Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 55
+ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Lífsréttur dýranna Mannúðarleysi gagnvart dýrum á tilraunastofnunum, er einn af svörtu blettunum á samvisku heimsins. Lengi hefur vitað verið að við fjölmargar vísindastofnanir úti í löndum eru tilraunir gerðar í stórum stn á dýrum, ýmissa tegunda, og þau oft látin þola hinar hrylli- legustu píslir, án minnstu tilfínn- ingasemi af hálfu kvalaranna. Og í mjög mörgum tilvikum er þessi meðferð á dýrunum gerð án brýnn- ar nauðsynjar. Um þetta hafa verið ritaðar bækur, samanber hið kunna rit Victims of Science, þar sem tilraunamaður lýsir þessum atriðum á opinskáan hátt. Hitt mun aftur á móti ekki hafa mjög komist í hámæli, að á seinni árum hefur nemendum, jafnvel í lægri skólum, verið lögð sú skylda á herðar, að gerast þátttakendur í þessum ljóta leik. í Morgunblaðinu 28. júlí 1987 birtist fróðleg fregn, „Berst fyrir friðun froska", þar sem segir nokk- uð frá þessu ástandi. Þar er þess getið að í bandarískum grunnskól- um þurfi allir unglingar að kryfja frosk, til þess að geta lokið líffræði- prófí með sóma. I fréttinni er sagt frá 14 ára stúlku, Jennifer Graham frá Kali- forníu, sem neitaði að kryfja frosk í líffræðitíma, vegna samúðar með þessu litla dýri, enda dýravinur mikill. Undir mynd sem fylgdi, sést hvar hún heldur á lifandi froski og þar segir, að væntanlega hafí hún bjargað honum frá „grimmilegum dauðdaga á skurðarborði líffræði- kennarans". Vegna þessarar neitunar stúlk- unnar, að kryfja lifandi frosk, hefur hún lent í vandræðum gagnvart skólayfírvöldum, sem sýna baráttu hennar lítinn skilning, og telja hana með þessu vilja koma sér hjá skylduverkefnum. Þessi togstreita hefur leitt til þess, að Jennifer hefur fengið sér lögfræðing og hyggst höfða mál á hendur skólanum ef dýravemdun- arhugsjón hennar á að koma niður á lífræðieinkunninni. Þá er þess og getið, að hér yrði um tímamótaáfanga að ræða fyrir dýravemdunarsamtök, sem berjast gegn hvers kyns dýratilraunum, ef svo færí að Jennifer ynni þetta mál. En fjölmiðlar hafa veitt þessu máli stuðning og kvikmyndagerðar- maður frá Hollywood hefur boðist til að kvikmynda krufningu eins frosks, sem þá yrði að vísu píslar- vottur fyrir þúsundir annarra froska. Þessi frétt er allrar athygli verð, og á raunar erindi til allra hugs- andi manna, sem einhveija samúð hafa með öðrum, hvort heldur mönnum eða dýrum. Því dýrin hafa vissulega næmt sársaukaskyn og þjást á sama hátt og menn. Það er því vissulega grimmdar- legt athæfi, þegar óþolandi þjáning- ar em lagðar á dýr í tilraunastofum, oft að þarflausu og afsakað með því, að það sé gert í þágu vísind- anna. Svo virðist, að ýmsir vísinda- menn þeir, sem við dýratilraunir fást, séu tilfinningasljóir í meira lagi gagnvart dýrunum, sem þeir eru að handfjatla. En þá kastar fyrst tólfunum, þegar fræðsluyfírvöld heilla þjóðríkja setja þær reglur, að nem- endur á unglingsaldri skuli því aðeins ná tilskildum grunnskóla- prófum, að þeir geri sig seka í dýrapyntingum, sem þeim hrýs hugur við að framkvæma, undir leiðsögn fulltíða „vísindamanna", sem stundað hafa þessa iðju lengi, og telja sig líklega ekki menn að minni. Þeir munu sennilega telja sig „kalda karla“, sem hinir ungu, óhömuðu eiga að líta upp til og taka sér til fyrirmyndar. (Þessar aðfarir við „fómardýr vísindanna" minna ekki svo lítið á „rannsóknarréttinn", sem kirkjan beitti gegn ímynduðum andstæð- ingum sínum fyrr á öldum, víða um Evrópu. En nóg um það.) Dýraverndunarfélög um víða ver- öld hafa lengi barist með tiltækum ráðum gegn hinum mjög svo ómannúðlegu dýrarannsóknum, sem stundaðar