Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 1 Kór Langholtskirkju tekur Lagið á hafnarbakkanum í Þórshöfn. Kór Langholtskirkju á „kórstevnu“ í Færejjum eftir Þorvald Friðriksson Kór Langholtskirkju fór í tíu daga söngferðalag til Færeyja um mánaðamótin maí/júní í vor. Erindi kórsins þangað var tvíþætt: annars vegar að taka þátt í þriggja daga kóramóti færeyskra kóra, „kórstevnu" eins og það heitir á færeysku en það var haldið í Þórs- höfn dagna 28. til 30. maí, og hins vegar að halda fema tónleika, í Klakksvík, Fuglafirði, Vogi á Suð- urey og síðast í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Allt frá árinu 1967 hefur fær- eyska kórasambandið staðið að árlegum mótum færeyskra kóra. Þessi kóramót standa yfirleitt í þijá daga þar sem allt söngfólkið æfír saman á daginn undir stjóm þess söngstjóra sem leiðir mótið og síðan eru haldnir tónleikar á kvöldin þar sem hver kór flytur 10 til 15 mínútna.dagskrá. I lok síðustu tón- leikanna syngja allir kóramir saman þá dagskrá sem æfð hefur verið á mótinu. Jón Stefánsson, söngstjóri Kórs Langholtskirkju, hefur tvisvar stýrt slíkum kóramótum, fyrst í Vogi 1982 og síðan í Vestmanna 1986. Hann er því af góðu kunnur á með- al kórafólks í Færeyjum, enda var honum nú boðið að koma með sinn kór með sér og taka þátt í „kórstevnunni" 1987. í þetta sinn fór kóramótið fram í hinu glæsilega Norðurlandahúsi í Þórshöfn undir stjóm hins frábæra sænska kórstjóra, Roberts Sund. Alls tóku 15 kórar þátt í þessu kóramóti, allir færeyskir nema Kór Langholtskirkju, en samtals voru þátttakendur vel á 4. hundrað. Eins og þessar tölur gefa til kynna þá er söngáhugi Færeyinga með ólík- indum. Þama var saman komið fólk alls staðar að úr Færeyjum til þess eins að syngja saman og gleðj- ast í þijá daga. Kóramótið hófst eftir hádegi fimmtudaginn 28. maí, en félagar Kórs Langholtskirkju voru þá ný- komiiir til Þórshafnar. Er ekki að orðlengja það að Svíinn Robert Sund náði strax ótrúlegum tökum á þessum sundurleita hópi. Ekki var hægt annað en heillast af krafti hans og tónlistargáfum sem hann miðlaði hópnum á svo mannlegan og sannfærandi hátt. Sem dæmi mætti nefna eitt af lögunum sem hópurinn söng saman, The Drun- ken Sailor, en til þess að texti lagsins kæmist nú örugglega til skila fékk Robert Sund allan hóp- inn, þar með virðulegar miðaldra frúr og roskna sjómenn, til þess að hiksta.með tilheyrandi leikrænum tilburðum. Menn urðu að skilja að textinn skipti ekki minna máli en lagið og ein og ein vitlaus eða fölsk nóta skipti kannski ekki svo miklu maíi svo lengi sem textinn kæmist til skila. Þannig var unnið af feikna krafti í þijá daga undir stjóm hæfileika- mannsins Roberts Sund. Lögin sem hópurinn söng saman vom skemmtileg blanda af fallegum og ljóðrænum sænskum lögum, kraftmiklum og jafnvel kómískum lögum, eins og The Drunken Sail- or , og þá mátti merkja jazzáhuga Roberts Sund í laginu Scandina- vian Shuffle, en hann er ekki aðeins virtur sem kórstjóri heldur er hann einnig talinn með betri jazz- píanistum Svíþjóðar í dag. Fyrsta kvöldið vom haldnir tón- leikar þar sem 7 kórar komu fram. Það sem helst vakti athygli á þeim tónleikum var lítill stúlknakór frá Þórshöfn undir stjóm Pauli í Sand- gerði. Þessi kór söng meðal annars íslenska þjóðlagið, Sofðu unga ást- in mín, í útsetningu stjómandans og færeýskri þýðingu Andreas Andreasens. Kórinn söng þetta iag listavel. Þá söng karlakór Þórs- hafnar nokkur lög á þessum tónleik- um. í þeim kór em u.þ.b. 40 félagar þar á meðal nokkrir drynjandi djúp- ir bassar sem setja mjög svip sinn á kóririn. Robert Sund. Ufem./ÓUfurHauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.