Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
4
átear'-' ’
it-JTy- ->_______
Lögregla handtekur stjórnarandstæðing, sem mótmælti verðhækkuu á eldsneyti.
Forkosningar Repúblikanaflokksins:
Paul Laxalt 1egg-
ur niður vopnin
Reuter
Washington, Reuter.
PAUL Laxalt, fyrrum öldunga-
deildarþingmaður Repúblikana-
f lokksins, tilkynnti í gær að hann
hefði ákveðið að hætta frekari
baráttu fyrir því að hljóta út-
nefningu sem næsta forsetaefni
flokksins. Ástæðuna sagði Laxalt
vera þá að baráttan hefði reynst
of kostnaðarsöm.
Laxalt er náinn vinur Ronalds
Reagan XLandaríkjaforseta og hef-
ur stutt hann í hvívetna. Hafði hann
vonast til þess að almenningur í
Bandaríkjunum styddi hann þar eð
honum væri best treystandi til að
reka áfram stefnu Reagans. Hann
hafði enn ekki lýst formlega yfir
því að hann hygðist sækjast eftir
útnefningu flokksins og var búist
við tilkynningu þess efnis í næsta
mánuði. Skoðanakannanir gáfu
hins vegar til kynna að möguleikar
ftn
Paul Laxalt.
Filippseyjar:
Lögregla handtekur verk-
faUsleiðtoga fyrirvaralaust
Vinstrisinnar hóta víðtækari verkf öllum
Manilu, Reuter.
LÖGREGLA
á Filippseyjum
handtók í gær og fyrradag 200
stjórnarandstæðinga í Manilu, en
verkfall strætisvagnabílstjóra
rann út í sandinn. Vinstrisinnaðir
verkalýðsleiðtogar hótuðu enn
frekari verkföllum vegna hand-
töku sinna manna. Þetta er í
fyrsta sinn, sem Corazon Aquino
fyrirskipar fjöldahandtökur á
andstæðingum sínum, en hún
hefur nú haldið um stjórnar-
taumana í eitt og hálft ár.
í gær umkringdu lögregluþjónar
aðalstöðvar 1. maí-hreyfingarinnar,
en hún er stærsta verkalýðsfélagið,
sem vinstrisinnar hafa töglin og
hagldimar í. Helstu verkfallsleið-
togar voru þar þá saman komnir
því til stóð að halda blaðamanna-
fund. Tveir höfuðpauranna voru
ákærðir fýrir undiróðursstarfsemi
og valdbeitingu, en auk þeirra voru
55 verkfallsmenn hnepptir í varð-
hald.
Verkalýðsfélagið fordæmdi þess-
ar aðgerðir Aquino og sakaði hana
um harðstjóm. „Við getum losað
okkur við hvem þann harðstjóra,
sem á vegi okkar verður," sagði í
yfirlýsingu þess og vísaði þar til
almenningsmótmæla þeirra, sem
urðu til þess að Ferdinand Marcos,
fyrrverandi forseti, hrökklaðist frá
völdum.
Verkfall strætisvagnabílstjóra og
verkamanna lamaði nær Manilu í
fyrradag, en strætisvagnar em að-
alsamgöngutæki Manilubúa. í gær
féllu verkföllin um sjálf sig þegar
hófsamir verkalýðsleiðtogar virtu
verkfallsboð vinstrisinna að vettugi.
Erlendir stjómarerindrekar og
viðskiptamenn á Filippseyjum, sem
Reuters hafði samband við, sögðu
að Aquino gæti búist við frekari
vandræðum af vinstri vængnum,
en auk þess hefði hún gert pólítísk
mistök þegar hún hækkaði verð á
eldsneyti og skyldum vömm skyndi-
lega. Sú hækkun rennur óskert í
ríkiskassann og er talið að Aquino
hafi með því bakað sér óvinsældir
erlendra fjárfestingaraðila og
venjulegra Filippseyjabúa að
óþörfu.
hans væm hverfandi þar eð George
Bush, núverandi varaforseti, og
Robert Dole öldungadeildarþing-
maður höfðu mikið forskot.
Laxalt hafði áður sagt að hann
tæki taka þátt í forkosningum
Repúblikanaflokksins ef honum
auðnaðist að
afla tveggja
milljóna
Banadaríkjad-
ala (um 80
milljónir ísl.)
fyrir 1. októ-
ber. Nýlega
sagði Laxalt á
blaðamanna-
fundi að sér
virtist sem þetta myndi takast og
því yrði auðvelt að fjármagna bar-
áttuna.
