Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Vörubíllinn, sem talið er að hafi verið notaður sem skotpallur flauganna. Reuter Reuter Jafnaðargeð fórnarlamba flóðanna Dhaka, Reuter. Á myndinni má sjá hvar fóm- arlömb flóðanna í Bangladesh búast til að yfirgefa heimili sitt í útjaðri Dhaka, höfuð- borgar Bangladesh. Milljónir manna em heimilislausar í þessum mestu flóðum í landinu í fjömtíu ár. Japan: Eldflaugaárás á keisarahöllina Tókíó, Reuter. AÐ MINNSTA kosti fimm heima- smíðuðum eldflaugum var í gær skotið að keisarahöllinni í miðri Tókíó-borg. Enginn meiddist af völdum flauganna og tjón var lítið. Lögreglan telur að komm- únískir öfgamenn standi að baki árásinni. Keisarahjónin voru ekki í höllinni þegar atvikið átti sér stað, en vinstrisinnar hafa að undanfömu sagst munu reyna að koma í veg fyrir fyrirhugaða heimsókn Hiro- hitos keisara til eyjarinnar Okin- awa. Ástæðuna segja þeir vera þá að enn hafi ekki gróið um heilt milli eyjarskeggja og stjómarinnar í Tókíó eftir-seinni heimstyijöldina. Hundruð þúsunda japanskra her- manna og Okinawa-búa féllu í bardögum um eyna undir lok heims- styijaldarinnar, en Okinawa var eina eyja Japans, sem barist var á. Lögreglan fann vörubíl í ljósum logum um einn og hálfan kílómetra frá keisarahöllinni og er talið að eldflaugunum hafí verið skotið úr honum. Ekki er enn ljóst nákvæm- lega hvað tilræðismennimir hugð- ust hæfa með flaugunum. Suður-Afríka: Námaeigendiir reynast harðir í hom að taka Setuverkfall í dýpstu námu heims Jóh&nnesarborg, Reuter. BLAKKIR námamenn fóru í gær í setuverkfall í dýpstu námu heims, en námaeigendur tilkynntu að þeir hygðust reka rúmlega 13.000 námamenn. Þessir atburðir sigla í kjölfar kosningar í fyrrakvöld, en þá felldi yfirgnæfandi meirihluti hinna 250.000 námaverkamanna tilboð námaeigenda. Verkfallið hefur nú staðið í 19 daga. Verkalýðssamtök námamanna (NUM) sagði að setuverkfallið hefði hafist eftir að vopnaðir öryggisverð- ir námaeigenda ráku námamenn úr svefnskálum sínum og þröngv- uðu þeim niður í námumar. Talsmaður Anglo American-sam- steypunnar vildi ekki svara ásökun- um NUM, en staðfesti að um 3.000 námamenn væru í setuverkfalli í námunni. Náman er 3,7 km djúp og þarf stóreflis frystivélar til þess að kæla loftið, sem dælt er niður í námuna, til þess að hitastig sé bærilegt. Anglo American sagðist í gær mundu reka alla verfallsmenn í námunni, en alls vinna um 7.500 manns þar. Auk þess voru um 10.000 verkfallsmenn aðrir reknir við aðrar námur fyrirtækisins. Þá setti fyrirtækið um 18.000 náma- mönnum öðrum afarkosti; að þeir sneru þegar til vinnu eða yrðu að öðrum kosti reknir. „Við munum nú einbeita okkur að því að koma námavinnslunni í eðlilegt horf á ný,“ sagði talsmaður fyrirtækisins og gaf í skyn að það hefði gefist upp á viðræðum við NUM og hygð- ist nú ráða nýtt vinnuafl. Verkamannasamband Suður- Afríku íhugar nú að blanda sér í deiluna. „Verkamenn eru reiðir yfir því að félagar þeirra í námunum, sem eru helstu auðlindir landsins, séu beittir ofríki; á þá er skotið, táragasi beitt gegn þeim, þeir svelt- ir, handteknir og hafðir í varðhaldi," sagði framkvæmdastjóri Verka- mannasambandsins, Jay Naidoo. „Þekki Námaráðið [samtök náma- eigenda] ekki vald okkar, fá þeir að kynnast þv!.“ Upphaflega krafðist NUM 30% launahækkunar, en lækkaði síðan kröfu sína niður í 27%. Þá var tek- ið fram að laúnakrafan yrði ekki lækkuð þrátt fyrir að námeigendur byðu ýmis bætt kjör önnur. IRA-menn drepa tvo lögregluþjóna Belfast, Reuter. Hryðjuverkamenn Irska lýðveld- ishersins (IRA) réðust í fyrra- kvöld inn á þröngt setna krá og skutu tvö lögregluþjóna til bana og særðu tvo aðra gesti. Byssumennimir ruddust inn á krána hófu skothríð og flúðu af vett- vangi að því loknu. Hinir tveir særðu liggja nú á sjúkrahúsi. IRA lýsti ábyrgðinni á hendur sér. < '</) —i 2 Nú eru sprengidagar framundan. Farðu út í næstu matvörubúð og fáðu þér saltkjöt og súpukjöt frá Sláturfélaginu með 15% afslætti á meðan tækifæri gefst. SLÁTURFÉLAG UÐURLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.