Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 33
r MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 íbúar í Gijótaþorpi: Telja sig eiga lögvarinn rétt til umhverfis húsaiina LÖGFRÆÐINGUR íbúasamtakanna í Gijótaþorpi hefur að ósk þeirra sent húsfriðunarnefnd ríkisins bréf vegna fyrirhugaðrar byggingar við Aðalstræti 8. í bréfinu er meðal annars bent á að íbúar í Gijótaþorpi telji að þeir eigi lögvarinn rétt til að umhverfi húsanna sé ekki raskað verulega. „Þannig fylgi húsi, sem byggt er í samræmi við gildandi skipulag, eða hefur unnið rétt með hefð gagnvart umhverfi sínu á gildandi hefð- artíma, lögvarinn réttur til um- hverfis þess. Hefur verið litið svo á að réttur tengdur einstökum húsum hindraði það t.d. að komið væri fyrir umsvifamiklu atvinnufyrirtæki nálægt íbúðarhverfi." Vitnað er í íslensku skipulagslög- in nr. 19/1964 og segir að þau beri þess glöggt vitni að taka beri tillit til grenndarréttar eða eins og segir í 4. mgr. 23. gr. skipulagslag- anna: „Ef ákveðið verður að halda áfram, skal tilkynna aðilum þá ákvörðun og jafnframt boða til sam- eiginlegs fundar þeirra. Skal í þeirri tilkynningu tekið fram, að verði af félagsstofnun um málið, megi þeir, sem ekki gerast þátttakendur, vænta þess, að fasteign þeirra (fast- eignir) á svæðinu verði tekin eignarnámi af sveitarstjórn." Ákvæðið sýnir, að dómi lögfræð- ings íbúa Grjótaþorps, að litið hafi verið svo á að, einstakir eigendur réttinda yfir fasteign gætu stöðvað endurskipulagningu eldra hverfis og því bæri nauðsyn til að leyfa eignarnám einstakra fasteigna, ef það reynist nauðsynlegt til að ná samstöðu um málið. Í greinargerð fyrir frumvarpi til skipulagslaga, sem varð síðar í meginatriðum nú- gildandi skipulagslög, kemur fram Sultuhleypir: Krækiber hafa sérstöðu KRISTÍN Gestsdóttir sagði í frétt í Morgunblaðinu síðastlið- inn þriðjudag að allur íslenskur sultuhleypir sé ónýtur og leið- beiningar rangar. „Þetta er stór fullyrðing,“ segir Kristín. „Einn framleiðandi hér, Ilma, er með sultuhleypir þar sem leiðbeiningar eru réttar og sultu- hleypirinn ekki ónýtur heldur þarf helmingi meira magn af pektin efni í krækibeijahlaup en gefið er upp. Sá framleiðandi hefur hug á að framleiða sérstakan sultuhleypi fyr- ir krækiber sem hafa talsverða sérstöðu og er ánægjulegt til þess að vita.“ að þessi kafli skipulagslaganna er nýmæli í íslenskum lögum. Þá segir og að: „Lagaákvæði um friðun húsa verðu auðvitað að túlka á þann hátt, að friðun sú, sem að er stefnt og ótvírætt er löglega ákveðin, nái tilgangi sínum. Rangt er í því sambandi að líta á hús- bygginguna eina sér og láta sem lóð og grenndarréttur hússins hafi aldrei verið til. Auðvitað taka laga- ákvæði um friðun húsa einnig til þeirra réttinda, sem fylgja húsinu. Fráleitt er að skilja ákvæðið t.d. þannig að eigandi friðaðs húss gæti byggt í kring um húsið, þann- ig að það sæist ekki. Eða staðið fyrir ræktun á svo þéttum og háv- öxnum jurtum, t.d. tijám, að engin leið væri að komast að húsi eða sjá það. Með lagaákvæðum er verið að vinna að vemdun hússins eins og það er þegar stjómvaldsákvörðun er um það gerð og réttindum, sem því fylgja." Helene Karusso Kostas Paskalis Söngnámskeið í Islensku óperunni Óperusöngvararnir Helene Karusso og Kostas Paskalis halda námskeið í raddbeitingu og söngtúlkun á vegum tslensku óperunnar. Námskeiðið hefst 1. september og stendur í þrjár vik- ur. Helene Kamsso er prófessor við Tónlistarháskólann í Vínarborg og hefur kennt íslenskum söngnem- endum þar auk þess sem hún hefur þrívegis áður komið til