Morgunblaðið - 28.08.1987, Side 47

Morgunblaðið - 28.08.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 47 upp hjá afa sínum og nafna. Kristín, móðir hans, giftist árið 1935 Oddi Kristjánssyni frá Hjarðarbóli í Kol- grafarfirði. Þau hjón eru bæði látin fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust þrjá syni sem allir eru á lífi. Með þeim stjúpfeðgum, Ólafi og Oddi, var gagnkvæmt vinfengi. Jón, faðir hans, kvæntist danskri konu og áttu þau tvo syni sem búa í Danmörku. Dagurinn 11. september árið 1954 var mikill hamingjudagur í lífi Ólafs. Þá gekk hann að eiga Drífu Garðarsdóttur, mikla mynd- ar- og mannkostakonu. Er hún dóttir hjónanna Láru Hildar Proppé og Garðars Ó. Jóhannessonar, út- gerðarmanns á Patreksfirði. Þau Ölafur og Drífa eignuðust fjögur böm. Þrjú þeirra eru á lífi og eru þau þessi: Edda, félagsráðgjafi, sambýlismaður Kjartan Amason og eiga þau einn son, Ólaf Sverri; Kristín Hildur, hjúkmnarfræðingur, sambýlismaður Sigurður Sverris- son; og Garðar, nemandi í mennta- skóla. Sonur þeirra, Ólafur, fórst í bílslysi á hvítasunnu árið 1980, þá 23 ára gamall. Það var þeim mjög mikið áfall. Kynni okkar Ólafs Jónssonar eru orðin löng. Við höfum vitað hvor af öðrum um nær sextíu ára skeið, ólumst upp hvor sínum megin Mjóa- ijarðar. Við Látramenn áttum oft erindi í Skálavík og þurfti þá stund- um að sigla snarpan beitivind yfir fjörðinn. Við töldum til nokkurrar frændsemi og kallaði hann mig tíðum frænda. Mér þótti það hlýlegt ávarp. Nú lifír það í minningunni. Það er erfitt að sætta sig við að maður svo mikillar lífsorku og Ólaf- ur var skuli horfinn á braut með svo skjótum hætti. Eftir hina mörgu björtu sumardaga er sem „náttkul af haustbleikum heiðum" leiki um vanga. Að honum er mikil eftirsjá. Eiginkonu, bömum og tengda- bömum, dóttursyninum unga, nafna hans og eftirlæti, aldraðri tengdamóður og öðmm vanda- mönnum sendi ég hlýjar samúðar- kveðjur. Okkur, sem áttu hann að sam- fylgdarmanni um langan veg, er þakklæti efst í huga. Runólfur Þórarinsson í dag er til moldar borinn öðling- urinn og drengskaparmaðurinn, svili minn, Olafur Jónsson læknir. Hann var skyndilega burt kallaður úr þessu lífi að kvöldi hins 17. ágúst. Síst hefði ég trúað því að þessi hrausti og mikli atorkumaður ætti ekki lengra líf fyrir höndum. En lífið og tilveran em nú svona að almættið gefur og tekur. Kynni okkar ðlafs hófust fyrir 27 ámm, þegar hann kom heim frá námi ásamt mágkonu minni Drífu og bömum þeirra, Eddu og Óla. Ég og fjölskylda mín urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að Ólafur og æskuvinur hans Tryggvi Þor- steinsson læknir gáfu okkur kost á að eignast íbúð í Hamrahlíð 33a. Fyrir dugnað og atorku Ólafs reis þetta hús, Hamrahlíð 33 og 33a á rúmu ári. Það vom stoltir og án- ægðir menn, sem stóðu á botnplötu hússins á laugardagskvöldi í byijun desember 1962, er Ólafur, Tryggvi og ég skáluðum fyrir áfanganum og framtíðinni. Tryggvi taldi annað óviðeigandi en platan fengi sitt og dreypti á hana við mikinn fögnuð okkar hinna. Framkvæmdin gekk það vel að þessar þrjár fjölskyldur, Tryggvi og Hjördís, Ólafur og Drífa, og ég og Edda vom fluttar inn fyrir jólin 1963. Á byggingartímabilinu gekk inn í þessa framkvæmd skólabróðir 01- afs úr Menntaskólanum á Akureyri, Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður. Var það mikið happ fyrir okkur öll að fá þennan skemmtilega og gáf- aða mann sem meðeiganda. Árin liðu og bömunum fjölgaði. 