Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 11 TVÆR SÝNINGAR Myndlist Valtýr Pétursson í Gallerí Grjót hafa aðstandendur komið upp sýningu á verkum sínum, og er sú á allan máta eftirtektar- verð. Sýningarrýmið er með minna móti og það er engu líkara en að einmitt þær takmarkanir, sem rý- mið sett, hafi orðið til þess, að gera val verka vandaðra en algengast er um samsýningar. Annmarkar þeir, sem húsnæðinu fylgja, koma þeim hlutum, sem sýndir eru að gagni, en skemma hvergi. Það eru einnig nokkuð margir listamenn, sem að galleríinu standa, og ekki minnkra vandinn sem þama var leystur við það. Ég leit við á sýningu þeirra Gijótamanna og hafði sannast að segja furðulega mikla ánægju af. Aðstandendur skipast á um að passa sýningar á staðnum, þannig spara þeir í rekstrinum og verður ekki annað sagt en að nokkur ídeal- ismi sé þama á ferð. En snúum okkur að efninu: Steinunn Þórarinsdóttir á þama eftirtektarverð verk í skúlptúr og Þorbjörg Höskuldsóttir sýnir tvö glæný olíumálverk í mjög mjúkum og sannfærandi litum. Jónína Guðnadóttir er með leirverk, sem em mjög í ætt við það, sem hún hefur sýnt að undanfömu. Magnús Tómasson er með málverk af dýrum og er hressilegri í lit en oft áður, og Ragnheiðru Jónsdóttir sýnir nokkrar svartlistarmyndir, sem munu hafa verið á sýningu hennar í Norræna húsinu ekki alls fyrir löngu. Ófeigur Bjömsson er með fljúgandi lágmyndir og sérkenni- lega skarpgripi og Örn Þorsteinsson sýnir litlar vatnslitamyndir, út- færðar á viðkvæman hátt, en vekur samt mesta athygli með skúlptúr í áli, og gott ef hann hefur ekki fund- ið sérstaka hlið á listiðju sinni í þeim verkum. í heild er mjög við- kunnanlegur svipur á þessum verkum og til sóma fýrir þá, sem í hjut eiga. í Gallerí Hallgerði sýnir Lars Emil Ámason. Þar kom ég að læst- um dymm og las miða þess efnis, að starfsfólk í verslun við hliðina á mundi opna fyrir sýninargestum, en þar var einnig allt læst og eng- inn lyklavörður. Ég sá aðeins inn um glugga og gat gert mér grein fyrir, að um geómetrískar abstrak- sjónir í anda Mondrians var að ræða. Af augljósum ástæðum vil ég ekki segja meir um þessa sýn- ingu, en það væri ekki verra, að það væri tryggt, að unnt væri að komast inn á áyningar á þeim tíma, sem auglýstur er. Eins og aðrir vafalítið gera, tel ég mig geta tekið mér ýmislegt þarfara fyrir hendur en að skoða myndlist með því að gægjast inn um glugga. Menning og saga íslenskra miðalda Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Kirsten Hastrup: Culture and Hi- story in Medieval Iceland. An anthropological analysis of structure and change. Oxford 1985. Saga einnar þjóðar er aldrei algjör eða fullkomin og endanleg, sagan er ávallt skrifuð fyrir einhveija og í ákveðnum tilgangi. Fullkomin og al- gjör saga (sem er alls ekki hugsanleg) yrði þýðingarlaus og engin saga (Lévi-Strauss). Collingwood telur að sagnfræðingurinn hafí ekki aðeins áhuga fyrir „ytri atburðarás" heldur fremur fyrir orsökum atburðanna, og þá fyrst og fremst meðvitund þess fólks sem átti hlut að atburðunum. „Mannfélagsfræði er viss tegund sagnfræði" (Evans-Pritchard). Kirstem Hastrup leitast við að skrifa íslenska menningar- og mið- aldasögu (tímamarkið fram að Gamla sáttmála) með kenningar Colling- woods og Lévi-Strauss að leiðarljósi. í fyrri hluta ritsins fjallar hún um gerð samfélagsins, mannfélagsfræði og í síðari hluta um atburðarásina, „ytri sögu“. Hastmp talar um tvenns konar tíma, tíma sem almennan tímareikn- ing, tíma sem hluta tíma veraldarsög- unnar meðan viðkomandi samfélag er við líði og