Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Moi^unblaðið/Þorkell Hvalamál rædd yfir h valkjöti Utanríkismálanefnd kom saman til fundar um hvalamálið í gær í Borgartúni 6 og var hvalkjöt framreitt af því tilefni. Eyjólfur Konráð Jónsson formaður nefndar- innar sagði að það hefði verið tilviljun að hvalkjöt var á borðum í þetta sinn. Talað hefði verið um það í nefndinni fyrir mánuði að borða hvalkjöt við tækifæri, enda gerðu Bandaríkjamenn kröfu um að íslendingar borðuðu 51% af því hvalkjöti sem við veiddum. Það voru kokkamir Eggert Edwald og Kristinn Kjartansson sem matreiddu hvalkjöt- ið. „Ef maður fær gott hvalkjöt, er það matreitt nákvæmlega eins og nautalq'öt, steikt á pönnu með salti og pipar. Með hvalnum bánim við fram sveppi, smjörsoðið blómkál, grillaða tómata og kartöflur," sagði Eggert. Morgunblaðið/Þorkell Elías V. Einarsson framkvæmdastjóri hjálpaði kokkunum við að koma hvalsteikinni á borð. Skoðanakönnun HP: Sjálfstæðis- flokkurinn eykur fylgi sitt um 14% 63,8% styðja ríkissljórnina FYLGI Sjálfstæðisflokksins er nú 41% samkvæmt skoðana- könnun sem birtist í Helgarpóstinum í gær og var framkvæmd dagana 24.-25. ágúst. Þetta er 14% fylgisaukning miðað við úrslit síðustu kosninga. í skoðanakönnuninni var einnig spurt um viðhorf til ríkisstjórnarinnar og svöruðu 63,8% þeirra sem tóku afstöðu að þeir væru hlynntir stjórninni. í könnuninni var meðal annars spurt hvaða flokk viðkomandi hyggðist kjósa yrði kosið til Al- þingis núna. Niðurstöður voru þessar (tölur síðustu kosninga inn- an sviga): Sjálfstæðisflokkur 41% (27%), Alþýðuflokkur 12,2% (15,2%), Framsóknarflokkur 16,7% (18,9%) Alþýðubandalag 8,5% (13,3%), Kvennalisti 10,1% (10,1%), Borgaraflokkur 8,7% (10,9%), Þjóðarflokkur 2,1% (1,5%), Bandalag jafnaðarmanna 0,3% (0,2%) og Flokkur mannsins 0,5% (1,6%). 5,6% úrtaksins sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu. 15,5% voru óörugg og 10% svör- uðu ekki. Einnig var í könnuninni spurt hvort viðkomandi styddi núver- andi ríkisstjóm eða ekki. Sögðust 63,8% þeirra sem tóku afstöðu styðja núverandi ríkisstjóm en 36,2% vom henni andvígir. Könnunin var framkvæmd dag- ana 24.-25. ágúst og var hringt í 799 einstaklinga af öllu landinu sem valdir höfðu verið handahófs- kennt úr tölvuskrá um símanúmer einstaklinga. Ekki náðist í 30% úrtaksins. Björn Björns- son aðstoðar- maður fjár- málaráðherra BJÖRN Bjömsson, hagfræðing- ur ASÍ, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráð- herra. Björn tekur við starfinu 1. september nk. Bjöm er stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1969. Hann stundaði nám I viðskiptafræðum 1969-73 og lauk þaðan kandídats- prófí. Þá hóf hann störf hjá Kjara- rannsóknanefnd og starfaði þar þar til hann var ráðinn til ASÍ 1981. Bjöm er kvæntur Guðnýju Aðal- steinsdóttur og eiga þau saman tvær dætur. „Þetta er einfaldlega löngun til þess að takast á við ný störf," sagði Bjöm Bjömsson í samtali við Morg- unblaðið. „Ég hef starfað hjá ASÍ í um 7 ár og tel öllum hollt að breyta til. Þegar þetta tækifæri Bjöm Björasson bauðst ákvað ég þvf að slá til. Það er auðvitað margs að sakna í mínu gamla starfí og ég þurfti óneitan- lega að hugsa mig um tvisvar. í Qármálaráðuneytinu eru ýmis vandasöm verkefni í gangi eða að fara í gang, s.s. í sambandi við tekjuöflunarkerfi ríkisins. Það er líklega það helsta sem blasir við.