4 böm Ólafs og Drífu, 4 mín og Eddu, en fyrir áttu Tryggvi og Hjördís 2 dætur. Það myndi nú til dags einhveijum þykja bammargt í svona parhúsi, en allt gekk með miklum ágætum og bjuggum við saman í 14 ár í sátt og samlyndi, en þá þurfti mín fjölskylda stærra húsnæði. Ólafur átti sinn stóra þátt í því hve börnunum kom vel saman, en hann var með afbrigðum barn- góður maður, en lét þau þó bera virðingu fyrir sér. Það má segja að heimilin á 33 og 33a hafi verið sem eitt, því ef eitthvað bjátaði á, þá leitaði hver til annars. En það var nú svo að oftar var ég þiggjandinn en veitand- inn. Það var sama í hvaða vanda ég og mín fjölskylda lenti, hvort það vom veikindi eða eitthvað ann- að, þá leysti Ólafur alltaf málin á þann farsælasta hátt, sem mögu- legt var. Ég get aldrei gleymt kvöldstund fyrir mörgum árum, þegar við Ólafur og konur okkar, sátum saman niðri í íbúð okkar Eddu og ræddum vandamál sem mér viðkom. Þá sagði hann: „Siggi minn, ég hef alltaf litið á þig sem minn yngri bróður frekar en svila, því okkar samband hefur verið nán- ara en þessar venjulegu tengdir." Svona var nú Ólafur, og lái mér hver sem vill þó kökkur hafi komið í hálsinn á mér, og leit ég á hann upp frá því sem minn eldri bróður. Ólafur var vinmargur og félags- lyndur maður, sem vildi hafa líf og fyir í kringum sig, þegar tilefni gafst til. En það voru ekki allir sem komust að hans innsta hugskoti, því á vissan hátt var hann líka dulur og bar ekki tilfinningar sínar fyrir hvem sem var. Þegar alvara var á ferðum hjá einhveijum vina hans eða sjúkling- um þá var ekkert verið að tvínóna við hlutina og stóð hann þá alltaf eins og klettur upp úr hafinu til hjálpar þeim sem í hlut átti, og hlífði sjálfum sér hvergi. Þetta hef ég sjálfur reynt því fyrir nokkrum árum fékk ég sjúkdóm, sem erfitt og í sumum tilfellum er ekki hægt að lækna. Ólafur og nokkrir hans ágætu „kollegar“ reyndu það sem hægt var, en það gekk ekki. En minn eldri bróðir vildi ekki gefast upp og fór með mig til Ameríku til fær- ustu sérfræðinga, en þeir töldu að með aðgerð væru dauðalíkur of miklar. Þá fannst mér eins og heim- urinn hryndi. Hefðu Ólafur og mín elskulega mágkona ekki verið með mér eftir þennan úrskurð þá hefði örvæntingin riðið mér að ftillu. Ólafur kenndi mér að sætta mig við orðið hlutskipti og átti Drífa sinn stóra þátt í því líka. Ekki ætla ég að rekja ættir Ól- afs því aðrir gera það betur en ég. Þó að sorgin sé sár og bitur þá rénar hún með tímanum og eftir verða ljúfar minningar um öðling, sem öllum vildi gott gera. „Drífa mín, þetta er í annað sinn sem sorgin dynur yfir á þínu heim- ili, en ég veit að þú ert eins og Ólafur var. Þú stendur þig eins og hetja. Við Edda og börnin vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sarnúð." Siggi Enginn veit hver næstur verður kallaður að hinum dimmu dyrum, en víst er um það, að þeir sem til þekktu hefðu síst búist við því, að Ólafur Jónsson læknir yrði kvaddur svo fljótt og óviðbúið yfír landa- mærin á vit feðra sinna, svo hraustur sem hann var á líkama og sál, hlaðinn orku og lífskrafti. Ég, sem þessar línur skrifa, sakna