þann tíma, sem er fyrst og fremst tími viðkomandi samfélags og er mótaður af því sama samfé- lagi. þ.e. tími aðlagaður umhverfí og þörfum samfélagsins. Sá tími er (ekki ósvipaður „sveitaklukkunni") mældur samkvæmt þörfum þeirra, sem byggja land og lifa á og af landsgæðum, tíminn miðast við sáðtíð, eggtíð, sel- mánuð, heyannir, komskurðarmánuð o.s.frv. Þegar komið var hæft til kom- skurðar, þá var komskurðarmánuður eða haustmánuður, veðráttann réði tímasetningunni. Vikur og misseri vom tímaákvarðanir, sumardagurinn fyrsti og fyrsti vetrardagur mörkuðu misseraskiptin. Lögsögumaðurinn til- kynnti „misseristalið" á Alþingi við þinglausnir. Hastmp fjallar nákvæm- lega um íslenskt tímatal og heimildir hennar em Rímtöl og Grágás. Tími og tímatal er fyrsti kafli rits- ins, síðan kemur umfjöllun um hugtakið rúm eða rými. Áttaskynið er undirstaða og forsenda lífs manna í ákveðnu umhverfi, „tími og áttir vom samtvinnuð". Fjarlægð var mæld í þeim tíma sem það tók mann að fara vegalengdina ríðandi, hugmynd um fjarlægð milli staða án ferða- mannsins var þýðingarlaus. Hastmp ræðir hugtakið ár og öld, öld gat bæði þýtt tíma og einkum ástand ákveðins tímaskeiðs. Sbr. óöld í heiðni, aldarfar. Hugtakið ár var not- að í svipaðri merkingu, sbr. ára vel, ár þýddi gróska. Hastrup leitast við að átta sig á hugmyndum íbúa „fríríkisins" um umhverfí sitt, fjarlægðir, rými og tíma, síðan ræðir hún ættir og tengsl manna á milli, frændgarðinn og mis- munandi stig skyldleika. Hugmyndir manna um skyldleika vom bundnar nauðsyn einstaklingsins sem sam- félagsvem, án ættartengsla var einstaklingurinn einskis megnandi, vamarlaus og aðstoðarlaus. Hastmp notar Grágás sem aðalheimild um þessi efni. Hún. ræðir hugtökin sem snerta ættartengsl og sifjar all ítar- lega, ætt, frændr, sifjungar, homung- ar og hrísungar o.s.frv., o.s.frv. Einnig ræðir hún gagnkvæmar skyld- ur ættmenna, sem er nákvæmlega útlistað í Grágás. Efni fjórða kafla ritsins er félags- legt og pólitískt form „fríríkisins". Fijálsir menn og þrælar vom skýrt aðgreindir, réttarstaða þeirra var skil- greind í lögum. Bændur, leiglending- ar, hjáleigumenn, húskarlar, leysingj- ar og þrælar og ambáttir vom stéttimar. Manngjöld vom mismun- andi, bóndinn var virtur á 120 aura, leysinginn á 60 aura og þrællinn/ ambáttin á 12 aura. Margt bendir til þess að þrælahald hafi verið algengt á landnámsöld en hafi verið horfíð um 1100. Ritaðar heimildir votta þetta og einnig benda leifar af miklum garðahleðslum frá þessu tímabili til nægs vinnuafls, en garðahleðslumar em stórkostleg mannvirki og sýna ótvírætt mikla nýtingu landsgæða og líkindi á meiri ræktunarbúskap strax á landnámsöld, en síðar varð. Sú stétt, sem virðist hafa ráðið mestu vom landnámsmenn og afkom- endur þeirra. Hastmp fjallar um goðorð og goða, sem ásamt þingunum mótuðu pólitíska gerð samfélagsins, settu lög og dæmdu í málum. Hún álítur að goðamir hafi „að minnsta kosti nokkrir“ verið goðprestar, þótt staða þeirra hafí jafnframt verið ver- aldleg. Þessi munur sem Hastmp gerir á veraldlegu valdi og goða- prestsveldi á þessum tímum er mótuð af aðskilnaði ríkisvalds og kirkjuvalds sem mótaði alla sögu Evrópu frá kristnum ármiðöldum. Heimildir frá heiðni votta ekki aðskilnað veraldlegs og goða-prests valds. Valdið var ekki skipt, blótin vom forsenda árs og frið- ar, blótin, guðsdýrkun og fómfæring- ar vom frumskilyrði alls lífs. Þessu tengdust hugmyndir þeirra tíðar manna um gæfu vissra ætta og tengsl þeirra við máttarvöldin. Þetta mat virðist hafa orðið til þess að styrkja mjög vald