Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
17
Jo t.v., Judith t.h. og ástralsk- íslenskur sveinn sem heitir Alex-
ander.
nesi og bjargaði málunum með því
að aka mér þangað. Þetta finnst
mér gott dæmi um það hvað ís-
lendingar láta sig aðra varða. Eitt
atriði í háttum íslenskra kvenna
kom mér furðulega fyrir sjónir
fyrst þegar ég kom, það var að
margar húsmæður settust ekki til
borðs með gestum heldur borðuðu
af diski eða jafnvel undirskál úti
í homi. En þegar ég fór að ræða
það við þær fannst þeim furðulegt
að ég gæti bæði séð um elda-
mennskuna og setið til borðs með
gestunum.
En hvað segir Josephine Flynn:
— Ég kom til íslands um hávet-
ur, í nóvember árið 1981. Mér
fannst landið eins og stór ísklett-
ur,_en það var ógurlega fallegt.
Ástæðan fyrir því að ég kom
var sú að við vinkonurnar sem
vorum að vinna á hóteli í Eng-
landi ákváðum að koma hingað,
því okkur var sagt að við gætum
unnið okkur fyrir meira kaupi
hér. Við ætluðum til Suður-
Ameríku en okkur tókst ekki að
safna nógum peningum í Eng-
landi. Það voru of mikil tækifæri
til að eyða peningum þar, en færri
á Þingeyri. Aðallega brennivín og
sígarettur.
Hvað tók þig langan tíma að
komast inn í málið?
— „Eina viku“, en fyrst þegar
ég heyrði fólkið í frystihúsinu tala
íslenskuna fannst mér að það
væri að rífast, það hljómaði þann-
ig í mínum eyrum. Svo hart.
En það er frábært hve lista- og
menningarlífið er auðugt hér og
hve mikið er af bókabúðum. Hlut-
ir virðast snúast mun meira um
inni- en útilíf.
Nú ert þú gift hér á landi og
nýorðin móðir.
— Já og ég komst aldrei í hiria
fyrirhuguðu ferð til Suður-
Ámeríku, en hins vegar fór
vinkona mín og er nú í Venezuela.
Hver heldurðu að munurinn sé
á því að ala upp barn hér eða í
Ástralíu?
— Ég hef ekki átt bam í Ástr-
alíu svo ég veit ekki hvemig það
er, en læknisþjónusta er mjög góð
hér og öll þjónusta. Hér getur
maður farið með barnið niður í
bæ og skilið það eftir í vagninum
fyrir utan verzlanir sem ekki er
hægt í Ástralíu. Aftur á móti þarf
maður að eiga mikið meira af föt-
um á þau hér og klæða þau mikið
meira. Að því leyti er lífið mikið
áhyggjulausara í Ástralíu því þar
þarf ekki að eiga svo mikið af
fötum.
En varðandi það sem þið emð
að gera, Judith og Jo, hvað finnst
ykkur jákvæðast _hér miðað við
heimaland ykkar Ástralíu?
— Það eru möguleikamir. Hér
er hægt að gera allt sem þér dett-
ur í hug.
Judith: Hér er hægt að koma
ýmsum verkum á framfæri og það
er markaður fyrir þau þegar slíkt
væri erfitt í Ástralíu í dag. Eins
og til dæmis fyrir óþekktan höfund
Að hafa endaskipti
átilveruimi
Segja má að ást, atvinna og
hrein og skær forvitni ásamt fróð-
leiksfysn séu þau öfl sem mestri
hreyfingu valdi í lífi fólks. Amor
getur fengið fólk til að flytja bú-
ferlum heimshoma á milli eins og
mörg dæmi eru um. Atvinna og
atvinnumöguleikar reka fólk oft
langar vegalengdir ásamt hinni
mannlegu óseðjandi forvitni og
fróðleiksfysn. Enda væri heimur-
inn ekki kominn svo langt í ýmissri
þróun ef sá eiginleiki hefði ekki
búið í mannlegu eðli.
Til eru tveir málshættir sem í
raun stríða hver gegn öðrum.
„Heima er best“, og „Heimskt er
heimaalið bam“. Ekki ætla ég að
setjast í dómarasæti um sannleiks-
gildi þeirra, en þeir fá mann til
að hugleiða aðlögunarhæfni
manneskjunnar. Og það ekki síst
þegar maður hefur hitt tvær
kjamakonur sem búa hér en hafa
fæðst og alist upp hinum megin á
hnettinum, í Ástralíu.
