Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Á 55 ára vígsluafmæli Siglufj arðarkirkj u eftir Þ. Ragnar Jónasson Það hefur löngum hvílt á herðum safnaðanna að koma upp og kosta byggingar kirkna sinna. Enda þótt hér á landi sé þjóðkirkja, leggur sameiginlegur sjóður landsmanna lítt fram til þeirra hluta. Að vísu hafa kirkjumar tekjur af sóknar- gjöldum, sem tryggð eru sem tekjustofn, samkvæmt lögum. En þær tekjur hrökkva skammt, nema til viðhalds á kirkjubyggingunum. Því var það mikið átak fyrir fá- mennan söfnuð á Siglufirði, að byggja sína myndarlegu kirkju á hinum miklu og erfiðu krepputím- um, sem voru hér á landi kringum árið 1930 og lengfur. En af bjart- sýni og dugnaði var ráðist í þetta stórvirki, sem ennþá nægir íbúum Siglufjarðar til helgihalds. Til foma var sóknarkirkjan á Siglunesi, en var síðan flutt að Hvanneyri, sem ennþá er prestsset- ur staðarins. Þaðan var hún flutt niður á Eyrina, þegar byggja þurfti nýja kirkju árið 1890. Svo þegar sóknarfólkinu tók að fjölga, á mikl- um breytingatímum, með vaxandi sfldariðnaði, óx þörfín fyrir stærri kirkju, og gamla kirkjan á Eyrinni, hefur trúlega þurft vaxandi við- haldskostnað, þegar hér var komið sögu. Árið 1890 var íbúatalan í Hvanneyrarsókn rúmlega 300, en árið 1932 var íbúafjöldinn orðinn 2.340 manns. Núverandi Siglufjarðarkirkja var vígð þann 28. ágúst 1932, af þáver- andi biskupi íslands, dr. Jóni Helgasyni, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Meðal annars voru þar mættir 7 prestar, sem flestir aðstoð- uðu við þessa hátíðlegu athöfn. Kirkjan stendur á áberandi stað í miðjum bænum, upp af Aðalgötunni og setur því sterkan svip á um- hverfí sitt. Hún var byggð eftir teikninum Ame Finsens arkitekts, og byggingameistarar vom Einar Johannsson og Jón Guðmundsson, báðir frá Akureyri. Yfírsmiður var Sverre A. Tynes, sem þá var búsett- ur á Siglufirði. Kirkjan er mjög stflhrein og falleg bygging, um 35 metra löng og 12 metra breið. Hún tekur milli 400 og 500 manns í sæti. Tuminn er um 30 metra hár og rúmgott loft er yfir kirkjunni. Yfír inngangi og fremst í kirkjunni er stórt söngloft, sem rúmar kirkju- kórinn og pípuorgelið, sem keypt var á aldarafmæli séra Bjama Þor- steinssonar 1961. Siglfírðingar hafa sýnt það, fýrr og síðar, á margvíslegan hátt, hve þeim er annt um sóknarkirkju sína. í þessum tilgangi var stofnuð svo kölluð kirkjunefnd þann 7. júní 1936, fyrir áeggjan sóknarprestsins séra Óskars J. Þorlákssonar. Átti hún einnig að stuðla að auknu helgi- haldi og góðum kirkjusöng. Góður kirkjusöngur var talinn hafa verið lengi, fýrir áhrif prestshjónanna, þeirra frú Sigfiðar Blöndal, sem jafnan var organisti og forgöngv- ari, frá því um 1890, og prestsins og tónskáldsins, séra Bjama Þor- steinssonar, sem þjónaði prestakall- inu í 47 ár. Hann samdi hina fögru hátíðarsöngva, sem notaðir em í kirkjum landsins og auðgaði íslenska tónmennt með sönglögum sínum o g söfnun íslenskra þjóðlaga, sem em mikil afrek. Kirkjunefndin var starfandi, þar til systrafélag kirkjunnar var stofn- að 27. nóvember 1968, af þáverandi prestsfrú Auði Guðjónsdóttur, konu séra Kristjáns Róbertssonar. Það félag hefur unnið mikið og fómfúst starf og aflað fjár til þarfa safnað- arins. Það þótti í frásögur færandi þeg- ar Gagnfræðaskóli Siglufjarðar tók til starfa á