Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 60
| ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA 81 GuÓjónÓ.hf. | 91-2 7233 | FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 ÉIBRUnflBáT -AF^RYGGISASTÆDUM Nýjungar í 70 ár VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Varalið Bandaríkjahers: íslendingar á heræfingum TVEIR íslendingar fylgdust fyrr I þessum mánuði með æfingum sérstaks varaliðs í Bandaríkjaher, sem hefur það hlutverk að annast varnir íslands á hættutímum. íslendingamir tveir, þeir Amór Siguijónsson, sem starfar í höfuð- stöðvum Atlantshafsbandalagsins í Briissel, og Magnús Bjamason, Verk eftir Signrð Guðmundsson af- hjúpað í Hollandi: Bronsá rennur nið- ur 7 metra granítblokk Frá Eggerti Kjartanssyni, fréttarit- ara Morgunblaðsins í Hollandi. ' VIÐ póststöðvarbygginguna í Den Bosch i Hollandi hefur verið afhjúpað listaverk eftir Sigurö Guðmundsson. Um er að ræða verk úr granítblokk sem er 7 metra há og flutt var frá Svíþjóð til Hollands. Granítið er svokallað diabas sem er einstaklega hart og eins- dæmi að svona stór blokk finnist af þvi í heilu lagi. Niður granít- blokkina rennur bronsá og tvær örvar benda upp til að upphefja þyngdarkraft granítsins. Segja má að verkið túlki landslag á ljóðrænan hátt. Það er svonefnd „1% reglu- gerð“, sem gerir ríkisstofnunum í Hollandi kleift að eyða jafnvirði 1% af byggingarkostnaði til lista- verkakaupa, sem Sigurður Guðmundsson naut góðs af að þessu sinni. Einnig var sett upp minna verk eftir Sigurð inni í pósthúsinu. Verkið var afhjúpað 25. ágúst. starfsmaður vamarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, fylgdust með æfíngunum á vegum ráðuneytisins. Þeir fóru til Gates Town í New Brunswick-fylki í Kanada hinn 5. ágúst og dvöldust þar á meðan liðið æfði til 20. ágúst. „Þetta 6000 manna lið er þjálfað reglulega og við vildum kynna okkur hvemig sú þjálfun fer fram,“ sagði Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofustjóri vamar- málaskrifstofunnar. „Þeir Amó- og Magnús hafa þann starfa að fylgjast með tækjabúnaði og starfsemi vam- arliðsins og því var ákveðið að þeir skyldu kynna sér æfíngar þessar. Þetta er í fyrsta sinn sem íslending- ar hafa fengið tækifæri til þess að vera viðstaddir þegar varaliðið er þjálfað, en óvíst er hvort framhald verður þar á. Amór og Magnús eiga eftir að skila skýrslu um ferð sína og síðan verður metið hvort ástæða er til þess fyrir okkur að senda full- trúa aftur á æfingar þessar,“ sagði Þorsteinn Ingólfsson. Fyrstir úr leik Morgunblaðið/Gunniaugur Rögnvaldsson Pjórföld velta Porsche-mannanna Jóns S. Halldórssonar og Guðbergs Guðbergssonar á sérleið um Kaldadal batt enda á sigurvonir þeirra í Ljómarallinu í gær. Þeir sluppu ómeiddir frá óhappinu og voru fyrstir keppenda til að falla úr leik. Bifreiðin er stórskemmd. Talsvert var um óhöpp og skakkaföll í rallinu, en feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson á Ford Escort RS hafa nauma forystu, á undan Birgi Bragasyni og Hafþóri Guðmundssyni á Talbot og Steingrími Ingasyni og Ægi Ármannssyni á Datsun. Sjá nánar um Ljómarallið á blaðsiðu 59. Réttíndalaus kennari heitír nú leiðbeinandi Beiðni um undanþágu fyrir 330 leiðbeinendur Nemendur í grunnskólum 45 þúsund LEIÐBEINANDI verður fram- vegis starfsheiti réttindalausra kennara að sögn Sigurðar Helga- sonar deildarstjóra grunnskóla- deildar menntamálaráðuneytis- ins. Ráðuneytinu hafa þegar borist beiðnir um undanþágur fyrir 330 leiðbeinendur og hefur það fallist á ráðningu 260 þeirra. Um 45.000 nemendur munu stunda nám við grunnskóla lands- ins á komandi vetri. Sigurður sagði að þegar kennarar fóru fyrst fram á að fá löggilt starfs- heiti var þeirra starfsheiti kennari. Fljótlega kom í ljós að það var óframkvæmanlegt að halda því vegna þeirra kennara sem kenna utan grunnskóla. „Málið snerist því strax um að