Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
Á 55 ára vígsluafmæli
Siglufj arðarkirkj u
eftir Þ. Ragnar
Jónasson
Það hefur löngum hvílt á herðum
safnaðanna að koma upp og kosta
byggingar kirkna sinna. Enda þótt
hér á landi sé þjóðkirkja, leggur
sameiginlegur sjóður landsmanna
lítt fram til þeirra hluta. Að vísu
hafa kirkjumar tekjur af sóknar-
gjöldum, sem tryggð eru sem
tekjustofn, samkvæmt lögum. En
þær tekjur hrökkva skammt, nema
til viðhalds á kirkjubyggingunum.
Því var það mikið átak fyrir fá-
mennan söfnuð á Siglufirði, að
byggja sína myndarlegu kirkju á
hinum miklu og erfiðu krepputím-
um, sem voru hér á landi kringum
árið 1930 og lengfur. En af bjart-
sýni og dugnaði var ráðist í þetta
stórvirki, sem ennþá nægir íbúum
Siglufjarðar til helgihalds.
Til foma var sóknarkirkjan á
Siglunesi, en var síðan flutt að
Hvanneyri, sem ennþá er prestsset-
ur staðarins. Þaðan var hún flutt
niður á Eyrina, þegar byggja þurfti
nýja kirkju árið 1890. Svo þegar
sóknarfólkinu tók að fjölga, á mikl-
um breytingatímum, með vaxandi
sfldariðnaði, óx þörfín fyrir stærri
kirkju, og gamla kirkjan á Eyrinni,
hefur trúlega þurft vaxandi við-
haldskostnað, þegar hér var komið
sögu. Árið 1890 var íbúatalan í
Hvanneyrarsókn rúmlega 300, en
árið 1932 var íbúafjöldinn orðinn
2.340 manns.
Núverandi Siglufjarðarkirkja var
vígð þann 28. ágúst 1932, af þáver-
andi biskupi íslands, dr. Jóni
Helgasyni, að viðstöddu miklu fjöl-
menni. Meðal annars voru þar
mættir 7 prestar, sem flestir aðstoð-
uðu við þessa hátíðlegu athöfn.
Kirkjan stendur á áberandi stað í
miðjum bænum, upp af Aðalgötunni
og setur því sterkan svip á um-
hverfí sitt. Hún var byggð eftir
teikninum Ame Finsens arkitekts,
og byggingameistarar vom Einar
Johannsson og Jón Guðmundsson,
báðir frá Akureyri. Yfírsmiður var
Sverre A. Tynes, sem þá var búsett-
ur á Siglufirði. Kirkjan er mjög
stflhrein og falleg bygging, um 35
metra löng og 12 metra breið. Hún
tekur milli 400 og 500 manns í
sæti. Tuminn er um 30 metra hár
og rúmgott loft er yfir kirkjunni.
Yfír inngangi og fremst í kirkjunni
er stórt söngloft, sem rúmar kirkju-
kórinn og pípuorgelið, sem keypt
var á aldarafmæli séra Bjama Þor-
steinssonar 1961.
Siglfírðingar hafa sýnt það, fýrr
og síðar, á margvíslegan hátt, hve
þeim er annt um sóknarkirkju sína.
í þessum tilgangi var stofnuð svo
kölluð kirkjunefnd þann 7. júní
1936, fyrir áeggjan sóknarprestsins
séra Óskars J. Þorlákssonar. Átti
hún einnig að stuðla að auknu helgi-
haldi og góðum kirkjusöng. Góður
kirkjusöngur var talinn hafa verið
lengi, fýrir áhrif prestshjónanna,
þeirra frú Sigfiðar Blöndal, sem
jafnan var organisti og forgöngv-
ari, frá því um 1890, og prestsins
og tónskáldsins, séra Bjama Þor-
steinssonar, sem þjónaði prestakall-
inu í 47 ár. Hann samdi hina fögru
hátíðarsöngva, sem notaðir em í
kirkjum landsins og auðgaði
íslenska tónmennt með sönglögum
sínum o g söfnun íslenskra þjóðlaga,
sem em mikil afrek.
Kirkjunefndin var starfandi, þar
til systrafélag kirkjunnar var stofn-
að 27. nóvember 1968, af þáverandi
prestsfrú Auði Guðjónsdóttur, konu
séra Kristjáns Róbertssonar. Það
félag hefur unnið mikið og fómfúst
starf og aflað fjár til þarfa safnað-
arins.