í gær tilkynnti hann hins vegar
að hann hefði ákveðið að draga sig
í hlé og kom það á óvart. Kvaðst
hann telja að tvær milljónir dala
hefðu hvergi dugað þótt honum
hefði tekist að afla þeirra. „Fjöl-
skylda mín er ekki sérlega stöndug
og mér þótti það vera hið mesta
glapræði að taka þátt í kosninga-
baráttu sem hefði lyktað með
fjárhagslegu svartnætti," sagði
hann.
Talið er að ákvörðun Laxalts
kunni að koma sér vel fyrir aðra
frambjóðendur sem hingað til hafa
ekki þótt líklegir til að hljóta útnef-
ingu. Auk þeirra Bush og Doles
hafa þeir Jack Kemp, fulltrúadeild-
arþingmaður frá New York, Pierre
du Pont, fyrmrn ríkisstjóri Dela-
ware, Alexander Haig, fyrmm
utanríkisráðherra og sjónvarpsp
rédikarinn Pat Robertson lýst yfir
áhuga sínum á að hljóta útnefingu
Repúblikanaflokksins.
Suður-Kórea:
Hong Kong:
Heiftugar deilur um
alnæmisvamir og ergi
JAFNVEL fyrir daga alnæmis
höfðu hommar í Hong Kong
litla ástæðu til þess að vera
hýrir, því samkvæmt lögum frá
Viktoríutímabilinu (1861) er öll
kynvilla refsiverð með allt að
lífstíðarfangelsi. Þessi lög voru
afnumin á Bretlandi fyrir 20
árum, svo framarlega sem báð-
ir aðilar væru lögráða og
svöluðu fýsnum sinum í einr-
úmi. Samskonar lagabreyting
hefur verið til umræðu í Hong
Kong frá 1980 og svo kann að
fara að alnæmisóttinn stuðli að
afnámi laganna áður en yfir
lýkur.
Árið 1983 lagði nefnd á vegum
nýlendustjómarinnar það til að
kynferðislögum Hong Kong yrði
breytt. Samkvæmt tillögunni átti
lagagrein um nauðganir eða aðra
kynferðismisnotkun að ná til
drengja undir 16 ára aldri jafnt
sem stúlkna, lögráða karlmenn
mttu eiga kynmök í einrúmi og
refsingar fyrir kynferðisafbrot,
sem ekki bitnuðu á lögaðila, áttu
að vera mun vægari. Meira en
1.000 manns létu í sér heyra
vegna þessara tillagna, sem er
met þegar almenningsumræða í
Hong Kong er annars vegar. Vel
skipulagður hópur homma mælti
eindregið með tillögunni, en félag
siðvandra Kínvetja svaraði þeim
fullum hálsi.
Á þessum tíma áttu samninga-
viðræður um framtíð Hong Kong
hug stjómvalda allan og skýrsla
nefndarinnar var lögð til hliðar í
bili. Árið 1985 hafði alnæmisótt-
inn hins vegar gripið um sig svo
um munaði og embættismenn,
sem óttuðust að lögleyfing sam-
kynhneigð myndi breiða sjúk-
dóminn enn frekar út, fóru
varlega í sakimar.
Kínverskar heimildir ýja þegar
að ergi árið 1122 fyrir Krists
burð, en annálar Han-ættarinnar
greina frá nöfnum keisara hennar
og fylgisveinum þeirra. Á land-
námsöld íslendinga var vændi
ungsveina og opinber klæðskipti
orðin algeng í Kína nú. Siðvandir
Kínveijar í Hong Kong trúa þessu
hins vegar ekki; líta á samkyn-
hneigð sem vestrænt vandamál
og telja núgildandi lög vemda
kínverska æsku gegn vestrænum
léttúðarseggjum.