sárt vinar í stað en segja má að við Ólafur höfum verið sam- ferðamenn síðan við slitum barns- skónum sitt hvoru megin við lágan háls norður í ísafjarðardjúpi, en daglegur samgangur var milli heim- ilanna. Ólafur var mikill aufúsugestur í húsi foreldra minna og tengdist fjöl- skyldan í Vatnsfirði honum traust- um og nánum vináttuböndum. Eftir að þau foreldrar mínir fluttu suður til Reykjavíkur, áttu þau áfram hauk í homi þar sem Ólafur var, en hann reyndist þeim jafnan sem bezti sonur. Ólafur óx úr grasi hjá afa sínum, Ólafí Ólafssyni, óðalsbónda í Skálavík og varð dugandi og kraft- mikill við margvísleg sveitastörf. Ungur varð hann óvenju starfssam- ur, fullur af áhuga fyrir því sem var að gerast í kringum hann en hann vann m.a. við sjómannsstörf, símavinnu og smíðar. Hann aflaði sér á þessum árum almennrar menntunar í hagnýtum hlutum og var þess vegna vel að sér í öllu sem laut að atvinnumálum þjóðarinnar. Hann fór í menntaskólann á Akureyri og eignaðist þar marga kæra vini, sem eiga að baki að sjá óvenju félagslyndum skólabróður. Að loknu háskólanámi hér í Reykjavík fór hann til framhalds- náms í Bandaríkjunum og lagði stund á lyflæknisfræði og melting- arsjúkdóma sem undirgrein. Þaðan kom hann til starfa í Reykjavík árið 1960. Árið 1954 kvæntist hann Drífu Garðarsdóttur, glæsilegri og mikil- hæfri konu. Ólafur var mjög eðlisgreindur, hugkvæmur og fljótur að átta sig á hlutunum og röskur að taka ákvarðanir. Þessir eiginleikar komu í góðar þarfír við læknisstörf hans. Hann reyndist mjög glöggur þegar um sjúkdómsgreiningu var að ræða, lét aldrei aukaatriði trufla sig og var fljótur að ráða fram úr vanda- málum sem alltaf koma upp við læknisstörf. Það var alltaf líf og fjör í kring- um Ólaf. Hann var einatt hress, uppöryandi, glaður og skemmtileg- ur. Það sem auðkenndi hann þó öðru fremur var trygglyndi. Hann var mikill vinur vina sinna og ólat- ur að greiða götur þeirra á allan hátt. Hann hafði mikla ást á heima- högum sínum við Djúp og átti oft leið um æskustöðvarnar. Hús þeirra hjóna stóð alltaf opið fyrir sveitung- unum enda bæði mjög gestrisin og var öllum það mikið tilhlökkunar- efni að koma til þeirra í gestaboð. Fjölskyldurnar þijár sem ásamt Ólafí og Drífu fluttu í Hamrahlíð 33 um áramótin 1964 eiga margar góðar minningar frá liðnum árum og öll stöndum við í þakkarskuld við hann fyrir framtakssemi og hjálpsemi sem við höfum notið í ríkum mæli á öllum þessum árum. Þessi grein á að flytja innilegar þakkir frá foreldrum mínum og systkinum fyrir einlæga og trausta vináttu. Þótt við vinir Ólafs höfum misst mikils er þó mestur harmur kveðinn að Drífu og bömum þeirra, Garð- ari, Kristínu, Eddu og litla Ólafí, sem var augasteinn og eftirlæti afa síns. Við Hjördís vottum þeim okkar innilegustu samúð og hluttekningu og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Tryggvi Þorsteinsson Okkur setti hljóð þegar fregnin barst um hið sviplega fráfall Olafs læknis Jónssonar. Á liðnu vori fögn- uðum við 40 ára stúdentsafmæli þar sem hann var glaðastur meðal glaðra. I dag kveðjum við hann hinstu kveðju með sárum söknuði. Kynni okkar hafa varað í fjóran og hálfan áratug. Því er margs að minnast frá langri leið, en einkum unglingsára, í menntaskóla við nám og leiki æskunnar. Á þeim árum