viðkomandi ætta. Fimmti kafli fyrri hluta er um heim- ana tvo, mannheima „innangarðs" og andstæðu þeirra, „utangarðs", óbyggðir og öræfí, þar sem hættuleg öfl ríktu, heima hinna óbeisluðu nátt- úmkrafta. Andstæðurnar, óbeislaðir náttúmkraftar og mannheimar mót- aðir mennskri menningu og aga vom og em viðfangsefni mennskrar við- leitni (Lévi-Strauss). Kveikja and- stæðnanna er sköpun mannheima, tilraun mannanna til þess að aga óbeisluð öfl og skapa sér eigin heim „innangarðs". Hastmp telur að hver þjóðflokkur vinni að sköpun mann- heima, hver á sinn hátt, og að þessi viðleitni sé sérstaklega skörp og ákveðin í íslenska „fríríkinu" á mið- öldum. Lögin vom undirstöðuþáttur íslensks samfélags. „Vár lög“ þýddi í raun íslenskt samfélag. Þeir sem þýddust ekki „lögin" vom utangarðs, hættulegir siðuðu samfélagi og neit- Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson The Penguin Dictionary of Curious and Interesting Words. George Stone Saussy III. Pengu- in Books 1986. dtv-Wörterbuch der deutschen Sprache. Herausgegeben von Gerhard Wahhring ... Deutsc- her Taschenbuch Verlag 1986. dtv-Atlas zur deutschen Sprache. Tafeln und Texte. Werner Kön- ing. Mit 140 farbigen Abbild- ungsseiten. Graphiker Hans- Joachim Paul. Deutscher Taschenbuch Verlag 1985. Daten der polnischen Geschich- te. Manfred Hellmann. Deutsch- er Taschenbuch Verlag 1985. Stone Saussy III hefur fengist við margt. Hann hefur stundað umferðasölu, verið eftirlitsmaður í mörgum greinum, umhverfíshönn- uður og kennt við gagnfræðaskóla. Hann býr í Columbía í Suður- Karólínu. Þessi bók hans er orðalisti um „óvenjuleg og athyglisverð orð“ sem hafa birst í bókum ýmissa höf- unda eftir 1945. Þessi orð em vitaskuld ekki öll ný af nálinni, mörg eiga sér langa sögu. Höfund- urinn segir í formála að hann sé hvorki orðabókahöfundur né orð- sifjafræðingur, en aftur á móti hafi hann mikla ást á orðum og því hafi hann tekið þessa bók saman. Höfundurinn skýrir orðin eða orða- samböndin og visar til þess rits og arar þess. „Fjörbaugsgarður" er myndað af „fjörbaugur", lífshringur og „garður". Fjörbaugsmaður varð að greiða goðanum silfurhring, ef hann gat það ekki, varð hann dæmd- ur í útlegð . . . Hastrup útlistar tengd hugtök og tekst að koma til skila því mati og þeirri meðvitund sem var undirstaða laga og réttar á þessum tímum, að hennar dómi. í lok þessa kafla ræðir hún heimsmynd heiðinna manna á íslandi og Norðurlöndum. Heimildimar eru Snorra-Edda og þá einkum Gylfaginning, auk þess sem hún vísar til kenninga Craigies, Dumezils, Ellis Davidson o.fl. um þessi efni. Lagaskin og áhugi á lögum virðist hafa verið almennari meðal miðalda- íslendinga en meðal annarra þjóða. Það stafar af þinghaldinu og þeim stjómar- og dómsathöfnum, sem stór hópur manna hlaut að taka þátt í og sameiginlegum hagsmunum um að halda uppi lögum og rétti, tryggja „garðinn“ gegn „utangarðsmönnum“. í seinni hluta ritsins segir Hastmp atburðasöguna fram til 1262/64 og telur að allar tilraunir til þess að breyta upphaflegu kerfí laga og sam- félags, hafí í lokin leitt til hmns þessa kerfis. Þar koma til áhrifa Rómarrétt- ar, kirlqunnar og lénsk áhrif í Noregi. Breytingar á veðurfari vom lands- höfundar þess, þar sem hann rak augun í það. Tilgangur samantekt- ar þessarar bókar er að skemmta. Heimildaskrá er í bókarlok, höfund- ar og rit, þar sem orðin koma fyrir, það er ekki langur listi, rúmlega hundrað rit. Alls em orðin, sem höfundur tekur í þessa bók sína um 1.000, svo að þetta er rétt sýnis- horn þeirra óvenjulegu orða sem notuð hafa verið af