Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Hugmynd um að Bún- aðar- og Landsbanki kaupi Utvegsbanka ÞEIRRI hugmynd hefur skotið upp kollinum, í samningavið- ræðum um sölu hlutafjár ríkisins í Útvegsbankanum, að Búnaðarbanki og Landsbanki festi kaup á hlutafénu. Bönk- unum tveimur yrði síðan breytt í hlutafélag og þeir seldir. Helgi Bergs bankastjóri: Eg er ekki að hætta í Lands- bankanum ÉG VEIT ekki til þess að mín staða sé laus. Ég hef ekki sagt upp og ekkert leitt hugann að því hætta í Landsbankanum,“ sagði Helgi Bergs, bankastjóri Landsbankans þegar Morgun- blaðið spurði hann um þau áform að Valur Arnþórsson yrði skipaður bankastjóri í Landsbankanum í stað hans. „En þó ég sé ekki að hætta ligg- ur það í augum uppi að allir embættismenn hætta störfum sjötugir í siðasta lagi. í þann aldur á ég eftir tæp þijú ár. Á almennum fundi sjálfstæðis- manna, sem haldinn var á Bfldudal síðastliðinn laugardag, sagði Matthías Bjamason, alþingismað- ur og fyrrum viðskiptaráðherra að áform væru uppi um að skipa Val Amþórsson, stjómarformann Sambands íslenskra samvinnufé- laga og kaupfélagsstjóra KEA á Akureyri, bankastjóra í Lands- bankanum. Tæki hann við embættinu af Helga Bergs sem hefur verið bankastjóri síðan 1971. „Ég hef verið í sambandi við báða þá aðila sem gert hafa til- boð í bankann og það hafa ýmsar leiðir til lausnar málinu verið ræddar. Ég get ekki neitað því að þessi leið hafi verið rædd,“ sagði Jón Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, þegar Morgunblaðið bar þetta undir hann. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins gengur hugmyndin út á að báðum þeim tilboðum sem borist hafa í hlutafé ríkisins í Útvegsbankanum verði hafnað og það selt Búnaðarbanka og Landsbanka. Með þessu ynnist þrennt. Bönkum yrði fækkað, viðskipta- bankar í eigu ríkisins yrðu seldir og þá þannig að ekki verði um það deilt, eftir að útboðið hefur farið fram, hvaða reglur hafi gilt. Unnið við að ná tengivagninum af Markarfljótsbrú. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Tengivagn valt á Markarfljótsbrú O INNLENT Selfossi. TENGIVAGN slitnaði aftan úr flutningabil frá Kaupfélagi Rangæinga rétt við Markarfljóts- brú í gær og valt á brúnni. Engan sakaði við þetta en vegurinn lok- aðist i tvo klukkutima, frá hálf þiju til hálf fimm, meðan unnið var við að ná vagninum af brúnni. Dráttarbeisli vagnsins brotnaði rétt við brúna og vagninn dróst með flutningabílnum inn á brúna þar sem hann valt. Vagninn var fullur af sementi sem var fjarlægt áður en tekið var til við að hreyfa vagninn. Greinilega mátti sjá málm- þreytu í brotsárinu á dráttarkrókn- um. Skömmu eftir að vagninn valt bar að sjúkrabíl að austan á leið til Reykjavíkur með sjúkling. Þar sem fyrirséð var að nokkurn tíma tæki að fjarlægja vagninn var feng- inn sjúkrabfll frá Hvolsvelli til að taka við sjúklingnum. Um fjörutíu bilar töfðust við Markarfljótsbrú vegna þessa óhapps. Sig. Jóns. Ríkisstjórn og utanríkismálanefnd: Stuðningur við Káre Willoch sem framkvæmdastíóra NATO RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gærmorgnn að íslendingar myndu mæla með Káre Willoch sem framkvæmda- stjóra NATO þegar núverandi framkvæmdastjóri þess, Carr- ington lávarður, hættir störf- um á næsta ári. Málið var síðan í hádeginu borið undir utanríkismálanefnd Alþingis, sem lýsti yfir stuðningi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að auðvitað myndu íslendingar