Það eru stundum einkennileg
atvik sem verða til að leiða heilar
keðjur annarra atvika, sem síðan
leiða oft til nýrra og áhugaverðra
kynna. Fyrir slíkt tilstilli raða af
atvikum komst ég í kynni við Jud-
ith F. Gunnarsson frá Melbourne
í Ástralíu, en hana heillaði Amor
til íslands. Mér hafði verið gefinn
lítill kóalabjöm á pinna sem hún
sá og þannig urðu kynnin. Hún
hafði þó einnig kennt ensku í skól-
anum sem bömin mín voru í. Og
þar sem hún býr rétt hjá vinnu-
stað mínum og heimili hef ég oft
rekið nefið inn, fengið kaffisopa
og kynnst athafnasömu lífí henn-
ar. Það varð til þess að ég fór að
hugleiða þessa aðlögunarhæfni
sem sumt fólk virðist búa yfir og
geta gert það besta úr hvar sem
það er statt í heiminum.
Þær hugleiðingar urðu til þess
að mig langaði til að leyfa ykkur
að fá innsýn í það með mér hvem-
ig þessar manneskjur hafa aðlag-
ast hér, hvernig þeim fannst að
koma hingað, hvað þær eru að
gera og ýmisiegt fleira. Judith
stakk upp á að Jo yrði með, þar
sem hún kom mikið seinna hingað
og hefur aðra reynslu. Jo heitir
fullu nafni Josephine Flynn og
rekur Enskuskólann í Túngötu.
Hún fæddist og ólst upp í fallegum
strandbæ norður af Sydney sem
heitir „The Entrance", með gyllt-
um sandi þar sem maður siglir á
sjóbrettum, borðar ávexti og lætur
sér líða vel.
En hvemig var að koma til Is-
lands?_
— Ég kom haustið 1959. Það
sem kom mér mest á óvart var
gróðurleysið og skortur á trjám.
Tungumálið var mjög erfítt. En
vegna þess fólks sem ég þekkti
hér fann ég mig strax heima og
aðlagaðist í gegnum menningarlíf-
ið hér, leikhús, listsýningar og
fleira. Ég kynntist fljótt mörgu
fólki enda fór ég strax að vinna
við kennslu. Það sem var mér
mest framandi var veðráttan, enda
er hún mjög ólík því sem við eigum
að venjast. Veturinn í Ástralíu er
aðeins þrír mánuðir en sumarið
stendur í níu mánuði. Það er nokk-
uð erfitt að sætta sig við íslenska
vetrarmánuði. En þeir hafa þó sína
kosti sem felast í öllu því menning-
arlífi og athafnasemi sem fer fram
innanhúss. Handavinna og ýmis
sköpun sem fer fram óháð veðr-
inu. En mér fannst íslenski
vetrarstormurinn mjög ógnvekj-
andi. I Ástralíu lifir fólk mikið
utanhúss og stundar allskonar
íþróttir. Hálka þekkist alls ekki.
Eitt af því sem kom mér mikið
á óvart var að allir þekktu alla
og virtust láta sig aðra varða og
höfðu áhuga á mér án þess að
þekkja mig. Það fann ég vel eitt
sinn er ég var á leið upp í Borgar-
ljörð með gömlu Akraborginni
þegar hún fór líka upp i Borgar-
nes. Ég ætlaði þangað en fór óvart
úr á Akranesi. Á þessum tíma var
íslenskukunnáttan ekki nema tvö
orð.
Þar sem ég stend á bryggjunni
víkur sér að mér maður sem sér
að ég er í vandræðum. Með mínum
tveim íslensku orðum, og ensku í
bland ,tekst mér þó að gera mig
það skiljanlega að hann gat hringt
í manninn sem beið mín í Borgar-
___ og varla tími til að lita upp .
gögnum.
Ég fann fyrir því að vera útlend-
ingur þama fyrst, því fólkið starði
á mig eins og ég væri frá Mars.
Hvað fannst þér um menningu
okkar og hugsunarhátt? Mér
fannst skrýtið að það þyrfti að
fara alla leið til ísafjarðar til að
ná í áfengi, og að alltaf þyrfti að
teyga hvetja flösku strax til botns
fannst mér einnig mjög skrýtið.
Viðhorfið gagnvart vinnu
fannst mér einnig mjög framandi
og það að allir þurfa að eignast
allt. Líf fólksins virðist snúast
fyrst og fremst um vinnu og ekk-
ert annað. í Ástralíu snúast
hlutimir mikið meira um að lifa
lífinu, gera eitthvað skemmtilegt.
Fólk vinnur aðeins átta tíma á dag
og yfirvinna þekkist varla.
En hvemig virka Þorrinn og
Góan á þig, skammdegið langa?
— Það er það erfiðasta, maður
verður svartsýnn.
Finnst þér þú finna mikinn mun
á því milli þessara þjóða að fólk
verði svartsýnt?
— Já, Ástralir em mikið létt-
ari á yfirborðinu.
Judith skýtur hér inn u Já, hug-
mynd eða sjálfsmynd Ástrala er
fólgin í að vera vingjamlegur í
viðmóti.
