Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
23
Læknaritarar gefa
út upplýsingabækling
AÐALFUNDUR Félags íslenskra
læknaritara var haldinn 16. maí
sl. í húsi BSRB á Grettisgötu 89
i Reykjavík.
Stjóm félagsins skipa: Hafdís
Sigurbjömsdóttir formaður,
kvennadeild Landspítalans, Fríða
Hjálmarsdóttir ritari, röntgendeild
Landspítalans, Siguijóna Jakobs-
dóttir gjaldkeri, Landakotsspítala,
Guðrún Magnúsdóttir meðstjóm-
andi, Heilsuhæli NLFÍ, Hveragerði
og Rósa Mýrdal meðstjómandi,
Sjúkrahúsi Akraness.
Læknaritarar fengu löggildingu
fyrir starfsheiti sínu 21. mars 1986
og er verið að ganga frá þeim
málum endanlega um þessar mund-
ir.
Gefínn verður út upplýs-
ingabæklingur með nöfnum allra
sem öðlast hafa löggildingu og em
þær þær einu sem nefnt geta sig
læknaritara eða læknafulltrúa.
Einnig verða í bæklingnum upplýs-
ingar um stjóm og nefndir sem
starfa á vegum félagsins.
Félagið hefur nú fengið aðstöðu
fyrir starfsemi í húsi BSRB á Grett-
isgötu 89.
Stjórn Félags íslenskra læknaritara, talið frá vinstri: Friða Hjálmarsdóttir ritari, Sigurjóna Jakobs-
dóttir gjaldkeri, Hafdís Sigurbjömsdóttir formaður, Guðrún Magnúsdóttir og Rósa Mýrdal meðstjórnend-
ur.
VSRÖLÐ! N ’S7
\/CDAi niM1D7
V ■ IWVWII « VJ/
innan veggja
LAUGARDALSHÖLL
Á sýningunni VERÖLDIN ‘87
hefur Hólmfríöur Karlsdóttir
innréttað 200 fermetra draumaíbúð
að eigin smekk. Valið innréttingar,
húsmuni, liti og efni.
Þetta erforvitnileg og falleg íbúð
smekklegrar nútímakonu. Hér er
allt sem tilheyrir einu heimili.
- Jafnvel bíllinn á sínum stað í
bílskýlinu.
SJAIÐ DRAUMAIE
m/ !t
Ul
i %
/ íArt a n
riUrmn
Hún verður sjálf á staðnum á
virkum dögum milli klukkan 18
og 20. Um helgar milli 15 og 17
og aftur milli 20 og21.
| STÓRSÝNING
l FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA
Opið: Virka daga frá kl. 16-23. Um helgar frá kl. 13-23. Aðgöngumiðasölu hætt alla daga kl. 22.