Sumir Hong Kong-búar segja
að lögin verði að veita strangara
aðhald á tímum trúleysis og upp-
lausnar. Verði kynvilla ekki
lengur saknæm óttast þeir að
sumir kunni að líta á breytinguna
sem hvatningu til óeðlis. í Al-
þýðulýðveldinu em hins vegar
engin lög um samkynhneygð, þar
sem kommúnistastjómin telur
vandann of lítinn til þess að velta
fyrir sér. Embættismenn nýlend-
unnar vita að ólíklegt er að nokkur
hommi, hvort sem hann er
kínverskur eða vestrænn, komi
sjálfviljugir til ainæmisprófs þeg-
ar hægt er að draga þá fyrir
dómstól sakir eðlis þeirra. Jafnvel
þó svo enginn hafl verið Iátinn
sæta þyngri refsingu en 18 mán-
aða fangavist. Ótti við fjárkúgun
bætist við hræðslu við lögsókn og
skyldi maður ætla að alnæmis-
kvíðinn væri nógur fyrir.
Hong Kong hefur aðeins fjögur
skráð alnæmistilfelli og 83 smit-
bera. Áhyggjur af sjúkdómnum
fara þó sívaxandi. Ein afleiðing
þess er sú að hommar í Hong
Kong sækja í auknum mæli yflr
landamærin tii Kanton þar sem
lagssveinar þeirra em enn lausir
við alnæmi og ergin ekki ólögleg.
Kommúnistastjóm Kína hefur um
áraraðir hreykt sér af því að hafa
upprætt vændi í landinu. I Kanton
skrá yfírvöld nú bæði karla og
konur, sem stunda vændi, þrátt
fyrir að opinberlega eigi slíkt sér
ekki stað.
Verkfalli hafna.rverkairia.nna
lýkur, en sljórnvöld vara
andófsmenn við afskiptum
Okpo í Suður-Kóreu, Reuter.
VERKFALLI hafnarverka-
manna í Suður-Kóreu lauk í
fyrradag eftir að samið hafði
verið um 23% launahækkun þeim
til handa. Þá baðst ríkisstjórn
Suður-Kóreu afsökunar á dauða
verkfallsmanns síðastliðinn laug-
ardag, en varaði pólítiska
andófsmenn jafnframt við af-
skiptum af verkfallssdeilum.
Sættir tókust með verkalýðsfé-
laginu og fulltrúum Daewoo-sam-
steypunnar eftir flmm klukku-
stunda langan samningafund
síðastliðinn mánudag, en á miðviku-
dag samþykktu verkamenn téðan
samning. Þeir snúa þó ekki til vinnu
fyrr en á mánudag.
Samþykkt þessi kom aðeins
nokkrum klukkustundum eftir að
Kim Chul Yul, foi-sætisráðherra,
baðst afsökunar á dauða verka-
mannsins Lee Sok Gyu, en sá lést
í átökum við lögreglu sl. laugardag,
aðeins 21 árs að aldri. Kim sagði
fréttamönnum að dauða Lee bæri
að harma, en gaf í skyn að stjórnin
kynni að reiða til höggs gegn
ónefndum andófsmönnum, sem
hygðust notfæra sér dauða ung-
mennisins.
Lettland:
86 handteknir
eftir mótmæli
Moskvu, Reuter.
LÖGREGLA handtók 86 manns
í Riga, höfuðborg Lettlands, á
sunnudag er um 2.000 manns
komu þar saman til að minnast
þess að þá voru 48 ár liðin frá
þvi að Sovétmenn og nasistar
gerðu með sér samning sem
leiddi til þess að Eistland, Lett-
land og Litháen voru innlimuð i
Sovétríkin.
Tímaritið Moskvufréttir skýrði
frá þessu í gær og er þetta f fyrsta
skipti sem skýrt er frá fjölda þeirra
sem handteknir voru í Riga. Mót-
mæli voru einnmig höfð í frammi
í höfuðborgum Eistlands og Lett-
lands. í frétt tímaritsins sagði að í
fyrstu hefðu mótmælin í Riga farið
friðsamlega fram en síðar hefði
fólk tekið að hrópa vígorð þjóðemis-
sinna. Ekki hefði verið veitt leyfí
fyrir fjöldafundinum og á endanum
hefði reynst nauðsynlegt að §ar-
lægja mótmælenduma. Sagði blaðið
að fólkinu hefði verið leyft að fara
fijálst ferða sinna skömmu síðar.
Þess var einnig getið að erlendar
útvarpsstöðvar hefðu hvatt fólkið
til mótmæla og hefði tilgangurinn
verið sá að láta reyna á vináttu
hinna ólíku þjóðarbrota sem byggja
Sovétríkin.