okkur hina landlausu borga sér kaup fyrir verknaðinn. Haustslátrun dilka stendur nú fyr- ir dyrum. Mikil atvinna eins og það er kallað verður í sláturhúsunum um allt land. SÍS stendur með ginið opið til þess að kjamsa í sig uppbætur, sölulaun, vaxta- og geymslukostnað, flutningsgjöld, auk þess að selja alls- kyns þjónustu vegna þessa atburðar. Næsta ár keyrum við svo kjötið frá 1985 og 1986 á haugana, þegar við erum búin að borga SÍS geymslu- kostnaðinn og vextina. Er þetta óumflýjanlegt? Mér hefur flogið í hug hvort til sé leið út úr þessu vandamáli okkar þurrabúðarmanna. Hún er svona: Tökum 3—500.000 fjár frá slátrun í haust. Þetta fé setjum við um borð í skip og sendum til Abbyssíníu, — frítt. Við gætum líka reynt að selja það á fæti til Rhyad, þar sem þá mun vanta ósémóbílað rolluket og „Mér líkar allilla, að þeir vinir mínir, sem nú hafa valizt til þess að veita þessum banka f or- stöðu og til þess að reyna að efla hann á nýtil sjálfsbjargar, skuli nú horfa fram á það, að verða reknir út í skiptum fyrir ein- hveija Síslendinga án þess að hafa fengið tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr.“ blóð. Þeir vilja hinsvegar endilega fá að draga sjálfír á barkann á rollun- um, þó það sé íslenzkum dýravinum til einhverrar hremmingar. Auk þess væri ef til vill hægt að vekja athygli Bandaríkjamanna á því, að þetta er óhormónabætt kjöt. En sagt er að Kanar séu sem óðast að fá vaxtarlag holdakjúklinga, vegna framleiðni kjúklingabænda þar í landi, sem byggist á hormónagjöf með fóðrinu. Sé þetta vandkvæðum bundið, þá skerum við þessar skjátur sjálfír uppi á haugum og ýtum svo yfír þær strax. Greiðum bændunum fullt verð fyr- ir þetta. 2 milljarða af skattfé greiðum við þessum sömu bændum sem vinnulaun við það að planta skógi eða græða land á annan hátt og friða lönd með því skilyrði, að þeir lembi ekki nema svo sem 200.000 kindur f haust. Kaupum allar þær jarðir, sem bændur vilja selja og leggjum niður búskap á þeim eftir því sem þurfa þykir. Hagnaðinum af þessum ráð- stöfunum verði varið til þess að græða upp landið og efla búskap í landinu í stað rányrkju. í því sama skyni verði lagður svo sem 4000 króna þungaskattur á hvert hross í landinu og þeim þannig fækkað í landbótaskyni. Útvegsbankinn Um fátt hefur verið meira rætt undanfarið en málefni míns hijáða banka, Útvegsbankans. Mér er hlýtt til þeirrar stofnunar, því að í honum En forráðamenn SÍS eru ekki vanir því að fá ekki það sem þeir ásælast, enda eiga þeir mikið undir sér: farskip og fískiskip lúta þeirra stjórn, fiskvinnslustöðvar, kaup- félög, sláturhús, mjólkursamlög, verksmiðjur, kaffibrennsla, a.m.k. tvö tryggingarfélög, olíufélag, inn- flutningsfyrirtæki af ýmsum stærðum og gerðum, hótel, margir samvinnusparisjóðir, samvinnu- banki, skóli, stjórnmálaflokkur og tvö dagblöð. Það er ekki ástæða til að hafa þessa upptalningu lengri eða nákvæmlega sundurgreinda. En einhvem tíma var sagt: Allt vald spillir. Algert vald spillir alger- lega. Viðskiptaráðherra tekur auðvitað sínar ákvarðanir. Vonandi er hann ekki lengur þeirrar skoðunar, að ríkið hafi engar skyldur við þá sem verið hafa viðskiptamenn ríkis- banka, jafnvel um áratugi. Vonandi skilur hann nú, að Útvegsbankinn má ekki lenda í höndum neins eins aðila, sem teygir atvinnu- og við- skiptahagsmuni sína í öll byggðar- lög landsins og á þar í harðri samkeppni. Vonandi gerir hann sér grein fyrir, að yfirtaka Samvinnu- bankans á Útvegsbankanum kallar á ný bankaútibú, a.m.k. í Vest- mannaeyjum, ísafirði og Siglufirði og gerir þær kröfur til ríkisbank- anna tveggja, Búnaðarbankans og Landsbankans, að þeir taki við öll- um þeim viðskiptamönnum Útvegs- bankans, sem þar er ekki lengur vært, eftir að SÍS-stimpillinn þarf á allar afgreiðslur þaðan. Vonandi gerir viðskiptaráðherra sér ljóst, að Búnaðarbankinn verður hvorki not- aður sem skiptimynt né í hrossa- kaupum nú né endranær. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn íNorður- landskjördæmi eystra. sló ég minn fyrsta víxil á ævinni hjá Jóhannesi blessuðum Hafstein, sem var þekktur fyrir að vilja öðrum bankastjórum fremur leysa vanda þeirra smáu í , þjóðfélaginu. Ég keypti mér því bréf í bankanum þegar þau voru boðin út og vildi leggja mitt af mörkum til þess að þessi banki yrði almenningshlutafé- lag í eykonskum skilningi þess orðs. En nú á ég skyndilega að verða bólfélagi SIS í þessum banka, sem býðst til að gleypa hann með húð og hári. Og nú standa forkólfar Sjálfstæðisflokksins í sporum Hrafnkels Freysgoða og iðrar þess að hafa nú mælt fleira en þá fýsir að standa við í þessari nýju stöðu. Mér líkar allilla, að þeir vinir mínir, sem nú hafa valizt til þess að veita þessum banka forstöðu og til þess að reyna að efla hann á ný til sjálfsbjargar, skuli nú horfa fram á það, að verða reknir út í skiptum fyrir einhveija Síslendinga án þess að hafa fengið tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr. Annars gruna ég nú SÍS prívat alveg eins um þá græsku, að þeir hafi sett fram til- boðið til þess að fá fjármagnsfjöl- skyldumar til þess að blánkera sig á því að kaupa þennan vonarpen- ing, sem bankinn er víst, svo SÍS geti betur nýtt sitt fjármagn í sam- keppni við á í sjávarútvegi. Það er einnig allrar athygli vert, að SÍS sýnist hafa það sterka stöðu í Landsbankanum, að því séu svona vegir færir þegar þurfa þykir. En ég hef eitt við þetta allt að athuga. Ég á nefnilega Útvegs- bankann. Með þér og þér líka. Það voru okkar peningar, sem var tapað þarna. Mest fyrir tilverknað stjóm- málamanna, þar sem Hafskip er bara brot af dæminu. Við eigum þennan eina og hálfa milljarð, sem búið er að pumpa í bankann og þessir tilboðsgjafar vilja nú fá keyptan á hálfvirði. Mér fínnst að ég eigi að fá sent mitt hlutabréf heim í pósti og þú og þú líka. Eitt stykki á hvem skattgreiðanda þessa lands. Við getum svo selt þau til SÍS eða Eimskips alveg án milli- göngu Amarhvols. Eða átt þau og vonað að við munum geta rekið þessa ágætu stofnun vel í framtíð- inni, sem raunvemlegt almennings- hlutafélag. Eða því þegir nú Eykon? Er ekki hægt að sjá skóginn fyr- ir tijánum í dagsins önn? Höfundur er verkfræðingvr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.