verða þau vináttubönd til sem tíminn vinnur ekki á. Ólafur Jóns- son rækti þessa vináttu heils hugar. Hann var jafnan boðinn og búinn að gera það sem gera þurfti til að halda við gömlum kynnum og treysta þau og er þess skemmst að minnast hvað gaman var að hafa hann með í ráðum við undirbúning 40 ára stúdentsafmælisins. Ekki var hitt minna virði hvað hann brást fljótt og vel við ef veikindi eða sjúkravist varð hlutskipti bekkjarfé- laganna. Þá var hann vakinn og sofínn að fylgjast með hvemig þeim reiddi af. Hann var ráðhollur og ráðagóður og mikill vinur vina sinna og við nutum þess — bekkjarsystk- ini hans — í ríkum mæli. Nú haustar að og hið liðna, sólríka sumar kemur aldrei aftur. Við leiðarlok komum við til að kveðja og þakka, því „hin gömlu kynni gleymast ei né gömul tryggðamál". Við sendum eiginkonu, bömum, venslafólki og skyldmennum hug- heilar samúðarkveðjur. Bekkjarsystkini Ólafur Jónsson læknir var maður svo fullur lífsþrótti, að það er erfitt að trúa því að hann sé ekki lengur í lifenda tölu. Við kynntumst Ólafi fyrst fyrir þrettán ámm, þegar hann hafði forgöngu um kaup á lítilli flugvél frá Bandaríkjunum. Alls vorum við sjö sem tókum þátt í þessum kaupum. Ólafur var mik- ill áhugamaður um flug og var ávallt fremstur í flokki í samstarfí okkar um notkun og rekstur flug- vélarinnar. Stærsta átakið í því sambandi var bygging flugskýlis, og þar lét Ólaftir ekki sitt eftir liggja fremur en endranær. Hann var alltaf jafn hress og kátur og fús til framkvæmda, og allt sem hann tók að sér innti hann af hendi skjótt og samviskusamlega. Ólafur var skemmtilegur í viðræðum og oftsinnis nutum við gestrisni hans og eiginkonu hans, Drífu Garðars- dóttur, á hejmili þeirra hjóna. Það skarð sem Ólafur skilur eftir sig í okkar hópi verður erfítt að fylla. Um leið og við minnumst hans sem góðs vinar og félaga, vottum við fjölskyldu hans samúð okkar á sorg- arstundu. Sameigendur að TF-FET í dag er til moldar borinn Ólafur Jónsson læknir. Þann 17. ágúst síðastliðinn var hann hér að starfí með okkur í Domus Medica rétt eins og venju- lega og það var að vanda mikill erill, í mörgu að snúast og margt að ræða og taka ákvarðanir um. Viðmót hans var hlýtt að venju og hann glaðlegur og uppörvandi og sýndist fullur af orku rétt eins og endranær, svona hafði þetta gengið fyrir sig árum saman og öllum fannst okkur þetta stafa frá Ólafi Jónssyni. Það var mikil reisn og virðing í ríkum persónuleika hans, það var gott að vera í návist hans og kynni við hann glöddu og auðg- uðu. En næsta dug kom hann ekki til starfa. Kvöldið áður hafði hann snögglega veikst alvarlega. Hann var látinn. Hljóð og harmi slegin erum við enn einu sinni minnt á fallvaltleik lífsins. Skammt er milli lífs og dauða. Og þótt við öll vitum að hið einasta örugga um tilveru okkar í þessum heimi séu í raun lok hennar, erum við allaf jafn óviðbúin komu sláttumannsins mikla. En litla starfsumhverfið okkar á þriðju hæðinni í Domus Medica er miklu tómlegra og fátæklegra en áður var oggóðs drengs er sárt saknað. Olafur Jónsson var fæddur á Vestfjörðum 1924. Faðir hans var læknir. Sjálfur valdi hann læknis- starfið. Hann fór í gegnum námið með býsna hefðbundnum hætti, fyrst hér heima, síðan í framhalds- nám erlendis, aðallega f Banda- ríkjunum þar sem