Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 41 Minninff: Elías Bjarnason frá Drangsnesi Fæddur 15. maí 1899 Dáinn 10. ágúst 1987 Á heiðið þoku af hafi sló, er hæðir fal og móa. Hún leið fram myrk, en léttstíg þó, og lukti Húnaflóa. (Stefán frá Hvítadal.) Kvæðið „Fomar dyggðir" kemur upp í huga mínum er ég rita eftir- farandi minningarorð. Páll Elías var svo sannarlega trúr hinum fornu dyggðum og rætur hans stóðu djúpt í jörðu hinnar af- skekktu byggðar sem kallast Strandir. Faðir minn var fæddur á Klúku í Bjarnarfírði og ólst þar upp. Bjami faðir hans var sonur Guðmundar Guðmundssonar frá Kleifum í Kaldbaksvík og Soffíu Pálsdóttur frá Kaldbak, af Páls og Glóaætt. Móðir hans var Jóhanna dóttir Guðmundar Guðbrandssonar, Tungugröf og Helgu Hjaltadóttur frá Búðardal á Skarðströnd. Gmnur leikur mér á því að æsku- árin hafi ekki verið neinn leikur. Byrjaði snemma að vinna foreldmm sínum allt sem hann mátti. Vinnu- maður var hann á Kleifum á Selströnd 16—18 ára gamall. Þá var unninn surtarbrandur rétt hjá Drangsnesi í svonefndri Gunnu- staðagróf, gekk hann til vinnu að morgni og heim að kvöldi, en þetta er dágóður spotti eins og þeir vita gjörla, sem til þekkja. Jafnan var unnið í 12—14 klst. og síðan hirti húsbóndinn kaupið, sem þá var títt. Rúmlega tvítugur réri hann nokkrar vertíðar frá ísafírði, m.a. á Sóley IS. Sjómennskan féll honum vel í geð. Faðir minn giftist móður minni Jakobínu Halldórsdóttur frá Svans- hóli árið 1928 og um svipað leyti byggði hann ásamt Einari Sigvalda- syni, Steinhúsið á Drangsnesi, en stóð þar stutt við, því 1930 reisti hann nýbýlið Mýrar í Drangnes- landi og ræktaði tún, sem dugði til smábúskapar, auk þess stundaði hann alla vinnu er til féll inn á Drangsnesi og þó ekki sé langt á vinnustað, 15—20 mín, er það lýj- andi gangur til lengdar. Fljótlega tók að bera á því að faðir minn gekk ekki heill til skógar, ágerðist sjúkleikinn jafnt og þétt. Rétt fýrir 1940 um haust var hann sendur á sjúkrahús í Reykjavík og gekkst undir aðgerð vegna magasárs. Tókst sú aðgerð mjög vel og fékk hann fullan bata. Engum sem til þekkti fékk dulist að faðir minn var skapmikill. Bjó yfir geysimikilli seiglu og gat verið stífur á meining- unni, ef hann beit eitthvað í sig. Eftirfarandi frásögn lysir þessum eiginleikum allvel. Viku eftir áður- nefnda aðgerð fór hann út af sjúkrahúsinu og ákvað að fara strax heim. Tók Laxfoss uppí Borgarnes og síðan rútuna sem þaðan gekk til Akureyrar, fór úr henni í botni Hrútafjarðar og ætlaði sér að ganga út allar Strandir til Drangsness. Degi var tekið að halla er hann lagði upp í gönguna en fljótlega kom í ljós að maðurinn var lítt göngufær, máttfarinn mjög og sár- kenndi til í skurðinum. Hélt samt áfram þó hægt færi, það var liðið að miðnætti og orðið mjög skugg- sýnt er hann kvaddi dyra á bæ einum utarlega í Hrútafirði og baðst gistingar, húsfreyjan vel miðaldra kona tók honum mjög alúðlega. Lét hann segja sér allt hið ljósasta af ferð sinni og einnig ætt og upp- runa. Mælti hún síðan. „Frændi sæll, ég mun nú ráða ferð þinni til leiðarloka." Um morguninn símaði hún á þá bæi, sem þurfa þótti og lagði drög að, hvemig ferðinni væri best hagað. Var hann síðan selflutt- ur á hestum eða bátum, eftir því sem við átti og síðasta spölinn yfir Steingrímsfiörð af Gústa mínum á Hvalsá. Mikil var gleðin í kotinu