fá löggildingu starfs- heitisins grunnskólakennari og framhaldsskólakennari. Þegar búið var að samþykkja þessi lög kom sú staða upp að réttindalausa kennara vantaði starfsheiti," sagði Sigurður. „Það verður að viðurkennast að ýmsir innan kennarasamtakanna hölluðust að því að þetta fólk héti kennari en niðurstaðan var samt; sú að ráðuneytinu barst bréf frá Banda- lagi kennara, á þá leið að þeir óskuðu eftir að hvorki orðið kennari né kennsla kæmi fyrir í nafni á þessum starfshópi." Leitað var til fróðra Ríkistjórnin leyfir að hval- veiðar hefjist í næstu viku Ákvörðunin gerð opinber eftir helgi er viðbrögð Bandaríkjamanna hafa borist HVALVEIÐAR hefjast að nýju í lok næstu viku en þær hafa legið niðri í rúman mánuð. Ætlunin er að veiða 20-30 sandreyðar fram að áramótum en engar hrefnuveiðar verða leyfðar. Þessi ákvörðun var tekin á rikisstjórnarfundi í gær en verður ekki gerð opinber fyrr en eftir helgi, liklega á þriðjudag, er viðbrögð Bandaríkjastjórn- ar liggja fyrir. Ingvi Ingvarsson, sendiherra í Washington, afhenti bandaríska utanrikisráðuneytinu bréf frá Steingrími Hermannssyni, utanríkisráðherra, þar sem greint var frá þessari ákvörðun í gær. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var einnig tilkynnt utanrikismálanefnd Alþingis í gær og var nefndin sammála ákvörðun ríkisstjórnarinnar. ekki verði gripið til viðskiptaþving- ana af hálfu Bandaríkjamanna vegna áframhaldandi hvalveiða þar sem hvalveiðideilan sé ekki lengur hreint viðskiptamál í þeirra augum heldur utanríkismál. manna um starfsheiti og niðurstaðan var starfsheitið leiðbeinandi. Sam- kvæmt síðustu kjarasamningum eru leiðbeinendur íjórum launaflokkum lægri en kennarar með full réttindi en í mars næstkomandi verða þeir sex launaflokkum lægri. Á síðastliðnum vetri voru 422 réttindalausir kennarar settir við grunnskólana og sagði Sigurður að mun fleiri kennara vantaði að skól- unum í ár miðað við sama tíma í fyrra. „Það stafar af þessu nýja kerfí en í lögunum er gert ráð fyrir að auglýst verði til þrautar eftir kennurum og það hefur verið gert. Þess vegna er allt seinna á ferðinni þegar skólastjórar hafa verið að bíða og vonast eftir umsóknum frá reynd- um mönnum og þegar það ekki tekst fara þeir að senda inn beiðnir um undanþágur," sagði Sigurður. Fæstir grunnskólanemendur eru á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austfjörðum en þar hefur gengið hvað verst að fá kennara. „Eg hef enga trú á að skólar loki, en því getur seinkað að skólar fari af stað,“ sagði Sigurður. Ekki er enn vitað hver viðbrögð bandarískra stjómvalda verða við þessari ákvörðun en fulltrúar sjáv- arútvegs- og viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna munu hafa lagt á það ríka áherslu í viðræðum sínum við Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, í síðasta mánuði að ekki kæmi til frekari hvalveiða ís- lendinga. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur haft vaxandi áhyggjur af þessu máli og áhrifum þess á sam- skipti þjóðanna og tekið æ ríkari þátt í viðræðum ríkjanna um hval- veiðar. Vona íslenskir ráðamenn að Jóhann Hjartarson. Korchnoi líklegur sem mótheiji Jóhanns Líklegast er talið að Jóhann Hjartarsson stórmeistari tefii við Viktor Korchnoi í keppninni um réttinn til að tefla um heims- meistaratitilinn í skák, sem haldin verður í Kanada 20. janúar n.k. íslenzku stórmeistararnir í skák hittust í vikunni til að reyna að spá í spilin með hliðsjón af reglum keppninnar. Að sögn Frið- riks Ólafssonar verður þetta ekki endanlega ljóst fyrr en að lokinni skák þeirra Nunn og Portich um þriðja sætið á milli- svæða mótinu í Ungveijalandi, en flest bendir til þess að Korchnoi verði mótheiji Jóhanns. Korchnoi er einn þekktasti skákmaður heims. Hann tefldi einvígi um heimsmeistaratitilinn við Karpov fyrir nokkrum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.