Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / HM í RÓM Símamynd/Reuter Carl Lawls er hér á æfíngu á Del Marmi-leikvanginum í Róm í gær. En hann mun keppa þar í 100 metra hlaupi, langstökki og þrístökki. Johnson ætlar sér að sigra Carl Lewis TALIÐ er að mikið einvígi verði milli Ben Johnson, Kanda, og Ólympíumeistarans banda- ríska Carl Lewis í 100 metra hlaupinu á heimsmeistaramót- inu í Róm sem hefst á morgun. Johnson lýsti því yfir á blaða- mannafundi í gœr að hann myndi sigra Lewis. Johnson, sem var þriðji á eftir Carl Lewis á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984, hefur unnið Lewis í fjórum síðustu keppnum þeirra í milli. Hann verður því að teljast sigurstranglegri í Róm. „Ég hef æft stíft í sex til sjö mán- uði fyrir þetta mót. Ég hef aldrei verið í betri æfíngu og er viss um að sigra," sagði Johnson á blaða- mannafundi í gær. Cari Lewis sagði að það skipti ekki máli hvað menn létu út úr sér fyrir keppni. „Ben Johnson er mikill íþróttamaður og hefur sinn stfl, ég hef minn. Ég reyni aðeins að gera mitt besta. Eg hef þekkt Johnson síðan 1980 og ég held að við séum engvir óvinir. Eftir hveija keppni tek ég í hönd andstæðingsins, eða reyni það,“ sagði Lewis. Johnson sagðist aldrei hafa vitað til þess að Lewis hafí tekið í hönd sína eftir keppni. „Ef hann kemur til mín, mun ég heilsa honum, en ég ætla ekki að hafa frumkvæðið," sagði Johnson. Lewis tekur einnig þátt í langstökki og þrístökki. Hann sagðist ekki halupa 200 metrana, eins og á Ó1 í Los Angeles, vegna þess að hann ætli að leggja sig fram í þrístökkinu sem fram fer sama dag. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR / HM í RÓM Þórdís, Sigurður og Einar keppa á morgun Heimsmeitaramótið í frjálsum íþróttum hefst í Róm á Italíu á morgun, laugardag. Sex íslenskir keppendur taka þátt í mótinu, þeir eru: Vésteinn Hafsteinsson, Einar Vilhjálms- son, Sigurður Einarsson, íris Grönfeldt, Helga Halldórsdótt- ir og Þórdís Gísladóttir. órdís Gísladóttir verður fyrst íslensku keppendanna til að he§a keppni. Hún keppir í fyrramál- ið í hástökki, undanrásum, og síðan verða úrsiitin á sunnudag. Spjót- kastaramir, Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson keppa einnig í undankeppni spjótkastsins á morg- un. Úrslitin verða síðan á sunnudag. Helga Halldórsdóttir keppir í 100 og 400 m grindahlaupi. Hún keppir í 400 m á mánudag og 100 m á þriðjudag. Vésteinn Hafsteinsson keppir í kringlukasti á þriðjudag. Loks keppir Iris Grönfeldt í spjót- kasti laugardaginn 5. september. Með liðinu eru þjálfaramir Stefán Jóhannsson og Þráinn Hafsteinsson. KORFUBOLTI KNATTSPYRNA / AKUREYRI IR-ingar mæta meisturunum i fyrstu umferð Akureyrarmótið: Þriðja viður- eign Þðrsog KA í sumar BÚIÐ er að raða niður körfu- knattleiksleikjum vetrarins og mun fyrsti leikurinn verða milli , íslandsmeistaranna frá Njarðvik og nýliða ÍR. Leikurinn verður í Njarðvík föstudaginn 16. október. Landsliðið í körfubolta æfir nú af fullum krafti fyrir Evrópu- keppni landsliða sem fram fer í Sviss 10.-12. september og hefst íslandsmótið því hálfum mánuði seinna en í fyrra. Ráðgert er að úrslitakeppnin hefjist fljótlega eftir páska og verði lokið 17. aprfl. Bikarúrslitaleikurinn fer væntanlega fram í Laugardalshöll- inni laugardaginn 23. aprfl. í fyrstu umferð leika annars Hauk- ar og Þór, UMFG fær KR-inga í heimsókn og Valsmenn leika sinn fyrsta leik í hinu nýja íþróttahúsi að Hlíðarenda gegn Breiðablik úr Kópavogi en þeir eru nýliðar í úrvalsdeildinni ásamt ÍR-ingum Þór og UMFG. KR-ingar leika fyrsta leikinn í 1. deild kvenna við Njarðvíkurstúlkur og verður sá leikur strax að loknum leik UMFN og ÍR í Njarðvík föstu- daginn 16. október. R-lngar mæta Njarðvíkingum í fyrsta leik úrvalsdeildarinnar í körfu- bolta í haust. BÚAST MÁ við fjölda áhorf- enda á fótboltavellinum á Akureyri