Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Vildi að ég fyndi þig, lukka Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn Vildi að þú værir hér — Wish you were here ★ ★ ★ 1/2 Leikstjóri og handrit: David Leland Tónlist: Stanley Myers Kvikmyndataka Ian Wilson Framleiðandi: Sarah Radclyffe Aðalleikendur: Emily Lloyd, Tom Bell, Jesse Birdsall, Geoffrey Dur- ham, Pat Heywood. Bresk: Film Four Intemational/ Zenith Production 1987 Þó svo að þessi hugstæða, breska mynd hafi ekki riðið feitum sauð frá garði við verðlaunaafhendinguna á Cannes hátíðinni í vor, þá var hún samt sú mynd sem vakti hvað mesta eftir- tekt og aðdáun blaðamanna á Vestur- löndum. Það kemur manni ekki á óvart eftir að hafa séð hana, hér er um að ræða einstaklega vel skrifaða og leik- stýrða mynd um athyglisvert og vissulega átakanlegt efni og afburða vel leikna. Kveikjan að Vildi að þú værir hér voru kynni handritshöfundarins og leik- stjórans Leland af mellumömmunni sem var fyrirmynd Julie Walters í næstu mynd hans á undan — Private Services — (og væntanleg er hingað til lands á næstunni). Þá rakti þessi stórbísnessmella sitt ömurlega, en þó broslega gelgjuskeið á árunum í kring- um 1950 fyrir Leland. Það er hin unga og óþekkta leikkona, Emeiy Lloyd sem fer með hlutverkið. Lloyd er eldhress, skörp og kjaftfor, það hentar illa í smábænum sem hún býr í, ekki síst þar sem faðir hennar, grautfúlt karl- rembusvín, má ekki vamm sitt vita, einkum hvað dótturina snertir. Hans virðing er ofar öllu. Telpan missir móð- ur sína ung, einu manneskjuna sem veitti henni ástúð. Samband feðginanna fer síversnandi og ekki lagast það þeg- ar telpan uppgötvar náttúruna, sér og strætisvagnastjóra í þorpinu til mikillar ánægju. En hann snýr við henni bakinu og þá tekur hún til við bæjarfolann, (Tom Bell), þrátt fyrir að þar sé heldur slímug fyllibytta á ferð sem er jafn- aldri og vinur föður hennar að auki. Þessi ástamál enda að sjálfsögðu með skelfingu en í lokin er það Lloyd sem stendur uppi sem sigurvegari, það er sterkt í þeirri stuttu! Tregafull mynd, en þó á köfium bráð- fyndin og oftast stutt I húmorinn. Vandamál Lloyd er ekki brókarsótt heldur sú algenga kvöl og pína — skort- ur á ástríki og bltðu. Að auki hefur stúlkan verið langt á undan samtíð- inni, það frelsi sem hún þarfnaðist og gekk að sem sjálfsögðum hlut varð ekki að veruleika fyrr en á næsta ára- tug, þeim fræga, sjöunda. Ef hann hefur þá náð til krummaskuðs á borð við það sem myndin gerist I. Leland hefur skapað mikla stemmn- ingsmynd úr sínu fyrsta leikstjómar- verkefni. Handrit hans er litríkt, hreinskilið og persónumar vel dregnar, og gaman og tregi skiptast á. Mörg atriðin em einkar minnisstæð, þá kannski fyrst og fremst uppgjör feðgin- anna á kaffíhúsinu í Boumemouth, þá Hin unga og óreynda leikkona Emely Lloyd vinnur minnisstæð- an leiksigur í Vildi að þú værir hér í Regnboganum. er senan þegar hundurinn kemst í verj- umar gráthlægileg. Annars er Vildi að þú værir hér ein- staklega kraftmikil mynd frá upphafí til enda og státar af stórleik. Emely Lloyd er sjálfsagt eitt mesta leikaraefni sem fram hefur komið f Bretlandi um langt árabil, þó svo að af nógu sé að taka. En hún tekur þetta erfíða hlut- verk, þessi algjörlega ókunna, 15 ára stúlka, hreint lygilega styrkum tökum. Gamli refurinn, Tom Bell, sem maður hefur ekki séð í áraraðir, gefur stúlk- unni lítið eftir í hlutverki hins roskna og slóttuga pilsajagara sem átti