hafa verið á stofnun- um í flestum löndum, en árangur orðið minni en skyldi. Hver veit nema málið hennar Jennifer litlu eigi eftir að leiða til einhvers áfangasigurs í þessari áríðandi baráttu fyrir lífsrétti dýr- anna og velferð þeirra. Þess væri sannarlega óskandi. Við Islendingar emm svo lán- samir að ekki hefur verið komið hér upp hinum ómannúðlegu dýra- rannsónarstofnunum, sem svo víða er raunin á í öðrum löndum, illu heilli. Við stöndum því þjóða best að vígi, að beijast fyrir afnámi þessa helstefnúþáttar, sem svo mjög setur svartan blett á samvisku heimsins (með meiru). Fulltrúar íslands, vísindamenn og aðrir, gætu t.d. látið til sín taka í þessu máli á ýmsum þeim þingum sem þeir sækja meðal annarra þjóða, þingum, sem að einhveiju leyti snerta þessi efni, því að til- raunir á dýrum eru gerðar t.d. í sambandi við efnaiðnað hvers kon- ar, lyfjaframleiðslu, snyrtivöru- framleiðslu og ekki síst í sambandi við flestar greinar læknisfræðinnar. Þjóð, sem sjálf stendur utan við illan verknað af því tagi, sem um er rætt hér að framan, hefur góða aðstöðu til að sitja ekki þögul og aðgerðarlaus, þegar tækifæri bjóð- ast heldur láta rödd sína heyrast sem „rödd hrópandans", því að hér er vissulega um að ræða eina af þeim meinsemdum, sem uppræta verður ef líf jarðar á að komast á rétta leið. Muna skyldi, að hvert eitt dýr á rétt á hamingjusömu lífí, ekki síður en mennimir, og það er að bijóta hin heilögu lögmál lífsins, að valda dýri þjáningu, ef hjá því verður komist. Ingvar Agnarsson HEILRÆÐI Heitir vökvar em ein algengasta orsök brunaslysa í heimahúsum. Vegna óvarkámi hafa alvarleg brunasár hlotist af brennandi heitu baðvatni. Munið að kæling brunasára skiptir miklu máli en mikilvægast er þó að koma í vég fyrir þessi slys. Kveðja til strætisvagna- bflstjóra Ég hef flest gott um strætis- vagnastjóra að segja og nota ég vagnana mikið. Mig langar þó til að benda þeim á eitt atriði sem þeir athuga ekki nógu vel. Stundum tekur fólk sér stæði fyrir framan vagnstjóra svo að það byrgir honum alveg sýn til dyrarina. Þetta getur valdið óþægindum og nefni ég nú tvö dæmi þess. Stór og mikill roskinn maður stóð eins og ég hef lýst. Ég var að ganga út á hæla öðrum og þá skellti bílstjór- inn hurðinni á mig. Það var óþægilegt þótt ég meiddist ekki að ráði. í annað sinn var enn stærri og gildari maður á áðumefndum stað. Þá kom annar gamall maður inn í vagninn. Hann gekk við staf og var auðsæilega erfítt um gang. Hann var sýnu mjórri en hinn og tókst því með erfiðismunum að troða sér framhjá honum. Ég vil því beina því til ykkar, góðu vagnstjórar, að þið látið engan standa fyrir dymnum á biðstöðun- um. Sumarbústaður til leigu á milli Reykholts og Húsafells 4ra-t> manna Dustaour tll leigu til lengri eoa skemmri tíma í september. Allt fylgir. Upplýsing- ar í síma 93-51426. VESTURGÖTU 6 SIMI 177 59 HELGARMAT5EÐILL 28.-30. ágúst Forréttur Hvítlauksristaður beitukóngur með smjördeigssnittu. Aðalréttur Léttsteiktur úrvals lambahryggur með rauðvínssósu og nýju grænmeti eða Glóðarsteikt súla með kirsuberjasósu, dillsoðnum gulrótum og jöklasalati. Eftirréttur Fersk islensk aðalbláber með ijóma. Kr. 1.690,- Glæsilegur sérréttamatseðill. Sigurður Halldórsson cellóleikari og Daniel Þor- steinsson pianóleikari spila fyrir matargesti. Tískusýninö í Blómasal í daq á íslenskum fatnaði. Módelsamtökin sýna nýjustu línuna í íslenskum fatnaði í hádeginu alla föstudaga. Fötin eru frá íslenskum Heimilisiðnaði og Rammagerðinni. Víkingaskipið er hlaðið íslenskum úrvalsréttum alla daga ársins. HÚTEL LOFTLEKHR FLUGLEIDA S HÓTEL (/) Þórunn Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.