hann sérmennt- aði sig í meltingarsjúkdómum og sinnti þeim sérstaklega um hríð en hann var lengst af heimilislæknir í Reykjavík og gegndi auk þess fy'öl- mörgum trúnaðarstörfum sem læknir, auk um hríð embættislækn- inga. En þessi litla kveðja verður ekki frekari ættarsaga eða skrá um veraldlegan framan. Ólafur Jónsson var tæplega 63 ára þegar hann lést svo skyndilega. Hann sýndist talsvert yngri. Hann dó svo sannarlega langt um aldur fram. Hugsun hans var skýr og hugurinn fijór, áhugamálin mörg auk læknisfræðinnar, flug, ferða- lög, tækninýjungar hvers konar og mannlífið sjálft í heild sinni. Hann lífgaði hressilega upp á umhverfi sitt, frásagnarlist var honum gefín og hann bjó yfir miklum fróðleik, einnig þeim sem hvergi er enn og verður kannski aldrei á bók skráð- ur. Og líkamlega virtist hann vera hraustur og hafði aldrei kennt sér alvarlegra meina. Krafturinn og dugnaðurinn virtist oft með ólíkind- um og hann var úrræðagóður maður og hjálpsamur. En vafalaust er oft erfitt að skynja annarra innstu líðan. Lífíð veitti Ólafí margt en það lagði einn- ig á hann mótlæti en Ólafur var svo agaður að ekki varð allt séð á *- hinu ytra borði. Svo hefur Ólafur vafalaust oft og lengst af unnið alltof mikið eins og margir læknar, en þó fannst okkur stundum eins og hann byggi yfir þeirri tvöföldu starfsorku sem sú stétt þarf eigin- lega að hafa og óafvitandi er ætlast til að hún hafi. En allt um það þá sýndist manni dauðinn svo óravegu frá Ólafí Jónssyni lækni sem að öllu jöfnu leiftraði af andlegri og líkamlegri orku. Það tekur vafalaust nokkurn tíma fyrir sum okkar að átta sig á því að Óiafur sé ekki rétt ókominn úr leyfi. Hann er farinn yfir móð- una miklu og honum líður vafalaust vel á grundunum grænu þar sem hann á þegar fyrir ástvini og kunn- ingja, vini áður fama, sem nú njóta samvista við hann og hann með þeim að nýju. Við samstarfsfólk hans hér á þriðju hæðinni í Domus Medica kveðjum hann með þökk og virðingu. Sambýlið við hann var gott og umgengnin við ■ hann öll ánægjuleg. Við sendum innilegar kveðjur til eftirlifandi konu hans, Drífu Garð- arsdóttur, sem raunar er ein í hópnum okkar og við biðjum að henni og bömum þeirra hjóna og öðrum nánustu megi veitast styrkur og líkn í þungri raun. Mikið verða orðin fátækleg á þessari stundu en Drífa þekkir hug okkar og hjarta- lag. Blessuð veri minning Ólafs Jóns- sonar. Starfsfólk á þriðju hæð í Domus Medica. Hótel Saga Síml 12013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri t Hugheilar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jaröarför ÁRNA SIGURÐAR GUNNARSSONAR, Sundlaugarvegi 10, er lést af slysförum 26. júlí sl. Sérstakar þakkir til Ungmennafé- lagsins Skallagríms, Borgarnesi, Körfuknattleiksdeildar (R og Loftorku sf. Borgarnesi. Gunnar Jón Árnason, Katla Gunnarsdóttir, Sverrir Stefánsson, Hreiðar Gunnarsson, Margrét Sigurðardóttir, Júlfa Guðnadóttir. Jóhanna G. Sigurðardóttir, Guöný Sigurðardóttir, Inga Ingimarsdóttir, Haila Magnúsdóttir, Árni Guðmundsson, t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖNNU KRISTÍNAR BALDVINSDÓTTUR. Tómas Njálsson, Gunnhildur Njálsdóttir, Haukur Kristófersson, Ragnheiður Njálsdóttir, Stefán Baldursson, Sólveig Knútsdóttir, Már Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.