Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
V.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Barngóð manneskja
óskast til að gæta 1 árs gamals barns á
Seltjarnarnesi milli kl. 13-17 á virkum dögum.
Upplýsingar í síma 618854 milli kl. 17-19.
Starfsfólk
Við óskum eftir starfsfólki til vinnu á dag-
heimilinu Steinahlíð sem er 26 barna heimili.
Við erum í fallegu gömlu húsi með stórum
garði. Upplýsingar í síma 33280.
Lausar stöður
Nokkrar stöður lögreglumanna og tollvarða
hér við embættið, eru lausar til umsóknar.
Umsóknum skal skila til undirritaðs eigi síðar
en 18. september nk. Umsóknareyðublöð
fást á skrifstofu minni.
Lögreglustjórinn á
Keflavíkurflugvelli, 25. ágúst 1987.
Bifreiðastjóri
Heimilistækjaverslun óskar að ráða sam-
viskusaman mann til að annast ferðir í banka,
toll og sjá um útkeyrslu á heimilistækjum
sem fyrst.
Tilboð með upplýsingum sendist á auglýsinga-
deild Mbl. merkt: „EF -1559“ fyrir 2. sept. nk.
Ölfusárós
— brúarvinna
Óskum eftir að ráða menn vana járnalögnum
og verkamenn við byggingu brúar yfir Olfus-
árósa.
Upplýsingar í síma 99-3297 og 687787
S.H. verktakar hf.
Kjöt og fiskur
Óskum eftir að ráða starfsfólk til afgreiðslu-
starfa. Um er að ræða heilsdags eða hálfs-
dags störf.
Upplýsingar veittar á staðnum, ekki í síma.
Kjöt og fiskur,
Seljabraut 54,
Breiðhoiti
Hótelstörf
Óskum eftir að ráða starfskraft við tiltekt á
herbergjum og fleira frá 1. september. Einn-
ig óskast starfskraftur til afleysinga á kvöldin
og um helgar.
Upplýsingar á staðnum frá kl. 16.00-19.00 í dag.
City Hótel,
Ránargötu 4a.
Framtíðarstarf
Við viljum ráða duglegt afgreiðslufólk í versl-
unina. Gott framtíðarstarf í rótgróinni
fagverslun.
Upplýsingar hjá verslunarstjóra.
Grensásvegi 11 — Sími 83500
Húsasmiðir
Húsasmiðir óskast í mótasmíði.
Upplýsingar í síma 31104.
Vélstjóra
Á skuttogara frá Vestfjörðum vantar yfirvél-
stjóra og I. vélstjóra með full réttindi. Einnig
vantar vélavörð á 200 tonna dragnótabát.
Upplýsingar í símum 94-6105 eða 94-6160.
Verkfræðingur
sem er nýkominn úr námi með BS í vélaverk-
fræði og MS í iðnaðarverkfræði, vantar vinnu
við verkfræði eða stjórnunarstörf.
Upplýsingar í síma 19792.
Hafnarfjörður
Starfsfólk óskast nú þegar í sölu- og pökkun-
ardeild vora í fullt starf eða hluta úr degi.
Upplýsingar á staðnum eða í síma 54488.
Síid og fiskur,
Dalshrauni 9B, Hafnarfirði.
Hálfsdagsstarf
Kona óskast við strauningu. Vinnutími fyrir
hádegi.
Fatahreinsunin Snögg,
Stigahlíð 45-47,
sími 31230.
Byggingaverka-
menn
Byggingaverkamenn óskast við byggingu
Hjónagarða stúdenta við Suðurgötu 71-75.
Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum.
Heimilistækja-
viðgerðir
Fyrirtæki sem verslar með þekkt heimilis-
tæki óskar eftir aðila eða starfandi verkstæði
sem gæti tekið að sér að annast þjónustu á
vörum fyrirtækisins. Næg verkefni fyrir
a.m.k.
einn mann.
Tilboð sendist auglýsingadeild mbl. merkt
„Samstarf — 1560“ fyrir 2. sept. nk.
Óskum að ráða
fólk í eftirtalin störf:
1. Afgreiðslustarf í verslun.
2. Afgreiðslustarf í fatadeild.
3. Starf á lager.
4. Starf við ýmsar útréttingar, ferðir í banka,
toll o.s.frv. Bílpróf skilyrði.
Eiginhandarumsóknir óskast er tilgreina ald-
ur, menntun og fyrri störf.
ÁNANAUSTUM
Sími 28855
Skrifstofustarf
Einkafyrirtæki í inn- og útflutningi sjávaraf-
urða vantar starfskraft á skrifstofu.
Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknir merktar: „B — 769“ sendist aug-
lýsingadeild Mbl. fyrir 1. sept.
Bankastofnun
óskar eftir að ráða innanhússendil til starfa
strax.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
1. september nk. merktar: „Bankastofnun —
3611“.
Lögfræðingur
Lögfræðiskrifstofa óskar eftir að ráða lög-
lærðan fulltrúa sem fyrst.
Upplýsingar um fyrri störf, menntun og aldur
óskast lagðar inn á auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 5. sept. merktar: „L — 6455“.
Kennarar
Okkur bráðvantar nokkra kennara að grunn-
skólanum á Hellu. Meðal kennslugreina:
Kennsla yngri barna, íslenska og handmennt.
Upplýsingar veita skólastjóri í síma 99-5943
eða formaður skólanefndar í síma 99-8452.
Vörumóttaka
Okkur vantar starfsmenn í vöruskemmu okk-
ar við vörumóttöku og frágang. Starfsmenn
þurfa að geta hafið störf strax.
Upplýsingar á skrifstofu.
Vöruflutningamiðstöðin,
Borgartúni 21.
Fiskvinnslustörf
Okkur vantar vant fólk í snyrtingu og pökkun
nú þegar og síðan í síldarfrystingu með
haustinu. Nú er um að gera að hlaupa til
og afla upplýsinga því færri komast að en
vilja þegar síldarfrysting hefst. Við rekum
verðbúð og mötuneyti.
KASK fiskiðjuver, Höfn Hornafirði, sími
97-81200.
Afgreiðslustörf
Óskum eftir að ráða starfskraft til afgreiðslu-
starfa í bifreiðavarahlutaverslun okkar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá síma-
verði.
HEKLAHF
Laugavegi 170-172. Simi 695500.
Þjónustuíbúðir
aldraðra Dalbraut 27
Okkur vantar gott fólk til starfa við eftirtalin
störf:
• Eldhús 75% vinna frá kl. 8.00-14.00.
• Heimilishjálp 100% vinna — hlutastarf
kemur til greina.
• Verslun — afgreiðsla — innnkaup. 50% starf
frá kl. 13.00-17.00.
Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum
virka daga frá kl. 10.00-14.00.