Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
4
©198C Unlvorsal PfO»* Syndlcale
„Ofá-tiarb'úVmn kernur eK«i rutrri strax.
Af riv/erju skiptum v’ii dnki um hjólbar&3-?
ást er...
■ ■ . að benda á stjörnuna
hennar.
TM Reg. U.S. Pat Otl.-all rights rasafVKl
© 1906 Los Angetes Times Syndicate
(fWiiar’o
Annað hvort er nýi höfð-
inginn búinn að fá sér
útigrill eða að þetta er
leynisendari.
Með
morgunkaffinu
Það er ekki ég sem er með
lausa skrúfu, heldur þú!
HÖGNIHREKKVÍSI
„ ÚG HEFÐl ÖETAÐ SAST /V1ÉR pAÐ STÁLFUR,
AÐ HANN VRD/ ALGBR PLAQA ÍVBlOirBPÐ ! "
Þessir hringdu . . .
Barnaúlpa fannst í
Þjórsárdal
Albert Kristjánsson hringdi.
Hann fann blágræna bamaúlpu á
tjaldstæði við Skriðufell í Þjórs-
árdal 9. ágúst. Upplýsingar fást
í síma 52474.
Ofsóknir
Gamall ellilífeyrisþegi hringdi:
„Ég vil ráðleggja þeim sem
finnast þeir vera ofsóttir að líta í
sinn eiginn barm og ofsækja þá
ekki sjálfir aðra.“
Barnajakki tekinn í
misgripum
Ólafía hringdi. Hún tók óvart
lítinn bláan bamajakka við leik-
tækin í Hljómskálagarðinum
þriðjudaginn 25. ágúst sl. um
klukkan fimm. Upplýsingar er að
fá í síma 74375.
Að borga sig inn á
auglýsingu
Gunnar Örn hringdi:
„íslendingar hljóta að vera
gengnir af göflunum. Þeir ætla
að láta bjóða sér það einu sinni
enn að þurfa að borga sig inn á
sölusýningu eins og þá sem er að
hefjast í Laugardalshöllinni þessa
dagana. Það er ég handviss um
að það þekkist ekki á öðm byggðu
bóli að láta okra á sér með slíku.
Ég er einnig hissa á fjölmiðlum
að þegja yfir þessu því að vissu-
Hitler og Stalín
Einar Karl hringdi:
Sveinn Sveinsson Hrafnistu var
með fyrirspum um það hvort þeir
Hitler og Stalín hefðu verið geð-
veikir. Já, þeir vom það.“
Taska með segul-
bandsspólum tekin
Drengur sem var á íþróttanám-
skeiði fatlaðara á Laugarvatni
vikuna 1. til 7. ágúst tapaði tösku
með 20 til 30 segulbandsspólum
í á meðan á dvölinni stöð. Taskan
hvarf af tröppunum fyrir utan
íþróttaskólann. Hún er svört og
hvít, skáröndótt. Ef einhver veit
hvar taskan er niðurkomin er
hann beðin að hringja í síma
688185 eða 672414.
Dýr sopi
Hulda Sigurðardóttir hringdi:
„Fjölskyldan var á ferð um
Borgames um daginn og borðuð-
um við á hótelinu þar. Verðið á
matnum var mjög skaplegt en við
keyptum kókómjólk handa bami
og fannst verðið á henni óhóflegt.
Fjórðungur úr lítra kostaði 55
krónur en kostar 22 krónur úr
búð. Þetta fannst okkur einum
of mikið."