“ Hjálparstofnun kirkjunnar: Neyðarkall vegna flóttafólks frá Mósambik FATASÖFNUN á vegum Hjálp- arstofnunar kirkjunar fer fram um allt land þessa dagana. Söfn- unin er vegna flóttafólks frá Mósambik en fjöldi fólks hefur frosið í hel i flóttamannabúðum í Transvaal í Suður-Afríku þar sem miklir kuldar hafa veríð undanfarið. Tekið er á móti hreinum og heilum fatnaði i flestum kirkjum og safnaðar- heimilum landsins. Alkirkjuráðið í Genf hefur sent frá sér neyðarkall vegna flóttafólks frá Mósambik sem reynir að flýja borgarastyijöldina í landinu. Und- anfamar vikur hefur Qöldi flótta- manna þaðan aukist verulega og kemur mikill hluti þess nánast klæðalaus til Transvaal í Suður- Afríku og til Malawi þar sem stærstu búðimar em. Talið er að nú séu um 250.000 flóttamenn í Suður-Afríku og rösklega 200.000 í Malawi. Að beiðni Alkirkjuráðsins safnar Hjálparstofnunin fatnaði sem þegar í stað verður pakkað og hann send- ur í gámum til flóttamannabúð- anna. Til að standa straum af flutningskostnaðinum em það vin- samleg tilmæli Hjálparstofnunar- innar að einhverjir fjármunir fylgi fatagjöfunum en einkurn er óskað eftir fatnaði á konur og böm. Frístundalistamenn sýna í Listasafni ASI Þrir af fjórum friatiinHalintftmönniim sem sýna í Listasafni ASÍ við nokkur verkanna á sýningunni. Þeir heita, tahð frá vinstrí: Jón Haraldsson, Eggert Magnússon og Birgir Nurmann Jónsson. Á LAUGARDAG verður opnuð sýning á myndverkum fjögurra Dagsbrúnarmanna í Listasafni ASI við Grensásveg. Stendur sýningin til 13. september. Aug- lýst var eftir sýnendum í fréttabréfi Dagsbrúnar og vora valin verk eftir fjóra menn á sýninguna, en þeir eru fæddir 1915 tU 1923. Í fréttatilkynningu frá Lista- safninu í tilefni opnunar sýningar- innar segir svo m.a. „Listasafn ASÍ var stofnað með það að meginmarkmiði að veita alþýðu manna hlutdeild í þeim hluta menningarinnar, sem mynd- list er. Safnið átti að kynna mönnum hið besta í islenskri myndlist, gera hana aðgengilega og fræða um hlutverk Iistarinnar í síbreytilegu þjóðfélagi. En safnið hefur einnig annað hlutverk, sem er að hlú að eigin listsköpun meðal eigenda sinna, íslenskra erfíðismanna. Þetta hlutverk má ekki gleymast. Öllum mönnum er þörfín að skapa eitt- hvað sameiginleg. Þessi þörf fær útrás á hinn margvíslegasta hátt, oft á hinum hversdagslegu svið- um, sem alla jafna eru ekki kennd við list, og sumir eiga þess jafn- vel aldrei kost, að beina sköpunar- þörf sinni í ákveðinn farveg. Listasafn ASÍ og Verkamanna- félagið Dagsbrún hafa nú samein- ast um að kynna verk nokkurra Dagsbrúnarmanna, sem fundið hafa sköpunarþörf sinni farveg í myndlistinni í tómstundum sínum. Auglýst var eftir sýnendum i fréttabréfi Dagsbrúnar og haft samband við menn persónulega eftir ábendingum. Listasafnið annaðist síðan endanlegt val Iista- manna og verka. Þeir fjórir, sem hér voru valdir, eru allir af eldri kynslóðinni, fæddir á bilinu 1915—1923. Verk þeirra eru um margt ólík. Birgir Nurmann Jónsson málar landslagsmyndir með olíu- litum á léreft. Hann leitar uppi ýmsa staði, fjarri skarkala stór- borgarinnar og lýsa mjmdir hans af þeim einlægri ást á landinu. Þar eru engin stórátök né mikil veður. Landið, hið litríka, gjöfula og friðsæla, veitir þreyttum ferða- löngum hvfld. Eggert Magnússon er mörg- um orðinn kunnur sem málari. Hann dregur upp líflegar frásagn- ir í sterkum litum á léreftið. Þar er oft ailt á ferð og flugi, hvort sem hann lýsir hvalveiðum norður í Ballarhafí eða óargadýrum í Afríku. Þessar æviminningar Eggerts eru heillandi frásagnir í litum og formum. Jón Haraldsson bregður einn- ig upp minningum í verkum sfnum. Hann sýnir pastelmjmdir af mönnum, sem settu svip á samtfð sína. Myndimar eru unnar eftir gömlum ljósmyndum, sem margar em vel kunnar. Minningar Jóns um þá menn sem hann var samtfða, eða minningar hans af frásögnum föður hans af hinum eldri móta umgjörð þá sem hann velur hverjum og einum. Pétur Hraunfjörð hefur valið sér miðil, ólíkan hinum þremur, til þess að koma því á framfæri, sem honum liggur á hjarta. Hann málar á steina sem verða á vegi hans í náttúmnni. Afmörkuð stærð steinsins og form sem ýta hugarfluginu af stað, eiga að hans sögn betur við hann en léreft eða pappírsörk. Pétur segist ekki sjá ástæðu til þess að gera myndir af fólki, nema það hafi skoðanir, og bera verk hans með sér, að honum er mikið niðri fyrir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.