þegar faðir minn birtist seint um kvöldið, því lítið höfðum við frétt af honum frá því hann fór suður þrem vikum áður. Húsfreyjan á bænum sem svo drengilega liðsinnti föður mínum var Steinunn Jónsdóttir Stóru Hvalsá, en afar þeirra Jón og Guð- mundur Guðbrandssynir voru bræður. Foreldrum mínum varð 5 bama auðið, öll gift og að ég ætla mesta ágætisfólk. Þau eru: Ingimar, f. 1928 bús. í Reykjavík, k. Ásta Bjamadóttir. Þorbjörg, f. 1930 bús. á Akureyri, m. Frímann Hauksson. Ester, f. 1932 bús. á Akureyri, m. Bjami Jónsson. Bjami, f. 1933 bús. í Reykjavík, k. Gyða Steingrímsdóttir. Sólrún, f. 1936 bús. í Kópavogi, m. Sigmar Ingvars- son. Afkomendur foreldra minna munu vera 30 talsins. Faðir minn var vel að sér, kenndi mér að lesa og draga til stafs. Þá kunni hann fjöldan allan af vísum og var sjálfur hagmæltur en flíkaði því lítt. Las húslestur og kvað rímur, en sú skemmtan lagðist af er útvarp kom á heimilið. Bindindis- maður alla ævi, fylgdist vel með, en sótti lítt mannfundi. Skoðanir _ hans vom hreinar og beinar, trúði á mátt félagshyggju og samvinnu og lagði áherslu á að allir hefðu nóg að bíta og brenna. Bestu vinir hans vom Bæjar- bræður, enda mun leitun á öðmm eins valmennum. Foreldrar mínir hættu búskap og fluttu inn á Drangsnes upp úr 1950 og áttu þar heima allt til þau fóm á Dvalar- heimilið Skjaldarvík við Eyjafjörð. Síðustu æviár föður míns vom erf- ið, honum leiddist og langaði alltaf heim. Hann andaðist á sjúkraheimilinu Hlíð á Akureyri og var hvíldinni feginn. Böm mín minnast hans með þakklæti fyrir góðvild og hjálp- semi. Kirkja hefur staðið á Kald- rananesi í rúmlega 7 aldir. Hann kaus sér legstað hjá feðmm sínum og var jarðsettur á Kaldrananesi 15. ágúst sl. í blíðskaparveðri, Strandimar skörtuðu sínu fegursta. Móður minni háaldraðri og af- komendum öllum bið ég blessunar Drottins. Um föður minn vil ég segja: Hann var trúr yfir litlu. Blessuð sé minning hans. Ingimar Elíasson smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar T röppur yf ir girðingar Vandaðar. S. 40379. Kallkerfi 2ja, 3ja, 4ra atöðva. EAFBORC SF. Rauðarárstíg 1, sími 11141 Gestur rafvirkjam. — S. 19637. T réskurðarnámskeiðin byrja 1. september. Hannes Flosason, s. 23911, 21396. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir Ferðafé- lagsins 28.-30. ágúst: 1) Óvissuferð Gist í húsum. 2) Nýidalur — Lauga- fell/nágrenni Gist i saeluhúsi Ferða/élagsins v/Nýjadal. I ás norðvestur af Laugafelli eru laugarnar sem það er kennt við. Þær eru um 40-50 C. Viö laugarnar sjálfar eru vall- lendisbrekkur með ýmsu tún- gresi, þótt i um 700 m hæð sé. 3) Landmannalaugar — Eldgjá Gist í sæluhúsi Feröafálagsins i Laugum. Ekið til Eldgjár á laug- ardeginum, en á sunnudag er gengið um á Laugasvæöinu. 4) Þórsmörk Gist i Skagfjörðsskála/Langadal. Gönguferðir við allra hæfi. Ratleik- urinn í Tindfjallagili er afar vinsæll hjá gestum Ferðafélagsins. Brottför i allar ferðirnar er kl. 20.00 föstudag. Upplýsingar og farmiöasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands. ÚTIVISTARFERÐIR Símar: 14606 og 23732 Helgarferðir 28.-30 ágúst 1. Þórsmörk. Góð gisting i Úti- vistarskálunum Básum. Göngu- ferðir við allra hæfi. 2. Eldgjá — Langisjór — Sveinstindur. Gist í húsi sunnan Eldgjár. Dagsferð á laugardegin- um að Langasjó og ganga á Sveinstind. Komið viö í Laugurg á sunnudeginum. Frábær óbyggðaferð. Uppl. og farm. á skrifstofunni Grófinni 1, sima 14606 og 23732. Útivist. NIUNINN v------ y ■ UGICKTARSmU Gilrl ■■■iltmar Eraitiulli II. IGI I..