Það þótti í frásögur færandi þeg-
ar Gagnfræðaskóli Siglufjarðar tók
til starfa á kirkjuloftinu, þann 13.
október 1934. Þar var mikið hús-
rými, sem var útbúið með þarfíí
skólans fyrir augum. Þama var
skólinn í 23 ár, eða þar til að hann
var fluttur í nýja byggingu og
glæsilega við Hlíðarveg. Það var
hin óþreytandi gáfukona, frú Guð-
rún Bjömsdóttir frá Komsá, sem
átti þessa ágætu hugmynd og barð-
Siglufjarðarkirkja
ist fyrir framgangi hennar, til þess
að auka menntun æskulýðsins í
kaupstaðnum.
Þann 13. nóvember 1955 stofn-
aði sóknarpresturinn séra Ragnar
Fjalar Lámsson Æskulýðsfélag
Siglufjarðarkirkju, og starfaði það
einnig á kirkjuloftinu og starfar
ennþá af fullum krafti.
Á 50 ára byggingarafmæli kirkj-
unnar, 28. og 29. ágúst 1982, var
vígt safnaðarheimili á kirkjuloftinu.
Hafði loftið verið innréttað á ný, á
mjög smekklegan og skemmtilegan
hátt, í þessum tilgangi. Var þetta,
að mestu leyti gert, fyrir gjafir ein-
staklinga, félaga og fýrirtækja, og
mikla sjálfboðavinnu. Á sama tíma
kom út allstór bók um Siglufjarðar-
kirkju og kristnihald á Siglufirði frá
öndverðu. í safnaðarheimilinu fer
fram ýmiss konar félagsstarfsemi
bæði á vegum kirkjunnar og ann-
arra stofnana, og er stöðugt
vaxandi notkun þess. Til þess að
auðveldara væri að komast upp í
safnaðarheimilið var sett lyfta þar
fyrir nokkmm ámm. Fyrir öllum
þessum framkvæmdum stóð hinn
ötuli sóknarprestur séra Vigfús Þór
Ámason, ásamt sóknarnefndinni,
sem studdi hann í starfí.
í tilefni 50 ára vígsluafmælis
kirkjunnar og vígslu safnaðarheim-
ilisins, vom mættir sex prestar, sem
þjónað hafa þessum söfnuði síðan (
séra Bjarni Þorsteinsson lét af-
prestsskap árið 1935, þeir vom:
Óskar J. Þorláksson 1935-1951,
Kristján Róbertsson 1951-1954 og
1968-1971, Ragnar Fjalar Láms-
son 1955-1968, Rögnvaldur Finn-
bogason 1971-1973, Birgir
Ásgeirsson 1973-1976 og Vigfús
Þór Ámason síðan 1976.
Árið 1947 stofnaði séra Óskar
J. Þorláksson lítið blað, sem nefnist
Kirkjuklukkan, og hefur það flutt
safnaðarfréttir og fleira, undir rit-
stjóm prestanna, og kemur það
ennþá út, þegar ástæður þykja til.
Á hveiju ári hefur verið haldinn
svo nefndur kirkjudagur á vígsluaf-
mæli kirkjunanr. Slíkt stendur til
einnig í ár, með sérstöku tilliti til
55 ára aldurs sóknarkirkjunnar. Á
þessum degi hafa verið fengnir
góðir gestir til þess að flytja messu, ,
ásamt sóknarprestinum. Að þessu
sinni verður hátíðarguðsþjónusta
flutt sunnudaginn 30. ágúst. Þar
verður heiðursgestur séra Ólafur
Skúlason dómprófastur í Reykjavík
og vígslubiskup Skálholtsstiftis hins
foma.
í sumar hefur farið fram viðgerð
á útveggjum kirkjunnar, gert við
spmngur sem myndast hafa, og
ráðgert er einnig að lagfæra and-
dyri og setja hitalögn í tröppur.
Einnig hefur kirkjan verið máluð
að utan og skartar nú í sumarsól-
inni mjallahvít.
í sóknamefnd Siglufjarðarkirkju
hafa jafnan valist miklir áhuga-
menn um kirkjulegt starf, og
söfnuðurinn hefur staðið að baki
sóknarpresti sínum og nefndinni í
þróttmiklu og heilladijúgu starfi.
Höfundur er fyrrverandi bæjar-
gjaldkeri á Siglufirði.
Fallegar,
sterkar,
ódýrar!
Vandaðar Panther
skólaúlpur með innfelldri
hettu og ásaumuðu
endurskinsmerki.
Margir litir.
Frábært verð-, allar
gerðir undir 2.000
krónum.
Útsölustaðir:
Vöruhús KEA,
Vöruhús KÁ,
Skagfirðingabúð,
Vöruhús Vesturlands,
Samkaup,
Miðvangur og
kaupfélög um land allt.