eftir að breyta lffí Lloyd svo um munaði. Hér er á ferðinni mynd sem enginn Iætur fara framhjá sér sem ánægju hefur af listaverkum á tjaldinu. Teiknimyndin Val- höll með íslensku tali Kvikmyndir Amaldur Indriðason Valhöll (Valhalla). Sýnd í Laug- arásbíói. Stjöraugjöf: ★ ★ 'fa Dönsk. Leikstjórar: Peter Madsen og Jeffrey James Varab. Framleiðandi: Swan Film i sam- vinnu við Dönsku kvikmynda- stofnunina. Tónlist: Ron Goodwin og Bent Hesselman. Raddir: Jóhann Sigurðarson (Þór, Óðinn), Kristinn Sigmunds- son (Útgarðs-Loki), Þórhallur (Laddi) Sigurðsson (Loki), Páll Úlfar Júlíusson (Þjálfi), Nanna K. Jóhannsdóttir (Röskva), Lísa Pálsdóttir (Móðirin), Eggert Þor- leifsson (Faðirinn), Ragnheiður Árnadóttir (Sif) og Flosi Ólafsson (sögumaður). Umsjón með íslenskri hljóðsetningu: Þorbjöra Erlingsson. Engum er eins auðvelt og gjöfult að skemmta og bömum. Hrífist þau er hrifning þeirra algjör, spennan ekta og gleðin falslaus. Þau gleyma sér auðveldlega og verða auðveld- lega gagntekin af því sem fyrir þau er borið og geta talað endalaust um það. Því meira sem bömin skilja af því sem fram fer því meiri skemmt- un er það fyrir þau. Böm geta haft gaman af fjömgri teiknimynd en þurfa ekki endilega að vita hvað er að gerast. Það er nóg að Tommi sé alltaf að hremma Jenna, eða öfugt, með viðeigandi látum. Það þarf enginn að vita hvers vegna. En þegar teiknimyndimar em orðn- ar lengri og persónumar fleiri og raunvemleg saga er sögð með henni þarfnast bömin útskýringa ef skemmtunin á að gagnast þeim að fullu. Og svo tekið sé undir með gömlu kvörtunarefni: Það er alltof lítið gert fyrir bömin. Þess vegna er það sérstakt gleði- eftii nú þegar Laugarásbíó frnrn- sýnir dönsku teiknimyndina Valhöll (Valhalla) að forsvarsmenn bíósins hafa látið setja á hana íslenskt tal fyrir bömin (og fullorðna). Síðast þegar slíkt var gert lét Hitt leik- húsið setja íslenskt tal inn á bamamyndina Ronja ræningjadótt- ir, sem sýnd var í Nýja bíói, sem þá var, og það tókst mjög vel. Það sama verður að segja um Valhöll; íslenska talið setur sterkan svip á myndina og gefur henni nýtt og skemmtilegt líf. Eins og íslenskt tal yrði hallærislegt við hinar venjulegu Hollywoodmyndir bíóhúsanna er það bráðnauðsynlegt fyrir margar bamamyndimar og sérstaklega teiknimyndimar. Valhöll gerist 1 Goðheimum yíkingaaldarinnar, á meðal guða í Ásgarði, risa í Útgarði og dauð- legra manna í Miðgarði. Raddir þeirra Jóhanns Sigurðarsonar og Þórhalls (Ladda) Sigurðssonar glymja í persónum Þórs, Óðins og Loka, Kristinn Sigmundsson talar fyrir Útgarðs-Loka, sem etur Þór og Loka í einvígi við Eldinn, Mið- garðsorminn og sjálfa Ellina. Páll Ulfar Júlíusson og Nanna K. Jó- hannsdóttir eru Þjálfí og Röskva, sem eru tekin úr mannheimum og verða vinnuhjú hjá Þór. Móður þeirra og föður leika Lísa Páls- dóttir og Eggert Þorleifsson, Ragnheiður Ámadóttir er Sif kona Þórs og Flosi Ólafsson er sögumað- ur myndarinnar. Valhöll er ekki gallalaus en kannski bjargar íslenskan einhveiju af því sem miður hefur farið við gerð hennar. Hún er byggð á bók- unum um Goðheima, sem Iðunn Tónlistarkeppni Tónlist Jón Ásgeirsson Erlendis hafa um langan tíma tíðkast alls konar tónlistarkeppni og tónlistarmenn reyndar haft þær sem eins konar stökkpall til „heimsfrægðar". Víst er að mörg- um hefur reynst erfitt að hasla sér völl í glímunni við áheyrendur án þess að geta hampað framan í þá „keppnis-passanum". Slíkt keppnisfyrirkomulag á sviði lista