kirkjuloftinu, þann 13. október 1934. Þar var mikið hús- rými, sem var útbúið með þarfíí skólans fyrir augum. Þama var skólinn í 23 ár, eða þar til að hann var fluttur í nýja byggingu og glæsilega við Hlíðarveg. Það var hin óþreytandi gáfukona, frú Guð- rún Bjömsdóttir frá Komsá, sem átti þessa ágætu hugmynd og barð- Siglufjarðarkirkja ist fyrir framgangi hennar, til þess að auka menntun æskulýðsins í kaupstaðnum. Þann 13. nóvember 1955 stofn- aði sóknarpresturinn séra Ragnar Fjalar Lámsson Æskulýðsfélag Siglufjarðarkirkju, og starfaði það einnig á kirkjuloftinu og starfar ennþá af fullum krafti. Á 50 ára byggingarafmæli kirkj- unnar, 28. og 29. ágúst 1982, var vígt safnaðarheimili á kirkjuloftinu. Hafði loftið verið innréttað á ný, á mjög smekklegan og skemmtilegan hátt, í þessum tilgangi. Var þetta, að mestu leyti gert, fyrir gjafir ein- staklinga, félaga og fýrirtækja, og mikla sjálfboðavinnu. Á sama tíma kom út allstór bók um Siglufjarðar- kirkju og kristnihald á Siglufirði frá öndverðu. í safnaðarheimilinu fer fram ýmiss konar félagsstarfsemi bæði á vegum kirkjunnar og ann- arra stofnana, og er stöðugt vaxandi notkun þess. Til þess að auðveldara væri að komast upp í safnaðarheimilið var sett lyfta þar fyrir nokkmm ámm. Fyrir öllum þessum framkvæmdum stóð hinn ötuli sóknarprestur séra Vigfús Þór Ámason, ásamt sóknarnefndinni, sem studdi hann í starfí. í tilefni 50 ára vígsluafmælis kirkjunnar og vígslu safnaðarheim- ilisins, vom mættir sex prestar, sem þjónað hafa þessum söfnuði síðan ( séra Bjarni Þorsteinsson lét af- prestsskap árið 1935, þeir vom: Óskar J. Þorláksson 1935-1951, Kristján Róbertsson 1951-1954 og 1968-1971, Ragnar Fjalar Láms- son 1955-1968, Rögnvaldur Finn- bogason 1971-1973, Birgir Ásgeirsson 1973-1976 og Vigfús Þór Ámason síðan 1976. Árið 1947 stofnaði séra Óskar J. Þorláksson lítið blað, sem nefnist Kirkjuklukkan, og hefur það flutt safnaðarfréttir og fleira, undir rit- stjóm prestanna, og kemur það ennþá út, þegar ástæður þykja til. Á hveiju ári hefur verið haldinn svo nefndur kirkjudagur á vígsluaf- mæli kirkjunanr. Slíkt stendur til einnig í ár, með sérstöku tilliti til 55 ára aldurs sóknarkirkjunnar. Á þessum degi hafa verið fengnir góðir gestir til þess að flytja messu, , ásamt sóknarprestinum. Að þessu sinni verður hátíðarguðsþjónusta flutt sunnudaginn 30. ágúst. Þar verður heiðursgestur séra Ólafur Skúlason dómprófastur í Reykjavík og vígslubiskup Skálholtsstiftis hins foma. í sumar hefur farið fram viðgerð á útveggjum kirkjunnar, gert við spmngur sem myndast hafa, og ráðgert er einnig að lagfæra and- dyri og setja hitalögn í tröppur. Einnig hefur kirkjan verið máluð að utan og skartar nú í sumarsól- inni mjallahvít. í sóknamefnd Siglufjarðarkirkju hafa jafnan valist miklir áhuga- menn um kirkjulegt starf, og söfnuðurinn hefur staðið að baki sóknarpresti sínum og nefndinni í þróttmiklu og heilladijúgu starfi. Höfundur er fyrrverandi bæjar- gjaldkeri á Siglufirði. Fallegar, sterkar, ódýrar! Vandaðar Panther skólaúlpur með innfelldri hettu og ásaumuðu endurskinsmerki. Margir litir. Frábært verð-, allar gerðir undir 2.000 krónum. Útsölustaðir: Vöruhús KEA, Vöruhús KÁ, Skagfirðingabúð, Vöruhús Vesturlands, Samkaup, Miðvangur og kaupfélög um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.