- gi«i. ii Gtim Kenni hugrækt: Athygliæfingar, slökun og hug- kyrrð eftir aðferðum Sigvalda Hjálmarssonar. Upplýsingar og skráning milli kl. 18 og 20 virka daga. Námskeið hefjast laugar- daginn 12. sept. nk. Gúmmíbátasigling á Hvítá Brottfarir: laugardaginn 29. ágúst, sunnudaginn 30. ágúst, laugardaginn 5. september og sunnudaginn 6. séptember kl. 9.00. Verð kr. 3500 pr. mann. Nýi ferðaklúbbúrinn símar 12448 og 19828. Tilkynning til Buchætt- arinnar Ættarmótið veröur haldið í fé- lagsheimilinu á Húsavík 30. ágúst og hefst kl. 15.00. Hitt- umst sem flest i Heiðarenda viö Laxamýri kl. 10.30 til vettvangs-- skoöunar. Undirbúningsnefn.din. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins Sunnudagur 30. ágúst: 1. Kl. 08 — Þórsmörk — dags- ferö. Verð kr. 1.000. 2. Kl. 09. — Kóranes á Mýrum (strandstaður Pourqu'a pas). Ekið í Straumfjörð á Mýrum. Staðkunnugir fararstjórar. Verð kr. 1.000. 3. Kl. 13 — Eyrarfjall f Kjós (415 m). Ekið inn Miðdal og gengiö á fjallið að austan. Verð kr. 600. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bfl. Frítt fyrir börn i fylgd fullorðinna. Feröafélag fslands. UTIVISTARFERÐIR Dagsferð laugardag 29. ágúst Kl. 13.00 Tóarstfgur — ný gönguleið. Gömul leið um friö- sælt og fallegt svæði sem nýtt var fyrr á timum. Minjar um þá starfsemi eru þar enn. Berja- land. Ganga við allra hæfi. Verð kr. 600, frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Brottför frá BSf, bensinsölu, bensínsölunni Kópa- vogshálsi og sjóminjasafni Hafnarfjaröar. Sjáumst! Útivist. VJterkurog k_/ hagkvæmur auglýsíngamiðill! JSIIarjpiiiMafttft ^Ayglýsinga- síminn er 2 24 80 raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar | Norræna eldfjallastöðin leitar að leiguhúsnæði fyrir hluta af starfsemi sinni. Húsnæðið þarf að vera um eða yfir 200 fermetrar. Einbýlishús í nágrenni Háskólans væri góðu kostur en margt kemur til álita. Húsnæðið verður notað fyrir skrif- stofur og hreinlegt verkstæði. Hafið samband í síma 27898 frá kl. 9.00-17.00. íbúð óskast Herbergi óskast Herbergi eða einstaklingsíbúð óskast til leigu strax fyrir starfsmann okkar, einhvers staðar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Algjör reglusemi og snyrtimennska. Upplýsingar í símum 83522 og 84090. Loftorka. 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast í 2-3 mán- uði fyrir starfsmann okkar. Upplýsingar í síma 83366. Prentsmiðjan Oddihf. Höfðabakka 7, 112 Reykjavík. Sími 83366. Garðbæingar Fatasöfnun til flóttafólks í Afríku fer fram dagana 28. og 29. ágúst. Óskað er eftir hrein- um, góðum fatnaði. Tekið verður á móti framlögum í safnaðarheimilinu, Kirkjuhvoli, föstud. 28. ágúst kl. 17.00-20.00, laugard. 29. ágúst kl. 13.00-15.00. Sóknarnefnd Garðasóknar. Jeppi á fjall Við viljum leigja upphækkaðan og vel útbúinn NISSAN PATROL stuttan eða langan með eða án bílstjóra til fjallaferðar í þrjár vikur nú í september. Hringið í síma 641483. Kýr til sölu Nokkrar snemmbærar kýr til sölu. Upplýsingar í síma 93-51353. Akranes — Þór Fundur verður haldinn mánudaginn 31. ágúst kl. 20.30 i Sjálfstæðis- húsinu. Til umræðu er SUS þingiö. Stjómin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.