. Judith á bólakafi í náms-
Brátt fylíist þessi stofa af
áhugasömum nemendum ... Jo
í einni skólastofu Enskuskólans
í Túngötu.
að koma bók á framfæri. í Ástr-
alíu yrði höfundurinn helst að vera
ungur og fyrirsjáanlegt að frá
honum kæmu margar bækur sem
tryggt væri að yrðu góð söluvara.
Jo: Ég hefði til dæmis aldrei
getað stofnað þennan skóla í Ástr-
alíu og líka átt erfitt með eitthvert
annað fyrirtæki.
Á hvað leggurðu aðaláherslu í
kennslunni?
— Talmálið, en um leið mál-
fræði og það að fólk geti gert sig
skiljanlegt á ensku á sem flestum
sviðum. Þetta er mjög skemmti-
legt og nauðsynlegt að vinna með
íslendingum til að kynnast þeim
og aðlagast þjóðinni.
Nú finnst mér þú hafa aðlagast
þjóðinni mjög vel og lært málið
ótrúlega vel á svo skömmum tíma,
er aldrei þjóðartogstreita í þér?
— Jú stöðugt, en mér líkar vel
hér.
Jo rekur skóla en Judith er í
skóla og það í Ástralíu. Hún stund-
ar fjamám við háskóla fyrir
norðan Melboume. Það verður
maður óneitanlega var við er mað-
ur heimsækir hana, svo upptekin
sem hún er af þessu námi, enda
mjög áhugavert og skemmtilegt
eftir þeim bókum sem ég hef séð.
En Judith, hvað ertu að læra,
hvemig fer þetta nám fram og
hvaða réttindi gefur það að lokum?
— Ég er að læra heimspeki og
bókmenntir. Námið fer þannig
fram að skólinn sendir tilskilin
gögn í pósti, kennslubækur og
annað tilheyrandi og kennarar
gefa mér upp þann tíma sem ég
hef fyrir hvert verkefni. Síðan
sendi ég þau út og fæ umsögn eða
einkunn fyrir. Ónnin er þrettán
vikur og í hverri viku er tólf til
fimmtán tíma vinna við hvert fag.
Ég tek þijú fög á þessari önn. Það
skemmtilega við þetta nám er
meðal annars það að námsefnið
er í stöðugri þróun og tekur mið
af breytingum í þjóðfélaginu og-
því sem nemendur hafa til mál-
anna að leggja. Það er einnig
mjög fijótt og víðfeðmt. T.d. get-
um við þurft að skrifa sögu sem
fellur inn í tiltekið námsefni og
þannig mætti lengi telja.
Hvemig er það, getur hver sem
er stundað nám þarna á þennan
hátt?
— Nei, en sem ástralskur ríkis-
borgari er ég svo heppin að hafa
aðgang að þessu. Þessi háskóli
býður upp á margskonar greinar
sem fólk getur stundað á þennan
hátt. Þannig er hægt að ná BA
gráðu, og í mínu tilviki tekur það
um það bil íjögur til fimm ár.
Nú hefur þú verið hér lengi og
stendur að því er virðist í hringiðu
margskonar félagsstarfsemi. Er
aldrei í þér hin svokallaða þjóðar-
togstreita?
— Maður þarf ekki að búa í
landinu til að vera þeirrar þjóðar.
Ég valdi að búa á Islandi og sætti
mig við það. Þú berð þá hluti sem
eru í þér til móts við nýja hluti
og nýja menningu. Ég er Ástrali
í mér þó ég geri mjög óástralska
hluti.
Jo tekur undir það og ungur
sveinn sem er hálf ástralskur og
hálf íslenskur minnir á að það sé
kominn tími fyrir kvöldmat.
Og svona í framhjáhlaupi fyrir
það íslenska eðli að þurfa stöðugt
að vera að tengja sig við eitthvað
sem allir þekkja finnst kannski
einhveijum fróðlegt að heyra að
nafnið Flynn er þekkt í Ástralíu,
frændi Jo hét John Flynn og var
bæði prestur og læknir sem sam-
einaði þessi tvö störf í eitt og hóf
þá starfsemi sem kölluð er „Hinn
fljúgandi læknir", og hefur skapað
mikið öryggi hjá þeim sem búa í
áströlskum óbyggðum.
Sem ég geng út í sumarbjart
kvöldið eftir þessa skemmtilegu
samverustund, hugleiði ég aðlög-
unarhæfni og þá málshætti sem
fyrr er vitnað í. En ég ætla að
fara bil beggja með því að leyfa
mér að álykta að Voltaire hafi
haft rétt fyrir sér er hann sagði
„Paradís er þar sem ég er“.
Og einstaklingar hinna „fljúg-
andi þjóða“ virðast eiga æ auð-
veldara með að gera endaskipti á
tilveru sinni, eins og þessar konur
hafa sýnt og ótal margar aðrar
manneskjur. Hvort sem það hefur
verið Amor, atvinna eða forvitni
sem leitt hefur til þess.
Texti og myndir: MATTHILD-
HILDUR BJÖRNSDÓTTIR