höfundum síðan 1945. Svo má einlægt deila um hvaða orð teljast „undarleg" eða „óvenjuleg". Hvað um það, það má vel fletta þessari bók sér til skemmtunar. Wahrig-orðabókin er unnin undir umsjá Gerhards Wahrig, fjöldi fræðimanna hefur ásamt honum unnið að bókinni. Bókinni er ætlað að fullnægja þeim kröfum sem gerðar em til orðabóka nú á dögum. Uppflettiorðin em 16.000. Sýndar em mismunandi orðmyndir, beyg- ingar og orðsifjar, einnig sýnd þau orð sem dregin em af þeim (lýsing- arorð, atviksorð o.s.frv.). Sýnd em dæmi um rétta notkun orðanna í sambandi við önnur orð. Merkingar- munur orða er skilgreindur. Framburður er sýndur og réttar áherslur. Síðan em öll uppflettiorð skilgreind og skýrð, sá þáttur er mjög vel gerður og mjög skilmerki- legur. Þessi orðabók er talin meðal vönduðustu orðabóka þýskrar tungu. dtv-atlasinn fjallar um þýska tungu, sögu, uppbyggingu og form- gerð. Myndir og kort em hér notuð til glöggvunar, mállýskukort og mönnum óhagstæðar og verðfall á framleiðsluvömm kom_ einnig til. Hastmp skrifar hér íslandssögu frá sjónarmiðum mannfélagsfræðinnar og leitast við að lýsa innri þáttunum, sem orsaka atburðarásina, meðvitund miðalda-mannsins og hugmyndum um heimsmyndina, mannheima og óskapnaðinn. Hastmp skoðar tímabilið frá ný- stárlegu sjónarhomi og slík umfjöllun getur orðið tilefni til nýrra hug- mynda. Hún forðast tilgátuspeki og bindur sig við íslenskar heimildir og þá einkum það safn, sem gengur und- ir nafninu Grágás. Hún beitir mannfræðilegum starfsaðferðum til greiningar og rannsóknar á eðli og kjama íslensks miðaldasamfélags. Eitt ber að hafa í huga, sem er að frumlög „fríríkisins" vom sett áður en lög vom rituð, að latneskum hætti, lögsögumaðurinn var „lifandi hluti laganna og samfélagsins" þegar hann sagði upp lögin. Hastmp lætur að því liggja að ritun laganna hafí verið meira en lítið skref frá hefðbundnum skilningi á hlutverki laganna og hafí fremur stuðlað að hmni hins hefð- bundna samfélagsforms en ýmsar augljósari ástæður. Þetta er skemmti- leg hugmynd og til þess að geta metið hana þarf að ganga út úr ritöld inn í öld og samfélag Hómerskviða. málþróunarkort gera glögga grein fyrir viðfangsefninu, sama varðar framburðareinkenni hinna ýmsu svæða. Almennur inngangur er fyrsti kaflinn, síðan er saga málsins rakin í texta, kortum og töflum frá upphafí, um miðaldir og fram á vora daga. Pólskur annáll frá upphafi pólskrar ríkismyndunar til 1983 er vandasamt verk. Hér er „fyrsta til- raun til slíkrar annálsgerðar gerð“. Mannvistarleifar hafa fundist á pólsku landsvæði frá því um 180.000 f. Kr. Föst búseta virðist hafa verið á þessum svæðum frá því á Mið-steinöld ca. 7500 f. Kr. og síðan. Þjóðflokkar vom á stöð- ugu ferðalagi að austan, suðaustan og vestan lengi vel. Húnar komu þama við sögu, slavar fara á stúf- ana og þjóðflokkagerið vandrar þama fram og til baka. Engar skrif- legar heimildir em til um slavneskar þjóðir sem mynda vísi að ríki í Póll- andi á 7. og 8. öld. Um 840—50 fara óljósar fregnir af þjóðflokkum á þessum slóðum. 963 er fyrsta þjóðhöfðingjaætt Póllands nefnd, svonefndir „Piastar". Up úr því skýrist atburðarásin og síðan verð- ur sagan rakin áfram. Pólveijar hafa alla tíð orðið að beijast við nágranna sína í austri og vestri. Innanlandsátök og árásir nágrannanna hafa þjakað þjóðina og nú er svo komið, að Pólveijar eiga undir högg að sækja í sam- skiptum við nágrannann í austri og það lið sem gengur erinda hans sem landstjórnarmenn Póllands. Orðabækur og uppflettirit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.