lega tapa þeir á þessari auglýs-
ingastarfsemi. Að lokum vil ég
skora á íslendinga að hafna þess-
ari skmmauglýsingu með öllu.“
Víkverji skrifar
Víkveija hugnast vel sú breyting
sem orðið hefur á undanförn-
um ámm í meðferð grjóts í bygging-
um landsmanna. Fyrmm vom bæir
úr torfi og grjóti, en um langt ára-
bil vék grjóthleðslan fyrir stein-
steypu og ýmiskonar efnum í
girðingar og fleira er lítur að
byggðu bóli. Íslensku grjóthleðsl-
umar em nefnilega bæði fagur
byggingarstíll og efnið við höndina
og kostar ekki gjaldeyri. Reykjavík-
urborg hefur riðið á vaðið með því
að nota grjót í hleðslur í auknum
mæli, bæði veggi og götur. Nýjustu
dæmin um notkun grjóts í áberandi
hleðslur em grjótveggir í kring um
Bókhlöðuna vestur á Melum og
grjótgarðar í kring um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug-
velli. Grjóthleðslan í kring um
Bókhlöðuna virðist ætla að verða
fögur og sérkennileg umgjörð í
kring um nýstárlega byggingu sem
þó hefur í svip sínum sterka drætti
úr íslenskri náttúm. Gijóthleðslu-
menn em sem betur fer aftur til
víða um land, því illa væri komið
ef slík listgrein hyrfi af vettvangi
þjóðar semm býr við annað eins
grjót. Það er ugglaust rétt sem
Meistari Kjarval sagði um íslend-
inga að þeir væm sérstaklega
næmir fyrir grjóti, hefðu náttúm
fyrir gijóti og því ekki að nota þá
möguleika sem íslenskt grjót býður
upp á fyrir íslenska byggingarlist.
Það er grjót úr Vatnajökulssvæðinu
sem prýðir Seðlabankabygginguna,
en einhvem veginn nýtur það sín
takmarkað í þeirri litasamsetningu
sem er á því húsi. Við tökum undir
með Kjarval í Gijóti, Meira gijóti
og Enn meira gijóti.
XXX
órsmörkin er ein af perlum
íslenskrar náttúm og þangað
er sívaxandi ferðamannastraumur
ár hvert. Það er í rauninni ævintýra-
legt að eiga möguleika á því að
heimsækja stað eins og Þórsmörk
og þeir aðilar sem sinna þar þjón-
ustu við ferðamenn hafa lagt
metnað sinn í að gera aðstöðuna
vel og vandlega úr garði. í Langa-
dal er Ferðafélag íslands með skála
og mannvirki, Utivist í Básum og
í Húsadal er Austurleið með gufu-
bað meira að segja. Aldrei verður
of brýnt fyrir æskufólki okkar lands
að njóta íslenskrar náttúm og fara
um hana með tillitssemi og virð-
ingu. Víkveiji kom við í Þórsmörk
kvöldstund fyrir skömmu og það
var ánægjulegt að fylgjast með því
hve fólki leið vel í þessari vin jökl-
anna, við skálann í Básum vom
kertaljós við gangstíga í því fagra
skógarrjóðri sem skálinn er stað-
settur í, í Langadal var rótgróin
stemmning yfir skála og mannlífi
og í Húsadal hefur rafmagnið verið
tekið í notkun með þeim þægindum
sem því fylgir. Hver staður hefur
sinn þokka og þeim mun betur sem
að er búið, þeim mun betur gengur
fólk um.
XXX
Reykjavíkurtjöm gegnir mikil-
vægu hlutverki í því lífi sem
hrærist í miðbæ Reykjavíkur. Nú
er unnið að lagfæringum á bökkum
Tjarnarinnar og var það snjöll
ákvörðun hjá borgaryfirvöldum.
Dýrgripi eins og Reykjavíkurtjörn
á að gera eins aðgengilega og unnt
er fyrir gesti og gangandi um leið
og þess verður að gæta til fulls að
vérnda dýralíf og náttúmbúskap
Tjarnarinnar. Það er mat Víkveija
að hlutverk Reykjavíkurtjamar
muni vaxa vemlega í framtíðinni
þótt það sé ærið fyrir, en þó að
vatnið, homsílin, endumar og aðrir
liðir í Tjamarbúskapnum breytist
ekki, þá er sjálfsagt að gera eðlileg-
ar lagfæringar og breytingar á
umhverfi Tjamarinnar ef slíkt nýt-
ist betur því fólki sem vill njóta
þess unaðsreitar sem Reykjavíkur-
tjöm er.
4