hefur verið gagnrýnt á margví- slegan máta og jafnvel talið valda meiri skaða en réttlætt verði með þeim ávinningi er fáir hafí af slíku tilstandi. Þeir sem vilja vera já- kvæðir, telja niðurstöður slíkrar keppni vera eins konar tilkynn- ingu um hver sé „bestur" meðal jafningja og auk þess hvatning hverjum einstaklingi til ýtrustu átaka við sjálfan sig og verkefnið. Tónlistarsamkeppni er ævaforn iðja og til eru skemmtilegar sögur þar um, allt frá Forn-Grikkjum og jafnvel að Neró keisari hafí hermt eftir þeim, enda margverð- launaður söngvari. Á tímum Aristótelesar og Platóns vildu menntamenn leggja áherslu á göfgandi hlutverk tónlistar, sér- deilis þá sjálfsögun og skapgerð- armótun er slíkri iðju tengist en forðast keppnir og eftirsókn eftir leiktækni atvinnumanna, sem að þeirra mati leiddi til þess að menn misstu sjónar á innra gildi listar- innar. Það er því ekki nýtt að deilt sé um ágæti samkeppni. Trúlega verður ekki lengi beðið með það að koma á fót meirihátt- ar tónlistarkeppni, svona í framhaldi af þeim tilraunum sem gerðar hafa verið á þessu sviði síðustu árin og nú stendur yfír samkeppni ungra tónlistarmanna og eru verðlaunin tónleikahald á Norðurlöndunum. Til stefnunnar að þessu sinni verður nokkrum ungmennum gefínn kostur á að sýna leikni sína og sl. þriðjudag voru það Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari og Dagný Björgvinsdóttir píanóleikari, sem fluttu nýja og gamla tónlist. Þama eru á ferðinni góðir tónlist- armenn er fluttu verkefni sín af kunnáttu og listfengi og er ljóst að með vaxandi þroska þeirra megi vænta mikils af þeim í framtíðinni. Áshildur flutti h-moll flautu- sónötuna eftir J.S. Bach (BWV 1030), Synchronism nr. 1 eftir Davidovsky, sérlega skemmtilega gert verk, þijá þætti úr Incantati- ons eftir Jolivet og lauk sínum hluta tónleikanna með Fantasie op. 79 eftir Faure. Breyndís Halla flutti Elegíuna eftir Faure, fímmtu sellósónötuna eftir Beet- hoven og sellósónötu eftir De- bussy. Samleikari beggja fyrmefndra var svo Dagný Björg- vinsdóttir og þarf varla að tíunda það að hlutur píanósins í sónötun- um er ekki minna verk að vinna úr en hjá einleikurunum. Þessir tónleikar bera þess glögg merki að tónlist er í miklum vexti hér á landi og að nám og kennsla tón- listar er stunduð af alvöm og kunnáttu. Þramuguðinn Þór fæst við Miðgarðsorminn í dönsku teiknimyndinni Valhöll, sem sýnd er með íslensku tali í Laugarásbíói. hefur gefíð út og em þær eftir Peter Madsen, sem leikstýrir teikni- myndinni. Myndin var fjögur ár í framleiðslu og kostaði 30 milljónir danskra króna. Hún er tæknilega vel gerð en skortir ábyggilegra handrit og sterkari persónusköpcn nema í tilviki litla tröllsins Kverks, sem er skemmtilegasta og heii- steyptasta persónan og sú sem myndin snýst að mestu um. Hann er kynntur í sérstakri aukamynd á undan aðalmyndinni líklega af því það fer lítið fyrir honum í sjálfum sögubókunum. Endirinn er líka allt- of snubbóttur en þegar best lætur er Valhöll þó fyndin og eldfjörug og sýnir oft fijótt hugmyndaflug höfunda hennar sérstaklega þegar Loki og Þór heyja sín einvígi í skála Útgarðs-Loka eða þegar bömin heimsækja Óðinn þar sem hann sit- ur að tafli við Mími og fleira mætti nefna. Það er gott og þarft framtak hjá Laugarásbíói að setja íslenskt tal á þessa bamamynd og væri óskandi að fleiri fylgdu því fordæmi. EDLJÓMHVEfflN FOBINGJAB NIB IKVÖLD KL. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.