gleðjast yfir því ef Káre Willoch yrði fram- kvæmdastjóri NATO. „Eindreg- inn stuðning við hann geta íslendingar ekki undirstrikað bet- Steingrímur Hermannsson í The Times: Gengisfelling krón- unnar augljós kostur Náin samskipti við Evrópubandalagið STEINGRÍMUR Hermannsson, utanrikisráðherra, segir í sam- tali við breska blaðið The Times síðastliðinn þriðjudag, að við núverandi aðstæður í íslensku efnahagslifi sé gengisfelling krónunnar „augljós kostur“. Þá segir ráðherrann, að íslending- ar vilji sem nánast samstarf við Evrópubandalagið án þess þó að sækja um aðild að því. f fréttagrein sem Tony Samstag birtir í The Times á þriðjudaginn segir hann, að íslendingar hafí stigið skref til nánara samstarfs við Evrópubandalagið og nefnir því til staðfestingar, að opnuð hafí verið sérstök skrifstofa á vegum sendiráðs íslands í Brussel til að sinna samskiptum við bandalagið. Síðan hefur blaða- maðurinn eftir Steingrími Hermannssyni, utanríkisráðherra: „Evrópa er nú orðin stærsti viðskiptavinur okkar, hún hefur komið í stað Bandaríkjanna, og við höfum gífurlegan áhuga á þróuninni innan Evrópubanda- lagsins. Við lítum ekki þannig á, að við höfum aðstöðu til að ger- ast aðilar; efnahagsstarfsemi okkar er alveg sérstæð, hún bygg- ist svo mjög á fiskveiðum, við gætum aldrei leyft erlendum tog- urum aðgang að fískveiðilögsögu okkar að nýju. En við munum leita eftir eins nánu sambandi við Evrópubandalagið og frekast er kostur án þess að gerast fullur aðili að því.“ Blaðamaðurinn segir síðan, að í þessari „óvæntu yfírlýsingu" (surprising announcement) felist annað mikilvægt frumkvæði af hálfu norræns ríkis gagnvart Evr- ópubandalaginu á þessu ári, jafnvel þótt stefna íslands leiði ekki til fullrar aðildar að því. Hitt hafí verið hvítbók norsku ríkis- stjómarinnar um bandalagið, sem birtist í maí. Eftir að hafa lýst þróun íslenskra efnahagsmála undan- farin ár segir blaðamaðurinn: „Nú þegar verðbólgan er í kringum 20% er efnahagslífíð á ný farið að sýna alvarleg merki um of- þenslu, og hr. Hermannsson segir, að það sé augljós kostur (distinct possibility) að fella gengi íslensku krónunnar. Þótt hann sé augljós- lega staðráðinn í að láta vanga- veltur um það ekki trufla mikilsverða umsköpun á utanríki- sviðskiptastefnu Islendinga, er ljóst að stöðug barátta við að halda verðbólgu í skefjum á eftir að hafa í för með sér „spennandi ár. . . Og erfíðleika fyrir surna." ur en með þessum hætti, að bæði ríkisstjórn og utanríkismálanefnd Alþingis standi að yfirlýsingunni. Káre Wilioch nýtur heimafyrir stuðnings bæði stjómar og stjómarandstöðu og víðtækur stuðningur íslendinga ætti að vera honum nokkurs virði. Raun- ar liggur í augum uppi að gæsla öryggis á norðurslóðum er sam- eiginlegt hagsmunamál okkar og Norðmanna," sagði Eyjólfur Konráð. Lloyds-skák- mótið: Þröstur Þór- hallsson með 4 vinninga Þröstur Þórhallsson er með 4 vinninga og Hannes Hlífar Stef- ánsson ásamt Arnþóri Einars- syni eru með 3 '/2, vinning og Jón G. Viðarsson er með 3 vinn- inga af 6 mögulegum á skákmóti Lloyds bankans í Lon- don. Efstu menn eru með 5 vinninga. Þröstur vann biðskák sem hann átti í gærmorgun en samdi um jafn- tefli í næstu skák sem tefld var eftir hádegi. Hannes Hlífar sagði í gærkvöldi að hann hefði komið 40 mínútum og seint á mótið í gær en fékk góða stöðu á móti Dlugy og var boðið jafntefli. Hannes hafnaði því en tapaði skákinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.