Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 13 Frá lokatónleikum „kórstevnunnar", allir kóramir syngja saman undir stjóm Roberts Sund. Á föstudagskvöldinu söng norski tenórsöngvarinn Harald Björköy nokkur lög en síðan komu fram fimm færeyskir kórar, þar á meðal kirkjukórinn Ljómur frá Vogi á Suðurey sem seinna átti eftir að vera gestgjafí Kórs Langholtskirkju í Vogi. Þá söng einnig Kammerkór Þórshafnar undir stjóm Ólafs Jökla- dals á þessum tónleikum. í þeim kór em 20 til 30 manns, flest at- vinnutónlistarfólk í Færeyjum, enda var söngur kórsins forkunnarfagur og agaður í alla staði. Á síðustu tónleikunum á laugar- deginum sungu þrír kórar fyrir hlé en síðastur þeirra var Kór Lang- holtskirkju. Kórinn hafði vakið þó nokkra athygli á mótinu, eflaust vegna þess fyrst og fremst að hann var eini kórinn sem ekki var fær- eyskur, en ef til vill einnig vegna þess að kórmeðlimir höfðu stundað mótið af miklum áhuga og ekki sleppt úr einni mínútu. Kórinn söng fjögur lög á þessum fonleikum og hlaut frábærar viðtökur. Eitt auka- lag var sungið, færeyska lagið Táið tei sóu landið, þar sem Jón Stef- ánsson fékk allan salinn til að syngja með. Féll það í góðan jarð- veg. Eftir hlé söng síðan „Félags- kórið", þ.e. allir kórarnir saman undir stjóm Roberts Sund. Sjálfsagt var söngur kórsins ekki hnökralaus og eflaust mátti heyra einn og einn falskan tón í The Drunken Sailor og ef til vill auka hiksta en söng- gleðin var þvílík að seint mun gleymast. Að tónleikum loknum var boðið til herlegrar veislu í hinu glæsilega Hótel Borg, þar sem hundmð söng- elskra Færeyinga auk hópsins frá íslandi fögnuðu vellukkaðri kór- stefnu. Þar var sungið dátt og auðvitað var stiginn færeyskur dans að borðhaldinu loknu. Merkilegt var að sjá yngra fólkið taka svo virkan þátt í dansinum. Margir virtust kunna engu minna en þeir eldri og stigu dansinn af engu minni þrótti. I færeyskum dansi er greinilega ekkert kynslóðabil. í blaðagrein sem birtist um mót- ið var þess getið að Kór Langholts- kirkju hefði vakið mikla athygli og færeyska kórasambandið stefndi nú að þvi að bjóða alltaf einum erlend- um kór á hveija kórstevnu. Var nú komið að öðram þætti í heimsókn Kórs Langholtskirkju til Færeyja í þetta sinn. Sunnudaginn 31. maí var haldið norður til smá- þorpsins Gjógv þar sem gist var næstu þijár nætur í góðu yfírlæti Jóns Sivertsens og konu hans Hall- gerðar en þau reka glæsilegt farfuglaheimili í heimbæ sínum. Jón gekk í skóla á Laugarvatni á stríðsámnum og sagði meðal ann- ars sögur af því er hann lagði íslenska skólafélaga sína í glímu þegar þeir hermdu það upp á hann að einungis hinir hörðustu af nor- rænum víkingum hefðu farið alla leið til íslands, hinir linu og sjóveiku hefðu orðið eftir í Færeyjum. Kór Langholtskirkju hélt fema tónleika í Færeyjum eins og áður segir. Efnisskra'kórsins var mjög fjölbreytt, þar mátti finna bæði íslenska og skandinavíska tónlist auk nokkurra barokk verka og negrasálma. Kórinn fékk alls staðar frábærar viðtökur. Reyndar var eft- irtektarvert að fólkið sem hafði verið á kóramótinu í Þórshöfn sótti nú tónleika kórsins, margir bæði tónleikana í Fuglafirði og Þórshöfn. í Fuglafírði þáði kórinn kvöldverð- arboð bæjarstjórans og söng síðan í nýlegri kirkju bæjarins. Hún er mjög fögur, öll klædd að innan ljós- um viði og hjómburðurinn með því besta sem kórinn hafði kynnst. Stúlknakór Fuglafjarðar sem heim- sótti ísland fyrir ári og söng meðal annars í Langholtskirkju kom á tónleikana og færði Jóni söngstjóra fullan poka af grind og spiki að tónleikunum loknum. Ekki var gestrisnin minni í Vogi á Suðurey þar sem kirkjukórinn Ljómur tók á móti kómum. Að tón- leikum loknum var boðið til veislu og aftur gafst tækifæri til að smakka þjóðarrétt Færeyinga, grind og spik. Þama sungu kóram- ir hvor fyrir sig og að lokum sungu allir saman hið seiðmagnaða fær- eyska lag, Einki er sum summar- kvöld við strendur. Síðustu tónleikarnir vom síðan í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn fyrir nær fullu húsi áheyrenda. Móttök- umar vom frábærar og varð kórinn að syngja mörg aukalög. Ferð þessi var í alla staði vel heppnuð. Efst í huga verða þó gestrisni og vinátta Færeyinga í garð okkar Islendinganna, og ótrú- legur söngáhugi þeirra og söng- gleði. Ekki má heldur gleyma snillingnum Robert Sund og víst er að hann hafði djúp áhrif á alla þá sem tóku þátt í „Kórstevnunni 1987“. Höfundur erfélagi íkórLang- holtskirkju. ^ I tilefni kynningar á árgerð 1988 af FIAT UNO höfum við fyllt sýningar- sal okkar í Framtíð við Skeifuna af nýjum UNO bílum. Þrjá fyrstu dagana 28. 29. og 30. ágúst getur þú því komið, skoðað og valið þér bíl beint úr sýningarsal. Vegna hagkvæmra innkaupa getum við boðið árgerð 1988 af FIAT UNO á 289 þús. krónur. Útborgun er aðeins 75 þús. krónur og eftirstöðvarnar eru lánaðar í allt að 24 mánuði. FIAT UNO kom fyrst á markað árið 1984. Sama ár var hann kjörinn íll ársins" í Evrópu. í ár (1987) er FIAT UNO mest seldi bíllinn í Evr- í FRAMTÍÐ VIÐ SKEIFUNA SÍMAR: 688850 & 685100 Heimild; Automotive News f / A T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.