í í kvöld, en þá munu fyrstu deildar lið Þórs og KA mætast þar í þriðja sinn á þessu sumri. Þessi leikur er liður í Akur- eyrarmótinu og verður leikið til úrslita um það hvort liðið hlýtur bikar að sigurlaunum. Aðeins er um þennan eina leik að ræða f Akureyrarmótinu, en Þórsarar unnu KA í bikarkeppni KRA í vor og unnu einnig fyrri leikinn í SL- mótinu. KA-menn eiga harma að hefna og munu örugglega reyna til hins ýtr- asta að leggja höfuðandstæðinginn að velli, en Þórsarar munu heldur ekki láta deigan síga, enda til mik- ils að vinna. Seinni leikur liðanna í SL-mótinu verður svo eftir rúma viku. LJOMARALLIÐ Þetta er rallí Jæja, það verður víst ekki aftur snúið úr þessu, segi ég. Nei, það verður ekki aftur snúið, segir Jón Ragnarsson, sem situr undir ■^■■■H stýri, og kímir. Skapti „Hálf mínúta," Hallgrímsson kallar stúlka sem skrífar stendur fyrir utan bflinn mín megin, Jón gefur vel í. „Tuttugu sekúnd- ur“ kallar stúlkan og Jón hlífir „pinnanum" ekki neitt. Guð minn góður, út í hvað hef ég nú látið plata mig. Ég er ekki einu sinni búinn að fara með bænimar - „tíu sekúndur," gargar stúlkan, „níu, átta, sjö, sex, fimm, fjórar, þijár, tvær, ein - af stað! Förum bara rólagal Ég er í bílnum með nýbökuðum íslandsmeistara, Jóni Ragnars- syni, á fyrstu sérleiðinni í Ljómar- allinu í gær. Maður er ekki enn orðinn heitur, við förum þessa fyrstu leið bara rólega, hafði Jón sagt áðan og mér létti stórum. Rólega, hugsaði ég svo með mér þegar hann gaf allt í botn og æddi af stað; Svona Jón minn, þú ert orðinn Islands- meistarij vertu nú ekki með neinn æsing. Ég væri betur kominn úti á flugvelli en hér. Sem áhorfandi en ekki „þátttakandi." Ég hefði ekki átt að taka þetta í mál. Ýmsar hugsanir flugu í gegnum huga mér þessar fyrstu sekúndur rallsins. Fyrsta beygjan gekk vel, enda lítil, en síðan kom að beygju núm- er tvö; Jón minn, ætlarðu ekki að beygja hérna? Nei, það er best að vera ekkert að skipta sér af þessu. Hann - nei, hann sagði víst áðan að þeir hefðu ekki feng- ið að skoða þessa leið. Jæja, það verður að hafa það. Fyrst þeir þora að láta sjálfan forsætisráð- herrann taka þátt í þessu þá hlýtur allt að vera í lagi. Hvað, ætlarðu að láta vaða inn í fólksfjöldann þarna beint fram- undan? Nei, á síðustu stundu slær hann af, skiptir niður og tekur þessa líka snilldarbeygju. Rennir sér í lausamölina og bíllinn fer í „fallegan" hálfhring og síðan er gefið í aftur. Það er svo djö... kalt Það væri helber lygi að segja að ég hefði ekki verið hræddur áður en við fórum af stað; skalf eins og hrísla — já, það er svo djö... kalt, hafði ég sagt við félagana þegar þeir spurðu hvers vegna. En þó maginn hafi verið spenntur til hins ýtrasta þegar stúlkan taldi niður í byijun var hann í góðu lagi þegar skammt var liðið. Beygjumar urðu alls sex ef ég man rétt, hver annarri skemmti- legri og síðan var allt í einu allt búið. Þetta er rallí, sagði Jón þeg- ar við, þ.e.a.s. hann, hafði stöðvað bifreiðina. Þetta er rallí, já. Ekki hefði ég getað ímyndað mér að það væri svona skemmtilegt. Það skyldi þó aldrei enda með því að ég fengi bfladellu? Við Jón vorum ekki nema rúma mínútu, 1,08 skildist mér, að renna þessa fyrstu sérleið — en samt sagðist hann alls ekki hafa farið nógu hratt, ekki nema í svona 130-140. Já, þetta hefur bara ekki verið neinn hraði hjá þér maður! Við vorum ekki lengi að renna þetta, félag- 1 amir, en tíminn var samt nógu langur til að sannfæra mig um að þetta er örugglega stór- skemmtileg íþrótt. Eg vildi helst ekkert hætta; og fékk svo sitja í hjá Skúla félaga mínum niður á Mogga á eftir. En einhverra hluta vegna var það ekki alveg jafn spennandi og ferðin með Jóni. Samt var ég í fína rallí-gallanum sem ég fékk lánaðan, en hélt á hjálminum í fanginu. Kannski það hafí gert gæfumuninn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.