íslands og leiðbeint íslenskum söngvumm hér á landi. Kostas Paskalis er baritonsöngv- ari og hefur sungið við öll helstu ópemhús í heiminum. Hann kom hér fyrir tveim ámm og hélt nám- skeið á vegum ópemnnar, ásamt Karusso. Undirleikari á námskeiðinu verð- ur Catherine Williams. Innritun á námskeiðið er hafín hjá Islensku ópemnni. Fréttatilkynning. Óslax hf. á Ólafsfirði: Laxeldi í Ölafsfjarð- arvatni útilokað AÐ sögn Ólafs Björnssonar framkvæmdastjóra Oslax hf. á Ólafsfirði er laxeldi í Ólafs- fjarðarvatni útilokað. „Vatnið er svo kyrrt að þar er mikil hætta á mengun. Þar að auki leggur það iðulega á vet- urna,“ sagði Ólafur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Það er því rangt sem margir halda að við séum með fiskeldi í vatninu." Húsnæði Óslax hf. á Ólafsfirði varð fokhelt um áramótin 1986 en í febrúar 1986 hóf stöðin starf- semi sína er fyrstu seiðin komu þangað til eldis. „Starfsemi okkar er aðallega fólgin í því að fram- leiða gönguseiði en einnig emm við með örlítið eldi og framhald- seldi," sagði Ólafur. „Gönguseið- um sem við framleiðum er sleppt í vatnið. Þau ganga í sjó og koma aftur eftir eitt til tvö ár.“ Ólafur sagði að endurheimtur væm 7-7,5%, 5% seiðanna kæmu eftir ár og 2-2,5% eftir tvö ár. „Helstu Ólafur Björnsson framkvæmdastjóri Óslax hf Morgunblaðið/Helgi Þór notin sem við höfum af vatninu em þau að við seltuvenjum haf- beitarseiði í því,“ sagði hann. Að sögn Ólafs er miðað við að stöðin framleiði árlega 250.000 gönguseiði til sleppingar með möguleika á að fjölga þeim upp í 500.000. Næsta sumar verður fyrsta stóra sleppingin þegar 200.000-250.000 seiðum verður sleppt. Óslax hf. er í eigu Veiðifélags Ólafsfjarðar, KEA, SÍS og fleiri aðila. Þrír starfsmenn hafa fasta atvinnu í stöðinni en auk þess starfa nokkrir verktakar að verk- efnum á vegum hennar. „Þessi stöð er þegar farin að skila af sér en það em litlir fjármunir miðað við það fé sem er búið að leggja í þetta. Hagnaður er því fjarlægur draumur," sagði Ólafur að lokum. ____________________33 Undir eld- fjallinu sýnd í Bíóhúsinu BÍÓHÚSIÐ hefur hafið sýningar á myndinni Undir eldfjallinu, sem John Huston leikstýrir. Með aðalhlutverk í myndinni fara Albert Finney, Jacqueline Bisset og Anthony Andrews. I frétt frá kvikmyndahúsinu seg- ir m.a. að ástandið hjá Geoffrey Firmin (Albert Finney) sé heldur bágt. Firmin sem er konsúll Breta í Morelos-héraði í Mexíkó hefur sagt starfí sínu lausu, konan hefur sótt um skilnað og hann er forfall- inn drykkjumaður. En skyndilega birtist eiginkonan, Yvonne (Jacquel- ine Bisset), og vill taka upp þráðinn þar sem frá var horfið svo framar- lega sem þau flytjist frá Mexíkó. Á sama tíma kemur til Firmins bróðir hans, Hugh Firmin (Anthony Andrews), sem hefur verið búsettur á Spáni. Einn daginn ákveða þau þtjú að fara í skemmtiferð sem verður ekki eins skemmtileg og í upphafí stóð til. Aðalleikarar myndarinnar Undir eldfjallinu ásamt leikstjóra, talið frá vinstri: Anthony Andrews, John Huston, Jacqueline Bisset og Albert Finney. Háskólabíó sýnir gam- anmyndina „Gínan“ HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á gamanmyndinni „Gínan“ þar sem Andrew McCarthy og Kim Cattrall fara með aðalhlut- verkin. Leikstjóri myndarinnar er Michael Gottlieb. Myndin Qallar í stuttu máli um Jonathan Switcher sem hefur þann starfa að búa til „gínur" fyrir versl- anir. En einn daginn fær hann óvænt í hendumar „gínu“ sem hann telur vera venjulega, en er það alls ekki, hún á það til að lifna við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.