Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 5 LJOMARALLIÐ 1987 „Okkur langaði að grenja“ - sögðu tveir keppendur sem eru úr leik í Ljómarallinu „ÉG er satt að segja hissa á að við skulum vera fyrstir, Rúnar fékk krampa í hendurnar á Kaldadal og datt alveg úr sambandi. Hann gat því ekki lesið leiðarnóturnar. Við vitum ekki hvað olli krampanum, en héldum ótrauðir áfram. Þetta verður geysilega jafnt í dag," sagði Jón Ragnarsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en hann og Rúnar sonur hans hafa nauma forystu í Ljómarallinu eftir fyrsta dag keppninnar, sem stendurfram á laugardag. Það var mikið um skakkaföll í keppninni í gær, _sem hófst á Reykjavíkurflugvelli. Á sérleið um Kaldadal lentu Jón S. Halldórsson og Guðbergur Guð- Gunnlaugur bergsson á Porsche Rögnvatdsson í hrikalegu óhappi. skrifar ,,Þetta var hroðalegt Eg byrjaði strax illa, keyrði ekki vel á flugvellinum, en náði svo tökum á bflnum á Uxa- hryggjaleið. Á Kaldadal keyrði ég eins og fantur, hratt en þó örugg- lega. Við höfðum lítið getað skoðað leiðirnar, leiðamótumar voru ekki góðar og talkerfið bilað, en hvað um það. Þegar við komum að blind- hæð einni sá ég skilti í fjarska handan við hæðina og taldi veginn liggja við það. Fór ég því á öðru hundraðinu yfir hæðina, en þá kom í ljós að vegurinn sveigði til vinstri." „Bíllinn sveif eina 10 metra, lenti í vegkantinum og kastaðist síðan útaf, velti og velti. Hann hefur ör- ugglega farið fjórar veltur og það harkalegar. Við sluppum án skrámu, öryggisbúnaðurinn sá fyrir því. Á meðan við ultum ríghélt ég í stýrið og hugsaði hvort við gætum haldið áfram. En bíllinn stöðvaðist og annað hjólið vantaði undir og fleira var skemmt. Við urðum bijál- aðir, langaði að grenja á staðnum. Allur undirbúningur og sigurvonir voru roknar út í veður og vind.“ Það lentu fleiri toppbílar í erfiðleik- um. Hjörleifur Hilmarsson og Sigurður Jensson á Talbot hættu eftir enn eina vélarbilunina. Haf- steinn Aðalsteinsson og Witek Bogdanski á Ford Escort töpuðu miklum tíma þegar startari hætti að virka. „Við höldum áfram, það , Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson „Halló, er eitthver þama í flugtuminum, oska eftir flugtaksheimild ..." Skapti Hallgrímsson blaðamaður Morgunblaðsins brá sér fyrsta sprettinn með Jóni Ragnarssyni í Ljómarallinu, þegar ekið var á sérleið við Reykjavíkurflugvöll. Saman náðu þeir besta aksturstíma, en Rúnar Jónsson tók sæti Skapta eftir leið- ina. Lýsing á rallreynslu þess síðamefnda birtist hér á íþróttasíðunni. er langt eftir, en fyrsta sætinu get- um við gleymt," sagði Hafsteinn. Erlendu ökumennimir ollu von- brigðum. Finnamir Miko Torilla og Ossi Lehtonen á Audi Quattro fóm rólega; voru aðeins í tíunda sæti í gærkvöldi. Jóhann Hlöðversson og Sighvatur Sigurðsson veltu Escort sínum á Uxahryggjaleið þegar hún var ekin í gærkvöldi. Voru þeir þá nýbúnir að taka framúr Peugeot 205 GTI Bretanna Andrew Orchard og Paul Hughes, en misstu þá stjóm á bílnum sem endastakkst og valt. Þeir náðu þó að halda áfram keppni. Andy Bassett og Alan Roberts á Fiat 131 Racing klufu á tímabili loftið með höfðum sínum eftir að framrúða skoppaði úr bílnum á fullri ferð. Þeir létu þó ekki vindinn eða tárin sem hann skapaði aftra sér frá því að keyra áfram á sérleið- um Borgarfjarðar. í dag aka keppendur sérleiðir á hálendinu, m.a. um Gunnarsholt, Dómadal og Fjallabak. Þessar leiðir em erfiðar og taka sjálfsagt sinn toll af keppendum. Bilið milli efstu bflanna er mjög lítið, þannig að lítið má útaf bera ef menn ætla að halda sínu sæti. Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögvaldsson Tilþrifamiklir taktar. Brœðumir Guðmundur og Sæmundur Jónssynir voru í flórða sæti eftir gærdaginn og aka á kunn- uglegum slóðum í dag. Ekki er ólíklegt að þeir geti færst nær toppnum af þeim sökum. Morgunblaöiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson Þorstoinn Pálsson, forsætisráðherra, skemmtir sér greinilega hið besta um borð f rallbfl Ásgeirs Sigurðssonar og Braga Guðmundssonar. Hann sat f bíl. þeirra félaga fyrstu sérleiðina. Staðan í Ljómarallinu 1. Jón Ragnarsson/Rúnar Jónsson, Ford Escort RS 1.27,54 2. Birgir Þór Bragason/Hafþór Guðmundsson, Talbot 1.29,34 3. Steingrímur Ingason/Ægir Ármannsson, Datsun 1.30,44 4. Gumundur Jónsson/Sæmundur Jónsson, NISSAN 1.31,34 5. Þorsteinn Ingason/Úlfar Eysteinsson, Toyota 1.32,42 6. Ásgeir Sigurðsson/Bragi Guðmundsson, Toyota 1.32,47 7. Ari Amórsson/Magnús Amarsson, Alfa Romeo 1.39,14 8. Daníel Gunnarsson/Birgir Pétursson, Opel 1.39,32 9. Nikko Torilla/Osse Lehtonen, Audi 1.40,15 10. Birgir Viðar Halldórsson/Indriði Þorkelsson, Mazda 1.41,43 11. Sigurður B. Guðmundss./Amar Theódórsson, Lancer 1.42,13 12. Birgir Vagnsson/Gunnar Vagnsson, Toyota 1.43,27 13. Halldór Gíslason/Einar Magnússon, Shevett 1.45,03 14. Hafsteinn Aðalsteinsson/Witek Bogdanski, Escort 1.46,57 15. Jóhann Hlöðversson/Sighvatur Sigurðsson, Escort 1.49,15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.